NT - 29.06.1985, Blaðsíða 8

NT - 29.06.1985, Blaðsíða 8
 Þórarinn Jóhanns- son frá Ríp Fæddur 21. jan. 1891. Dáinn 14. júní 1985. Þeim fer nú fækkandi sem muna aftur fyrir síðustu alda- mót. Einn þeirra Þórarinn Jó- hannsson frá Ríp, tengdafaðir minn, er nú fallinn í valinn. Þórarinn var fæddur að Skíðastöðum í Laxárdal að baki hins reisulega Tindastóls 21. jan. 1891. Sex vikna gömlum var honum komið í fóstur hjá Ragnheiði Eggertsdóttur og Markúsi Arasyni, og ólst hann að öllu leyti upp hjá þeim, fyrst að Eyhildarholti og síðar að Ríp í Hegranesi. Þau reyndust honum sem bestu foreldrar og mat hann þau meira en annað fólk, sem hann kynntist á lífs- leiðinni. Þau hjón dvöldu hjá' honum meðan ævin entist þenn, en þau önduðust háöldruð. Þór- arinn tók við búi gömlu hjón- anna að Ríp þegar kraítar þeirra þurru.Áður fyrr hafði verið tvíbýli að Ríp, en áríð 1931 tók Þórarinn við báðum helmingunum og bjó síðan á allri jörðinni þar til synir hans tóku við búrekstrinum. Ríp var erfið jörð í þá daga. Heyskapur fór að miklu leyti fram á bökkum Héraðsvatna og allt var bundið og flutt á hestum heim. Sú heybandsleið var bæði löng og ströng og reyndi á þolrif- in, bæði í mönnum og hestum. Þórarni búnaðist vel á Ríp og hefur atorka hans og dugnaður vafalaust átt sinn þátt í því, en fleira kom þó til. Hann varð þeirra gæfu aðnjótandi að fá hina ágætustu eiginkonu, Ólöfu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi, en þau gengu í hjónaband á vordögum 1918. Það reyndist honum mikið gæfu- spor og hefur Ólöf staðið við hlið hans íblíðu og stríðu síðan. Hún lifir hann nú í hárri clli. Ólöf og Þórarinn eignuðust tíu börn, sem öll eru hin mannvæn- legustu. Sum búa í Skagafirði en önnur hafa flutt til fjarlægari byggðarlaga. Ólöf og Þórarinn munu nú eiga 92 afkomendur. „Það viröist eins og við Ólöf mín höfurn átt eitthvert erindi sarnan," sagði Þórarinn við mig nýlega, þegar hann var að segja mér hvað þau ættu orðið marga afkomendur. Ríp var bæði þingstaður hreppsins og kirkjustaður og þar var því ávallt mikil gesta- nauð. Öllurn sem að garði bar tóku húsbændur með sömu meðfæddu gestrisninni, og þó að húsakynni væru fátækleg á meðan búið var í gamla bænum, bætti hjartahlýja húsráðenda það fylliíega upp. Þórarinn var lengst af ævi fremur heilsuveill. Hann gekk undir mikla læknisaðgerð 1924 og aðra 1954. Þrátt fyrir það var hann atorkumaður til vinnu, þegar heilsa hans leyfði, en nú síðustu árin var hann þrotinn að líkamlegum kröftum, en and- lega var hann fullkomlega skýr til hinstu stundar. Hann var minnugur og kunni frá ýmsu að segja frá gamla tímanum, bæði frá mönnum og; málefnum - frá því gamla ls- landi, sem leið undir lok á heimstyrjaldarárunum síðari, um svipað leyti og menn á mínum aldri voru að komast til þroska. Þeim fækkar nú óðum sem muna þá tíð, þegar Jón Ósmann ferjaði fólk og fénað yfir vestari ós Héraðsvatna eða þegar ísinn á Vötnunum var notaður sem þjóöbraut' til að flytja jólaglaðninginn heim. Við Þórarinn kynntumst ekki fyrr en hann var þrotinn líkam- legri heilsu. Ég minnist þess vel, að við hjónín vorum von að aka norður að Ríp, að minnsta kosti einu sinni á hverju sumri, og dvelja þar í nokkra daga hjá Ólöfu og Þórarni. Stundum var orðið nokkuð áliðið dags þegar komið var að Ríp, en alltaf voru þó gömlu hjónin vakandi og tóku innilega á móti okkur. Nú verður tómlegra að koma norður, þegar Þórarinn er ekki lengur við hlið Ólafar að taka á móti ferðalúnum gestum. Síð- astliðið ár dvöldu gömlu hjónin hjá Þórði syni sínum og Sol- veigu tengdadóttur á Sauðár- króki. Fyrr á þessu bjarta og fagra vori sá ég Þórarinn í hinsta sinn. Hann mun þá hafa rennt grun í að endalokin væru skammt undan og skömmu áður en hann kvaddi mig sagði hann; „Þú manst að skila þakklæti frá mér til Þórðar míns og Solveig- ar, fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur Ólöfu mína.