NT - 02.08.1985, Síða 9
Föstudagur 2. ágúst 1985 9
Aðalsteinn Jónasson
byggingameistari
Fæddur 2. ágúst 1946.
Dáinn 21. september 1984.
Hinsta kveðja frá tengdamóður
Því húmar svo fljótt, eftir heið-
ríkan dag?
því hljóðnar hinn fegursti
ómur?
Því endar svo skjótt þetta ljóm-
andi lag?
Mig lamar sá örlaga dómur.
Ég fæ ekki í huganum ráðið þá
rún,
né rök þau sem Iiggja að baki.
Mér finnst vera myrkur við fjall-
háa brún,
mér finnst eins og kröftunum
hraki.
smiður að mennt og starfaði
sem slíkur í eigin fyrirtæki sem
hann ásamt félögum sínum
byggði upp hér á Húsavík.
Einnig var Steini virkur í félags-
málum. Árið 1978 var hann
kjörinn í Bæjarstjórn Húsavík-
ur og aftur í bæjarstjórnarkosn-
ingunum 1982. Sinnti hann þar
fjölmörgum trúnaðarstörfum af
mikilli kostgæfni.
Steini lést á sjúkrahúsi Húsa-
víkur 21. september 1984 eftir
þunga sjúkdómslegu aðeins 38
ára gamall.
Elsku Solla, bið ég þess að
Guð veiti þér og börnunum
styrk í framtíðinni ásamt
minningunni um elskulegan eig-
inmann og föður. Blessuð sé
minning Aðalsteins Jónassonar
Lilja
Ég kveið því að óðfluga nálgað-
ist nótt,
af neyð þinni fölnaði bráin.
Þó kom mér á óvart, þú féllir
svo fljótt.
Mín framtíðar vonin er dáin.
Og því er að endingu kveðja
mín klökk,
sem kveddi ég son minn og
bróður,
með fátækum orðum og ástríkis
þökk.
Guð annist þig vinur minn
hljóður.
Dalrós
t
Mig langar með nokkrum
orðum að minnast þín kæri
frændi á þessum degi og þakka
þér góð kynni.
Aðalsteinn Jónasson var
fæddur 2. ágúst 1946 að Brúar-
landi í Þistilfirði, sonur hjón-
anna Önnu Guðrúnar Jóhann-
esdóttur og Jónasar Aðalsteins-
sonar.
Steini eins og hann var alltáf
kallaður ólst upp á Brúarlandi
ásamt systkinum sínum fimm,
Aðalbjörgu, Arnþrúði, Eðvarð,
Jóhannesi og Sigrúnu Lilju, við
mikið ástríki foreldra sinna.
Þegar hann var aðeins 1 1/2 árs
varð hann að fara utan til
Bandaríkjanna til að leita lækn-
inga sem ekki var hægt að veita
honum hér heima. Atti hann í
þessum veikindum í mörg ár og
var ekki laus við óþægindi sem
þeim fylgdu fyrr en um eða eftir
fermingu. Þrátt fyrir þessi miklu
veikindi og langar dvalir frá
heimili sínu bæði á sjúkrahúsum
erlendis og hér heima, var Steini
alltaf sami ánægjulegi strákur-
inn. ErSteini dvaldi f Reykjavík
til eftirlits hjá læknum eftir að
hann kom að utan, var hann til
heimilis hjá hjónunum Hólm-
fríði Jónsdóttur og Hannesi
Jónssyni voru þau honum sem
bestu foreldrar og mat hann þau
mikils. Er mér mjög minnisstætt
þegar hann stoltur sagði mér á
skírnardegi dóttur sinnar Hólm-
fríðar Önnu að hún bæri nöfn
þeirra beggja sem mest þurftu
að bjástra við sig í bernsku.
Steini fluttist til Húsavíkur
sumarið 1967 til unnustu sinnar
Sólveigar Þórðardóttur. Þau
giftu sig 28. september 1968.
Eignuðust þau fjögur börn, Jón-
as fæddan 7. janúar 1968, Þórð
fæddan 29. mars 1969, Skarp-
héðin fæddan 8. desember 1976,
og Hólmfríði Önnu fædda 27.
apríl 1983.
