NT - 10.08.1985, Side 20

NT - 10.08.1985, Side 20
Útlönd Arabaleiðtogar: Óbeinn stuðningur við Jórdani og PLO Casablanca-Reuter: ■ Friðarumleitanir Jórdana og Frelsissamtaka Palestínu- manna, PLO, hlutu óbeinan stuðning arabaleiðtoga á þriggja daga fundi þeirra, sem lauk í Casablanca, Marokkó, í gær. í lokayfirlýsingu fundar- ins segir að firðaráætlunin sé í fullu samræmi við stefnu þá er mörkuð var með Fez-sam- þykktinni fyrir þremur árum. Jórdanar og PLO samþykktu í febrúar að stofnað skyldi jórdanskt og palestínskt sam- bandsríki á landsvæðum, sem ísralesmenn hertóku árið 1967. Samþykktin var gerð í Amman, höfuðborg Jórdaníu, og er kennd við þá borg. í Fez-samþykktinni er aftur á móti hvatt til stofnunar sér- staks ríkis fyrir Palestínuaraba, með höfuðborg í Jerúsalem. Fréttaskýrendur telja að með lokayfirlýsingunni séu hófsamri arabalönd að vara Sýrlendinga við því að berjast gegn Amman samþykktinni. Sýrlendingar hafa haft sig mjög í frammi í gegn henni og hafa m.a. stutt þau samtök Palesteníumanna, sem berjast gegn PLO. Peir sóttu ekki fundinn í Casablanca og slíkt hið sama gerðu fjögur önnur arabaríki, m.a. Líbanon og Líbýa. ■ Arafat, leiðtogi PLO og Hussein, Jórdaníukonungur, geta verið ánægðir með lokaályktunina í Casablanca. Samkomulag þeirra frá því í febrúar hefur hingað til ekki átt upp á pallborðið hjá örðum arabaleiðtogum, en nú virðist vera að verða breyting þar á. Laugardagur 10. ágúst 1985 20 Tilræðið í Frankfurt: V-Þjóðverj- ar og Frakkar játa á sig verknaðinn Bonn-Reuter ■ Dagblöðum og frétta- stofum í Vestur-Þýskalandi bárust í gær bréf þar sem þýsku hryðjuverkasamtök- in Rauðu herdeildirnar og hin frönsku Action Directe kváðust bera ábyrgð á sprengjutilræðinu við bandarísku herstöðina í Frankfurt á fimmtudag. Tvennt fórst í sprenging- unni og yfir 20 slösuðust. Petta mun vera í fyrsta skipti sem þessi hryðju- verkasamtök standa saman að sprengjutilræði. Vestur- þýska lögreglan sagðist þó ekki hafa neinar sannanir fyrir því að frönsku hermd- arverkamennirnir hefðu átt hlut að máli. Stjórnvöld í Vestur- Þýskalandi hétu í gær 50 þúsund mörkum í verðlaun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku hryðju- verkamannanna. Mikil leit er nú gerð í landinu að 12 félögum í Rauðu herdeild- unum sem líklegt þykir að hafi komið sprengjunni fyrir. Danmörk: Kína: Friðarsinnum vísað úr landi Kaupmannahöfn-Rcutcr ■ Um 40 friðarsinnum aðallega Bretum og Vestur-Þjóðverjum hefur verið vísað úr landi í Dan- mörku. Þeir voru handteknir við mótmælaaðgerðir fyrir utan sendi- ráð þriggja ríkja og herstöð NATO fyrr í vikunni. Þávar 41 friðarsinnidæmdur í tveggja vikna fangelsi fyrir að neita að scgja til nafns við réttar- höldin. Þeir sögðust heita Naga- saki og Hiroshima, en neituðu að gefa upp rétt nöfn. 30 þeirra hafa nú gefist upp á þessum skollaleik og sagt til sín. Lögreglan í Kaup- mannahöfn sagði að þeim myndi einnig verða fljótlega vísað úr landi. Mótmælaaðgerðirnar voru haldnar til að minnast þess að 40 ár eru liðin frá því að Bandaríkja- menn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima. Þyrluslys á heræfingu Washington-Reuter Bandarískur hermaður beið bana og egypskur hernað- arráðunautur slasaðist er þyrla þeirra hrapaði skammt frá Ka- iró í Egyptalandi. Þar standa nú yfir miklar heræfingar hjá egypska