NT - 02.08.1985, Side 4
Föstudagur 2. ágúst 1985 4
Stór-Reykvíkingar iðnir við búferlaflutninga:
Um tólfta hver íbúð í
Reykjavík seld í fyrra
■ Ætla má aö um hálft þriðja júní hafði Fasteignamatinu bor- markaði, en þaö er um 12. hver
þúsund íbúðir í Reykjavík hafi ist um 2.250 kaupsamningar „frjáls" íbúð í borginni. í
skipt um eigendur í fyrra. í lok vegna sölu íbúða á frjálsum Reykjavík voru í fyrra um
Sænskur harmoníkuleikur
■ Væntanlegur er til landsins
sænski harmoníkusnillingurinn
Lars Ek. Það er Landssamband
harmoníkuunnenda sem býður
Lars Ek til landsins og mun tríó
hans leika víðsvegar um landið.
Fyrstu tónleikarnir verða á
Varmalandi í Borgarfirði, laug-
ardaginn 3. ágúst kl. 8.30. Spil-
að verður í Sjallanum á Akur-
eyri 6. ágúst og í félagsheimili
Húsavíkur 7. ágúst. Þá verður
haldið til Reykjavíkur og spilar
Lars Ek á tónleikum í veitinga-
húsinu Ártúni, föstudagskvöld-
ið 9. ágúst. Tónleikaferðinni
lýkur svo í Gunnarshólma í
Landeyjum 10. ágúst. Á eftir
flestum tónleikunum verður
efnt til dansleikja og munu
sveitir heimamanna spila undir
dansi, auk gestanna.
Lars Ek er tæplega fertugur.
Hann byrjaði að spila á hamon-
íku 5 ára og kom fyrst fram á
tónleikum 11 ára gamall. Síðustu
árin hefur hann ferðast um
Norðurlöndin og komið fram á
hundruðum hljómleika og
hlotnast meiri frægð en dæmi er
um harmoníkuleikara síðan á
gullaldarárum harmoníkunnar á
fyrri hluta aldarinnar.
Með Lars Ek munu leika
tveir íslenskir hljóðfæraleikar-
ar, þeir Þorsteinn R. Jónsson
gítarleikari og Þórður H.
Högnason bassaleikari.
33.400 íbúðir alls, þar af nær
3.400 verkamannabústaðir og
leiguíbúðir borgarinnar, þ.e.
um 10% allra íbúða. Að sögn
FR eiga samningar vegna 1984
enn eftir að berast.
Ekki er ólíklegt að á 7. þús.
borgarbúa hafi staðið í flutning-
um í fyrra vegna þessara við-
skipta auk allra þeirra sem flytja'
milli verkamannabústaða og
leiguíbúða í borginni, að við-
bættum þeim er fluttu í ný-
byggð hús á árinu.
Alls höfðu Fasteignamatinu
borist rúmlega 4 þús. sölusamn-
ingar vegna íbúðarhúsnæðis. Af
þeim sölum voru um 58% í
Reykjavík einni og samtals 75%
á Reykjavíkursvæðinu, en tæp-
ur fjórðungur utan þess. Mikill
meirihluti nýrra íbúða á s.l. ári
voru einnig á Reykjavíkursvæð-
inu. Sýnist því ljóst að Stór-
Reykvíkingar séu öðrum iðnari
við búferlaflutninga.
Að gefnu 1,5 millj. króna
meðalverði á þessum rösklega 4
þús. íbúðum hefur heildarsölu-
verð þeirra numið um 6 mill-
jörðum króna (6.000.000.000
kr.) Hafi sölulaun að meðaltali
verið 1,5% næmu þau samtals
um 90 milljónum króna á árinu.
Umferðarráð og lögregla:
Starfrækja upp-
lýsingamiðstöð
r
■ Umferðarráð og lögregla
um land allt munu starfrækja
upplýsingamiðstöð um verslun-
armannahelgina. Þar verður
safnað saman upplýsingum um
Leiðsögu-
maður á
kassettu
■ Aki ferðamaður
hringveginn á löglegum
hraða, gefst honum kostur
á leiðsögn um landið.
Nýverið var stofnað í
Reykjavík félagið Leið-
sögn um landið og hyggst
það virma að gerð leið-
sögusnælda fyrir fólk sem
ferðast um landið á einka-
bílum. Hver snælda verð-
ur miðuð við tiltekinn
áfanga, til dæmis leiðina
milli Reykjavíkur og
Selfoss. Leiðinni er lýst og
fléttað er fróðleik, sögum
og kveðskap inn í lýsing-
una.
Fyrsta snældan er þegar
komin út, en það er leiðin
Reykjavík - Selfoss. í
undirbúningi eru snæld-
urnar Selfoss - Markar-
fljót og Markarfljót — Vík.
Fyrst um sinn verður
hringvegurinn farinn rang-
sælis en til greina kemur
að gera snældur ef hring-
urinn verður farinn rétt-
sælis.
Lengd snældanna mið-
ast við að ekið sé á lögleg-
um hraða og er þá lýst öllu
því helsta sem fyrir ber.
helstu þætti umferðarinnar, s.s.
ástand vega, verður, hvar vega-
þjónustubílar FÍB eru staddir
og einnig verður fylgst með
umferð víðsvegar um landið.
Upplýsingamiðstöðin verður
opin föstudag 13-22, laugardag
9-22, sunnudag 13-17 og mánu-
dag 10-22. Fólk getur nálgast
upplýsingar í síma 27666, en
búast má við talsverðu álagi.