Steini og Solla byggðu sér og
börnum sínum fallegt heimili að
Baldursbrekku 8 Húsavík. Þar
var og er gott að koma og vinum
ávallt vel tekið. Steini var húsa-
Júlíus Jónsson
Mig langar, með fáeinum
orðum, að minnast tengdaföður
míns, sem lést þann 14. júlí
síðastliðinn eftir stutta sjúkra-
legu. Við fráfall Júlíusar höfum
við misst mikið, og erfitt verður
að fylla það mikla skarð, sem
hann skilur eftir.
Júlíus var sérstakur maður,
með sínu hæga og þægilega
viðmóti. Rólyndismaður og
geðprúður, en þó ákveðinn og
fastur fyrir, ef á þurfti að halda.
Höfðingsskapur einkenndi
Júlíus öðru fremur og var gjaf-
mildi hans og konu hans Ingi-
bjargar einstök, og nutum við
fjölskylda þeirra hennar fylli-
lega. Ávallt voru þau tilbúin að
rétta hjálparhönd þegar á
reyndi.
Indælt var, að sækja þau hjón
heim og tekið var á móti öllum
opnum örmum.
Fjölskyldan var ætíð efst í
huga Júlíusar og fylgdist hann
með henni í leik og starfi.
Barnabörnin voru honum sér-
staklega kær og hjartfólgin, þau
sjá nú á eftir góðum og elskuleg-
um afa.
Júlíus var mikið veikur og
máttfarinn síðustu daga ævi
sinnar, var það honum þung
raun, manni sem ætíð hafði
verið heilsuhraustur og atorku-
samur.
Við fjölskyldan þökkum Júl-
íusi samveruna og kveðjum
hann með söknuði, en minning-
in um góðan dreng mun lifa
áfram meðal okkar.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr et sama.
En orðstírr
deyr aldrigi,
hveims sérgóðan getr.
(Úr Hávamálum).
Þann 14. þ.m. andaðist á
Landakotsspítala Júlíus
Jónsson, verkstjóri hjá Iðnaðar-
deild Á.T.V.R. Hann fæddist
6. september 1911 að Miðbæ í
Norðfirði, sonur Jóns Björns-
sonar, bónda þar og Sigríðar
konu hans Björnsdóttur frá
Þverfelli í Lundareykjadal.
Urðu þau Miðbæjarsystkinin
átta og er nú aðeins eitt þeirra á
lífi, Astrún gift Agli Þorfinns-
syni og búa þau í Keflavík.
Á yngri árum sínum stundaði
Júlíus jarðyrkjustörf og sjó-
mennsku, en eftir að hann flutti
til Reykjavíkur lagði hann fyrir
sig leigubílaakstur, en lengst af
hefur hann unnið hjá Iðnaðar-
deild Á.T. V.R. í um eða yfir 40
ár af mikilli trúmennsku, enda
maðurinn öruggur og áreiðan-
legur í alla staði. Árið 1941
kvæntist Júlíus Ingibjörgu Ein-
arsdóttur Hróbjartssonar póst-
fulltrúa í Reykjavík, hinni ágæt-
ustu konu. Hafa þau búið í
farsælu hjónabandi og verið
samhent um þroska og velferð
barna sinna. Óft var gestkvæmt
á heimili þeirra enda tekið alúð-
lega og giaölega á rnótí gestum
og gangandi. Ekki síst áttu
ferðalangar að austan oft og
tíðum gott athvarf á Kvisthaga 1.
Þau Ingibjörg og Júlíus eign-
uðust fimm börn, sem öll eru
dugnaðar og myndarfólk. Þau
eru Dr. Einar, eðlisfræðingur,
kvæntur Valfríði Gísladóttur
garðyrkjufræðingi og eiga þau
þrjú börn. Sigríður, gift Dr.
Rögnvaldi Ólafssyni eðlisfræð-
ingi, eiga þrjú börn. Jón, tækni-
fræðingur og bóndi, kvæntur
Jónínu Zophoníasdóttur, þau
eiga þrjú börn, en eitt barn
eignaðist Jón áður en hann
kvæntist. Áslaug, kennari, gift
Jóhanni Stefánssyni, kennara.
Björn, búfræðingur, kvæntur
Rannveigu Einarsdóttur,
sjúkraþjálfara og eiga þau þrjú
börn.
