NT - 02.08.1985, Blaðsíða 7

NT - 02.08.1985, Blaðsíða 7
Þorgeir Kjartansson: Vettvangur Ævintýraeyjan ■ Fyrirsvosemhálfriannarri öld sigldi þrímastra skúta lens inn Faxaflóann; í sólskini aö sagter. Innanborðs vareinvala lið vísinda-, lista- og ævintýra- manna. Stigu þeirá land, þess- ir úrvalsmenn og hneigðu sig fyrir hnípinni þjóð og nokkr- um miskotrosknum embættis- mönnum. Þarna var kominn Paul Gai- mard, sá er kynnti sig sem Pál Pálsson; einstæður dugnaðar- forkur eða axjónmaður, haf- andi í eftirdragi nokkra af merkustu vísindamönnum Frakka á þessum tíma, að ógleymdum Ágústi Mayer list- málara og kvennagullinu Marmier sem var rithöfundur í hjáverkum. Þessir karlar voru hingað komnir til að gera eina allsherj- arúttekt á eyjunni bláhvítu og skeggjum þeim er hana .byggðu. Áður en þeir lögðu upp, höfðu þeir kallað saman alla fremstu vísindamenn Frakklands, - og reyndar utan Frakklands, svo sem land- fræðinginn þýska von Humboldt, - til skrafs og ráða- gerða, svo að úttekt þessi mætti verða sen nákvæmust og vandlegust. Þá skrifuðu þeir Jóni nokkrum Sigurðssyni sem var 23ja ára námsmaður í Kaupmannahöfn og fengu til baka ítarlegar upplýsingar um hugsunarhátt og umgengnis- venjur íslendinga, sem og ábendingar um hverja væri ráðlegt að tala við. Þessi íslandsferð var m.ö.o. eins vendilega undirbúin og kostur var, enda gekk hún öll að óskum. Telja sumir þetta vera upp- hafið að einstæðu milliríkja- ævintýri, sem ekki sé enn séð fyrir endann á, cn aðrir álíta að för Páls Gaimard liafi ein- ungis verið útsmoginn leikur Frakka í nýlendurefskák stór- veldanna, - og segja sem svo, að landgráðugir herforingjar hafi þarna sent góðviljaðan betriheimsboðanda á undan sér til að undirbúa jarðveginn fyrir valdatöku. Þetta atriði mun reyndar vera eitt helsta deiluefni ís- lenskra fræðimanna um þessar mundir og ekki laust við að franskir kollegar þeirra séu farnir að klóra sér í skegginu og spyrja sömu spurninga. Heimspekingurinn Claude- Levy Strauss álítur aftur á móti að sögn Sig. Jónssonar líffræð- ings í París að meginástæða fyrir ferð Gaimards hafi verið áhugi á þjóðtrú, þjóðsögum og goðafræði íslendinga, að ógleymdum gullaldarbók- menntunum, þ.e. íslendinga- sögunum. Þess má geta að Einar Pálsson, einn af sérfræðingum okkar í þeim efnum er á sama máli og Levy-Strauss. En hver svo sem ástæðan var fyrir hingaðkomu Páls Gai- mard, þá er eitt víst: Þetta var góður gestur. Ekki aðeins hann skálaði við höfðingja heldur var sú virðing sem hann sýndi íslenskri alþýðumenn- ingu ósvikin. Þetta var forvit- inn maður, einlægur og kurt- eis. Slíkri framkomu hafði fólk ekki átt að venjast af hálfu útlenskra, því dönskum oflát- ungum hafði tekist að telja flestum sem heyra vildu trú um að hér væri einungis að finna fáfróða molbúa. Yfirreið Páls og hans kump- ána stóð heilt sumar og þeir komu víða við. Afraksturinn var, í stuttu máli, endurheimt sjálfsvirðing fólks, sem öld eft- ir öld hafði mátt búa við kúgun, skort og fyrirlitningu. Þetta var upphaf sjálfstæðis- baráttu. í þann mund er Páll sáði til gagnkvæmrar virðingar milli ólíkra þjóða , voru félagar hans, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og fleiri mætir menn að brýna sín andans sverð fyrir atlögurnar í danska drekann. Allir vita hvernig fór; ef einhverjir vita ekki er þeim ráðlagt að spyrja þá sem vita. Hálfu fjórða ári síðar kemur saman í Kaupmannahöfn á köldu janúarkvöldi, einn góðra vina flokkur: Páll Gai- mard og 38 íslendingar, flestir námsmenn, þ.