hernum og þeim til aðstoðar eru um 9000 banda- rískir hermenn. Þetta eru ekki einu heræfing- arnar sem Bandaríkjamenn taka þátt í þessa dagana. Þeir hafa einnig verið hermönnum í Jórdaníu og Sómalíu til halds ogtrausts. Heræfingarnarþrjár eru allar haldnar undir nafninu Skær stjarna 85. Síðar í inánuðinum hefjast æfingar hjá Bandaríkjaflota í Vestur-Atlantshafi og austur- hluta Karabíska hafsins. Þá munu 18 skip úr öðrum flota Bandaríkjanna taka þátt í sam- eiginlegum æfingum með breskri og hollcnskri freigátu. Heimsstyrjöldin síðari: Frá kauphöllinni í París. Þróunarlönd kenna fljótandi gengisstefnunni um sveiflurnar í hagkerfum Stytta í minningu Engels Peking-Rcutcr ■ Fyrsta styttan í Kína af þeim félögum Karl Marx og Friedrich Engels var afhjúpuð í almenningsgarði í miðborg Shanghai á mánudag. Tilefnið var 90. ártíð Engels. Styttan er sex og hálfur metri að hæð og vegur 70 tonn. Hún var höggvin út í granít og tók 18 mánuði að fullgera styttuna. sinum. Þróunarlönd: Minni sveiflur á gengi gjaldmiðla Washington-Rcuter: ■ Þróunarlöndin vilja að ríkisstjórnir heimsins taki upp samvinnu sín á milli til Rússar þakka sér sigurinn á Japönum Moskva-Rcutcr ■ Tass fréttastofan sovéska fullyrti í gær að Sovétmenn hefðu átt mestan þátt í því að sigur vannst á Japönum í heims- styrjöldinni síðari. í frétt Tass sagði að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu ekki verið þess megnugir að sigra Japana, það hefði ekki verið fyrr en Sovét- ríkin gengu í lið með banda- mönnum að sigur hefði unnist. „Bardagarnir í Kyrrahafinu höfðu ekki úrslitaáhrif á heims- styrjöldina. Eftir að Þjóðverjar höfðu verið gersigraðir við Stal- íngrad og Kursk, neyddust Jap- anar til að láta af árásarstefnú sinni og leggjast í vörn,“ sagði í málgagn sovéska kommúnista- flokksins, Pravda. í gær voru rétt 40 ár frá því að Sovétmenn sögðu Japönum stríð á hendur. Þá þegar höfðu Bandaríkjamenn varpað kjarn- orkusprengjum á Híróshíma og Nakasakí og Japanar gáfust upp síðar í ágústmánuði 1945. að hindra að gengi gj aldmiðla geti sveiflast mikið til á al- þjóða gjaldeyrismörkuðum. Sveiflurnar leiði til efnahags- legs ójafnvægis, sem hafi sér- lega slæmar afleiðingar fyrir þróunarlöndin. Þetta kemur fram í skjali sem 24 þróunarlönd ætla að leggja fram á árlegum fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF og Alþjóðabankans. Fundurinn verður haldinn í Seoul í Suðúr-Kóreu í októ- ber. í skýrslunni segir að breyt- ingin frá fastgengiskerfi yfir í fljótandi gengi hafi mistekist. Þótt svo þróunarríkin telji rangt að hverfa aftur til fasta gengisins, vilja þau að settar verði reglur um hversu mikið gengi gjaldmiðla geti breyst. Þróunarlöndin fara einnig fram á að lánveitingar til sín verði stórauknar. Talsmenn þeirra telja að þróunarlöndin muni þurfa á milli 45 og 50 milljarða dollara í lán frá IMF og Alþjóðabankanum á næstu þremur árum. Þá vilja þróunarlöndin að sérstök dráttarréttindi, SDR, sem er gjaldmiðill sem IMF notar mikið í sínum viðskipt- um, verði uppistaðan í gjald- eyrisvarasjóðum ríkja heims- ins. Búist er við að tillagan um að hverfa frá fljótandi gengi muni mæta mikilli andspyrnu Bandaríkjanna og annarra iðnríkja. Bandaríkjamenn hafa oftsinnis varað við til- raunum til að fastbinda gengi gjaldmiðla.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.