“ Nú kveðjum við mætan mann sem lokið hefur giftudrjúgu starfi á langri ævi. Eg bíð þess að góður Guð létti tengdamóð- ur minni, Ólöfu missinn, sem ég veit þó að í hennar huga er aðeins tímabundinn. Börnum, ættingjum og vinum votta ég dýpstu samúð. Ævar Jóhannesson. Kveðjuorð Mig langar til að skrifa nokk- • ur kveðjuorð um afa minn, Þórarinn Jóhannsson, bónda frá Ríp, sem í dag verður jarðsung- inn frá Rípurkirkju í Skagaíirði. Afi var maður sem ég hef frá fyrstu kynnum borið mikla virð- ingu fyrir og litið upp til, og nú þegar hann er allur, verður minningin um hann fyrst og fremst tengd slíkum tilfinning- um. Ég kom til sumardvalar á Ríp í fyrsta sinni níu ára gömul og var þar upp frá því meira og minna í 11-12 ár. Frá því að ég man fyrst eftir afa, var hann heilsulítill, slæmur til gangs og sjón og heyrn farin að dofna. Ekki lét gamli maður- inn jtetta á sig fá og var alltaf þvílikt ljúfmenni í allri um- gengni að undrún sætti. „Ég er eins og góðu börnin, geri bara eins og mér er sagt“, varð honum stundum að orði, þegar verið var eitthvað að vesenast með hann. Hann fylgdist spenntur með öllu því sem í kringum hann var að gerast og var óspar á spurningarnar, enda var allt á hreinu hjá honum. Skipti þar engu máli hvort verið var að ræða sauðburðinn á Ríp eða árangur barnabarns í skóla - allt vissi afi. Hann hafði líka svo gaman af að lifa, var svo þakklátur fyrir tilveruna og kunni svo vel að njóta hennar. Margoft man ég eftir því að hann kallaði á mig og sagði eitthvað á þessa leið: „Komdu hingað Sigga mín og lofaðu mér að kyssa þig fyrir þetta“. Svona var hann þakklátur fyrir það sem fyrir hann var gert og vanþakklæti var ég aldrei vör við hjá honum. Hlutur ömmu í lífi afa má heldur ekki gleymast. Hún létti undir með honum og tók þátt í heilsuleysi hans, las fyrir hann blöðin og endurtók fyrir hann fréttir þær sem hann heyrði ekki. Öll hennar tilvera hefur í gegnum árin snúist kringum afa. Það er víst óhætt að segja, að þau háfi veitt hvort öðru þá hamingju í 67 ára löngu hjóna- bandi, sem allir sækjast víst eftir. í þessu hjónabandi varð' þeim tíu barna auðið og eru afkomendur þeirra nú orðnir milli 90 og 100 talsins. í síðasta skiptið sem ég-hitti afa vorum við að tala saman um ýmislegt og inní umræðurnar slæddist sú spurning, hvort hann væri ekki ánægður nú, þegar komið væri að leiðarlokum og ferðin hefði gengið svona vel. „Jú“, hann játti því og sagði að það væri vissulega guðsþakkar- vert hversu vel til hefði tekist. Þakklæti væri honum efst í huga og þakklæti var líka það sem hann bað fyrir til allra sem hlut áttu að máli, kvöldið sem hann andaðist. Eftir að fjölskyldan varð svo stór sem raun ber vitni, varð það afa mikið keppikefli að reyna að halda henni saman svo sem kostur var. Ríp var í þessari viðleitni hans sannkallað ætt- aróðal og þangað kom meginh- luti ættarinnar árlega eða oftar til að heimsækja ömmu og afa, svo og önnur ættmenni. Þar var því ætíð fjölmennt og mikið um að vera og þannig var það einmitt sem amma og afi vildu hafa það. Allar heimsóknir voru vel þegnar og þakkarverðar. Fyrir rúmlega fjórum árum gerðist sá hörmulegi atburður á Ríp, að Olöf Þórðardóttir, sautján ára gömul dóttir Þórðar Þórarinssonar, varð bráðkvödd heima hjá sér. Hafði hún nýlega eignast dóttur. Enginn kunni skýringar á þessum atburði og sorgin lagðist geysilega þungt á