NT - 29.06.1985, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. júní 1985 11
hei
Valdemar Jóhannsson
bókaútgefandi
sjötugur
■ Pað var í janúar 1937. Ég hafði
lesið annan bekk Kennaraskólans
heima framan af vetri vegna auraleys-
is. Freysteinn skólastjóri hringdi
norður til mín og spurði hvort mig
vantaði ekki herbergi þegar ég kæmi
suður - og síðan útvegaði hann mér
það hjá séra Ásmundi Guðmunds-
syni, síðar biskupi, við Laufásveginn
rétt hjá skólanum. Ég kom suður í
febrúar og settist að á loftinu hjá séra
Ásmundi, og handan við ganginn bjó
annar kennaraskólanemi, Valdimar
Jóhannsson frá Dalvík. Við vorum
andbýlingar þarna á loftinu það sem
eftir lifði vetrar, og áttum saman bæði
grátt og gott gaman, en með okkur
tókst kunningsskapur sem varað hef-
ur síðan, svo að við höfum jafnan
vitað allvel hvor af öðrum.
Það var gott að eiga Valdimar að
bæði þá og oft síðan. Hann var að því
kominn að ljúka kennaraprófi, ég átti
hálfan annan vetrarspöl eftir. Ég
komst brátt að því, að Valdimar gekk •
að náminu með skipulagi og festu.
Engan námsmann hef ég þekkt sem
gerði betri glósur í námsgreinum.
Pess naut ég stundum. Og hann tók
engum vettlingatökum á námsefnum.
Pegar aðrir sömdu 20-30 síðna próf-
ritgerð, lét hann sig ekki muna um að
. ganga að verkinu eins og fræðimaður
á söfnum og semja ritgerð um ís-
lenska alþýðufræðslu fyrr á tíð í
bókarlengd, afburðagóða ritgerð sem
fékk bæði láð og lof.
Og nú er Valdimar sjötugur, og
ýmislegt hefur á dagana drifið síðan.
Hann fæddist að Skriðulandi í Arn-
arneshreppi í Eyjafirði 28. júní 1915
sonur Jóhanns Páls Jónssonar bónda
þar og önnu Jóhannsdóttur. Pótt
bláfátækur væri braust hann í
Kennaraskólann. En skotsilfur dugði
skammt, svo að hann gerðist heimil-
iskennari austur á Kolviðarhóli og las
þar annan bekk með. Að loknu
kennaraprófi 1937 varð hann kennari
Vi5 52iHVÍI!!!l!5KÓ!2nn brjú næstu árin,
en jafnframt blaðamaður á Nýja aag-
blaðinu um tíma 1938, og sótti fyrir-
lestra um íslenskar bókmenntir í
Háskólanum tvo vetur. Síðan var
hann ritstjóri tímaritsins Vöku árin
1938-39. Pað kom aðeins út þau tvö
ár. En það var að ýmsu leyti fallegra
og betur úr garði gert en önnur
tímarit íslensk á þeim árum og gætti
þar smekkvísi og blaðamannskosta
Valdimars. Eftir það hvarf hann eitt
ár heim til Dalvíkur, en hélt þá suður
aftur og gerðist ritstjóri vikublaðsins
Þjóðólfs. Það blað vakti töluverða
athygli fyrir skeleggan málflutning og
það hafði nokkrar afleiðingar fyrir
ritstjórann. í ágúst 1941 var gerður
mikill físksölusamningur við Breta og
sætti harðri gagnrýni. í málið
blönduðust sérhagsmunir og fríðindi,
sem talið var að einn hinna bresku
samningamanna hefði tryggt sér.
Þjóðólfur birti tíðindin og gagnrýndi
harðlega, og Gunnar Benediktsson
tók undir í Nýju dagblaði. Ritstjór-
arnir sættu kærum fyrir óblíð orð við
Breta, og Valdimar hlaut 30 daga
varðhaldsdóm, en Gunnar hálfu
skemmri. Valdimar naut jólavistar í
fangelsinu, en svo brá við, að tilkynnt
var um það leyti sem hann gekk
þangað inn, að bresku fisksölusamn-
ingunum hefði fengist til hins betra
fyrir íslendinga, bæði með hækkuðu
verði og rýmra flutningaleyfi ís-
lenskra skipa á markaðinn.
Árin 1943-44 var Valdimar blaða-
maður við Alþýðublaðið, og 1945
stofnaði hann bókaútgáfuna Iðunni,
sem hann hefur veitt forstöðu síðan.
