NT - 29.06.1985, Blaðsíða 20

NT - 29.06.1985, Blaðsíða 20
Laugardagur 29. júní 1985 20 Manila á floti Manila-Reuler ■ Mikil flóð eru nú í Manila höfuðborg Filipps- eyja. Að minnsta kosti fimmtíu manns hafa látið lífið í flóðunum sem eru þau verstu í tíu ár. Allt atvinnulíf lagðist niður í Manila í gær þar sem sumir hlutar borgar- innar voru undir allt að því tveimur metrum af vatni. Flestir þeirra sem létu lífið fórust í aurskrið- um í hæðum fyrir norðan og norðvestan borgina. Flóðin urðu vegna gíf- urlegra rigninga undan- farna daga. Úrkoman frá því á miðvikudag þar til í gær var á mörgum stöðum næstum því 500 mm (hálf- ur metri). Utlönd Blóðbað vegna rigningar: Reggaeruddar drepa hermenn Abidjan-Reuter: ■ Það getur verið varasamt að fresta rokktónleikum vegna rigningar, að minnsta kosti í Guíneu í Afríku, því að þegar slíkt var gert þar í síðustu viku brutust út óeirðir með þeim afleiðingum að 7 manns voru drepnir. Útvarpið í Conakry, höfuð- borg Guíneu sagði að æðstu embættismennirnir í æsku- og íþróttamálaráðuneytinu hefðu verið reknir og yrðu ákærðir fyrir vanrækslu í starfi en ekki var minnst einu orði á mannfall- ið. Óeirðirnar hófust eftir að reggaestjarnan Alpha Blondy frá Fílabeinsströndinni neyddist til að tilkynna á þéttsetnum íþróttaleikvangnum þar sem tónleikar eru oft haldnir að af tónleikunum yrði ekki vegna rigningar. Þúsundir öskureiðra aðdá- enda þustu út á götur og réðust á hermenn og lögreglu, kveiktu í bílum og búðarholum og hróp- uðu vígyrði þar sem fyrrverandi einræðisherra var lofaður. Þegar mannfjöldinn grýtti og stakk 3 hermenn til bana brugð- ust hermennirnir sem eftir lifðu ókvæða við og kveiktu mikið bál Þannig steiktust fjórir aðdá- endur til bana. Að minnsta kosti 300 manns særðust og sumir mjög alvarlega. Tónleikarnir voru svo endan- lega haldnir fyrr í þessari viku. Suður-Afríka Afríska þjódarráðið snýr vörn upp í sókn - beinir nú spjótum sínum að hverfum hvítra Jóhannesarborg-Reuter: ■ Hinar mögnuðu óeirðir sem nú geisa í Suður-Afríku í formi mikilla sprengjuárása virðast benda til þess að Afríska þjóð- arráðið, samtök sem bönnuð er með lögum, sé í mikilli sókn gegn ríkisstjórn hvíta minnihlut- ans. Afríska þjóðarráðið fundaði nýlega um stefnu sína og ákvað að snúa vörn í sókn. Stefnuum- ræðurnar voru þær fyrstu sem nokkuð kveður að frá árinu 1969. Samtökin hafa neitað að ræða sprengjuárásirnar í vikuntii sem greinilega voru skipulagðar. í árásunum féllu 8 manns og em- bættismenn segja að aðgerðir þessar liafi verið þær hörðustu í manna minnum. Leiðtogi samtakanna Oliver Tambo sagði hins vegar á þriðju- daginn var að samtökin hafi ákveðið á fundi sínum í Zambíu að „skerpa hina vopnuðu bar- áttu, stuðla að því að aðskilnað- arstefnan verði óframkvæman- leg og gera landið stjórnlaust". Stjórnmálasérfræðingar í Suður-Afríkur segja að það sé greinilegt að ný stefna hafi orðið ofan á og að Afríska þjóðarráð- ið sé í sókn og að sóknin sýni að blökkumenn hefðu í auknum mæli þjappað sér saman í þess- um óeirðum sem staðið hafa frá því í febrúar 1984 og kostað rúmlega 450 manns lífið. Robert Schrire prófessor í stjórnmálafræðum við Höfða- borgarháskóla segir að hinn mikli hiti sem nú einkenni bar- áttuna sýni að blökkumenn sem áður hafi verið óvirkir í