NT - 02.08.1985, Síða 11
Föstudagur 2. ágúst 1985 11
Útvarp — sjónvarp
María Sigurðardóttir og Hjalti Rögnvaldsson í hlutverkum sínum.
Utvarp sunnudag kl. 15.10:
Enn er boðið upp í morð
■ Á sunnudaginn kl. 15.10 framhaldsleikritsins Boðið
verður fluttur fjórði þáttur upp í morð og nefnist þáttur-
Elsku mamma
■ Á morgun kl. 19.35 hefst
ný þáttaröð í útvarpi sem nefn-
ist einu nafni „Elsku mamma“.
Umsjónarmenn þessara þátta
eru þær Saga Jónsdóttir og
Guðrún Þórðardóttir en þeir
fjalla um mömmuna í ýmsum
myndum eins og nafnið bendir
til.
Víða verður leitað fanga,
rætt við fólk sem segir frá
skemmtilegum atvikum, lesið
úr bókum, leikritum og fleira í
léttum dúr verður í þáttunum.
í fyrsta þætti veitir Þórhallur
Sigurðsson þeim stöllum lið-
sinni sitt.
inn „Samningur unr líf og
dauða“. Karl Ágúst Úlfsson
samdi leikritið upp úr skáld-
sögu eftir John Dickson Carr
og er einnig leikstjóri.
í þriðja þætti gerðist þetta
helst: Bill og Marjorie, sem
tekið hafa að sér hlutverk
Larry Hurst og Joy Tennent,
halda á fund hins dularfulla
Gaylord Hurst. í fyrstu virð-
ist sem þeim muni takast að
blekkja hann, en síðar kemur
í ljós að Gaylord hefur vitn-
eskju um svikin og hyggst
ganga af Bill dauðum.
Leikendur í fjórða þætti
eru Hjalti Rögnvaldsson,
Helgi Skúlason, Erlingur
Gíslason, María Sigurðar-
dóttir, Guðmundur Pálsson,
Erla B. Skúladóttir, Þor-
steinn Gunnarsson, Steinunn
Jóhannesdóttir, Rúrik Har-
aldsson, Karl Guðmundsson,
Edda V. Guðmundsdóttir,
Guðmundur Ólafsson,
Kristján Franklín Magnúss,
Helga Þ. Stephensen og Ey-
þór Árnason. Sögumaður er
Arnar Jónsson.
Tæknimenn eru Óskar H.
Ingvarsson og Ástvaldur
Kristinsson. Þátturinn verður
svo endurtekinn þriðjudag-
inn 6. ágúst kl. 22.35.
Sjónvarp laugardag kl. 20.35:
Klassískatónlistin ræður
ríkjum á laugardögum
Allt er í
hers höndum!
■ Unnendur klassískrar tón-
listar geta hugsað sér gott til
glóðarinnar á laugardaginn.
Sigurður Einarsson sér um
þáttinn „Fagurt galaði fuglinn
sá“ þar sem leikin eru þekkt
klassísk verk, auk þess að vera
kynnt af Sigurði.
Á síðdegistónleikum er
margt þekktra verka, a.
„Sverðdansinn" eftir Aram
Katsatúrían, þar sem félagar í
Fílharmoníusveit Berlínar og í
Karajan-akademíunni leika.
b. „Rúmenskir dansar“ eftir
Bela Bartók sem Deszö Ránki
leikur á pianó. c. Slavneskir
dansar op. 46 eftir Antonín
Dvorak, en þá leikur Cleve-
land-hljómsveitin undir
stjórn Georg Szell. d. Vals
nr. I í Es-dúr op. 18 eftir
Frédéric Chopin, þar sem
Augustin Anievas leikur á pí-
anó. e. „Andante Spinato" og
„Grande polnaise brillante“
op. 22 eftir Fréderic Chopin,
sem Martha Argerich leikur á
píanó og f. Spánskur dans nr.
5 eftir Enrique Granado sem
John Williams leikur á gítar.
í kvöldtónleikum kl. 21.00
verða fluttir þættir úr sígildum
tónverkum.
Síðast en ekki síst verða
Miðnæturtónleikar kl. 24.05-
00.55 í umsjón Jóns Arnar
Marinóssonar. Þar verður
fluttur fantasíu-forleikurinn
eftir Tsjaíkovskí „Rómeo og
Júlía“. Halléhljómsveitin leik-
ur undir stjórn Okko Kamu.
Einnig verður flutt „Rapsódía
um stef eftir Paganini" fyrir
píanó og hljómsveit op. 43
eftir Rakhmaninoff. Vladimir
Ashkenazy leikur með Sinfón-
íuhljómsveit Lundúna undir
stjórn André Prévin.
