NT - 29.06.1985, Blaðsíða 4

NT - 29.06.1985, Blaðsíða 4
r* nr? ' Laugardagur 29. júní 1985 4 lilí Fréttir „Sumir eru bara veikirfyrirþess- um uppboðum“ - NT fylgist með uppboði í Vökuhúsinu ■ Það var handagangur í öskjunni og mikil mannþröng í Vökuhúsinu á Smiðshöfða síðasta fímmtudag, þegar uppboð fór fram á vegum borgarfógetaembættisins undir stjórn Jónasar Gústavssonar borgarfógeta. Þar fóru undir hamarinn eins og á færibandi ógrynni lausafjármuna, allt frá brauðristum upp í bíla, sem teknir hafa verið tögtaki undanfarna tvo mánuði upp í vangreidda skatta og ýmsar aðrar kröfur. Venjan er að þessi uppboð fari fram á 2-3 mánaða fresti en þess á milli hleðst uppótrúlegur fjöldi allskyns hluta sem teknir hafa verið lögtaki en eigendurn- ir oft og tíðum kæra sig ekki um að komast yfir þessar eigur sínar aftur. Má af því ráða að oft eru gæði eða ástand þessara lausafjármuna ekkert sérlega mikil. Eflaust hafa sumir keypt köttinn í sekknum á meðan aðrir gerðu góð kaup og stór- græddu á viðskiptununi, því inn á milli mátti sjá býsna eigu- lega hluti eins og nýleg sjónvörp og'myndbandstæki. „Ég er nú bara að bíða eftir bílunum,“ sagði einn viömæl- enda NT á staðnum, „nenni ekki að bjóða í smádraslið. Hinsvegar er hægt að gera þrælgóð kaup í einum bíl hérna sem þeir ætla að fara að bjóða upp. Hann er á 130-200 þúsund hér, er samt 400-500 þúsund króna virði.“ Athyglisvert var hve rnikill fjöldi bíla, um 50 stykki, beið þess að verða boðinn upp. Ef bíla skyldi kalla. Mest megnis voru þetta örgustu hró, ógang- færir og margir hverjir í pörtum. Samt eru bílhræin vön að ganga öll út á þessum uppboðum, þó ekki sé nema á tíkall. „Vinur minn er alveg slæmur með þetta," hélt viðmælandi okkar áfram,„hann mætir hérna á hvert einasta uppboð, kaupir einhverja druslu sem hann lætur draga heim til sín og einsetur sér að gera upp svona með tímanum. f>að bregst ekki að innan þriggja mánaða hringir hann á Vökubíl og borgar 500 krónur fyrir að láta draga brakið hingað aftur. Svei mér, ef hann hefur ekki keypt sama hræið tvisvar. Sumir eru bara svo veikir fyrir svona uppboðum.“ ■ Fjöldi manns var rnættur á staðinn og tilboð bárust stöðugt úr þvögunni , fæstir sáu almennilega í hvað þeir voru að bjóða. NT-inynd:Svcmr „Upp rísi „þjóðlið“ og skipist í sveit“ Sextíu lúðrasveitarmenn minntust frumflutnings „Öxar við ána“ við Öxarárfoss í fyrrakvöld ■ Undir tók í veggjum gjár- innar við Öxarárfoss þegar sex- tíu félagar úr Lúðrasveitinni Svanur og Lúðrasveit Verka- lýðsins mættu þar í fyrrakvöld og léku „Öxar við ána“ eftir Helga Helgason, tónskáld, en þá voru liðin nákvæmlega hundrað ár frá því er lagið var fyrst flutt á þessum sama stað. Þar áttu hlut að máli auk Helga Helgasonar, lúðurþeytararnir Páll Jónsson, Helgi Jónsson og Gísli Arnason. Það var á Þjóðfundinum 27. júní 1885 sem lagið var fyrst flutt, en fyrir þessum fundi gekkst hið svonefnda „þjóðlið", sem upprunnið var í Þingeyjar- sýslu og voru helstu leiðtogar þcss feðgarnir á Gautlöndum, Jón Pétursson, forseti Alþingis og Pétur sonur hans. Þjóðliðið var skipulagt í sveitir og deildir og því með dálitlu hernaðar- sniði, enda félagar þess ungir og fullir af hugsjónamóði. Þessi hreyfing ætlaði sér að koma hreyfingu í þjóðfrelsismálin og vinna fylgi endurbótum á stjórn- arskránni í anda Benedikts Sveinssonar, alþingismanns og sýslumanns á Héðinshöfða. Steingrímur skáld Thorsteins- son orti kvæði „Öxar við ána“, til Þingvallafundarins og fékk Helga Helgason, tónskáld, til þess að semja við það lagið. Gerði Helgi betur en það, því hann samdi viðlag við ljóðið, svo það félli betur að laginu, „Fram, fram aldrei að víkja... o.s.frv.