á.m. maðurinn bakvið tjöldin, sá sem lagði Páli línurnar og hét Jón Sig- urðsson. Ef einhver veit ekki hver hann er, þá lifir alténd minning hans á fimmhundruð-kallinum okkar rauða. Nú, þessir menn kætast sam- an og skrifa síðan allir nöfn sín á blað. Þetta blað er nú fundið í París og mun vera hið eina í heiminum þar sem undirskrift- ir forvígismanna íslenskrar sjálfstæðisbaráttu eru saman komnar. Fundarmaður plaggsins, Sigurður Jónsson líffræðingur í París, hefur lýst áhuga á að færa það þjóðinni að gjöf. Þó að þetta plagg bæti í sjálfu sér ekki miklu við hina svokölluðu staðreyndaþekk- ingu á fortíð okkar, þá er ekki þar með sagt að það geti ekki haft sína þýðingu. Að mínu mati er mikilvægi plaggsins í senn táknrænt og tilfinningalegt. Sá sem stendur andspænis því hefur möguleika á að lifa sig inn í hina sögulegu stund. Hvernig skyldi þessum ólíku mönnum sem þarna komu saman hafa liðið? Hvað hugs- uðu þeir? Hverjar voru vonir þeirra? Hvaða hugsjónir vildu þeir hefja á loft? Hvert var ákall. þeirra til framtíðarinn- ar? - Til okkar? Góð leið til að leita svara við þessum spurningum er að gaumgæfa skáldskap Jónasar Hallgrímssonar. Ljóðlist hans hrærði menn til einingar og fékk þá til að gleyma öllum ágreiningi um stundlegsmáatr- iði. í þessari góðu veislu sungu menn: „Þú stóðst á tindi Heklu hám... “ og að þeim söng lokn- um þýddi dr. Finnur Magnús- son veisluhöldur kvæðið yfir á latfnu fyrir Pál Gaimard. Segir sagan að Páll hafi tárast. Þessi herlæknir var hinum íslensku menntamönnum ann- ars mikil hjálparhella; hlustaði á óskir þeirra og bar þær upp við konung. Prestaskóli var stofnsettur hér fyrir tilstuðlan hans og er þá aðeins eiit talið af mörgu góðverkinu. Þessi maður virðist hafa verið óþreytandi við að koma öðrum í skilning um að í íslenskum menningararfi fælist slíkt dýr- mæti, að allt væri á sig leggj- andi og öllu til fórnandi, svo að þessi þjóð fengi svigrúm til að ávaxta þann arf. Slíkri framkomu hafði fólk ekki átt að venjast af hálfu útlenskra, því dönskum oflát- ungum hafði tekist að telja flestum sem heyra vildu trú um að hér væri einungis að finna fáfróða molbúa. Föstudagur 2. ágúst 1985 6 ■ Paul Gaimard. Þetta gerðist fyrir bráðum einni og hálfri öld. Nú er árið 1985 og hér á landi er staddur hópur franskra ævintýra-.lista- og vísinda- manna. Áð sögn leiðangurs- stjóranna Luc Federmayer og Sophie Bachelier, er ætlun þeirra að gera eina umfangs- mikla úttekt á oss og voru landi. Meðal annars gera þau ævintýramynd fyrir franska sjónvarpið, en einnig fræðileg- ar og vísindalegar úttektir. Jarðhiti, bergmyndun, menning og listir eru meðal annars á dagskrá. Hér er kjörið tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa, að leggja þessu fólki lið. Þau eru ekki síður kurteis en Páll Gaimard og félagar, og af einlægni og forvitni eiga þau nóg. Hér með er því auglýst eftir íslendingum (og alveg eins út- lendingum) sem vilja styrkja fransk-íslenska samvinnu á sem flestum sviðum, í þeirri