NT - 02.08.1985, Blaðsíða 13

NT - 02.08.1985, Blaðsíða 13
Igin framundan Föstudagur 2. ágúst 1985 1 3 Frá Norræna heilunar* skólanum ■ Norræni heilunarskólinn tekur til starfa eftir sumar- leyfið í byrjun ágúst. Innritun- ar- og kynningarkvöld mið- vikudaginn 7. ágúst kl. 20 í félagsheimili Knattspyrnufé- lagsins Vals. Sagt verður frá starfsemi skólans síðastliðinn vetur og námsefni kynnt. „Skólinn veitir innsýn í hinar ýmsu aðferðir og leiðir, sem stefna að heilbrigðu lífi, hærra meðvitundarsviði og andlegu jafnvægi. Eina skilyrðið fyrir uppptöku í skólann er einlæg ósk nemandans um að öðlast þekkingu og þörf fyrir að starfa að útbreiðslu friðar og jafn- vægis manna á milli,“ segir í frétt frá skólanum. Gallerí Kirkjumunir Kirkjustræti 10 ■ Listsýning Sigrúnar Jóns- dóttur opin daglega frá kl. 9 f.h. Ferðir á vegum Ferðamálasamtaka Suðurnesja sunnudaginn 4. ágúst kl. 10.00: Vatnsleysustrónd -Njarðvíkur- Keflavík - Rosm- hvalanes (söguferð) ■ Fyrsti viðkomustaður er við Straum, kapella heilagrar Barböru. Ekið um Vatnsleysu- strönd. Viðkoma gerð að Kálfatjörn og kirkjan skoðuð. Á leið til Njarðvíkna er gerður stuttur stans við Snorrastaða- tjarnir og á Grímshól og ýmsar þjóðsögur rifjaðar upp sem tengjast nánasta umhverfi. Ekið um Njarðvíkur og Kefla- vík og saga staðanna rifjuð upp. Haldið út í Garð um Leiru og þaðan sem leið liggur út á Hvalsnes á slóðir sr. Hallgríms Péturssonar. Pví næst er ekið um Stafnes og komið við að Básendum, hinni fornu verslunarhöfn frá tíma einokunarinnar, sern er síðasti viðkomustaður áður en haldið er til baka til Reykjavíkur. En þangað er áætlað að verði komið um kl. 17.30. Léttur hádegisverður á Glóðinni í Keflavík 250 kr. pr. mann. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni. Verð kr. 500 fyrir fullorðna, 250 kr. fyrir 12-15 ára. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Leiðsögn. Laugardaginn 10. ágúst frá Reykjavík kl. 07.00 frá Keflavík kl. 08.00: Eldeyjarsigling - ævintýraferð ■ Siglt frá Sandgerðishöfn. Siglingin að eynni tekur rúmar tvær klukkustundir. Siglt um- hverfis eyna. Gott tækifæri til myndatöku og eða til að fylgj- ast með fjölskrúðugu fuglalíf- inu. Veitingar um borð. Kom- ið til Sandgerðis um kl. 16.00. Farþegum úr Reykjavík og Keilavík ekið til og frá borði. Leiðsögn. Ath. Nauðsynlegt er að til- kynna þátttöku í ferðina með minnst þriggja daga fyrirvara. Þetta verður eina ferðin í sumar. Nánari upplýsingar í síma 92-4099. * Kolbeinn Bjarnason og Páll Eyjólfsson spila i Árbæjarkirkju ■ Sunnudaginn 4. ágúst verður fitjað upp á þeirri ný- breytni í Árbæjarsafni að bjóða safngestum upp á tón- leika. Þeir Kolbeinn Bjarna- son, flautuleikari, og Páll Eyjólfsson, gítarleikari, munu halda stutta tónleika í Ár- bæjarkirkju. Á efnisskránni verða tón- verk frá 18. öld. Kolbeinn og Páll hafa haldið nokkra sameiginlega tónleika á undanförnum árum, núna síðast á Sigurjónsvöku, þann 30. júní s.l. Er það von safnsins að gestir þess noti þetta tækifæri til að njóta fagurrar tónlistar í sér- stæðu umhverfi. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Þeir verða endurteknir kl. 16.15. Full keyrsla í Húnaveri ’85 ■ Það verður mikið um að vera í Húnaveri um verslunarmannahelgina. Þetta árið er það stór- rokksveitin DRÝSILL sem heldur uppi stuðinu. Margt annað verður til skemmtunar. Söngkonan Leoncie Martin kemur fram, en hún hefur vakið mikla athygli fyrir góðan söng og sérkennilega sviðsframkomu. Hljóm- sveitin START með Pétur Kristjánsson í fararbroddi verður vakin til lífs á ný, aðeins þessu einu helgi (Lola mætir að sjálf- sögðu). Diskótek verður í gangi með bæði gömlu og nýju dansana og snyrting og veitingasala verður opin allan tímann. Dansað verður föstudags-, laug- ardags- og sunnudags- kvöld, auk þess sem DRÝSILL heldur óskeyp- is tónleika á laugardegin- um. Næg tjaldstæði eru við Húnaver og aðgangur að svæðinu er ókeypis. ■ Úr Landmannalaugum Ferðafélag íslands: Dagsferðir um verslunar- mannahelgi: 4. ágúst (sunnudag) ki. 13. Höskuldarvellir - Keilir. Verð kr. 400.00. 5. ágúst (mánudag) kl. 13. Reynivallaháls - Þórufoss - Kjósarskarð. Verð kr. 400.00. 5. ágúst (mánudag) kl. 08. Þórsmörk - dagsferð og fyrir sumarleyfisgesti. Verð kr. 650.00. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Útivist Gengið um gamla kaup* staðarieið í tilefni verslunarmannafrídags ■ Fjölmargar ferðir verða á vegum Ferðafélagsins Útivist- ar um verslunarmannahelgina. Farnar verða helgarferðir í Núpsstaðarskóg , Þórsmörk, Eldgjá - Landmannalaugar - Langasjó, Dali - Breiöafjarð- areyjar og Hornvík. Daglegar ferðir verða í Þórsmörk frá föstudagskvöldi til mánudags. Gist er í skála Útivisar í Básum, en þar hefur félagið byggt upp góða ferðamanna- aðtöðu í rólegu og hlýlegu umhverfi. Fyrir þá sem ekki fara í lengri ferð um versjunar- mannahelgina býður Útivist upp á sérstaka ferð á verslun- armannafrídaginn. Þetta er svoköiluð kaupstaðarferð sem orðin er árviss hjá félaginu. Brottför er kl. 13 frá BSÍ og ekið verður ti! Keflavíkur að gömlu Duusbúðinni. Þaðan verður ekið sem næst gömlu þjóðleiðinni yfir á Njarðvík- urfitjar. Þaðan er gengið inn Skipsstíg (Járngerðarstaða- veg) að Hópi í Grindavík. Þetta er ganga við allra hæfi. Fararstjóri er Einar Egilsson. Helgarferðir 9.-11. ágúst: Arnarfell hið mikla - Þjórsár- ver. Gist í Nýjadal. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi í Laugum. Þórsmörk. Gönguferðir um Mörkina. Gist í Skagfjörðs- skála. Hveravellir - Þjófadalir. UPPSELT. Áiftavatn - Torfahlaup. Gist í sæluhúsi F.I. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.