Því liggur beinast við fyrir
unnendur klassískrar tónlistar
að leggja nú vel við hlustir og
þeir sem vilja kynna sér hana
fá nú upplagt tækifæri til þess.
■ Fjórði þáttur breska gam-
anmyndaflokksins „Allt í hers
höndum“ er á dagskrá á morg-
un kl. 20.35. Leikstjóri er Da-
vid Croft og með aðalhlutverk
fer Gordon Kaye.
í síðasta þætti sneru bresku
flugmennirnir aftur til kaffl-
hússins við illan leik. Von
Strolim og Geering neyddust
til þess að dulbúa sig sem
lauksala, þar sem þeir höfðu
lánað flugmönnunum einkenn-
isbúninga sína.
Þýðandi er Guðni Kolbeins-
son. ■ John Williams.
19.35 Tylftarþraut. Spurningaþáttur
Stjórnandi: Hjörtur Pálsson. Dóm-
ari: Helgi Skúli Kjartansson.
20.00 Sumarútvarp unga fólksins
Blandaður þáttur i umsjón Jóns
Gústafssonarog Ernu Arnardóttur.
21.00 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja
21.30 Útvarpssagan „Theresa“ eft-
ir Francois Mauriac Kristján
Árnason þýddi. Kristín Anna Þórar-
insdóttir les. (6).
22.00 „Döggin á grasinu er glitr-
andi tær“ Höskuldur Skagfjörð les
Ijóö eftir Helga Sæmundsson úr
bókinni „Sunnan í móti“.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 iþróttaþáttur Umsjón: Ingólfur
Hannesson.
22.50 Djassþáttur - Tómas R. Ein-
arsson.
23.35 Á sunnudagskvoldi (24.00
Fréttir) Þáttur Stefáns Jökulsson-
ar.
00.50 Dagskrárlok.
2. ágúst
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
endur: Ásgeir Tómasson og Páll
Þorsteinsson
14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnandi:
Valdis Gunnarsdóttir
16.00-18.00 Léttir sprettir Stjórn-
andi: Jón Ólafsson
Þriggja minútna fréttir sagðar
klukkan: 11.00,15.00,16.00 og 17.00
Hlé
20.00-21.00 Lög og lausnir Stjórn-
andi: Adolf H. Emilsson
21.00-22.00 Bergmál Stjórnandi:
Sigurður Gröndal
22.00-23.00 Á svörtu nótunum
Stjórnandi: Pétur Steinn Guð-
mundsson
23.00-03.00 Næturvakt Stjórnendur:
Vignir Sveinsson og Þorgeir Ást-
valdsson
Rásirnar samtengdar að lokinni
dagskrá rásar1
Laugardagur
3. ágúst
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
andi: Einar Gunnar Einarsson
14.00-16.00 Við rásmarkið Stjórn-
andi: Jón Ólafsson ásamf Ingólfi
Hannessyni og Samúel Erni
Erlingssyni.iþróttafréttamönnum
16.00-17.00 Listapopp Stjórnandi:
Sigurður Þór Salvarsson.
17.00-18.00 Afram veginn Umferð-
arþáttur. Stjórnandi: Ragnheiður
Davíðsdóttir
Hlé
20.00-21.00 Línur Stjórnendur: Heið-
björt Jóhannsdóttir og Sigríður
Gunnarsdóttir
21.00-22.00 Stund milli stríða
Stjórnandi: Jón Gröndal
22.00-23.00 Bárujárn Stjórnandi:
Sigurður Sverrisson
23.00-00.00 Svifflugur Stjórnandi:
Hákon Sigurjónsson
00.00-03.00 Næturvaktin Stjórnend-
ur: Kristín Björg Þorsteinsdóttir og
Margrét Blöndal
Rásirnar samtengdar að lokinni
dagskrá rásar 1
Sunnudagur
4. ágúst
13.30-15.00 Krydd í tilveruna
Stjórnandi: Helgi Már Barðason
15.00-16.00 Dæmalaus veröld Þátt-
ur um dæmalausa viðburði liðinnar
viku. Stjórnendur: Þórir Guð-
mundsson og Eirikur Jónsson
16.00-18.00 Vinsældalisti hlust-
enda Rásar 2 20 vinsælustu lögin
leikin. Stjórnandi: Gunnlaugur
Helgason
Föstudagur
2. ágúst
19.25 Ævintýri Berta (Huberts
sagor) 3. þáttur. Sænskur teikni-
myndaflokkur. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir. Svona gerum við
(Sá gör man - badkar) Hvernig
baðker verður til (Nordvision -
Sænska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Skonrokk Umsjónarmenn Har-
aldur Þorstemsson og lómas
Bjarnason.