Þegar Þjóðvarnarflokkurinn var
stofnaður 1953 varð Valdimar for-
maður hans og gegndi formennskunni
til 1960. Hann átti einnig sæti í
fræðsluráði Reykjavíkur árin 1954-
58.
Valdimar kvæntist Ingunni Ás-
geirsdóttur frá Keflavík 1942. Þau
hafa eignast þrjú börn sem öll eru upp
komin.
Á stuttum blaðamennskuferli
reyndist Valdimar Jóhannsson bæði
ritfær og atkvæðamikill blaðamaður,
og ekkert ólíklegt, að hugur hans hafi
staðið til þess ævistarfs á þeim árum,
þótt önnur yrði raunin. Hann beitti
sér einnig af áhuga í pólitísku starfi
Þjóðvarnarflokksins, enda hefur
hann ríka hæfileika til slíkrar forystu.
Hann er fljótur að átta sig á málum
og ágætur. ræðumaður. En um fram
allt er dugnaður hans og áhugi á því,
sem hann beitir sér að, með afbrigð-
um.
Það sýndi sig líka, er hann hófst
handa um bókaútgáfuna. Hann byrj-
aði með tvær hendur tómar, en hon-
um tókst með elju og hugkvæmni a^
sk jóta alltraustum fótum undir forlag-
ið á nokkrum árum. Þó var sá áfangi
enginn leikur. En útgáfan færðist í
aukana með hverju ári, og Valdimar
notaði það sem vannst til þess að
ráðast í meiri og betri útgáfuverk og
færa út kvíar og þar kom að Iðunn var
orðiri eitthvert stærsta eða stærsta
útgáfufyrirtæki landsins. En hann
hefur ekki verið einn að verki. Hann
á afburða dugmikla konu, sem gekk í
verkin rneð honum frá öndverðu og
dró ekki af sér. Börnin fóru að vinna
að útgáfunni er þau uxu á legg, og
hafa á síðari árum verið þ;.r burðarás-
ar.
Nú eru 40 ár síðan Valdimar gaf út
fyrstu bókina og síðan hafa komið út
margar og margvíslegar bækur hjá
Iðunnar-forlagi. Valdimar hefur í
senn verið fundvís á góðar og vinsælar
afþreyingarbækur, sem hafa getað
veitt styrk til annarra útgáfuverka,
betri bóka af mörgu tagi og íslenskra
öndvegisverka. Iðunn hefur verið
gildur þáttui í bókaútgáfu íslenska
lýðveldisins og sett svip á hann. Hér
er hvorki rúm né tími til að gera slíku
skil Nefna má Aldirnar sem eru mikið
og sérstætt útgáfuverk hér á landi.
Valdimar átti hugmynd að því og
mótaði það en fékk ágæta menn til
þess að setja það saman, eins og Gils
Guðmundsson og Jón Helgason,
Valdimar gaf einnig út hin ágætu verk
Jóns Helgasonar, ritstjóra, íslenskt
mannlíf og Vér íslands börn, enda
hefur hann jafnan látið sér annt um
íslenska þjóðfræði, og má nefna árs-
ritin Heimdraga og Gest og fleiri rit
um þau efni, svo sem heimildaþætti
Hannesar Péturssonar og bókina um
Ásgrím málara eftir Kristján Eldjárn,
og er þó fátt eitt talið. Þá hefur hann
gefið út ljóð góðra skálda, bæði
írumútgáfur og heildarsöfn og fátt til
sparað.
Útgáfa Iðunnar hefur jafnan verið
með myndarbrag og í senn miðuð við
að vera til skemmtunar, fræðslu og
hagnýtrar þjónustu. Barnabóka-
útgáfu hefur hún cinnig sinnt með
vönduðum hætti.
Ég sendi Valdimar Jóhannssyni
hugheilar afmæliskveðjur með þakk-
læti fyrir löng og mikil vinarkynni. Ég
á þeim hjónum ómældar þakkir að
gjalda fyrir liðnu árin.
Andrés Kristjánsson
OKKAR húsnæðissparnaöarreikningar
ÐISVELTA
SPARNAÐUR l skattaafsláttur • lán • húsnæði
Sparnaðarreikningur sem veitir rétt á láni fyrir allt að tvöföldum sparnaði
ásamt vöxtum og verðbótum.
Innlánsreglur eru sniðar eftir ákvæðum um húsnæðissparnaðarreikninga frá
1. júlí 1985, þar sem kveðið er á um rétt til skattafsláttar fyrir fjórðungi
árlegs sparnaðar á slíkum reikningum.
SAMVINNUBANKI ISLANDS HF.