nánustu skyldmenni. Gömlu hjónin á Ríp voru niðurbrotin og afi sagði við mig, að hversu mikið hefði hann ekki viljað gefa fyrir að fá að fara í stað Ólafar. Amma varð fyrir áfalli stuttu síðar - á svo skömmum tíma breyttist svo margt. En afi sá sýn, sem veitti a.m.k. honum fullnægjandi skýringu á dauðsfallinu. Ójarð- nesk vera kom til hans og sagði honum að Ólöf hefði verið köll- uð burt svo skyndilega af sér- stakri ástæðu. Atburðurinn hefði ekki mátt gerast fyrr, því að hún varð að fæða af sér dóttur hér á jörðinni áður en hún færi. Þessi dóttir yrði lifandi eftirmynd móður sinnar, for- eldrum Ólafar sálugu til hugg- unar í harmi þeirra. Sjálf þurfti Ólöf hinsvegar að fara, því að hún varð að fá ákveðinn „að- lögunartíma", og svo átti hún að taka á móti afa sínum og ömmu, þegar þeirra tími kæmi. Hjá afa er sá tími nú kominn. 94urra ára hefur hann þreyttur lokið göngu og verðskuldar hvíld. Eg veit að hann hefði heldur kosið að falla að hausti til - méð grösum og skepnun- um, en engin ræður sínum næt- urstað. Ferð hans jarðneska líkama lýkur nú á þeim stað, sem hann helgaði krafta sína og lífsstarf, ættaróðalinu, Ríp. Þar verður hann lagður við hlið fósturfor- eldra sinna, Ragnheiðar og Markúsar í Rípurkirkjugarði. Mig langar að þakka afa góða samfylgd og votta ömmu inni- legustu samúð. Guð veri með henni á þessari stund, sem hún hefur kviðið svo lengi. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku íþagnar brag. Eg minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða liinn sem dó? Steinn Steinarr. Sigga. Laugardagur 29. júní 1985 8 Ingveldur Magnúsdóttir Ijósmóðir Vorsabæ í dag fer fram frá Ólafsvalla- kirkju jarðarför Ingveldar Magnúsdóttur frá Vorsabæ á Skeiðum, en hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 21. júní s.l. eftir stutta legu þar. Er mér bæði Ijúft og skylt að minnast þessarar frænku minnar, svo mikið á ég henni að þakka. Ingveldur var fædd á Eyrar- bakka 1. mars 1891 og var því 94 ára, þegar hún lést. Foreldrar hennar voru þau hjónin Magnús Brynjólfsson Bjarnasonar frá Laugardælum og Friðsemd Eiríksdóttir frá Vorsabæ. For- eldrar Friðsemdar voru þau Eiríkur Hafliðason frá Birnu- stöðum og Ingveldur Ófeigs- dóttir hins ríka í Fjalli, en sá frændgarður - Fjalls - Birnu- staða - og Reykjaættir eru fjöl- mennar á Skeiðum. Friðsemd hafði átt við marg- víslegt mótlæti að stríða þar til hún kynntist Magnúsi, sem reyndist henni vel. Stundaði hann vinnu við Lefoli verslunina á Eyrarbakka og sjóróðra en kaupavinnu á sumrin - og kom- ust þau hjónin sæmilega af, eftir því sem gerðist á þeim tíma. Sumarið 1891 fóru þau hjónin upp að Vorsabæ með Ingveldi þá aðeins 19 vikna gamla, en þar bjuggu Helga, systir Frið- semdarog Jón Einarsson, bóndi hennar. Var Magnús þar í kaupavinnu um sumarið. Frá fjögurra ára aldri er Ingveldur svo í Vorsabæ á sumrin í fóstri hjá þeim Jóni og Helgu, en móðir hennar hjá Eiríki, bróður sínum, í Miklholti og faðir hennar í kaupavinnu. En eftir fermingu, þá 14 ára að aldri kemur Ingveldur alkomin að Vorsabæ. Olu þau Jón og Helga hana upp eins og dóttur sína, enda virti hún þau mikið Hér í Vorsabæ lifði Ingveldur og starfaði síðan - hjá þremur kynslóðum, lengst hjá foreldr- um mínum, þeim Eiríki Jóns- syni og Kristrúnu Þorsteinsdótt- ur og síðast hjá Helgu systur minni. Það starf verður aldrei metið eða þakkað að verðleik- um. Ingveldur var rösk til vinnu og áhugasöm, hvort sem var við heyskap eða mjaltir og mikill dýravinur. En nokkra sérstöðu hafði hún á heimilinu miðað við það sem þá tíðkaðist, og verður nú að því vikið. Það hefur löngum þótt göfugt starf að hjálpa