von að sá ávöxtur sem þetta starf mun bera verði ekki síðri en sá er íslendingar uppskáru á ofanverðri 19. öldinni í fram- haldi af komu hins góða gests. Síminn er 33671. Þorgeir Kjartansson Þessi maður virðist hafa ver- ið óþreytandi við að koma öðrum í skilning um að í ís- lenskum menningararfi fæl- ist slíkt dýrmæti, að allt væri á sig leggjandi og öllu til fórnandi, að þessi þjóð fengi svigrúm til að ávaxta þann arf. Mokum f iskinum upp og græðum! Nýr frjálshyggjupostuli ■ Frjálshyggjan á miklum uppgangi að fagna enda mála sannast aðeinstaklingsframtak og markaðshyggja cru væn- legri til framfara og bættra lífskjara en miðstýring og ofstjórn. í gær ruddist fram á ritvöllinn nýr andstæðingur miðstýringar og hömlulausrar ofstjórnar. í skeleggri grein sem þessi nýi frjálshyggjumaður ritar segir m.a.: „Þessir möguleikar eru ekki síst í sjávarútveginum en þar ríkir nú afturhaldsstjórn og ofstjórn sem lamar allt frumkvæði, vilja og getu til að takast á við ný verkefni.“ „Jafnframt benda þeir á að ofstjórnarkastið sem nú ræður ríkjum í sjávarútvegsráðu- neytinu sé lamandi á allt frum- kvæði.“ „Ofstjórnarræðið birtist hvað skýrast í yfirstjórn fisk- veiða...“ „Ofstjórnar og afturhalds- viðhorfin valda því að hvergi er minnsta hvatning til fyrir fyrirtækin til að leggja í nýjungar..." „Þó var þetta borðleggjandi fyrirtæki með stórfelldan hagn- að og markað fyrir afurðir.“ „Verst er þó kannski það að þessi ofstjórnar og afturhalds- stefna, sem bannar mönnum að bjarga sér...“ Sá sem hér mundar stílvopn- ið er hvorki meira né minna en Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins og er þetta fyrsta grein undir heitinu „Ný sókn“ og birtist í málgagni sósíalisma m.m. Milljarðar Þegar nú formaðurinn hefur loksins séð ljósið eru engar neyðarráðstafanir á dagskrá, eins og þegar hann og félagar hans sátu sjálfir í stjórn og sömdu drög að neyðarúrræð- um til fjögurra ára. Nýja sóknin á greinilega að vera laus við alla miðstýringu og frjáls fyrirtæki eiga að fá að njóta sín og talað er um mark- aði og hagnað af dulítilli vitglóru og takið eftir, nú er það ekki „gróði“ heldur hagnaður og er af hinu góða. Og fyrirsögnin er ekkert slor. Milljarðar-þúsundir, stendur þar. Maður sér fyrir sér mynd af Jóakim frænda með dollaramerkið í augunum þegar svona ber fyrir augu. Og svo á að hefja nýja sókn í leit að mörkuðum og milljarðarnir flæða. Græðginni eru takmórk sett Að einu leyti gengur for- maðurinn feti framar en aðrir frjálshyggjumenn. Þeir viður- kenna, flestir hverjir, að minnsta kosti í orði, að ekki beri að ganga of langt í eyðingu náttúruauðlinda og að græðg- inni séu einhver takmörk sett. En ekki þeir, sem eru orðnir kaþólskari en páfinn. Allt „of- stjórnaræðið" sem formanni Alþýðubandalagsins er svo tíðrætt um í útlistun sinni á hvernig fara eigi að því að mata krókin, er kvótakerfið sem var til að vernda fiski- stofna. Stjórnlyndi eða varnaraðgerðir Ofstjórnaræðið í yfirstjórn fiskveiða er allt runnið undan rifjum stjórnlyndra manna í sjávarútvegsráðuneytinu og minnist formaðurinn hvergi á það í sinni nýju sókn til gullald- ar, að þar sé um að ræða ráðstafanir til að eyða ekki heilum fiskistofnum og þar með að tryggja áframhaldandi sjávarútveg um ókomna