NT - 02.08.1985, Blaðsíða 19
húsnæði óskast
íbúð óskast
2 stúlkur í háskólanámi óska eftir 3ja her-
bergja íbúð, nú þegar eða í haust. Algjör
reglusemi. Upplýsingar í síma 686396
(Steingrímur) eða í 41224 á kvöldin og um
helgar.
tilkynningar
Auglýsing um stofnaðild
að Verðbréfaþingi
íslands
Starfsemi Verðbréfaþings íslands
mun hefjast á hausti komanda.
Stjóm þingsins auglýsir hér meö eftir umsóknum þeirra
verðbréfamiölara, sem vilja eiga aöild aö þinginu frá upphafi,
í samræmi við ákvæði reglna um Veröbréfaþing íslands nr.
268 frá 28. júní 1985.
Umsækjendur eöa starfsmenn þeirra skulu fuilnægja
eftirfarandi skilyröum:
a) Vera fjárráöa og hafa forræöi á búi sínu;
b) hafa til aö bera næga menntun og reynslu í veröbréfa-
viöskiptum aö mati stjórnar og
c) setja verðtryggða bankaábyrgð, eigi lægri en 1 milljón
króna í upphafi.
Auk þess verður krafist aö þingaðilar undirriti drengskapar
yfirlýsingu um að rækja störf sín eftir bestu samvisku og að
hlíta reglum þingsins sem og reglum, sem stjórnin setur.
Væntanlegir umsækjendur skulu vera viö því búnir aö
tengjast sameiginlegu tölvukerfi.
Umsóknir berist stjórn Verðbréfaþings íslands, Hafnar-
stræti 10, R. fyrir 20. ágúst 1985.
Reykjavík, 1. ágúst 1985.
Verðbréfaþing íslands.
Hjartans þakklæti til ykkar allra sem glöddu
mig með gjöfum, heimsóknum og á annan hátt
á 70 ára afmæli mínu 29. júlí síðastliðinn.
Valgerður Vigfúsdóttir
Klukkufelli
t
Vinkona mín,
Ingveldur Eyjólfsdóttir
sem andaðist 26. júlí, verður jarðsungin frá nýju kapellunni í
Fossvogi miövikudaginn 7. þessa mánaðar kl. 10:30.
Þuríður Sigurjónsdóttir
Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og
bróður
Sigtryggs Eiríkssonar
Eskihlíð 5, Reykjavík
Sérstakar þakkir skulu hér færðar til starfsfólks lyfjadeildar
Borgarspítalans
Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir
Vilhjálmur Sigtryggson Herdís Guðmundsdóttir
Halla Sigtryggsdóttir Baldur Bjarnasen
ÞórdísSigtryggsdóttir HörðurHalldórsson
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna
Þökkum innilega samúð og vinarhug við útför föður okkar
Gunnar Njálssonar
Suður-Bár.
Sérstaklega þökkum við læknum, systrum og öðru starfsfólki
Sankti Fransisku spítalans í Stykkishólmi góða hjúkrun í
veikindum hans.
Margrét Gunnarsdóttir
Sesselja Gunnarsdóttir
Njáll Gunnarsson
Kjartan Gunnarsson
Þórdís Gunnarsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Ólafur Jónsson
Magnús Gestsson
Helga Gunnarsdóttir
Árdís Sveinsdóttir
Ragnar Kristjánsson
Kristin Nóadóttir
fílí Föstudagur 2. ágúst 1985 19
U mr Útlönd
■ Fjöldi blökkumanna og kynblendinga í Suður-Afríku hefur fundið leið til að berjast gegn yfirráðum
hvítra án þess að beita ofbeldi. Svertingjarnir hætta einfaldlega að versla við „hvítar" verslanir. Þetta
er sú baráttuaðferð sem hvíti minnihlutinn þolir hvað verst.
Bandaríkin
sökkva
dýpra í
skuldafen
Washington-Reuter
Þjóðarskuldir í Bandaríkjun-
um eru nú um 1.799 milljarðar
og er ekkert útlit fyrir að
þær muni minnka neitt á næst-
unni. Þvert á móti telur
Bandaríkjastjórn sig þurfa að
taka 55 til 60 milljarða dollara
lán til viðbótar á seinasta árs-
fjórðungi þessa árs.
Aðstoðarfjármálaráðherra
Bandaríkjanna John Ni-
ehenke sagði á blaðamanna-
fundi nú í vikunni að stjórnin
myndi taka 43,3 milljarða doll-
ara lán frá almenningi í formi
ríkisskuldabréfa á tímabilinu
júlí til september. En eftir það
verður fjármálaráðuneytið að
biðja öldungadeildina um leyfi
til aukinnar lántöku.
Mengun
færir
Pólverja
í kaf
Varsjá-Reuter:
■ Um þriðjungur Pól-
verja getur vart dregið
andann vegna ótrú-
legrar mengunar í land-
inu, að því er málgagn
pólska kommúnista-
flokksins, Trybuna Ludu,
skýrði frá í gær. Vatns-
mengun eykst stöðugt og
um helmingur af skógum
landsins er í hættu vegna
súrs regns.
Á hverju ári er um
tveimur milljörðum rúm-
metra af úrgangi dælt út í
vötn og ár landsins. Álíka
mikið magn af illa hreins-
uðum úrgangi fer einnig
út í náttúruna.
Tjónið af völdum meng-
unarinnar nemur um 3,2
milljörðum dollara á ári.
