NT - 02.08.1985, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. ágúst 1985 5
kr. 1.450 - 5.250. kr. það
stærsta með loki. Einnig feng-
ust þar kol og kostuðu 5 kg
pokarnir kr. 525 en 10 kg kr.
975. Margs konar fylgihlutir
voru fáanlegir líka, teinar og
grindur í mörgum gerðum.
Steinar Ingólfsson í Domus
á Laugaveginum benti okkur á
ódýr sænsk gasgrill sem eru
hentug í ferðalögum, og að
áliti hans er ólíkt þægilegra að
nota gasgrill en kolagrill, fólk
losnar t.d. við biðina sem þarf
á meðan kolin eru að hitna.
steinsson verslunarstjóra.
Hann sagði að útigrillin væru
að mestu uppseld hjá þeim
enda hefði sumarið byrjað
óvenju snemma og var fólk
fljótt að taka við sér. Þrjár
gerðir af kolaútigrillum feng-
ust þó í Olísbúðinni á verði frá
kr. 600 - 1.199 og væru þau úr
stáli og blikki. Einnig fást hjá
■ Haraldur Theódórsson í Geysi mælti einkum með útigrilli úr pottjárni sem hægt er að velta á
hlið þannig að kolin liggi lóðrétt og hægt sé að grilla kjöt á teini án þess að fitan drjúpi á kolin.
Þetta grill er hentugt í ferðalögum og kostar kr. 2.650.
Olís margskonar fylgihlutir við
grillin, má þar nefna sett með
grillspaða, - töng og - gaffli
sem kostar kr. 150.
Kolin eru misjöfn
að gæðum
Eins og sjá má af ofan-
greindum lestri er úrval úti-
grilla og því sern þeim fylgir,
mikið í verslunum, og er þetta
bara brot af þeirn verslunum
sem selja útigrill.
Margar tegundir kola eru
einnig á markaðnum og er
verð þeirra afar misjafnt. Einn
viðmælandi blaðantanns í þess-
ari ferð benti á að mikilvægt
væri að fólk athugaði vel um
hvernig kol væri að ræða áður
en þau væru keypt. Kolin hafa
margvíslega eiginleika, sum
eru þétt og brenna of seint,
önnur eru of gisin og brenna of
hratt. Best eru kolin sem hafa
eiginleika mitt á milli þessara
tveggja, en þau eru líka dýrust
ásamt þeim kolum sem eru
með olíu í sér og þarfnast ekki
grillkveikjuvökva.
Að lokum tók hann fram að
miklu máli skipti upp á end-
ingu kolagrillana að nota ál-
pappír undir kolin sem bæði
endur-kasta hitanum og
vernda grillið. Ef álpappír er
ekki við hendina er einnig
gott að nota sand.
■ Kolagrill hjá Útilíf. Grillin tvö hægra megin eru emaleruð
með loki, en þá er t.d. hægt að grilla í hvaða veðri sem er auk
þess sem hiti helst betur á matnum. Það fremra kostar kr. 4.490
en það aftara og minna kostar kr. 3.775.
Fyrir þá sem ætla að grilla úti um
helgina:
Grill og kol í
öllum gerðum
■ Lengst til hægri sést gasgrill i Domus á Laugaveginum sem kostar kr. 3.953 með 3 kg gaskúti
en án hans kostar það kr. 2.404.
■ Nú er verslunarmanna-
helgin að ganga í garð og
margir að leggja af stað í
ferðalög og útilegur. Síðustu
ár hefur æ meira færst í vöxt að
útigrill séu orðin ómissandi
hluti af veiðlegubúnaðinum
enda bjóða þau óneitanlega
upp á skemmtilegan matreiðslu-
máta og lostæta málverði í
faðmi náttúrunnar, við tjald
eða sumarbústað. Ekki er síð-
ur skemmtilegt að gera sér
dagamun og grilla á svölunum
heima eða úti í garði í góðu
veðri.
Blaðamaður og ljósmyndari
NT lögðu upp í leiðangur til að
kynna sér hinar ýmsu gerðir
útigrilla og fylgihluta þeirra í
nokkrum verslunum í bænum,
og svo ekki sé meira sagt; það
var af nógu að taka.
Kolagrill eða gasgrill
í verslunni Geysi fengust
nokkrar gerðir kolaútigrilla frá
danska fyrirtækinu Gaucho.
Stærri gerðirnar eru einkum
hentugar fyrir verandir en
einnig eru til minni útigrill sem
auðvelt er að ferðast með.
Útigrillin frá Geysi kosta frá
og meðfylgjandi stólum á kr.
39.485 og voru til ótal gerðir
þarna á milli. Vinsæl stærð af
Weber gasgrillunum sem Útilíf
selur kostar kr. 23.743 með 10
kg gaskúti. Þessi grill eru emal-
eruð og ryðfrí þ.a.l. mega þau
standa utandyra hvernig sem
viðrar án þess að eyðileggjast.
Útilíf býður einnig upp á fjölda
kolagrilla þau ódýrustu á kr
770. Fylgihlutir voru einnig til
þar í úrvali t.d. kolahitari á kr.
790, kolageymsla á kr. 1.095
og hitamælir sem mælir hita
t.d. í steikum og kostar kr.
830. 5 kg kolapoki hjá Útilíf
kostar kr. 310.
í Olísbúðinni á Grensásvegi
hittum við fyrir Einar Þor-
í Domus fást flestir fylgihlut-
ir bæði kola sem gasgrilla t.d.
tvær stærðir af viðarkolum 4,5
kg á kr. 382 og 2,2 kg á kr. 199.
■ Þrjár gerðir kolagrilla frá
Olís. Það minnsta kostar kr.
600, hin tvö kosta kr. 1.199. 2
kg kolapokar kosta kr. 172.
NT-myndir: Sverrir.
Margar gerðir fylgihluta
Útilíf bauð upp á gífurlegt
úrval útigrilla, allt frá einföldu
kolagrilli á kr. 770 upp í heil
borð með innbyggðu gasgrilli
Magnaður
kryddlögur
■ Vel heppnuð grillmáltíð getur
byggst á meðferð og matreiðslu
kjötsins. Hæfíleg kryddun skiptir
þar nokkru. f stað þess að strá
suðrænni vöru skeytingarlaust yfír
matinn, kjósa margir að láta
kryddkeiminn samlagast kjötinu á
jafnan og hægan hátt. Þar kemur
kryddlögurinn til sögunnar. Með-
fylgjandi uppskrift að slíkum bragð-
bæti fylgir hér á eftir:
1/2 lítri olía
3/4 bolli tómatsósa
1 msk. bernaise-essence
1/2 bolli sætt sinnep
3/4 bolli soyasósa
1/3 bolli sítrónusafí
11/2 msk. salt
2 tsk. svartur pipar
11/2 tsk. hvítlauksduft
1/2 tsk. lauksalt
2 1/2 tsk. timian-duft
11/2 tsk. oregano-duft
2 1/2 msk. engifer-duft
11/2 tsk. tabasco
1 tsk. rosemarin
1/4 bolli sykur
Staðarskáli Hrútafirði
Ákjósanlegur áfangi
hvort sem þér eruð
á leið norður eða
að norðan.
Tjaldstæði ★ Gisting
Bensinafgreiðsla ★ Fjölbreyttar veitingar
Hjólbarðaviðgerðir ★ Ferðamannaverslun
ESSO og SHELL þjónusta
Opiö alla daga frá 8 til 23,30
/TAmm
Hrútafirói Simi 95-1150