“ Munu fáir geta hugsað sér að sleppa viðlaginu nú, þegar lagið er sungið. Til er mynd af fjórmenning- unum sem frumfluttu lagið 1885 og í fyrrakvöld komu fjórir lúðrasveitarmannanna sér fyrir í sömu sporunum og á myndinni og léku lagið upp aftur í anda gamla tímans. Besta veður var á Þingvöllum er þessir minningarhljómleikar fóru fram og gerðu lúðrasveitar- menn og aðrir viðstaddir góðan róm að þessu framtaki. ■ „Lúðurþeytarafélagið í Reykjavík“ leikur „Öxar við ána“ við Öxarárfoss, 27. júní 1885. Frá vinstri: Helgi Helgason, snikkari og tónskáld, Helgi Jónsson, Gísli Árnason og Páll Jónsson. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans var Skarphéðinn Einars- son, en stjórnandi Lúðrasveitar Verkalýðsins Ellert Karlsson. Konur í Eyjafirði: Ljóða- og smásagnasamkeppni ■ Eyfirskar skáldkonur geta átt von á glaðningi í byrjun vetrar, það er að segja ef þær vinna til- verðlauna í ljóða- og smásagna- KFUM heldur landnámsmót ■ Landsamband KFUM á ís- landi stendur að norrænu KFUM- drengjamóti í Vatnaskógi 4.-10. júlí næstkomandi. Þá munu 120 drengir frá öllum Norðurlöndun- um nema Grænlandi og Álands- eyjum safnast þar saman. Slíkt mót er haldið annað hvert ár á Norðurlöndunum. Drengjamótið nefnist Land- námsmótið 1985 enda minnir dagskrá þess á þegar norrænir menn námu land á íslandi fyrir rúmum 1100 árum. Keppt verður í ýmsum íþróttum fornmanna og víkingar koma í heimsókn . Drengirnir munu iðka hesta- mennsku, veiðar, leiki og útilíf á mótinu en að sjálfsögðu verður lögð áhersla á að uppfræða þá í Guðs orði. samkeppni sem efnt var til í tilefni loka kvennaáratugarins. Hópar kvenna á Akureyri og við Eyjafjörð hafa síðan í haust unnið sainan að ýmsum málefnum í tilefni þess að brátt lýkur kvenna- áratugi Sameinuðu þjóðanna. Einn starfshópurinn, svokallað- ur bókmenntahópur, hefur cfnt til samkeppni meðal kvenna og lofar góðum verðlaunum fyrir besta Ijóðið og bestu smásöguna. Allar konur búsettar við Eyja- fjörð geta tekið þátt í samkeppn- inni og skiptir aldur engu máli. Þátttakendurnir geta verið hvort heldu á skólaskyldualdri eða á ellilaunum. Skilafrestur er til 15. september næstkomandi og úrslitin verða væntanlega kynnt á sjálfum kvenna- frídeginum 24. október. Öllum verkunum þarf að skila undir dulnefni og á nafn höfundar að fylgja með í lokuðu umslagi. Hver kona má skila inn eins mörg- um verkum og hún kýs, hvort heldur sem er undir einu dulnefni cða mörgum. Ragnhildur Bragadóttir, Þór- unnarstræti 132, Akureyri tekur við vcrkunum og veitir allar nánari upplýsingar í síma 25798. ■ Lúðrasveitirnar leika undir stjóm Ellerts Karlssonar, „Öxar við ána“, í útsetningu Ellerts.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.