NT - 29.06.1985, Blaðsíða 6

NT - 29.06.1985, Blaðsíða 6
■ Kynþáttahatur á mikinn hljómgrunn í Evrópu og er skýringanna yfirleitt leitað í versnandi efnahag og miklu atvinnuleysi meðalungsfólks. Innfluttir Tyrkir eiga í vök að verjast í Vestur-Þýskalaadi, árásir á Norður-Afríkubúa í Frakklandi færast sífellt í auk- ana og á Bretlandi fær æsku- fólk útrás fyrir gremju sína á knattspyrnuvöllum og í sam- tökum nýnasista, National Front. • Eftir útlitinu að dæma mætti helst halda að hinn 31 árs gamli Ian Anderson væri ungur íhaldsmaður eða einhvers kon- ar heimdellingur. Hann er vandlega greiddur og kembdur og gengur í dökkbláum jakka- fötum. Hann viröisl vera dæmigert afsprengi breskrar millistéttar, hlaut menntun sína í nafnkunnum einkaskóla og síðar í Pembroke College í Oxford. Ian Anderson cr líka yngsti formaður stjórnmála- flokks á Bretlandi; formaður National Front, hinna ill- ræmdu samtaka nýnasista. Varaformanni flokksins, Nick Griffin. svipar mjög til foringj- ans, hann lagði stund á lög og tók síðan til við að skrifa um menningarmál í málgagn flokksins New Nation. Fylgis- menn þeirra tveggja eru af nokkuð öðru sauðahúsi; ungir menn sem alið hafa aldur sinn í óþriflegum fátækrahverfum, menntunarsnauðir, illa upp- lýstir, en fullir af hatri í garð litaðra innflytjenda sem þeir telja rót alls ills á hinu forn- fræga Bretlandi. Helst engar gallabuxur Anderson er mikið í mun að breyta ímynd samtakanna. Hann hvetur fólk til að mæta snyrtilega klætt á fundi. „Við viljum helstengargallabuxur," segir hann. Það er greinilegt að honum er mikið í mun að hreinsa svart mannorð Nation- al Front, en á síðasta áratug kom oftlega til blóðugra götu- bardaga milli ofstopafullra áhangenda samtakanna og inn- flytjenda af asískum eða af- rískum uppruna. Þá voru reyndar mektardagar Nation- al Front. Flokkurinn hafði ómælt aðdráttarafl, meðlim- irnir voru 25 þúsund og i kosningum til borgarstjórna og þings unnu þau stóra sigra. Þá var Verkamannaflokkurinn við völd og talsvert frjálslyndur gagnvart innflytjendum frá fjarlægum heimsálfum. Þetta breyttist allt þegar Margaret Thatcher var kjörin forsætis- ráðherra árið 1979. Hún herti mjög reglur um innflytjendur og náði þar með hylli hinna hófsamari stuðningsmanna National Front. Það má með sanni segja að hún hafi borið flokkinn ofurliði. Þetta sést Ijóslega á því að í kosningunum 1979 gat flokk- urinn munstrað 303 lysthaf- endur til að bjóða sig fram til þings. í kosningunum 1983 voru þeir aðeins 60. í kjör- dæmum sínum náðu þeir tæp- ast einu prósenti atkvæða. Heimildir segja að síðan þá hafi tala flokksmanna vart ver- ið hærri en 2000. Negrarþvinga hvítar stúlkur Anderson og menn hans eru staðráðnir í því að snúast gegn þessari þróun. Þeir hafa sett’ fram nýja stefnuskrá, sem er ætlað að höfða til breiðari hóps. Nú er flokkurinn andsnú- inn því að meðaldrægar kjama- eldflaugar séu settar upp á Bretlandi. Hann beitir sér fyrir umhverfisvernd og studdi kolanámuverkamenn í lang- vinnu verkfalli þeirra. Fram- tíðármarkmiðið er Bretland sem er sjálfu sér nógt, sæluríki sannrar þjóðerniskenndar. „Bretland vorra tíma er ger- spillt af Marx, Freud og Holly- wood,“ segir Nick Griffin, helsti hugmyndafræðingur flokksins. En Nationai Front lætur ekki af því að troða illsakir við blökkumenn og Asíufólk. I því efni er flokkurinn enn afdráttarlausari en þegar hann var stofnaður árið 1967. „Það er trú okkar að hér eigi að búa einn kynþáttur. Svertingjana og Asíubúana á að senda aftur heim til sín,“ segir Anderson. Tónninn í Bulldog, mál- gagni ungra National Front- manna, er öllu ískyggilegri. Þar er hvatt til þess að þeim 2,5 milljónum litaðra manna sem búa á Bretlandi verði snimend- is vísað burt. í blaðinu birtast reglulega „fréttir frá Ku-Klux- Klan“, og þar sjást slagorð á borð við þessi: „Hvítir verka- menn ganga fyrir! Niður með kerfið!" Þar er heldur ekki óalgengt að lesa fyrirsagnir einsog þessa: „Negrar þvinga hvítar stúlkur til að stunda vændi!