Júlíus var frábær heimilisfað-
ir, sem vildi í hvívetna sjá heim-
ili sínu borgið og láta það í engu
skorta. Hann vakti yfir velferð
barna sinna. Góðviljaður var
hann öllum, bæði skyldum og
óskyldum. Greiðamaður var
hann mikill svo að iðulega var
bónin ekki aðeins fúslega veitt,
heldur meira í té látið en um var
beðið.
Nú þegar lífsgöngunni er lok-
ið og móðan mikla skilur lifend-
ur og dáinn verður bert hve
mikils er misst og þakka ber
margt, góðviljann allan sem
veittur var, alúðina og áhugann
á samferðamönnunum, gleðina
yfir velgengni annarra, sem ekki
duldist. Þakkirnar vilja máske
koma full seint. Við gleymum
oft þakkarefninu „meðan við
erum enn á veginum" og sjáum
ekki hvað átt höfum fyrr en
misst höfum.
Með Júlíusi er góður þegn
genginn.
Blessuð sé minning hans.
Sveinbjörn Einarsson.
Tengdadóttir.
t
Afmælis- og
minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar
á afmælis- og eða
minningargreinum í
blaðinu, er bent á, að
þær þurfa að berast
a.m.k. tveim dögum
fyrir birtingardag. Þær
þurfa að vera vélritaðar.
Ámað heilla
■ Sextugur er í dag 2. ágúst
Kristinn Björnsson rafverktaki,
Ásgarði 3, Keflavík. Kristinn
hefur tekið virkan þátt í félags-
málum s.s. innan samtaka raf-
verktaka. Þá hefur hann um
áratugaskeið setið í stjórn
Kaupfélags Suðurnesja og gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Framsóknarflokkinn í Keflavík.
Kristinn verður að heiman í
dag.
Þorvaldur Þorvalds-
son kennari
Árið 1950 kom til Akraness
ungur kennari sem hugði til
skammrar dvalar, rétt til að
reyna sig við kennslu áður en
haldið yrði til frekara náms.
Viðdvölin varð þó lengri og
stóð með litlum hléum allt til
æviloka.
Þorvaldur Þorvaldsson átti
starfsævi sína í framhaldsskól-
um á Akranesi. Fyrst í Gagn-
fræðaskólanum, þá í Iðnskólan-
urn og loks í Fjölbrautaskólan-
um á Akranesi. Eitt skólaár
kenndi hann í fæðingarbæ sín-
um Hafnarfirði og hlé varð á
starfsferlinum er hann sótti til
náms í Kennaraháskólanum í
Kaupmannahöfn. Auk skyldu-
starfa sinnti hann félagsmálum
af miklum áhuga og var hvar-
vetna stórvirkur. Tók hann þátt
í störfum fleiri félaga og sam-
taka en ég kann að greina og lét
alls staðar til sín taka. Hann tók
virkan þátt í stjórnmálabaráttu,
störfum frímúrara, skátahreyf-
ingunni, Norræna félaginu og
leiklistarmálum svo nokkuð sé
nefnt. Sýndist mér á ýmsu sem
leiklistin hafi verið honum hug-
stæðust.
í menntamálum á Akranesi
var Þorvaldur áhrifamaður um
langa hríð. Hann átti sæti í
skólanefnd Akraness um árabil
og skólanefnd Fjölbrautaskól-
ans á Akranesi frá stofnun hans
til dauðadags. Þorvaldur barðist
nrjög fyrir gengi og velferð skól-
anna og átti einna ríkastan þátt
í því að Fjölbrautaskóli var
stofnaður á Akranesi 1977.
Hafði hann vandað til almenns
undirbúnings skólastofnunar
með vönduðum áætlunum og
ráðstefnuhaldi, en lokaákvörð-
un kom seint og því tími til
faglegs undirbúnings skammur.
Kynni okkar Þorvalds hófust
hautið 1977 er Fjölbrautaskól-
inn tók til starfa. Átti skólinn
starfskrafta hans óskipta og
naut fjölhæfni hans til hins ýtr-
asta. Hann var óþreytandi
starfsmaður, laginn kennari og
úrræðagóður. Naut reynsla hans
sín vel í samstarfi hans við
nemendur en hann hafði á hendi
um nokkurra ára skeið eftirlit
nteð félagslífi í skólanum. Þá
lagði hann leiklistarklúbbi nem-
enda lið og yfirleitt allri menn-
ingarstarfsemi. Þorvaldur var
einlægur hugsjónamaður, sem
barðist fyrir málstað sínum án
þess að skeyta um eigin hag.
