NT - 02.08.1985, Blaðsíða 20
Föstudagur 2. ágúst 1985 20
Utlönd
Kína:
Sjónvarpsmyndir frá
Hongkong tæma bíóin Iskotbardaga
Manílik.Ojtlllnr tll cl' AtllAflíl O tll O A l/ÍJflQ
■ Kínversk kvikmyndahús
hafa gefist upp á að skipuleggja
sýningar þegar sjónvarpið sýnir
vinsælar framhaldsmyndir frá
Hongkong.
Kvikmyndahús í Kína, sem
til skamms tíma voru alltaf
troðfull, eru nú oft hálftóm eða
alveg tóm þótt verið sé að sýna
nýjar myndir. Fyrir skömmu
mættu t.d. aðeins átta manns á
sýningu nýrrar kínverskrar
kvikmyndar í Shanghai vegna
þess að sýning myndarinnar
rakst á við framhaldsmynda-
þáttinn „Shanghai“ sem gerður
var í Hongkong.
Framkvæmdastjórar margra
kínverskra kvikmyndahúsa eru
nú farnir að lesa sjónvarps-
dagskrána áður en þeir þora
að skipuleggja sýningar á kín-
verskum myndum. Aðsókn að
erlendum kvikmyndum, sem oft
eru rnikið klipptar af kvik-
myndaeftirlitinu, hefur líka
dalað mikið að undanförnu.
Minnkandi aðsókn að kvik-
myndahúsum hcfur einnig bitn-
að á kvikmyndaframleiðendum
sem tala um kreppu í kínversk-
um kvikmyndaiðnaði. Á fyrsta
ársfjóðungi þessa árs minnkaði
heildarfjöldi kvikmyndahús-
gesta í Kína um 20-30% frá því
á sama tíma í fyrra og tekjur
kvikmyndaframleiðenda
minnkuðu um 35%.
Helsta ástæðan fyrir minnk-
andi aðsókn á kvikmyndir er sú
að á örfáum árum hafa flest
borgarheimili í Kína fengið
sjónvarpstæki. Samkvæmt opin-
berurn tölum höfðu um 33%
heimila í borgum svart-hvítt
sjónvarpstæki í árslok 1980 en í
arslok í fyrra voru þau komin
inn á 80% heimila og 5,4%
heimila höfðu litasjónvörp sem
áður voru óþekkt í Kína.
Meira að segja til sveita er
sjónvarpseign ekki lengur neitt
tiltökumál. í árslok árið 1984
áttu 7,24% bændaheimila sjón-
varp samanborið við 0,39% árið
1980.
Kínverskar sjónvarpsstöðvar
hafa fengið sýningarrétt á mörg-
um vinsælum sjónvarpsþáttum
erlendum og þáttagerð fyrir
sjónvarp hefur fleygt fram að
undanförnu.
Kínverskur almenningur er
því orðinn miklu vandlátari á
kvikmyndir en hann var til
skamms tíma. Kvikmyndafram-
leiðendur verða nú að taka mun
meira tillit til áhorfenda en
nokkurn tímann áður.
Æskulýðstímaritið „Zhong-
guo Qingnan-bao (Kínversk
æska) heldur því fram að bæti
kvikmyndaframleiðenduf ekki
gæði kvikmynda sinna verði að
breyta mörgum kvikmyndahús-
um í kaffihús og hressingarskála
því að mikil eftirspurn sé eftir
þeim.
Manila-Reuter
■ Sítt hár lögregiuforingja
í Manila höfuðborg Filipps-
eyja leiddi til skotbardaga í
fyrrakvöld þar sem einn Iög-
regluforingi beið bana og
annar særðist.
Lögregluforinginn sem
lést hafði gagnrýnt starfs-
bróður sinn fyrir sítt hár. Sá
brást hinn versti við og greip
til skotvopna til að verja
hárgreiðslu sína. Fyrr en
varði höfðu hárdeilurnar
breyst í harðan skotbardaga
sem lyktaði með því að gagn-
rýnandi síða hársins féll í
valinn og síðhærði foringinn
særðist.