tíð. Nú á að sleppa öllu lausu og taka inn skjótfenginn gróða. Fiski nú hver sem betur getur, eflum markaðssóknina og gef- um skít í fiskvernd, er hinn nýi boðskapur. Föstudagur 2. ágúst 1985 7 ________Vettvangur______ Klassískt rit í endurútgáf u ■ Aurelius Augustinus: Vom Gottesstaat (De cicitate dei). Buch 1 bis 10 xxxii 622 bls. Buch 11 - 22 xxxii - 1018 bls. Aus dem Lateinischen íiber- tragen von Wilhelm Thimme. Eingeleitet und kommentiert von Carl Andresen. Fá rit fornaldarmanna höfðu jafnmikil og langvinn áhrif á hugmyndaheim kristinna manna á miðöldum og rit Ág- ústínusar kirkjuföður, Um- guðsríki. Tilefni þess var að Ágústínus taldi þörf á máls- vörn kristninnar, en er Vest- gotar hertóku Rómaborg árið 410 e.Kr. flýðu margir Róm- verjar suður yfir Miðjarðarhaf til Norður-Ámeríku. Ýmsir þeirra kenndu kristnum mönn- um um ósigur Rómverja, töldu hann stafa af því að fólkið blótaði ekki lengur hina fornu guði. Ótrúlega margir kristnir menn lögðu trúnað á þessar og þvíumlíkar staðhæfingar og þótt í mörgum kristnum mönnum, sem brestir heyrðust í söfnuðunum. Þá var það að Ágústínus gekk fram fyrir skjöldu og hóf að rita verk sitt: Um guðsríki. Þar andmælir hann fyrst þeirri skoðun að fall Rómverja væri kristnum mönnum að kenna og eru þeir kaflar, sem um þann þátt fjalla og eru eins konar varnarræða fyrir kristn- ina meginhluti fyrra bindis þessarar útgáfu. En Ágústínus hélt áfram og linnti ekki fyrr en hann hafði dregið upp mikla mynd af heimsdramanu, þar sem hann taldi að baráttan stæði á milli tveggja meginafla, guðsríkisins, þar sem kær- leikurinn og guðsástin tryggði mönnum eilíft líf, og hins veg- Aurelius Augustinus Vom Gottesstaat Buchl bís 10 ar ríkis djöfulsins, ciritas diaboli, en það studdu þeir, sem fordæmdir voru. Vita- skuld hlaut þessum átökum að ljúka með sigri hins góða, en áður en til þess kæmi voru mikil átök fyrir höndum. Ágústínus vann árum saman að þessu mikla ritverki sínu, lauk því að sögn árið 426. Eins og áður sagði hafði ritið gífur- leg áhrif á heimsmynd og allan • ■ - Svo sem ég tel engar spurn- ingar eða gátur geta verið óleysanlegar, munu engar lausnir heldur geta verið endanlegar þannig, að ekki muni framar vakna nýjar spurningar. Hvað „Lausn gát- unnar“ snertir, þykir mér því að aðalatriðið hljóti ætíð að verða, að komizt verði á leið- ina fram, en það tekst aðeins fyrir það að hitta á rétta byrjun. Þannig komst Kópern- ikus forðum á leiðina fram, þegar honum tókst loks að leiðrétta skilning sinn á göngu sólarinnar, en það tókst hon- um á þá leið að gera sér grein fyrir að um engan gang hennar er að ræða. Mætti víst segja að þessi leiðrétting hans hafi verið upphaf hinnar vísindalegu heimsfræði, sem svo smám saman hefur verið að þoka fram, og hefur það þó ekki gerzt án mistaka og afturkippa. Gerðist slíkt þannig, þegar á þessari öld (um 1930) var farið að halda því fram sem óhrekj- anlegri vísindaniðurstöðu, að plánetusólir, eins og vor sól óneitanlega er, væru alger fá- gæti, og mætti fleiri slík dæmi nefna. Er eitt sú staðhæfing, sem kennd er við frægasta vísindamann aldarinnar, að ekkert geti farið fram úr hrað- fleygi ljósgeislans, og mun sú staðhæfing nú af sumum virt- um fræðimönnum ekki lengur vera talin alveg