NT

Ulloq

NT - 10.08.1985, Qupperneq 10

NT - 10.08.1985, Qupperneq 10
Igin framundan Laugardagur 10. ágúst 1985 10 ■ Grafík. Sumartónleikar í Skálholtskirkju 1985 10. ágúst kl. 15.00: Svítur eftir Hándel, Eva Nordenfelt- Áberg leikur á sembal. Kl. 17.00: Sónötur eftir Bach og Hándel, Clas Pehrsson leik- ur á blokkflautu, Ann Wallström, barokkfiðlu og Eva Nordfelt-Áberg á sembal. 11. ágúst kl. 15.00: Leiknar Skálholt og er farið kl. 13.00 frá Umferðamiðstöðinni í Reykjavík. Ókeypis aðgangur er að tónleikunum. Tónleikar að Kjarvalsstöðum ■ Mánudaginn 12. ágúst Angus Rollo á Fógetanum ■ Píanóleikarinn og söngvar- inn Angus Rollo skemmtir á Fógetanum frá 11. til 22. þessa mánaðar, öll kvöld nema mánudagskvöld, - en þá eru jasskvöld á Fógetanum. Angus Rollo er Skoti og hann lék og söng á sama veit- ingastað í fyrrasumar og er nú aftur á ferðinni. ■ Skálholtskirkja. verða Sónötur eftir Bach og Hándel. Clas Pehrsson leikur á blokkflautu, Ann Wallström á barokkfiðlu og Eva Norden- felt-Áberg á sembal. Kl. 17.00 verður messa. Sr. Gunnar Björnsson predikar en sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjónar fyrir altari. Listamenn sjá um tónlistarflutning við messuna. í tengslum við tónlistarhá- tíðina er sýning frá Goethe- stofnuninni í Lýðháskólanum í Skálholti um ævi Bachs, Hándels og Schutz. Ennfremur eru seldar þar veitingar. Áætl- unarferðir eru báða dagana í halda þau Guðný Ásgeirsdóttir píanóleikari og Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarínettuleikari tónleika og verða þeir að Kjar- valsstöðum og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Tadeusz Baird, Claude De- bussy, Jóhannes Brahms, Wit- hold Lutoslawsky og Igor Strawinsky. Guðný Ásgeirsdóttir stund- ar nám í píanóleik og tónlistar- fræðum við tónlistarskólann í Vínarborg, en Jón Aðalsteinn lauk einleikaraprófi frá sömu stofnun nú í vor. Leiðrétting ■ í grein Gísla Kristjánsson- ar í NT s.l. laugardag er mein- leg prentvilla á bls. 7, þar sem stendur, að í lofthjúpi um Norðurlönd sé mengun, sem stafi af COj-magni. Hið rétta er að þar um ræðir brenni- steinsildi (S02). Þetta leiðrétt- ist hér með. Myndbandalist í Nýlistasafninu ■ Sunnudaginn 11. ágúst kl. 16.00-22.00 verða sýnd í Ný- listasafninu - efri sal - mynd- bönd eftir bandarísku listakon- una Joan Jonas. Síðan 1968 hefur Joan Jonas unnið verk sín í form mynd- banda og gjörninga og er því meðal frumherja í þeim list- greinum. Hún hefur dvalið hér á landi síðustu vikur við undir- búning á nýju myndverki og upptökur á myndband. Hún hefur sjálf valið verk þau, sem verða sýnd og verður viðstödd sýningardaginn. Verkin eru þessi: Vertical roll (1972), I want to live in the country (1978), He saw her burning (1983) og Double lunar dogs (1984). Grafíksýning í anddyri Norræna hússins ■ Laugardaginn 10. ágúst kl. 14.00 opnar danskur myndlist- armaður, Pia Schutzmann, sýningu á grafíkmyndum í and- dyri Norræna hússins. Pia Schutzmann fæddist' 1940. Hún stundaði nám á Listaakademíunni í Kaup- mannahöfn í sjö ár. í fyrstu vann Pia aðallega við grafík og teikningar, en hefur á seinni árum einnig snúið sér að ol- íumálverki og höggmyndum, en hún hefur þó einkum verið þekkt sem grafíklistamaður í Danmörku og víðar. Pia Schutzmann hefur sýnt grafík- verk sín á öllum Norðurlönd- um fyrir utan ísland, auk sýn- inga annars staðar í Evrópu. Hún sýndi sem gestur með samtökunum „Koloristerne“ 1980 og 1983, en hefur verið virkur félagi þar frá 1984. Sýningin verður opin á venjulegum opnunartíma Norræna hússins 10.-22. ágúst. Sýning í sýningarsal Norræna hússins í kjallara ■ í sýningarsal Norræna hússins í kjallaranum stendur nú yfir sýning á verkum Jimmy Boyle og Gateway-hópsins og er hún opin alla daga kl. 14.00- 19.00. Þeirri sýningu lýkur sunnudagskvöldið 11. ágúst. Listkynning á Akureyri ■ Um þessar mundir stendur yfir listakynning á Akureyri. í nýjum og glæsilegum af- greiðslusal Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri stendur nú yfir kynning á verkum eftir Örn Inga Gíslason listmálara. Það eru Menningarsamtök Norðlendinga sem standa að kynningunni. ■ Angus Rollo. Messur í Reykjavík ■ Guðsþjónustur í Reykja- víkurprófastsdæmi sunnudag- inn 11. ágúst 1985. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 10.00. Prest- ur sr. Sólveig Lára Guðmunds- dóttir. Organleikari Heiðmar Jónsson. Ath. sumartímann. Sóknarnefndin. Dómkirkjan Messa kl. 11.00 í kapellu Há- skólans. í messunni verða fermdir: Helgi Gunnar Helga- son frá Washington, Tunguseli 1, Reykjavík og Þorgils Gunn- arsson frá Kakamega í Kenya, Barrholti 23, Mosfellssveit. Dómkórinn syngur, organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. Landakotsspítali Messa kl. 13.00. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Stephensen. Elliheimilið Grund Messa kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Prest- ur sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. Organisti Guðný Mar- grét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag 13. ágúst, fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Landspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Messa kl. 1.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Borgarspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11.00 árdegis. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Altar- isganga. Þriðjudaginn 13. ágúst, bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Sóknarprestur. Neskirkja Guðsþjónusta í tengslum við norrænt kristilegt stúdentamót kl. 11.00. Stfna Gísladóttir pré- dikar. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðvikudag 14. ágúst, fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði Guðsþjónusta kl. 11.00. Org- el- og kórstjórn Þóra Guð- mundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. Listkynning í Alþýðubankanum á Akureyri ■ Um þessar mundir stendur yfir kynning á verkum eftir Kára Sigurðsson listmálara frá Húsavík í Alþýðubankanum á Akureyri. Kári hefur haldið 10 einka- sýningar og tekið þátt í mörg- um samsýningum. Það eru Menningarsamtök Norðlend- inga sem standa að kynning- unni. Málverkasýning í Nýlistasafninu ■ Laugardaginn 10. ágúst verður opnuð sýning á mál- verkum eftir Tuma Magnússon í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík. Til sýnis eru mál- verk af ýmsu tagi frá þessu ári unnin á íslandi og Englandi. Tumi hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum heima og erlendis. Sýningin er opin kl. 16.00- 20.00 virka daga og kl. 14.00- 20.00 helga daga. TILLITSSEMI -ALLRA HAGUR ,111® Örn Ingi Gíslason listmálari á sýningu á verkum sínum í júní 1976.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.