NT - 02.08.1985, Blaðsíða 2

NT - 02.08.1985, Blaðsíða 2
 Föstudagur 2. ágúst 1985 ASÍ telur fráleitt að senda fulltrúa í verðlagsnefndir búvara: ASÍ hótar að knýja fram nýskipan landbúnaðarmála - í samvinnu við önnur samtök launþega og neytenda ■ Miðstjórn ASÍ telur fráleitt að tilnefna fulltrúa í þær verð- lagsnefndir búvara sem kveðið er á um í nýju Framleiðsluráðs- lögunum, þar sem aðild neyt- enda að verðlagningarkerfinu sé greinilega sviðsett með það fyrir augum að þeir verði nánast áhrifalausir. það áíit ASÍ á frumvarpinu í vor, að það tryggði á engan hátt hag neytenda og heldur ekki hagsmuni framleiðenda. í um- boði ríkisstjórnarinnar hafi landbúnaðarráðherra ákveðið að hækka verð á búvörum með skattlagningu kjarnfóðurs. Lausnin á framleiðsluvandan- um eigi að vera að gera afurðirn- ar svo dýrar að neytendur geti ekki keypt þær og skerða þar með stórlega framleiðslumögu- leika bænda. Pá þyki ástæða til að vega sérstaklega að fram- leiðendum svína og alifugla, sem fram að þessu hafi þó leyst sín framleiðsluvandamál sjálfir. Pykir miðstjórn ASÍ vítavert hvernig að þessari skattlagningu er staðið og skorar á ríkisstjórn- ina og landbúnaðarráðherra að taka til endurskoðunar fyrri ákvarðanir í þessu efni. Láxá á Ásum: 93 á tveimur dögum ■ 93 laxar veiddust á tveim- ur dögum í Laxá á Asum. Þegar veiðimenn tóku saman dótið sitt á hádegi í gær, höfðu þeir fengið 53 laxa frá því á hádegi í fyrradag. Ein- ungis er veitt á tvær stangir í ánni. Sautján fiskar fengust í Langhyl og allir tóku þeir flugu. Nokkurn veginn virtist sem sama væri hvaða gerð af flugu var fleygt í hylinn, laxinn tók allt. Þá er ekki hægt að kvarta undan stærð- inni. Allur fiskurinn var á stærðarbilinu fimm til sautj- án pund. Þann þrítugasta fengust fjörutíu laxar og alls hafa því veiðst 93 fiskar á tveimur dögum. Heildartal- an er nú 865 fiskar, og er það meira en veiddist allt árið í fyrra. Dræmt í Svartá Nú er Iiðinn mánuður síð- an veiði hófst í Svartá, og veiðst hafa 33 laxar. Veiði- tíminn er nú svo til hálfnað- ur, og þykir þessi veiði með eindæmum léleg í ánni. Þess ber Þó að gæta að besti timinn er eftir og kraftaverk- ingerast enn. Veitt eráþrjár stangir í Svartá, og geta menn farið að vild upp á urriðasvæðin fyrir ofan bæ- inn Hvamm. Snæfoksstaðir íHvítá Þar hefur veiðst ágætlega, og vilja menn þakka það vatnsleysi í ánni, en þá geng- ur laxinn frekar Snæfoks- staðameginj>egar meira er í ánni er veiði oft betri austan megin við ána. Leyfi við Snæfoksstaði fást hjá SVFR og kosta 2400 krónur. Sauðfjárbændasamtök stofnuð á Suðurlandi ■ Sunnlenskir sauðfjárbænd- ur hyggja á stofnun samtaka á næstunni eins og þegar hafa verið stofnuð víða um land. Stofn- fundur félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu hefur verið ákveðinn að Hvoli sunnudags- kvöldið 11. ágúst o'gstofnfundur félags sauðfjárbænda í Árnes- sýslu að Borg í Grímsnesi mánudagskvöldið 12. ágúst. Þeir sem staðið hafa að undir- búningi samtakanna hvetja sauðfjárbændur mjög eindregið til að koma á fundina og sýna með því þá samstöðu sem nú virðist ekki vanþörf á, þar sem hart sé vegið að þessari starfstétt úr ýmsum áttum. Áformað er að stofna lands- samtök sauðfjarbænda á Hvanneyri í Borgarfirði dagana 17. og 18. ágúst næst komandi. Gert er ráð fyrir að landssam- tökin verði fuíltrúi félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, heildarsamtökum bænda og öðrum, jafnframt því sem þeim er ætlað að beita sér fyrir umbót- um í sölu- og markaðsmálum. SsT Hins vegar sé Alþýðusam- bandið nú sem fyrr reiðubúið til að standa að stefnumótun sem tryggi jafnvægi í búvörufram- leiðslu, framleiðendum nauð- synlegt svigrúm til framleiðni- og framleiðsluaukningar og neytendum lægsta mögulega vöruverð. Ljóst sé að nú reyni á hvort ríkisvaldið er reiðubúið að koma til móts við þessa stefnu. „Ef ekki verður stefnu- breyting í þeim herbúðum, hlýt- ur Álþýðusambandið að taka til athugunar möguleika á því að knýja fram aðra