NT - 22.06.1985, Blaðsíða 3

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. júní 1985 3 Blaðamenn oftlega óvandaðir menn og: „Harðræðið við handtökuna í samræmi við hegðun Skafta“ - sagði Jón Oddsson í varnarræðu í Skaftamálinu ■ Jón Oddsson, verjandi Guðmundar Baldurssonar lög- regluþjóns flutti mál sitt fyrir Hæstarétti í gær, þegar haldið var áfram málflutningi í Skafta- málinu. Jón fer fram á algera sýknun ákærðu. í upphafi máls síns gagnrýndi Jón málflutning Pórðar Björns- sonar ríkissaksóknara og sagði Jón að mikillar hlutdrægni hefði gætt í máli ríkissaksóknara. Jón Oddsson vitnaði í þau ummæli Þórðar sem NT hafði eftir hon- um í gær. Óskaði Jón þess að ríkissaksóknari gerði réttinum nákvæma grein fyrir þessuni orðum sínum. Ennfremur gagn- rýndi Jón meðferð þessa máls, sagðist hann ekki skilja hvers vegna Þórður Björnsson byggði málflutning sinn á allt öðrum forsendum en vararíkissaksókn- ari gerði í undirrétti. Lögreglan önnum kafin Jón Oddsson rakti málsatvik og sagði flestar staðhæfingar Þórðar Björnssonar úr lausu lofti gripnar. Jón benti á að verkefni þessara lögreglumanna hefðu verið mörg þetta tiltekna kvöld. Jón sagði orðrétt: „Þetta var laugardagskvöld og mikið vinnuálag á lögregluþjónunum. Mér finnst rétt að hafa hliðsjón af því þegar þetta mál er metið.“ I málflutningi sínum lagði Jón mikið uppúr þeim atburð- um er áttu sér stað í Þjóðleik- húskjallaranum áður en lögregl- an var kvödd á vettvang. Jón sagði að það sem ríkissaksókn- ari, Skafti Jónsson, kona Skafta og vitni átakanna kölluðu smá ryskingar væri í raun fólskuleg árás Skafta á dyravörð. Benti hann á að hálsbindi dyravarðar- ins, sem var teygjubindi, hefði slitnað í átökunum og að tölur hefðu dottið úr skyrtu dyravarð- arins. Auk þessa benti hann á læknisvottorð sem staðfestir að áverkar hafi verið á dyraverðin- um. Skafti var óður og veit ekki hvað gerðist Jón Oddsson sakaði Skafta og konu hans um ábyrgðarleysi gagnvart ungu barni sínu þegar þau ákváðu að fara á skemmti- stað og skilja barnið eftir í umsjón afaþessogömmu. Þetta kallaði Jón gáleysi af foreldrun- um og gott dæmi um innræti þeirra. Jón sagði að Skafti hafi ekki verið ölvaður þetta kvöld en allt geðslag hans hefði bent til þess. I máli verjandans kom fram að dyravörður Þjóðleikhúskjall- arans hefði sagt lögreglunni málsatvik og að framferði Skafta hefði verið slíkt að þessir ■ Verjendur ákærðu í sal Hæstaréttar. Frá vinstri: Svala Thorlacius verjandi Sigurgeirs Arnþórssonar, Sveinn Snorrason verjandi Jóhanns Valbjörns Ólafssonar og Jón Oddsson verjandi Guðmundar. Baldurssonar. NT-mynd: Sverrir lögreglumenn hefðu ekki getað gert annað en handtekið manninn. Jón spurði hvað þarna hefði gerst ef lögreglan hefði ekki verið kvödd á staðinn. Jón Oddsson, verjandi, sagði að Skafti hefði verið í miklu æðiskasti og gæti ekki munað fyllilega eftir atburðunum. Hann sagði að Skafti hefði ekki borið kennsl á lögregluþjónana þrjá eftir umræddan atburð og að hann gæti ekki munað hvern- ig lögreglubílnum hefði verið lagt fyrir framan Þjóðleikhús- kjallarann. Þetta kallað Jón „Black Out" og sagði alþekkt í læknavísindunum. Blaðamenn angra oft dyraverði Jón Oddsson vakti sérstaka athygli á því að Skafti Jónsson væri blaðamaður og sagði hann að oftlega veldust til þess starfs óvandaðir menn á borð við Skafta Jónsson. Menn sem með drambsemi og frekju við náung- ann stunduðu svokallaða rann- sóknarblaðamennsku. Sagði hann dyraverði og afgreiðslu- fólk oftsinnis verða fyrir barð- inu á þessháttar blaðamönnum. Þegar rétti var slitið í gær hafði Jón Oddsson ekki lokið málflutningi sínum. Hann hafði aðallega rætt um atvikin í og við Þjóðleikhúskjallarann, hann á eftir að ræða um flutning Skafta á lögreglustöðina og dvöl hans þar. Um handtöku Skafta sagði Jón að „ljóst er að harðræðið við handtökuna var í fullu sam- ræmi við hegðun Skafta Jóns- sonar". Jón sagði að með að- gerðum sínum liefðu lögreglu- þjónarnir sýnt hversu góðir þeir væru í starfi, því þeir héldu Skafta til þess að hann bakaöi ekki öðru fólki tjón. Rétti verður fram haldið næstkomandi mánudag klukkan 9.30. ■ FRONT LOADING POVVEW P/USEíSíftA Rafbúð Sambandsins tryggir örugga þjónustu skilar árangri THOMSOIM tæknisamvinna Japana, Þjóðverja, Svía og Frakka Ótal gerðir myndbandstækja bjóðast á íslenskum markaði — mismunandi hvað varðar tæknibúnað, verð og gæði. Kaupandann skiptir höíúðmáli að fá tæknilega fúllkomið og öruggt tæki á sem lægstu verði. Samvinna Japana, Þjóðverja, Svía og Frakka hefúr einmitt gert það mögulegt Thomson mynd- bandstækin eru tæknilega mjög fullkomin, framhlað- in, með þráðlausa fjarstýringu, sjö daga upptöku- minni, tölvustýringu með snertitökkum, myndspólun fram og aftur á tíföldum hraða og fjölmörg atriði önnur. Slíkt er sjálfsagt þegar tæki frá Thomson á í hlut En þrátt fyrir ffamangreind atriði kostar þetta fúllkomna tæki einungis 39.930 krónur. Við spjöllum saman um útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. n<i intíin nJIFDVV $ SAMBANDSINS s ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0-8/266 l

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.