Hann var óhræddur við að setja
fram skoðanir sínar og tók oft
röggsamlegar .ákvarðanir. en
hlaut fyrir bragðið oft óvægna
gagnrýni sem þeir hljóta sem
einhverju koma til leiðar. Þor-
valdur Þorvaldsson var traustur
maður, hann átti viðkvæma
listamannslund og skarpar
gáfur. Hann var vinafastur og
vinsæll samstarfsmaður sem við
samferðarmenn fengum að
njóta of skamma hríð.
Ég votta eftirlifandi eigin-
konu Ólínu Jónsdóttur og börn-
um þeirra einlæga samúð.
Ólafur Ásgeirsson
t
Kveðjuorð.
Við erum enn minnt á smæð
okkar frammi fyrir hinum hinstu
rökum. Þorvaldur Þorvaldsson
félagi okkar og samstarfsmaður
við Fjölbrautaskólann á Akra-
nesi er látinn. Við eigum honum
margt að þakka. Þorvaldur var
í forystusveit þeirri er á sínuni
tíma vann að stofnun Fjöl-
brautaskólans. Hann var kenn-
ari við skólann frá upphafi og
átti sæti í skólanefnd þar sem
hann barðist ötullega fyrir upp-
byggingu skólans og jákvæðri
þróun ltans.
Áhugi Þorvaldar og reynsla í
starfi varð mörgum kennaran-
um til uppörvunar er úr vöndu
var að ráða. Þegar á reyndi var
styrkurinn mestúr. Þorvaldur
var annálaður kennari meðal
þeirra ntörgu nemenda sem
nutu kennslu hans. Þegar starf-
inu sleppti var gott að leita
athvarfs hjá Þorvaldi og njóta
kímni lians og ánægju af því að
vera í hópi fólks.
Síðastliðið haust hóf Þorvald-
ur framhaldsnám erlendis. Var
ætlan hans að sérhæfa sig í
kennslugrein sinni, trúr þeim
eldmóði er einkenndi störf
hans. En mein sem mannlegum
mætti reyndist yfirsterkara gaf
honum ekki þau grið-er við
þúrfum til að lifa. Því er Þor-
valdur nú einungis með okkur í
minningunum. Þær minningar
eru bjartar og munu lifa lengi
meðal samstarfsfólks hans.
í niðurlagi þessara kveðju-
orða sendi ég Ólínu og börnum
samúðarkveðjur og hugreyst-
ingaróskir frá öllu starfsfólki
Fjölbrautaskólans á Akranesi.
Þórir Ólafsson, skólameistari
Ferðafélagsferðir um
verslunarmannahelgi:
2.-5. ágúst
1) Álftavatn - Hólmsárbotn-
ar - Strútslaug. (Fjallabaks-
leið syðri). Gist í húsi.
2) Hveravellir - Þjófadalir -
Blöndugljúfur. Gist í húsi.
3) Landmannalaugar
Eldgjá - Hrafntinnusker.
Gist í húsi.
4) Skaftafell - Kjós - Mið-
fellstindur. Gönguútbúnað-
ur. Gist í tjöldum.
5) Skaftafell og nágrenni /
stuttar-langar/ gönguferðir.
Gist í tjöldum.
6) Öræfajökull - Sandfells-
leið. Gist í tjöldum.
7) Sprengisandur - Mývatns-
sveit - Jökulsárgljúfur -
Tjörnes - Sprengisandur.
Gist í svefnpokaplássi.
8) Þórsmörk - Fimmvörðu-
háls - Skógar. Gist í
Þórsntörk.
Þórsmörk, langar/stuttar
gönguferðir. Gist í húsi.
Brottför í allar ferðirnar er
kl. 20 föstudag 2. ágúst.
3.-5. ágúst:
Þórsmörk. Brottför kl. 13.
Gist í Skagfjörðsskála.
Ferðist um óbyggðir með
Ferðafétaginu um verslun-
armannahelgina. Pantið
tímanlega. Upplýsingar og
farmiðasala á skrifstofu F.L
Öidugötu 3.
Ferðafélag íslands