NT - 10.08.1985, Blaðsíða 3

NT - 10.08.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. ágúst 1985 3 Ný íslensk kartcf luuppskera: Tonnátonnofanaf þýskum kartöflum ■ Það vakti mikla athygli manna í Sundahöfn nú í vikunni að sjá þar skipað upp tugum tonna af kartöflum frá Þýska- landi - á sama tíma og ný kartöfluuppskera er komin á markaðinn og rætt er um að henda hundruðum tonna af uppskeru síðasta árs. Skammt er og að minnast sérstakra að- gerða stjórnvalda sem gripið var til, til þess að bjarga afkomu kartöfluverksmiðjanna hér innanlands, sem þá var sagt að sætu uppi með birgðir vegna erfiðrar samkeppni við erlenda framleiðslu. Leitað varskýringa á þessum kartöfluinnflutningi í landbúnaðarráðuneytinu. „Þetta er innflutningur sem heimilaður hefur verið vegna skorts á þessum tilteknu kartöfl- um norðanlands fyrir kartöflu- verksmiðjuna á Svalbarðseyri. Innflutningur þessi var ekki heimilaður fyrr en yfirlýsing frá kartöflubændum við Eyjafjörð lá fyrir, þar sem vottast að innflutningur kartaflna í vinnslu fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar sé gerður með vilja og vitund Félags kartöflubænda við Eyja- fjörð, þar sem þeir sjá sér ekki fært að útvega viðkomandi hrá- efni til vinnslu," sagði Guð- munda Ögmundsdóttir deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu. Hún sagði þarna um að ræða innflutning á 25 tonnum af kartöflum í þessari sendingu. Sjónvarpid: Slagur um starf frétta' stjórans ■ Þrír fréttamanna sjón- varpsins sóttu um stöðu fréttastjóra. Það voru þeir Einar Sigurðsson, Helgi E. Helgason og Ólafur Sigurðsson. Fjórði um- sækjandinn er Ingvi Hrafn Jónsson, sem nú starfar við almannatengsl, en var þingfréttamaður sjón- varps um tveggja ára skeið. Þá sóttu þeir Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri og Tage Ammendrup, dagskrárgerðarstjóri við sjónvarpið, um stöðu deildarstjóra fyrir innlent efni. Salan aldrei meiri hjá lceland Seafood ■ ísaður gámafiskur og tíðar sölur íslenskra fiskiskipa á Bret- landsmarkaði virðast ekki þrengja að freðfisksölu íslend- inga. Að minnsta kosti hefur Iceland Seafood í Hull aldrei selt fyrir hærri upphæð á einum mánuði en nú í júlí. „Við seldum fyrir 2,8 milljón- ir sterlingspunda, og er það langsamlega mesta mánaðarsala frá því fyrirtækið tók til starfa fyrir rúmum fjórum árum,“ sagði Benedikt Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood í Hull, í nýútkomnum Sambands- fréttum. Einnig er haft efrir Benedikt að ekkert lát virðist á eftirspurn- inni og útlit sé fyrir að um miðjan þennan mánuði verði þegar búið að selja meira en allan ágúst í fyrra. Ef litið er á það sem af er árinu er söluaukn- ingin nálægt 50 af hundraði. Benedikt segir að naumast hafi verið von á þessari sölu- aukningu. En styrking sterlings- pundsins undanfarið hefði gert Bretlandsmarkað mun eftir- sóknarverðari fyrir fram- leiðendur en verið hefur. Bandaríkjamenn vilja ekki fitna ■ Það ku einkum vera Banda- ríkjamenn í eldri aldursflokkum sem mest allra éta fisk í Banda- ríkjunum. Þeir sækja mest veit- ingahúsin, sérlega þau þar sem fiskréttir cru á boðstólum. Það er vegna þess hve fiskurinn inni- heldur fáar hitaeiningar. Banda- ríkjamenn vilja nefnilega helst ekki fitna mikið. Vegna meðal annars þessa ger- ir sölufyrirtækið Iceland Seafood Corporation sér far um að kynna íslenskan fisk hið besta á mörkuðum í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu. Sem dæmi um það má nefna að fyrirtækið birti fjögurra síðna auglýsingu nýlega í tímaritinu Nation’s Rest- aurant News en það er eitt hið útbreiddasta rit sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Ungir miðflokkamenn þinga á Akranesi ■ Sjötíu og tveir fulltrúar Samband miðflokka á Norður- sjón SUF, Sambands ungra við athöfn á fimmtudagskvöld- unglingasamtaka miðflokka á löndum NCF á tíu ára afmæli framsóknarmanna. íð, en þinginu lýkur á sunnu- Norðurlöndum þinga nú í Fjöl- um þessar mundir og er afmælis- Steingrímur Hermannsson, dagskvöid. ljóml: jyrí Vuininen brautaskólanum á Akranesi. þingið haldið hér á landi í um- forsætisráðherra, setti þingið Ráðningar gengið þokkalega ■ „Það eru engar sérstakar fréttir af ráðningarmálunum. Við höfum verið að auglýsa eftir fólki og okkur hafa borist eitthvað af umsóknum,“ sagði BergurFelixson framkvæmda- stjóri Dagvistar Reykjavíkurborgar þegar NT spurði hann hvernig gengi að ráða fólk til starfa á dagvistar- heimilum Reykjavíkurborgar en sem kunnugt er hefur allt bent til þess að loka þyrfti einstökum deild- um dagvistarheimilanna 1. sept- ember vegna starfsmannaflótta. Helmingur dagvistarheimilanna er nú lokaður vegna sumarleyfa. Samkvæmt heimildum NT hefur gengið þokkalega að ráða starfsfólk á þau heimili sem nú starfa en forstöðukonur heimilanna ganga endanlega frá ráðningu starfsmann- anna. Að sögn Bergs munu sumarfrí forstöðukvenna þeirra heimila sem nú eru í fríi væntanlega styttast svo þær geti gengið frá ráðningu starfs- fólks á sín heimili, og því ekki ljóst sem stendur hvernig þau mál færu. KÖFUNARNÁMSKEIÐ Nú gefst einstakt tækifæri til aö kynnast undraheimi undirdjúpanna og læra froskköfun. Námskeiö veröa haldin á Farfuglaheimilinu Reykjanesi. Þau eru í 8 daga hvert og standa öllum opin. Hverju námskeiöi lýkur meö prófi sem miöast viö tveggja stjörnu alþjóðleg réttindi til sportköfunar. Næsta námskeið hefst 24. ágúst 1985. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Bandalagi íslenskra farfugla, sími (91) 10490. ^ mánudaga til föstudaga kl. 10-18. Rofabúnaður Telemecanique Frá hinu þekkta franska fyrirtæki Telemecanique getum viö nú boðiö af lager mjög fjölhæfa rofasam- stæöu til samröóunar meö hagan- lega gerðum rofastýringum, sem smella saman án skrúfufestinga. Fyrirallan algengan iönaö, stóran og smáan, ekki síst skipaiðnað. Leitið nánari upplýsinga. ^lflTUIMIM ” HÖFÐABAKKA 9 REVKJAVÍK SIMI: 685656 og 84530

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.