Þetta er fimmtánda lög-
regludrápið í Manila á þessu
ári.
Vestur-Þýskaland:
Varist gegn
köldu stríði
Bonn-Rcuter
■ Vestur-þýska varnarmála-
ráðuneytið tilkynnti í gær að
það hefði ákveðið að verja millj-
ónum marka til að stoppa upp í
„kalt“ gat í vörnum landsins.
Peningarnir verða notaðir til að
kaupa ullarsokka, skinnklædda
hanska, hlý nærföt og hjálma
handa þýskum hermönnum.
í yfirlýsingu varnarmálaráðu-
neytisins segir að við heræfingar
síðastliðinn vetur hafi komið í
ljós alvarleg gloppa í vörnum
landsins. Næstum þúsund her-
menn hafi fengið kalsár þar sem
þeir hafi ekki verið nægjanlega
vel búnir enda fór hitinn allt að
þrjátíu stigum undir frostmark.
Manfred Woerner segir að
alls verði 485 milljón mörkum
varið til þessarar uppfötunar-
áætlunar. Auk vetrarklæðnaðar
felur áætlunin í sér kaup á
æfingagöllum og baðfötum
handa hermönnunum.
Nú er um 485.000 menn undir
vopnum í vestur-þýska hernum.
■ Frá vetraræfingum NATO í
Norður-Noregi síðastliðinn
vetur. Það var ekkert kalt gat í
þeirri æfingu.
FERÐAFÓLK!
SUNDLAUG ÓLAFSVÍKUR
er opin alla virka daga frá 8 til 9,15 til 19 og 20 til
21.
Laugardaga frá 13 til 17.
Sunnudaga frá 13 til 17.
í sundlauginni er einnig heitur pottur
með vatns- og loftnuddi.
Tilvalið fyrír fólk á ferðalagi um Snæfellsnes
að slappa af í sundlaug Ólafsvíkur.
Sundlaug Ólafsvíkur
Höfum
opnað
nýtt, fullkomið
tjaldstæði með
snyrtingu og
þvottaaðstöðu
með vöskum.
Skýli með eldunar-
aðstöðu og vösk-
um fyrir uppþvott.
Kungfu-stríð
á Madagascar
Ántananarivo-Rcuter
■ Stjómin í afríska eyríkinu Madag-
áscar hefur kallað út her til að
berjast við kungfu-bardagamenn í
höfuðborginni Antananarivo. Að
sögn yfirvalda varð nokkurt mann-
fall í átökum hers og kungfu-manna
í fyrrakvöld og heldur nú herinn
uppi lögum og reglu í borginni.
Asíska bardagalistin kungfu var
bönnuð á Madagascar í september í
fyrra þar sem kungfu-bardagamenn
voru sagðir standa á bak við glæpa-
öldu í höfuðborginni. En kungfu-
meistararnir héldu samt áfram að
þróa vopnfimi sína.
Kungfu-bardagamenn eru sagðir
hafa ráðist á æskulýðsbúðir í desem-
ber en þá létust um sextíu ungmenni.
Stjórnin segir að kungfu-bardaga-
menn séu nánast búnir að stofna ríki
í ríkinu. Þeir skipuleggi mannrán,
taki gísla og skipuleggi morð.
Stjórnin ákvað að láta til skara
skríða gegn kungfu-liðinu í fyrrinótt.
Þá óku brynvarðir bílar inn í Behorir-
ikahverfi í Antananarivo þar sem
kungfu-bardagamennn höfðu búið
um sig og þungvopnaðir hermenn
stormuðu inn í hverfið. Fjöldi manns
var handtekinn og nokkrir særðust.
Ekki hefur samt enn tekist að hafa
hendur í hári „stórmeistara" og aðal-
leiðtoga kungfu-bardagamannanna,
Pierrc Michael Andrianarijonoa.