skipan þessara mála í samvinnu við önnur helstu samtök launþega og neyt- enda,“ segir í samþykkt mið- stjórnar ASÍ í gær. Miðstjórnin segir samnings- ramma neytenda stórlega þrengdan með margvíslegum ákvæðum laganna. Fulltrúa neytenda séu engir möguleikar skapaðir til þess að hafa áhrif á heildarstefnumótun í málefnum landbúnaðarins, heldur verði hún ákveóin af samningum landbúnaðarráðherra og full- trúa framleiðenda. Allt endur- spegli þetta það viðhorf einok- unar- og skrifræðisherranna í landbúnaðarráðuneyti og bændahöll, að hlutverk neyt- enda sé að éta það sem að þeim er rétt á því eina verði sem í reynd er ákveðið af þessum sömu herrum. Miðstjórn ASÍ segir nú hafa ræst fyrr en nokkurn grunaði Ríkisútvarpið: Kynningin greidd með af notagjöldum ■ „Því get ég ekki svarað að svo stöddu, en það hlýtur að skýrast innan fárra daga, því ég þarf að fá eitthvað niður á blað um þetta mál,“ sagði Dóra Inga- dóttir formaður kynningamála- nefndar Ríkisútvarpsins, þegar NT spurðist fyrir um kostnaðinn vegna kynningastarfsins á Heimilissýningunni. Eins og fram kom í NT í gær, hyggst Ríkisútvarpið efla kynn- ingarstarf sitt svo það standi sterkari fótum þegar nýju út- varpslögin taka gildi nú um áramótin. Meðal þess sem gera á, er stór sýning á Heimilssýn- ingunni ’85. Dóra Ingadóttir sagði að Ríkisútvarpið væri rekið af eigin tekjum og allur kynningar- kostnaðurinn er því geiddur með afnotagjöldum og auglýs- ingatekjum. Hún sagði erfitt að áætla heildarkostnað vegna sýn- ingarinnar, því öll vinna við hana reiknast sem yfirvinna hjá útvarpinu og erfitt er að meta hlutfall launakostnaðar vegna sýningarinnar. Tæknimenn útvarps og sjón- varps munu starfa á sýningunni, en eins og komið hefur fram er mikill skortur á tæknimönnum hjá ríkisútvarpinu. Dóra taldi að tæknimannaskorturinn ætti ekki að há sýningunni, þar sem þeir yrðu flestir komnir úr sumarleyfum þegar sýningin hefst. Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu hanna sýningarsvæðið og setja sýninguna upp. Jafnréttis- baráttan hafin á Suðurlandi ■ Félagsdeild í samtökum sem berjast fyrir jafnrétti milli landshluta var stofnuð í Tryggvaskála á Selfossi nýlega. Þetta er fyrsta deildin í þessum samtökum sem stofnuð er á Suðurlandi. En mikið starf hef- ur verið unnið á þessu sviði á Norður- og Austurlandi, sem kunnugt er. Að sögn stjórnarmanna í samtökunum, sem eru þverpóli- tísk, er auðsýnt að áhugi er mikill meðal almennings á þessu máli, sem m.a. kom fram í þeim miklu og almennu umræðum sem fram fóru á stofnfundinum. Guðni Ágústsson var kosinn formaður samtakanna og aðrir í stjóm þau: Sjöfn Halldórsdótt- ir, Haukur Gíslason, Sighvatur Eiríksson og Óli Þ. Guðbjörns- son. Mun stjórnin á næstunni hefja kynningar- og útbreiðslu- starf á Suðurlandi. Samtaka nú strákar áður en helv. bikkjan fer yfir rauða strikið! Sölumenn á ferð ■ Fyrir skömmu voru á ferð hér á landi sölumenn frá kan- adísku flugvélaverksmiðjunum De Havilland. Þeir voru að kynna Flugleiðum nýja flugvél, sem kölluð er DASH 8. Þessi vél var fyrst kynnt á flugvélasýningunni í París fyrr í sumar. 1 framhaldi af þeirri sýningu hafa sölumenn frá fyrir- tækinu kynnt hana í Evrópu og höfðu þeir viðdvöl hér á leiðinni til Kanada. Flugleiðamenn reyndu vélina og flugu henni til ísafjarðar, auk þess skoðaði tæknideild Flugleiða vélina. Erling Aspelund hjá Flugleið- um sagði vélina nokkuð sniðuga og henta vel til flugs á styttri vega- lengdum. Hins vegar taldi hann ósennilegt að keyptar yrðu flug- vélar af þessari gerð, þar sem hún hentar illa til þess flugs sem Flugleiðir stunda hér innan- lands. Helsti ókostur vélarinnar er sá að hún ber mun færri farþega en Flugleiðamenn æskja. Níels Árni Lund rit- stjórnarfull- trúi á NT ■ N íels Árni Lund hefur verið ráðinn ritstjómarfulltrúi á NT og hann hefur jafnframt sagt lausri stöðu sinni sem æskulýðs- fulltrúi ríkisins. Níels Árni mun hefja störf á NT innan skamms.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.