barátt- unni gegn stjórnvöldum séu nú að vakna til baráttu, og líta megi á óeirðirnar í vikunni sem hefnd gegn árás Suður-Afríku- hers fyrir hálfum mánuði á hús í nágrannaríkinu Botswana, þar sem talið var að liðsmenn úr Afríska þjóðarráðinu hefðust að. 12 manns fórust í þeirri árás. Ummæli Tambos um að nú ætti að herða hina vopnuðu baráttu bera vott um að samtök- in hafi stigið skref í átt að meiri róttækni en nokkru sinni frá því að samtökin tóku upp vopn árið 1960. Óheillavænlega gæti horft við hvítum borgurum sem hingað til hafa að mestu leyti getað lifað áhyggjulausir því að Tambo hefur lýst því yfir að eftir því sem óeirðirnar mögnuðust yrði síður tekið tillit til þeirra og saklausir myndu verða dauðanum að bráð. Stjórnmálaskýrendur segja ennfremur að atburðirnir í vik- unni sýni að svartir unglingar gangi í auknum mæli til liðs við andstöðuöfl og að handsprengj- ur séu nú algengustu vopnin í st^ð bensínsprengja áður. Þetta beri vott um að svertingjar stefni að frekari mannréttindum sér til handa og þá jafnvel að mcirihlutaaðstöðu innan ríkis- ins. Tom Lodgc sem sérfróður er um málefni Afríska þjóðarráðs- ins segir að samtökin liafi fært vettvang baráttunnar frá hverf- um svartra inn á svæði sem hvítir menn njóti einir sérrétt- inda sinna. Stjórnmálaskýrendur greinir á um hversu lengi óeirðirnar muni standa. Sumir segja að öruggt sé að baráttan muni halda áfram um nokkra hríð meðan aðrir búast við að barátt- an nái brátt hápunkti sínum og hjaðni síðan. Lodge segir hins vegar að baráttan beinist nú að svæðum hvítra þar eð samtökin hafi þegar gert suma bæi stjórnlausa. Hæstiréttur Sviss: Mellur mega auglýsa Lausanne-Reutcr ■ Hæstiréttur Sviss kvað í gær upp þann úrskurð að svissneskar vændiskonur hefðu leyfí til að auglýsa þjónustu sína í dagblöðum svo fremi sem þær væru orð- varar í auglýsingunum. Áður hafði undirréttur í Zurich sektað vændiskonu fyrir auglýsingu þar sem hún birti aðeins nafn sitt, heimilis- fang og vinnutíma. í úrskurði hæstaréttar seg- ir að auglýsingin sé hlutlaus, orðvör og brjóti ekki gegn almennu siðgæði. Berorðar, ótvíræðar og hneykslanlegar auglýsingar væru hins vegar ólöglegar. ■ Þann 17. júní síðastliðinn var David Bezuidenhout, formaður Verkamannaflokks Namibíu, formlega gerður að forsætisráðherra Namibíustjórnar sem minnihlutastjórnin í Suður-Afríku skipaði. Suður-Afríkustjórn hefur reynt að friða blökkumenn og fá þá til að sætta sig við hlutskipti sitt með þvi að veita þeim takmarkaða sjálfstjórn á afmörkuðum svæðum og hampa umbótasinnum í þeirra röðum. Bandarískur þingmaður: Iranar þjálfuðu flugvélarræningjana - Reagan hótar hefndum Chicago-Reutcr ■ Bandarískur öldunga- deildarþingmaður telur sig hafa heimildir fyrír því að einn flugvélarræningjanna, sem rændu flugvél 14. júní síðstliðinn og halda nú 39 Bandaríkjamönnum í gísl- ingu í Beirút, hafí fengi þjálf- un sína í íran. Jesse Helms öldungadeild- arþingmaður heldur því fram að íranska stjórnin hafí skipulagt flugvéiarránið. Hann segir að einn flugvélar- ræningjanna sé á lista yfir rúmlega hundrað Líbanon- menn sem fóru til fran í maí síðastliðnum ■ boði Píslar- vottastofnunarinnar sem er ríkisstofnun. Reagan Bandaríkjaforseti segir að þessar stöðugu árásir á Bandaríkjamenn séu óþol- andi. Hryðjuverkamenn