Kornuppskerur skemmast
oft, vélar tærast og hús
eyðileggjast.
Trybuna Ludu áætlar að
það muni taka um 25 ár að
hreinsa landið og ná aftur
fram eðlilegu jafnvægi í
náttúrunni.
Suður-Afríka:
Lögregla rekur
börn í skólann
Port Elizabeth-Reuter.
■ Suður-afrískir lögreglu-
menn gengu hús úr húsi í
blökkumannahverfum í borg-
inni Graaff-Reinet í gær og
skipuðu börnum og unglingum
að hætta skólaverkfalli og mæta
þegar í stað í skólann.
Að sögn lögreglunnar tókst
bærilega að koma nemendum í
skólann með þessari aðferð
þannig að kennslufært varð í
fyrsta skipti frá því í apríl síðast-
liðinn.
Samkvæmt neyðarlögunum,
sem nú eru í gildi á blökku-
mannasvæðum í Suður-Afríku,
hefur ferðafrelsi mjög verið
skert. Enginn má nú fara inn í
hverfi biökkumanna eða kyn-
blendinga í Graaff-Reinet nema
hann búi þar og öll börn eru
skylduð til að mæta í skóla.
íbúum þar er líka bannað að
eiga bensín nema það sé í
bensíntönkum bíla.
Lögreglan hefur líka fengið
leyfi til að loka búðum sem
blökkumenn reka þar sem starf-
semi þeirra ýti undir verslunar-
bann blökkumanna á hvítar
verslanir. Verslunarbannið hef-
ur þegar bitnað illa á mörgum
verslunum og hafa sumar þeirra
lokað.
Lögregluyfirvöld halda því
fram að svartir kaupmenn reyni
að hagnast á verslunarbanninu
á „hvítar“ verslanir með því að
hækka vöruverð.
Hvítir menn hafa miklar
áhyggjur af verslunarbanninu
því að margir hvítir kaupmenn
eru háðir viðskiptum blökku-
manna til að geta rekið verslanir
sínar.
Stjórnvöld í Suður-Afríku
íhuga nú að taka reglurnar, sem
settar hafa verið í Graaff-Rei-
net, einnig upp á öðrum svæð-
um þar sem blökkumenn búa.
Vegna neyðarlaganna er slíkt
nú mögulegt.
Hátt á annað þúsund manns
hafa nú verið handteknir í skjóli
neyðarlaganna að undanförnu
sem voru sett til að bæla niður
óeirðir andstæðinga aðskilnað-
arstefnunnar. Síðan lögin voru
sett hafa óeirðir samt aukist og
breiðst út til fleiri svæða.
Hunda-
drápá
mynd-
bandi
Chcshunt-Rcutcr
llmvötn lífga upp
á anda Sovétmanna
- á tímum vínandahallæris
Moskva-Rcutcr:
■ Samkvæmt sovéska verka-
lýðsblaðinu Trud segir að hert
eftirlit með áfengissölu hafi leitt
til þess að stöðugt fleiri leiti
huggunar í ilmandi veigum
snyrtivöruverslana.
Blaðið hefur eftir áfengis-
áhugamönnum að hörð sam-
keppni sé milli hins göfuga víns
Agdams og blómailmvatnsins
Starts. Kunni menn ekki að
meta Start megi alltaf taka slurk
úr flösku af eðalilmvatninu
Kara-Novo sem kosti aðeins 66
kópeka (35 kr.)
Annað sovéskt dagblað,
Moskovskaya Pravda, segir að
ólögleg áfengissala hafi aukist
mikið eftir að áfengislöggjöfin
var hert 1. júní síðastliðinn og
opnunartími áfengissölustaða
styttur. Blaðið segir að margir
sprúttsalar selji vodka úr bílum
eða á götum úti.
Dagana 6. og 7. júlí gerði
lögreglan skyndileit að sprútt-
sölum í Moskvu og handtók þá
273 menn. Svipuð hreinsun í
lok mánaðarins leiddi til þess að
364 voru handteknir sem bendir
til mikillar fjölgunar leynivín-
sala.
Ólöglegt brugg í heimahúsum
hefur einnig aukist mikið á síð-
ustu tveim mánuðum.
■ Við réttarhöld í Bretlandi
vegna ólöglegs hundaats nú í
vikunni varm.a. sýnt myndband
af nýlegu hundaati þar sem
blendingstíkur af bolabíta- og
rottuhundakyni rifu hvor aðra á
hol.
Blóðbaðið var svo hroðalegt
að dómarinn treysti sér ekki til
að horfa á öll atriðin. Réttar-
höldunum lauk með því að þrír
menn voru dæmdir í tveggja
mánaða fangelsi fyrir að skipu-
leggja hundaatið og sex voru
sektaðir.
Hundaat var bannað á Bret-
landi árið 1835 og þetta er í
fyrsta skipti á þessari öld að
breskur dómstóll fær til með-
ferðar brot á þessu banni.
Hundaatið var haldið í hlöðu
fyrir norðan London. Skipu-
leggjendur tóku við veðmálum
á tíkurnar og áhorfendur hvöttu
þær áfram með ópum og
köllum. Önnur tíkin lést en hin
lifði illa sködduð.
Breskur þingmaður hefur nú
lagt til að innflutningur á bola-
bítarottuhundum frá Banda-
ríkjunum verði bannaður én
það eru aðallega slíkir hundar
sem eru notaðir við hundaatið.