sængurkonum og orðið ljósmóðir er táknrænt og eitt fegursta orð íslenskrar tungu. Svo virðist sem konum í þessari ætt hafi verið starfið hugleikið og þær verið nærfærn- ar við sængurkonur. Er til sú saga í ættinni, að Ingveldur Ófeigsdóttir, ömmu Ingveldar, hafi fundist í draumi hún hjálpa huldukonu í barnsnauð, og hún svo mælt um, að hún og niðjar hennar yrðu lánsamar í starfi. Nokkuð var, að hún hjálpaði mörgum konum og var leitað til hennar þótt hún væri ekki lærð ljósmóðir. Helga Eiríksdóttir, dóttir hennar tók við af henni. Hún var lærð ljósmóðir og gegndi því starfi lengi í Skeiða- hreppi, eða í um 40 ár. Og þegar hún fór að eldast hvatti hún Ingveldi, systurdóttur sína til að læra ljósmæðrafræði. Ingveldur fór á Ijósmæðra- skólann í Reykjavík haustið 1916 og lauk þar námi á 6 mánuðum. Skólanum stjórnaði þá Guðmundur Björnsson, landlæknir og hafði með hönd- um bóklega kennslu, en Þórunn Björnsdóttir, ljósmóðir, kenndi sjálf yfirsetustörfin. Ingveldur tók svo við ljós- móðurstarfinu vorið 1917. Var umdæmi hennar Skeiðahreppur og fremstu bæir í Biskupstung- um og Gnúpverjahreppi. Gegndi hún því starfi til ársins 1945, eða í 28 ár - og höfðu þá Ijósmæður setið í Vorsabæ í nær því heila öld. Alls tók Ingveldur á móti 158 börnum, 86 svein- börnum og 72 meybörnum og því átt sinn þátt í að hjálpa til lífs og ljóss flestum Skeiða- mönnum, sem nú eru miðaldra. Ingveldur var greind kona og minnisgóð og sagði vel frá. Æsku- árin, fyrst á Eyrarbakka og síðar í Vorsabæ, voru henni ofarlega í huga og kunni hún þar frá mörgu að segja. Þá var hún vel verki farin og hög í höndum og vettlinga prjónaði hún fram að því síðasta. Hún keypti prjónavél ung að árum og prjónaði allt fyrir heimilið, en það kom sér vel á þeim tíma. Einnig tók hún prjón og leituðu margir til hennar í því efni. Ingveldur átti eina alsystur, Guðrúnu, húsmóður í Reykja- vík og einn hálfbróður, Kjartan Stefánsson, bónda í Flagbjarn- arholti í Landssveit. Var mjög kært með þeim systkinum og Ingveldur heimsótti þau oft meðan þau voru á lífi, og síðar börn þeirra en við þau batt hún mikla tryggð. Hagur æskuheimilisins í Vorsabæ og velferð okkar systkinanna var Ingveldi fyrir öllu og þar vildi hún starfa og eyða ævikvöldinu. Svo er Helgu systur fyrir að þakka að henni varð að ósk sinni, því að frá Vorsabæ þurfti hún ekki að fara nema stuttan tíma í lokin. Helga veitti henni húsaskjól ásamt þeirri nærfærni og umhyggju sem hún þarfnaðist og var henni svo mikils virði. Ingveldur giftist ekki og átti ■ Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Stóra fiskabókin geysimikið rit og á bókarkápu er mynd af íslenska þorskinum. Frá vinstri Gísli Blöndal framkvæmdastjóri Veraldar, Gunnar Jónsson fískifræðingur og Þorsteinn Thorarensen, en tveir síðasttöldu sáum um útgáfuna. Stóra f islcabókin ■ Bókaklúbburinn Veröld hefur gefið út fimmtu bókina í bókaflokki um lífið á jörðinni. Bókin sem nú er komin út er „Stóra fiskabók Fjölva“ en áður hafa komið út: Stóra f uglabók- in, Stóra skordýrabókin, Stóra blómabókin og Stóra þróunar- bók mannsins. Stóra fiskabókin er skrifuð af tékkneska fiskafræðingnum Stanislav Frank en þýdd og staðfærð af Gunnari Jónssyni og Þorsteini Thorarensen, og hefur það verk tekið nokkur ár. í fréttatilkynningu frá Veröld segir að „í Stóru fiskabókinni er lögð áhersla á að útskýra þróun- arsögu fiskanna hvernig þeir fyrstu urðu til upp úr lægri dýrum, hvernig brjóskfiskarnir þróuðust og síöar komi til bein- fiskarnir í óþrotlegri fjöl- breytni.“ Bókin er 600 bls. að stærð og prýdd fjölda mynda.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.