“ í teinóttum jakkafötum Paul Wilkinson, prófessor í ■ Þessir menn telja sig vera betri en svarta og gula fólkið... Hundrað þúsund fjármálaráðherrar ■ Það er engin furða þó að Albert Guðmundsson sé móðgaður núna. Hann var í hópi þeirra eitthundrað þús- und fjármáiaráðherra íslend- inga sem ekkert vissu um liinn fyrirhugaða ríkisrekna einka- skóla sem stendur til að starf- rækja í húsnæði Reykjavíkur- borgar með kennurum sem taka grunnlaun sín úr ríkis- kassanum. Raunar voru fleiri sniðgengnir en Albert. Upp- lýst hefur verið að skólastofn- un þessi hafi verið lengi á döfinni og sjálf hugmyndin fæðst í verkfalli BSRB í haust. Henni var hinsvegar stranglega Sömu menntun á sama verði fyrir alla ■ Steingrímur Hermannsson. ■ „Kg vona eindregiö aö það veröi aldrei horlíö frá því, aö allir íslendingar eigi kost á sem bestri menntun og meö sömu kjörum," sagöi Steingrímur ltermannsson forsa'tisráöherra, þegar NT spuröi liann alits á stofnun Tjarnarskóla. „Ég verö nú aö scuja eins og er aö cg trúi því ekki aö svona skóli \eröi rekinn nl lcngdar. I’ctta ei ekki stelita sent ec skrila upp :t l’scrl a moti tel éc aö \iö cictitn aö setja stolt okkar i aö reka hcr skóla. sem er á saniit veröi Ivrir alla, Menn eigti ekki aö þurfa aö kasta tugþúsunUum króna á ári til að koma hörnum sínum til mcnnta." stigöi lórsætisráö- herra. haldið leyndri því að höfundar vissu mætavel að hinn ríkis- rekni einkaskóli myndi mis- bjóða siðferðisvitund íslend- inga. Þeir vissu að þetta yrði hitamál á Alþingi. Þeir vissu að fræðsluráð Reykjavíkur- borgar og fræðslustjóri hefðu ýmislegt við þetta að athuga. Því var gripið til þeirra skúma- skotsvinnubragða, sem því miður eru orðin vörumerki borgarstjórans í Reykjavík, að bíða með að upplýsa tiltækið þar til Alþingi væri farið heirn og fræðsluráð og borgarstjórn í sumarfrí. Þá var staðreynd- unum skellt fram og treyst á það að hin sauðtryggu málgögn Morgunblaðið og DV syngju ákvörðuninni lof og dýrð. Jafnvel Morgunblaðinu og DV blöskrar En það gekk meira að segja illa. Morgunblaðið var lengi að átta sig. Fastur dálka- höfundur blaðsins getur ekki leynt hneykslun sinni strax á fyrsta degi og hálfvelgjuleiðari þar sem sneitt er hjá allri umræðu um grundvallaratriði málsins birtist síðan í gær- morgun. Þegar þetta birtist hefur DV ekki sagt orð um málið, aðeins flutt hlutlausar frásagnir af því á fréttasíðum. Grundvallarregla brotin Þetta þarf ekki að koma mönnum áóvart. Einnafhorn- steinum íslensks samfélags er og hefur verið að allir hafi jafna aðstöðu til náms, og þessari reglu er reynt að fram- fylgja án tillits til hvar menn búa. Nú er afdrifaríkt skref stigið af þeirri braut. Fjármun- ir okkar allra eiga að fara í það að halda uppi skóla sem hefur svo há skólagjöld að það ræðst af efnahag hvort foreldrar geta sent börn sín þangað. Einstaklingum er endurgjalds- laust eða -lítið afhent skóla- húsnæði í eigu borgarinnar og boðist er til að greiða laun kennara af almannafé án nokk- urra annarra skilyrða. Það er verið að brjóta grundvallar- reglu í íslensku samfélagi með þessum hætti og þetta gerist á meðan skólinn sveltur um allt land og því meir sem fjær dregur Reykjavík. Þetta gerist á meðan laun kennara eru það lág að allir sem vettlingi geta valdið leita sér að öðru starfi. Þetta gerist á meðan grunn- skólinn er mjög vanbúinn tækj- um einkum og sérílagi til kennslu í raungreinum. Við höfðum sem sagt miklu miklu miklu meiri þörf fyrir að nýta fé skattborgara í þágu skóla sem allir hafa aðgang að án tillits til efnahags. Þess vegna er þetta siðlaus ákvörðun sögu- lausra einstaklinga sern halda það eitt að einkarekstur raun- verulegur eða ríkisrekinn sé til bóta á öllum sviðum jafnt í kaupmennsku sem skólahaldi og spítalarekstri. Að vísu eru til nokkrir einkaskólar í land- inu, en þeir standa á gamalli og

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.