held. Varðandi vísindalega þekk- ingu og skilning á lífinu og eðli þankagang kristinna manna á miðöldum, en þó fer því fjarri að hér sé um nokkurt óaðfinn- anlegt meistaraverk að ræða. Hugsun höfundar er að sönnu skörp og rökvís, en ritið er laust í reipum og hugtakanotk- un er stundum nokkuð á reiki. Má hvort tveggja kallast eðli- legt þegar tillit er tekið til þess að ritið var samið á löngum tíma og að mestu í ígripum. þess, þykir mér sem stærsta skrefið hafi verið stigið fram, þegar fyrst var hér farið að tala um lífgeislun á milli stjarn- anna, heimssamband lífsins, en íslenskur maður varð til þess að gera það uppúr fyrsta tug aldarinnar. Var upphafið þar, að maður þessi hafði gert sér Ijóst sambandseðli svefns- ins og það, að undirrót drauma sofandans væri ævinlega vöku- líf einhvers annars. Þurfti hann auðvitað til þess að fara að tala um slíkt að hafa komizt að raun um hugsana- og skynja- flutning milli manna. Og hér þurfti meira en það. Til þess að fara að tala um lífsambönd á milli sólhverfa og vetrar- brauta, þurfti hann að hafa gert sér ljóst, að stundum beri það fyrir dreymandann, sem ekki hafi getað gerzt eða verið séð á þessari jörð. En til slíks má (elja framandi himinsýnir og margt fleira. Fyrir tíu árum gaf ég út litla bók sem ég nefndi „Drauma og svefn“ og var meining mín með því fyrirtæki að styðja þessa niðurstöðu um sam- bandseðli svefnsins og sam- kynjunar eðli draumanna. Hafði ég þá um marga áratugi þaulprófað og hugleitt hana, með þeim árangri að verða æ sannfærðari um raunveruleik hennar. Hefir um þessa bók mína hvergi verið skrifað svo ég viti, fyrr en ég sjálfur geri það nú. Geri ég hér að vísu ekki Eins og vænta má hefur rit Ágústínusar verið gefið út oft- ar en tölu verði auðveldlega á komið. Það hefur komið út í glæsiútgáfum, ódýrum al- menningsútgáfum og öllum gerðum þar á milli. Þessi út- gáfa er ætluð almenningi í þýskumælandi löndum og hef- ur það til síns ágætis að vera handhæg. Jón Þ. Þór lausnir annað en geta þess, að þar segir frá ýmsum raunveruleg- um og ólognum dæmum, sem færa óhrekjanlegar sannanir fyrir nefndum niðurstöðum. Einnig er í bók þessari lítillega sagt frá viðbótaskilningi af minni hálfu, og skal hér nú, að mestu orðrétt, tekið upp það sem segir í niðurlagi bókarinn- ar: „Hjá vakandi manni má segja, að atburðir þeir er fyrir hann ber og hann skynjar, leika beint á strengi minninga hans eða vitundar. Hjá sofandi manni verður þetta hinsvegar með öðrum hætti: Minninga- eða vitundarstrengir sofandi manns taka aðeins undir með minninga- eða vitundar- strengjum vakandi manns. Verður af þessu auðskilin sú rangtúlkun hans, að um eigin minningar hans hafi þar verið að ræða. Hinn sofandi maður skynjar aðeins skynjanir ann- ars eða annarra. Og nú ætla ég hér að síðustu að víkja að einni lítilli athugun minni, en hún er, að komið hefur fyrir mig, að muna ekki hvort eitthvað bar fyrir mig í draumi eða ég lifði það í vöku. Slíkt kemur hinsvegar aldrei fyrir að ég blandi þannig saman því sem ég hef lifað og því sem ég hefi aðeins hugsað. Og er þetta nokur stuðningur við það, að draumar séu ekki einungis hugarburður dreymandans.“ Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum: Spurningar og Bannað að bjarga sér En farið hefur fé betra þótt þorskurinn og aðhaldið hverfi. „..ofstjórnar- og afturhalds- stefnan sem bannar mönnum að bjarga sér...“ er greinilega ekki í neinum takti við náttúru- vísindin, að áliti formannsins. Hann er búinn að ákveða að á næstu misserum gangi ógnar- legar síldartorfur á íslandsmið og þá verði hægt að veiða fimm hundruð þúsund tonn af silfri hafsins árlega. Þá verður stand á Goddastöðum, því hvergi er unnið að undirbúningi þeirra veiða.vinnslu eða markaðsleit. í Moskvu tóku þeir fram fyrir hendurnar á almættinu fyrir nokkrum dögum, sögðu veðurguðunum stríð á hendur, og komu í veg fyrir að það blotnaði í öllum litlu og frið- sömu allaböllunum, sem þar fagna sósíalöskum friði. Áð- vífandi regni var bægt frá og sólin skein á Kremlarmúra og friðinn hvernig svo sem náttúran ætlaði að haga sér. Stjóm náttúrunnar Með svipuðum hætti hefur Svavar tekið að sér stjórn fiski- gangna. Hann hefur ákveðið að eftir nokkur misseri verði svartur sjór af síld á íslands- miðum og því eigi að hætta öllu ofstjórnaræði varðandi þorskveiðar, en snúa sér af alefli að því að virkja markaðs- lögmálin. Þegar síldin kemur að skip- an formannsins mun hún skila milljörðum króna í þjóðarbú- ið, en þá verður líka strax- undirstrikað í málgagninu - að fara að undirbúa móttöku og markað. Hægt verður að auka hagvöxt um 12-15% á grund- velli sjávarútvegsins, stendur í 'Nýju sókninni. Bjartsýni er góðra gjalda verð, en ekki sakar þótt eitt- hvað slæðist með af raunsæi. Það er vægast sagt talsverður misskilningur að halda því fram að fiskveiðikvótinn sé einvörðungu settur til að þeir hjá sjávarútvegsráðuneytinu fái útrás fyrir stjórnsemi sína.' Kvótakerfið er til komið vegna ofveiði og hættu á útrýmingu fiskistofna og er sett af færustu manna yfirsýn, vísindamanna sem annarra, sem ætla má að viti eitthvað um fisk og fisk- veiðar. Auðinn á þurrt En stjórnun fiskveiða er náttúrlega í andstöðu við markaðslögmál frumskógarins og þar með hina nýju stefnu formannsins. En guð láti gott á vita að hann ætlar nú að veita stjórnvisku sinni og valdi yfir náttúrunni til að smala síld upp að landinu og færa volaðri þjóð milljarða á milljarða ofan. En aðeins ef markaðs- málunum verði komið í æski- legt horf, og að sjávarútvegs- ráðuneytið láti af miðstýring- aráráttu sinni og hætti að banna mönnum að bjarga sér. Þessi fyrsta grein um sókn- ina nýju fjallar aðeins um sjáv- arútveginn. Þar er lagst gegn öllum boðum og bönnum af hálfu hins opinbera en hver á að bjarga sér eftir bestu getu til að sækja sér gull í greipar Ægis og nýjar aðlindir boðað- ar. Fyrirtæki eiga að skila hagnaði og markaðslögmál að gilda. Jón Baldvin má aldeilis fara að vara sig og stuttbuxnadeild- inni dugir ekki lengur að hrópa báknið burt, en getur bætt við auðinn á þurrt, ef hún kærir sig ekki um að hafa Svavar Gests- son hægra megin við sig í stöðunni. Oddur Ólafsson Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútiminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. iV>T Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr. Stjórnendur ogtúristar ■ Bjarni Guömundsson, aðstoðarmaöur landbúnaðar- ráðherra ritar grein í NT í gær um nýju framleiðslulögin. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Mjólkurbús Flóamanna ætti að lesa hana vandlega áður en hann ekur næst um héruð á Suðurlandi. Bjarni fjallar um nýju lögin, sem samkomulag var um milli stjórnarflokkanna við afgreiðslu þeirra frá Alþingi og bendir á, að mismunandi búgreinum hæfi mismunandi aðferðir við framleiðslustjórnun. Þannig sé t.d. mikill munur á því að stýra framleiðslu sem hefst á túnrækt og endar með mjólkurframleiðslu og þeirri sem hefst með kjarnfóðurkaupum og endar með förgun nokkurra mánaða kjúklings. Fyrrnefndu búgreininni sé erfitt að breyta svo að hún falli að snöggum markaðssveifl- um, gagnstætt þeirri síðarnefndu, sem eigi sér mun skemmri og einfaldari framleiðsluferil. Pessum ólíku aðstæðum mæta lögin með tvenns konar heimildum til framleiðslustjórnar: Annars vegar með búmarki og hins vegar með heimild til að leggja giald á innflutt fóður til skepnueldis og hráefni í það. Akvörðun um beitingu ákvæða um framleiðslustjórn er í höndum landbúnaðar- ráðherra og Bjarni bendir á í grein sinni í NT í gær, að þar er ekki um breytingu frá eldri lögum að ræða. Morgunblaðið og Þorsteinn Pálsson þyrluðu upp miklu moldviðri þegar landbúnaðarráðherra beitti þessu stjórn- tæki við framleiðslustjórn í landbúnaði í samræmi við tilgang nýsettra laga og tekjuöflun ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum. Jafnframt var unnið hratt og örugglega í samráði við bændur um hásláttinn, að reglum um endur- greiðslu samkvæmt framleiðslumagni eftir þörfum mark- aðarins fyrir viðkomandi búvöru eins og lögin segja til um. Hjá Morgunblaðinu og Þorsteini hét þetta að hækkun kjarnfóðurgjalds væri ekki rétta leiðin til framleiðslu- 1 stjórnunar, einhliða ákvörðun Framsóknarflokksins sem ekki hefði verið kynnt samstarfsflokknum og allskyns tölur um hækkanir á landbúnaðarvörum settar fram sem tilgátur. Nú hefur moldviðrinu slotað. Bændur, hagsmuna- samtök þeirra og landbúnaðarráðuneytið hafa unnið saman að lausn málsins og Morgunblaðið hefur eftir einum forystumanni kjúklingabænda nú að þetta líti allt mun betur út en á horfði í fyrstu. Hækkun á eggjum, kjúklingum og svínakjöti nemur frá níu til ellefu prósent- um, sem er auðvitað mikil hækkun, en þetta er það stjórntæki, sem stjórnarflokkarnir eru sammála um að nota beri til þess að stjórna framleiðslunni og einnig er ætlað að ná inn eitt hundrað milljónum í ríkissjóð samkvæmt fjárlögum. Bjarni Guðmundsson bendir á það í niðurlagi greinar sinnar að nú reyni ekki hvað síst á bændasamtökin. Það reyni á að bændur geti náð saman, bæði innan búgreina og með heildarsamtökum. Nái þeir ekki saman, muni engin lög geta tryggt hagsmuni þeirra. Nái þeir samstöðu muni hin nýju lög geta orðið bændasamtökunum veiga- mikið tæki til framfara og hagræðingar í búvöruframleiðslu og vinnslu öllum til hagsbóta. Framsóknarflokkurinn og ráðherrar hans hafa alla tíð unnið ötullega að því með bændum að finna leiðir til hagræðingar og uppbyggingar í landbúnaði og frumkvæði komið frá þessum aðilum í sameiningu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið koma hins vegar að þessu máli með upphrópunum og rangtúlk- unum. Þorsteinn Pálsson getur ekki endalaust hagað sér eins r og túristi í landi stjórnmálanna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.