NT - 10.08.1985, Side 24

NT - 10.08.1985, Side 24
HRINGDU ÞÁ í SÍIX/IA 60-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leið ir til fréttar í biaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Kópavogur: Vínber og suðrænn gróður ■ 'Erþaðekkihámarksælunn- ar að liggja í sólbaði og rétta út höndina eftir svalandi vínberja- klasa, já eða tómötum ef mag- inn kallar á eitthvað matarmeira en vínber? Ef þetta er draumurinn, þá gétur hann ræst í Kópavoginum. Þar er líka að finna einhverjar fallegustu Dron rósir landsins, ásamt snilldarlega gerðum steinbeðum og fleiru og fleiru. Allt þetta og meira til var sýnt í Kópavoginum í gær, en þá veitti fegurðarnefnd Kópavogs viðurkenningar fyrir fagra og snyrtilega garða. „Hvað er þetta rauðsmári, hvernig náðirðu í hann? Vex rauðsmárinn ekki bara á tveim- ur stöðum á landinu? Jesús minn, ræktarðu þessar rósir sjálfur? Einar Þorgeirsson garð- yrkjufræðingur svaraði öllum spurningunum hæversklega þegar fólk kom og skoðaði heið- ursverðlaunagarð hans og Sig- rúnar Edvardsdóttur. Reyndar kom það upp úr dúrnum að fagmaðurinn léti konuna um heimilisgarðinn og sagði hún garðinn hluta af sér og fjölskyld- unni. ekki kvöð eins og mörgum gæti dottið í hug. „Manni líður illa ef garðverkin eru ekki frá,“ sagði hún. Ekki var garður Önnu Alf- onsdóttur og Harry Sampsted síðri. Þar voru fögur sumar- blóm í röðum. Öll eru þau einær og ræktar Anna þau í gróðurhúsi, ásamt vínberjum og tómötum. Hún hafði ekki tölu á öllum plöntutegundunum, en sagðist hafa ræktað þær allar utan tvær plöntur sem henni voru gefnar. Frú Anna sagðist una vel í gróðurhúsinu og eitt sinn kom það fyrir að hún varð þar vcður- teppt. Það var einn vetrardag að hún var þar að sýsla við plönturnar er hann rauk upp með snjókomu og fennti fyrir dyrnar. Þar mátti hún vera heil- an eftirmiðdag og að hennar sögn er það einhver sælasta stund sem hún hefur lifað. Hjónin Áslaug Jóelsdóttir og Sverrir Arngrímsson fengu viðurkenningu fyrir vel hirtan og vinalegan garð, sem orðinn er 30 ára gamall. Garðurir.n er að mestu verk Sverris, en Ás- laug hefur borið hitann og þung- ann af einstaklega smekklegum blómaskála sem áfastur er við hús þeirra hjóna. Þau búa í gömlu og grónu hverfi og athygli vekur að hlið er á milli nærliggj- andi garða. Það hefur því ekki síður verið lögð rækt við náungakærleikann en fagrar plöntur. ■ „Hún Anna mín sér nú um garðinn,“ sagði Harry Sampsted. í baksýn er gróðurhúsið fullt af safaríkum vínberjum og tómötum. ■ Til hægri: Það var fögur reisn yfir 30 ára gömlum garði þeirra Áslaugar Jóelsdóttur og Sverris Arngrímssonar. NT-myndir: Ámi Bjama. Umferðarslys við Þórshöfn: Kona á mótor hjóli lenti á girðingu ■ Kona á mótorhjóli ók út af malarvegi rétt vestan við Þórshöfn, seinnipartinn í gær. Talsverð ferð mun hafa verið á hjólinu, og flaug mótorhjólið eina tutt- ugu metra áður en það stöðvaðist. Konan og hjólið höfnuðu á girð- ingu, og var höggið það mikið að þrír girðinga- staurar brotnuðu. Fjögra metra fall er nið- ur af veginum og niður á jafnsléttu, þar sem slysið varð. Talið er að konan hafi misst vald