og þeir sem þá styðja verði látn- ir gjalda fyrir verk sín. Hann gerir ekki aðeins kröfu um að þeir 39 Bandaríkja- menn, sem flugvélarræn- ingjarnir hafa í haldi, verði látnir lausir, heldur að sjö aðrir Bandaríkjamenn, sem einnig er haldið í gíslingu í Beirút, fái frelsi sitt. Bandarísk stjórnvöld hafa að undanförnu gert ítrekaðar tilraunir til að fá Berri, leiðtoga shita, til samn- inga eftir diplómatískum leiðum. Hingað til hafa samningatilraunir þessar ver- ið að mestu árangurslausar ■ Flugvélarræninginn Ali Atwa, sem sagt er að hafí fengið hugmyndafræðilega uppörfun í íran og jafnvel þjálfun tO hryðjuverka. þar sem shitar hafa ekki viljað slá af kröfum sínum um að rúmiega 700 shitar sem eru hafðir í haldi í ísrael. verði látnir lausir. Berri hefur samt öðru hvoru gefið út yfirlýsingar um að hann sé vongóður um að samningar náist fljótlega og þannig haldið viðsemj- endum sínum volgum. s J/i 'NEWSINBRIEF June 28. - Reuter BEIRUT - Lebanese Shi’ite leader Nabih Berri said President Reagan and President Hafez Al-Assad of Syria had exchanged messages on the U.S. hos- tage crisis and he believed the issue could be resolved within two days. • BEIRUT - The Shi’ite mUitia AMAL said it wo- uld free another U.S. hos- tage if his health proved bad, as 39 victims entered a third week in captivity. State-owned Beirut Radio reported the release of 57-year-old Simon Gross- mayer but a senior offícial of the Shi’ite AMAL mi- litia said Grossmayer was still detained. • MANILA - At least 50 people died in floods and Iandslides in Manila and surrounding areas after one of the worst rain- storms for 10 years, the government said. • MILAN - European Commission President Jacques Delors called on the European Community to amend its founding tre- aties to streamline clumsy decision-making proc- edures before next year’s entry of Spain and Portu- gal. WASHINGTON - The index of leading economic idicators rose in May, boosting prospects for a revival in the U.S. eco- nomy, according to the ||| latestgovernmentfígures. 8; * ISLAMABAD - An ^ Afghan army Brigadier- l/j General has been killed in jj^ action fíghting Moslem Uj guerrillas in Afghanistan, ^ the offícial Radio Kabul announced. • CORK Ireland - Invest- igators probing the Atl- antic seabed for wreckage of a crashed Air India Jurnbo jet had „a tcntative fíx“ on its black-bosx flight recorder, an Irish government spokesman said. NEW DELHI - The Indian government has ordered the release of about 150 Sikhs from jail in a new move to ease tension in the troubled state of Punjab, the Press Trust of India reported. & ANKARA- A would- be hijacker was captured on a Turkish airlines plane carrying 77 people from Frankfurt to Istanbul, pol- ice said. • B AGHDAD - Iraq said its warplanes hit a naval target in the gulf and the 1 commander of Iraqi naval I defences said his forces had destroyed 200 ships I off the Iranian coast dur- I ing the past three years. • LONDON - Cardinal Basil Hume, leader of Roman Catholics in Eng- I land and Wales, has canc- elled a visit to Czechosl- . ovakia next week because the communist govern- | ment has not granted him a visa, a spokesman said. NEWSINBRIEFJ

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.