NT - 02.08.1985, Síða 3
Starfsmannaflóttinn á dagvistarheimilum:
„Auglýsum eftir ann-
ars konarstarfskrafti“
segir Davíð Oddsson borgarstjóri
■ „Við munum horfast í augu
við vandann ef hann kemur upp
en sjálfur sé ég enga aðra lausn
á þessu máli en að auglýsa eftir
annars konar starfskrafti en
vinnur þarna núna“ sagði
Davíð Oddsson borgarstjóri
þegar NT innti hann álits á
starfsmannaflóttanum á dag-
vistarheimilum borgarinnar.
Þegar NT spurði Davíð hvað
hann ætti við með „annars kon-
ar starfskrafti“ sagði hann að of
snemmt væri að segja til um það
á þessu stigi málsins.
„Það hafa alltaf verið erfið-
leikar með starfsfólkið á dag-
Akranes:
Stúlka á hjóli
varð fyrir bíl
■ Sex ára stúlkubarn varð fyr-
ir bifreið um fjögurleytið í gær-
dag á Akranesi. Stúlkan var á
reiðhjóli í götunni Stillholti, og
hjólaði í veg fyrir fólksbifreið
sem kom akandi. Ökumaður
náði ekki að stöðva bifreiðina í
tæka tíð, og lenti á stúlkunni.
Hún var flutt í sjúkrahús, en
meiðsli voru ekki fullkönnuð í
gær.
vistarheimilunum og það hefur
verið nefnt að launin eigi þarna
einhvern hlut að máli en það á
síst við núna því laun fóstra og
reyndar aðstoðarfólks líka voru
hækkuð meira en laun annarra
stétta í síðustu samningum."
Borgarstjóri vildi ekki viður-
kenna að 500-800 króna launa-
hækkun væri lítil því fóstrur og
aðstoðarmenn hefðu fengið
sömu hækkun og aðrar stéttir
að auki.
“Það er alveg ljóst að við
getum ekki hækkað laun fóstra
og aðstoðarmanna umfram laun
annarra starfsmanna sem vinna
hjá borginni, slíkt vindur bara
upp á sig og skilur ekkert eftir
þegar til lengri tíma er litið.
Viðkomandi stéttarfélög verða
að hafa forgöngu um kröfugerð
fyrir þessa hópa og þótt kröfu-
gerð þeirra í síðustu samningum
hafi ekki gengið út á að hækka
fóstrur umfram aðra hækkuðum
við þær um einn flokk.“
■ Nýi hluti Sætúnsins hefur tekið á sig endanlega mynd og keppast borgarstarfsmenn nú við að Ijúka
framkvæmdum fyrir veturinn. NT-mynd: Ami Bjama
Föstudagur 2. ágúst 1985 3
5.-10. ágúst:
Kertum fleytt
- til að minnast Hiroshima og
Nagasaki sprenginganna
■ Samtök herstöðvaand-
stæðinga hyggjast minnast
þess, að í ár eru 40 ár liðin frá
því er bandaríski herinn varp-
aði kjarnorkusprcngjum á jap-
önsku borginnar Hiroshima og
Nagasaki, með friðarbúðum í
Njarðvíkum dagana 6.-10.
ágúst.
Reyndar byrjar þetta á því
að japönskum og íslenskum
kertum verður fleytt 5. ágúst á
Reykjavíkurtjörn eins og gert
verður á ám og vötnum um
allan heim nákvæmlega klukk-
an 23.15 en þá var sprengjun-
um varpað árið 1945.
Friðartjaldbúðunum sjálfum
verður svo slegið upp 6. ágúst
og þá verður útifundur haldinn
og kvcikt á minningareldi, sem
er ætlað að loga samfellt til 9.
ágúst en þá er Nagasakidagur-
inn. Fram til þess tíunda verður
farið í ýmsar könnunarferðir
um nágrennið og staðið fyrir
ýmiss konar friðaraðgerðum.
Athafnasvæði fyrir börn verður
á svæðinu.
Fjöldaganga verður farin að
síðustu 10. ágúst frá Hafnar-
firði sem leið liggur niður á
Lækjartorg í Reykjavík, þar
sem friðarfundur verður
haldinn.
Þess má geta að í friðarbúð-
unum verða japanskir gestir,
sem lifðu sprengjurnar á sínum
tíma, en þeir munu m.a. hitta
forseta Islands og forsætisráð-
herra að máli auk þess að flytja
ávörp.
Gatnagerð:
Af Skúla-
götu á Sætún
■ Sætúniö verður lengt og
breikkað frá Frakkastíg og nið-
ur í bæ. Allur umferðarþunginn
færist þá af Skúlagötunni, sem
fyrir löngu hætti að anna, svo
vel sé, allri umferð sem um
hana fer.
Þetta kom fram í samtali við
Inga Ú. Magnússon gatnamála-
stjóra. Ingi sagði að borgar-
starfsmenn hefðu byrjað strax í
vor að aka uppfyílingarefni í
sjóinn og byggja þannig nýju
götunaupp. Núnaeruhinsvegar
hatnar framkvæmdir við sjálfa
gatnagerðina og hefur Sætúnið
tekið á sig endanlega mynd.
Reiknaði Ingi Ú. Magnússon
með því að hið nýja Sætún yrði
tilbúið til umferðar nú í haust.
Við þessar framkvæmdir
myndast eyja milli Sætúnsins og
Skúlagötunnar. Á þessari eyju
stendur núna gamla smurstöðin
Klöpp. Hún verður áfram þarna
á eyjunni, en verður flutt austur
þegar fram líða stundir.
VELKOMIN A SELFOSS
Stórmarkaður KÁ, í hjarta bæjarins býður upp á glæsilegt úrval allskonar vöru.
— Ferska matvöru/nýlenduvöru
— Ferðavöru
— Bækur og tímarit
— og fleira, og fleira
Veitingabúðin Ársel er opin daglega frá kl. 9.00 til kl. 23.00.
VÖRUHÚSKÁ
Miöstöö viöskiptanna á Suöurlandi