21.05 Heldri manna líf (Aristocrats)
Breskur heimildamyndaflokkur um
aðalsmenn í Evrópu, hlutverk
þeirra í nútímasamfélagi, lifnaðar-
hætti þeirra og siði. I fyrsta þætti er
ferðinni heitið til Frakklands og De
Ganay markgreifi sóttur heim.
Einnig veröa sýndar svipmyndir
frá brúðkaupsveislu á ættarsetri
markgreifans. Þýðandi Þorsteinn
Helgason.
22.05 Marlowe einkaspæjari (Mar-
lowe) Bandarísk bíómynd frá árinu
1969, byggð á sögu eftir Raymond
Chandler. Leikstjóri Paul Bogart.
Aðalhlutverk: James Garner, Ga-
yle Hunnicutt, Carrol O'Connor,
Rita Moreno og Sharon Farrell.
Marlowe einkaspæjara er falið að
leita ungs manns. Það verður til
þess að hann dregst inn í marg-
slungin og dularfull glæpamál.
Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
23.35 Fréttir í dagskrárlok
Laugardagur
3. ágúst
17.30 (þróttir Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
19.25 Kalli og sælgætisgerðin.
Lokaþáttur Sænsk teiknimynda-
saga í tíu þáttum. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir. Sögumaður
Karl Ágúst Úlfsson. (Nordvision -
Sænska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Allt í hers höndum (Allo, Allo!)
Fjórði þáttur Breskur gaman-
myndaflokkur i átta þáttum. Leik-
stjóri David Croft. Aðalhlutverk:
Gorden Kaye. I síðasta þætti
sneru bresku flugmennirnir aftur til
kaffihússins við illan leik. Von
Strohm og Geering neyddust til
þess að dulbúa sig sem lauksala,
þar sem þeir höfðu lánað flug-
mönnunum einkennisbúninga
sína. Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
21.05 Carrie (Carrie) Bandarísk bió-
mynd frá árinu 1952, byggð á
skáldsögu eftir Theodore Dreiser.
Leikstjóri William Wyler. Aðalhlut-
verk Laurence Olivier og Jennifer
Jones. Carrie er ung sveitastúlka
sem flyturtil borgarinnar. Þar kynn-
ist hún miðaldra manni og takast
með þeim ástir, en hann er kvænt-
ur fyrir og eiginkonan vill ekki veita
honum skilnað. Þýðandi Ragna
Ragnars.
23.05 Dauðinn ríður hrossi (Death
Rides A Horse) Italskur vestri frá
árinu 1969. Leikstjóri Giulio Petr-
oni. Aðalhlutverk: John Philip Lew,
Lee Van Cleef og Anthony
Dawson. Bill vill hefna fjölskyldu
sinnar sem bófaflokkur drap á
hrottalegan hátt þegar hann var
barn. Einn bófanna, Ryan, hefur
afplánað fangelsisdóm vegna
svika samherja sinna. Bill og Ryan
eiga því sameiginlega óvini og
hyggja báðir á hefndir. Þýðandi
Baldur Sigurðsson. Myndin er alls
ekki við hæfi barna.
00.55 Dagskrárlok
Sunnudagur
4. ágúst
18.00 Sunnudagshugvekja Séra
Sigurður Sigurðarson, Selfossi
flytur
18.10 Róbinson fjölskyldan (Swiss
Family Robinson) Bandarisk
teiknimynd, byggð á samnefndri
sögu eftir Johann Wyss. Þýðandi
Hallmar Sigurðsson
19.00 Hlé
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarp næstu viku
20.45 Demantstorg (La Plaza del
Diamante) Lokaþáttur. Leikstjóri
Francisco Betriu. Aðalhlutverk: Sil-
via Munt, Lluis Homar, Lluis Julia
og Jose Munguell. Þýðandi Sonja
Diego.
21.40 Samti'maskáldkonur. Þriðji
þáttur Að þessu sinni verður fjall-
að um bresku skáldkonuna Marg-
aret Drabble, sem hefur m.a. skrif-
að skáldsögurnar Nálaraugað og
Fossinn. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir (Nordvision - Norska sjón-
varpið)
22.20 Balletsyrpa (Ballet Gala)
Frægir dansarar sýna listir sínar
við tónlist af ýmsu tagi, m.a. eftir
Adolphe Adam, Stravinski, Bette
Midler og Dvorak. Dansarar: Alex-
ander Goudonov, Yoko lchino,
Ann Marie de Angelo, Terry Brown
og fleiri
23.10 Dagskrárlok