Þá verður útvarpað frá upp-
lýsingamiðstöðinni ’ á báðum
rásum útvarps eftir því sem tök
verða á.
m
Harpa hf:
Lakk til Rússlands
fyrir 26 milljónir
■ Fyrir nokkrum dögum lauk
Harpa hf. afgreiðslu á hvítu
lakki til Rússlands. Utflutnings-
verðmæti lakksins nemur 26
Þingvellir á ís-
lensku og ensku
■ Út er komin bókin Þingvellir
og goðaveldið, eftir Þorstein
Guðjónsson. Bókin er 80 síður, en
ensk útgáfa hennar er 96 síður. Á
ensku heitir bókin Thingvellir:
The Parliament Plains and Ice-
land.
í bókinni eru í fáum dráttum
sögð deili á Þingvöllum, sögu
þeirra og sambandi við þjóðlífið.
Upphaf alþingishaldsins er rakið
til sameiginlegrar þingskipunar
Norðurlandabúa á víkingaöld, og
til eldri þróunar þinganna meðal
germana. Lýst er sérkennum hins
forníslenska þjóðfélags, sem þró-
aðist í tengslum við Þingvelli og
rakin er síðari þróun staðarins allt
til þess að lýðveldið var endurreist
þar árið 1944 og 1100 ára land-
námshátíðin var haldin þar 1974.
Bókin er skreytt ljósmyndum,
uppdráttum og skýringamyndum.
milljónum króna.
Lakkið er framleitt úr inn-
fluttu hráefni, en tæpur helm-
ingur útflutningsverðmætisins
verður eftir á íslandi sem hrein-
ar gjaldeyristekjur.
Þetta er 18. árið sem Harpa
hf. selur málningu til Sovétríkj-
anna. Viðskiptin hófust árið
1966 og hafa verið árviss síðan,
að tveimur árum undanskildum.
Útflutningur Hörpu hf. til
Sovétríkjanna nemur 11.947
tonnum frá upphafi. Á núver-
andi verðlagi er verðmæti þessa
útflutnings um 700 milljónir
króna og þar af hafa ríflega 300
milljónir orðið eftir hér heima,
sem hreinar gjaldeyristekjur.
Hvar fæst Ijúf-
fengt grillmeti?
■ Grill, viðarkol og áhöld
eru til lítils ef matinn vantar.
Eins og kunnugt er, þá er
nánast allt matarkyns vel fallið
til matreiðslu á útigrilli, en þó
eru einstaka vörutegundir
vinsælli en aðrar. Hér á eftir
fer lýsing á því hvað þrjár
matvöruverslanir hafa á boð-
stólum af þessu tagi. Þær voru
valdar af handahófi, enda af
nægu að taka.
ekki kryddlegið kjöt, þá er
auðvitað rétt að leggja áherslu
á það að hér fæst mikið úrval
af kjöti sem er skorið og geymt
á hefðbundinn hátt,“ sagði
Ómarennfremur. „Þarað auki
get ég talið til lambakjöt sem
er sérstaklega hangið og 6
tegundir af grillpylsum." í
Kjötbæ starfa tveir matreiðslu-
menn sem veita fúslega ráð og
upplýsingar um grillmeti.
Kryddlegið kjöt
„Við höfum hér mikið úrval
af kryddlegnu lamba- og svína-
kjöti, þá ýmist sérinnpakkað
eða úr kjötborði,“ sagði Árni
Níelsson, kjötiðnaðarmaður í
Glæsibæ. Þar fyrir utan benti
Árni á gott úrval stórsteika af
nauti. Að hans sögn býður
Glæsibær viðskiptavinum sín-
um tilbúna grillpinna með
nautakjöti, papriku, tómötum,
sveppum og lauk. Hver pinni
kostar kr. 66.
Hægt að sérpanta
„Fólk getur ýmist komið og
keypt það sem við bjóðum hér
daglega, eða sérpantað ef þess
er þörf,“ sagði Ómar Gunnars-
son, kjötiðnaðarmaður hjá
Kjötbæ. Hann sagði að versl-
unin státi af úrvali kryddleg-
inna kjöthluta t.d. 4-5 tegundir
af kjúklingi, 4 tegundir af
svínakjöti og 6 tegundir af
lambakjöti. „En ef einhver vill
Hamborgarar vinsælir
„Um þessar mundir leggjum
við áherslu á að bjóða við-
skiptavinum gott lambakjöt,
enda eru góðir bitar hlutfalls-
lega ódýrir á grillið,“ sagði
Hlynur Vigfússon, kjötiðnað-
armaður hjá Víði. „Þá á ég við
hvort tveggja vel hangið og
kryddlegið kjöt.“ En Víðir
býður ekki einungis upp á
kryddlegið kjöt, heldur einnig
sítrónu-, lauk- og paprikulegið
kjöt. í versluninni fást grill-
pylsur af ýmsum tegundum og
grillpinnar með bæði svína- og
nautakjöti, hver þeirra kostar
kr. 98. „Ef hugsað er til versl-
unarmannahelgarinnar, þá er
það alveg ljóst að hamborgar-
arnir eru langvinsælasta kjöt-
varan sem við seljum,“ sagði
Hlynur. Hann bætti því við að
eins og jafnan áður fæst í Víði
gott úrval af nautasteikum,
sem eru fjarri því að vera dýr
kostur.
i Ómar Gunnarsson, kjötiðnaðarmaður í Kjötbæ, lagði áherslu
á að verslunin býður viðskiptavinum sínum mikið úrval af ýmiss
konar grillpylsum.
■ Árni Níelsson, kjötiðnaðarmaður í Glæsibæ, sýndi blaða-
manni m.a. krvddlegið lambakjöt sem var sérinnpakkað.
■ Hlynur Vigfússon, kjötiðnaðarmaður í Víði Austurstræti,
sagði að lambakjötið væri tilvalið á grillið. Myndir - Róbert