NT - 10.08.1985, Blaðsíða 22

NT - 10.08.1985, Blaðsíða 22
Haustverð - Góð kjör Vélaborg Bútækni hf. Sími 686655/686680 Útborgun aðeins kr. 10.000.- Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upp- lýsingar. STOLL heyþyrlur og múgavélar PÖTTINGER sláttuvélar PÖTTINGER fjölhnífavagnar á vildarkjörum Laugardagur 10. ágúst 1985 22 V-Þýska knattspyrnan hefst um helgina: Ekki gerðir neinir milljónasamningar - félögin illa stödd eftir bágt tímabil í fyrra ■ Knattspyrnuvertíðin í Vestur- Þýskalandi hefst nú um helgina með nokkuð öðrum brag en oftast áður. í fyrsta sinn í mörg ár eru engir mill- jónasamningar gerðir og engar stór- stjörnur í knattspyrnuheiminum flytj- ast til landsins. Þýsku knattspyrnu- félögin sníða sér stakk eftir vexti, lækka bónusgreiðslur til leikmanna, minnka umsvif og spara á öllum sviðum. Á síðasta keppnistímabili keyptu 5,8 milljónir manna miða á ■ Atli: Kominn við hlið Lárusar, völlinn og var það lægsta talan í 12 ár og aðeins tvisvar áður hefur talan faiið lægra í 22 ára sögu „Bundeslígunnar". Þetta er mikil breyting, því fyrir örfáum árum var Vestur-Þýskaland „Mekka" knattspyrnusnillinga hvaðan- æva úr heiminum. Þessu til stuðnings má nefna að „Knattspyrnumaður ársins“ í Evrópu var leikmaður í Vestur-Þýskalandi sex ár í röð frá 1976. Þar á meðal voru Daninn Allan Simonsen og Englendingurinn Kevin Keegan. Nú er Ítalía hinsvegargóðsenlandið og þangað streyma meira að segja helstu stjörnur Vestur-Þjóðverja sjálfra. Nægir þar að nefna Karl-Heinz Rúmmenigge og Hans-Peter Briegel. Jafnvel Þýskalandsmeistararnir Bayern Múnchen, sem þó er langrík- asta félagið, halda að sér höndunum. Á síðasta keppnistímabili eyddi félag- ið um það bil helmingnum af þeim 10 milljónum marka sem það fékk fyrir Rummenigge, í að kaupa fimm nýja leikmenn. Þar á meðal var Lothar Matthaussen sem kostaði 2,4 milljónir marka. Fyrir þetta tímabil hefur félagið aðeins bætt við sig tveimur leikmönnum, og báðir eru þeir í ódýrari hópinum. Það eru varnarmað- urinn Helmut Winklhofer sem kom frá Leverkusen og kantmaðurinn ■ Lárus: Bikarmeistari. en náði aðeins 10. sæti í vor. Þessir sömu sérfræðingar veðja helst á að Köln, Hamborg, Werder Bremen og Borussia Mönchengladbach veiti meisturunum einhverja keppni. Við hér á íslandi vitum hinsvegar betur. Bikarmeistararnir Bayer Uerdingen með þá Lárus Guðmundsson og Atla Eðvaldsson innanborðs verða í barátt- unni og nú þegar Ásgeir Sigurvinsson er loks orðinn góður af meiðslunum sem hrjáðu hann allt síðasta keppnis- ■ Ásgeir: Ný sól runnin upp? Frank Harmann frá Hannover. Þó flestir sérfræðingar telji liðsheild Bayern of sterka fyrir hin liðin, mega þeir ekki vera of sigurvissir. Það verður þcim hollt að minnast þess að Stuttgart varð þýskur meistari í fyrra tímabil, stendur ekkert í vegi fyrir því að hann geri Stuttgart að meisturum í annað sinn á þremur árum. (Byggt á Reuter) -gþ Knattspyrnuleikir um helgina ■ 1. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu hefst aftur í dag eftir nokkurt hlé. í 1. deild karla leika ÍA og KR kl. 14.30, FH og Þróttur kl. 14.00 og ÍBK og Víðir kl. 14.00. Valur og Fram mætast svo á sunnudag kl. 19.00. í 1. deild kvenna leika ÍBÍ og ÍBK kl. 17.00 og Þór Akureyri mætir Valsstúlkum kl. 14.00 í dag. Þá verða leikir í 2. deild í dag svo og í þriðju úrslitakeppni 4. deildar. Úrslitakeppni 5. flokks stendur yfir um helgina og er leikið á KR- vellinum. A morgun hefst keppnin kl. 10.00 og verður þá leikið um 7. sætið og 5. sætið á tveimur völlum í einu. Strax á eftir verður leikið um 3. sætið og úrslitaleikurinn hefst kl. 12.30. Golflandsliðið ■ Eins og sagt var frá í NT um þátt í Norðurlandameistaramótinu í mynd af hópnum sem var þá á æfíngu. daginn heldur landslið íslands til Finn- golfi. Sverrir Ijósmyndari NT brá sér Eins og sjá má á myndinni er þetta lands seinna í þessum mánuði og tekur upp í Grafarholt í fyrradag og smellti vaskur hópur og brosmildur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.