á hjólinu sökum mikils hraða sem hún var á. Slysið varð í beygju, þar sem brú sleppti og aðstæður hættulegar óvönum. í gær þegar NT fór í prentun var ekki vitað um meiðsli konunnar. Beðið var eftir sjúkra- flugi, en vegna lélegra skilyrða var talið ófært að fljúga. Ratsjárstöð byggð á Gunnólfsvíkurfjalli ■ Ákveðið hefur verið að hefja smíði nýrrar ratsjárstöðv- ar á Norðausturlandi og hefjast framkvæmdir í haust. Stöðinni hefur verið valinn staður á Gunnólfsvíkurfjalli, 720 metra háu fjalli í Skeggjastaðahreppi í Norður Múlasýslu. Gengið var frá samningum við landeigendur í dag og er leigan eitt hundrað krónur á hektara. Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, skrifstofustjóra varnarmála- skrifstofu utanríkisráðu- neytisins var ákveðið að reisa stöðina á Gunnólfsvík- urfjalli í stað Hrollaugs- staðafjalls. þar sem stöð var eitt sinn. af nokkrum ástæð- um. Fyrsta lagi hæð fjallsins, sem er 720 metra hátt, en Hrollaugsstaðafjall er 260 metrar. Þá væri Ijóst, að loftvarnarratsjá myndi ná yfir miklu stærra svæði þar og ratsjárstöð inn í landið kæmi að mun meiri notum við innanlandsflug. Væri ljóst, að hún kæmi að veru- legum notum fyrir aðflug að flugvöllum á Húsavík og Egilsstöðum. Frá Gunnólfs- víkurfjalli nær siglingaratsjá sextíu mílur á haf út, en myndi aðeins ná um 34 mílur frá Hrollaugsstaðafjalli. Ratsjárstöðin verður í allt um J .200 fernietrar að stærð og á ekki að sjást nema ratsjárhvelfing að ofanverðu. Hún verður um tuttugu metrar í þvermál. Eftir helgina verður þing- ■ Fagrar og hávaxnar plöntur setja mikinn svip á garö hjón- anna Sigrúnar Edvardsdóttur og Einars Þorgeirssonar, Hvannhólma 16, Kópavogi. að með hreppsnefndum fyrir norðan og kannað með hvaða hætti heimamenn geta tekið þátt í framkvæmdum án þess að hlutföll í atvinnu- háttum þar raskist. Veðurupplýsingum verð- ur miðlað frá báðum ratsjám stöðvarinnar. Helstu verktakar verða fs- lenskir Aðalverktakar, en gera má ráð fyrir samningum við undirverktaka. Sverrir Haukur sagði að áhersla væri lögð á náttúru- vernd vegna framkvæmda á Gunnólfsvíkurfjalli. Samráð hefur verið haft við Náttúru- verndarráð vegna þess og það beðið að tilnefna fulltrúa til þess að fjalla um með hvaða hætti náttúruvernd verði best við komið. Friðar- ganga í Hafnar- firði á morgun ■ Nú þegar friðarbúðir hafa verið teknar niður hefst friðarganga í dag í Hafnarfirði klukkan 13.30. Safnast verður saman á Thorsplaninu og þar verða fluttir friðarbúðarsöngvar og fleira sem friðarbúðar- fólk hefur æft sérstaklega, en að auki verða flutt ávörp og söngur úr verk- um Olafs Hauks Símonar- sonar. Og áður en tölt verður af stað um hálf þrjú leytið verður friðar- dúfum sleppt. Síðan verður gengið til Reykjavíkur og áð á leið- inni í Kópavogi, á Suður- landsbraut og göngunni lokið með útifundi á Lækjartorgi þarsem Kukl, Dá og Með nöktum munu rokka gegn her og kjarn- orkuvopnum. Að auki munu Atli Gíslason lög- fræðingur og gestir frá Japan flytja ávarp en búist er við að samkomunni á Lækjartorgi muni. Ijúka um níuleytið í kvöid.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.