NT - 17.08.1985, Qupperneq 3
Laugardagur 17. ágúst 1985 3
Ný íslensk kvikmynd:
Magnaðir atburðir í afskekktum f irði
Tökur að hefjast á kvikmynd Hilmars Oddssonar „Eins og skepnan deyr...“
■ íslenskum kvikmyndum
fjölgar jafnt og þétt og Islend-
ingar eru að eignast nýja kyn-
slóð kvikmyndagerðarmanna
því fjölmargir ungir og efnilegir
menn eru nú að snúa heim frá
námi í kvikmyndagerð. Einn
þeirra er er Hilmar Oddsson
sem er nýútskrifaður frá kvik-
myndaskólanum í Múnchen í
Vestur-Pýskalandi. Hilmar átti
því láni að fagna að hljóta styrk
úr kvikmyndasjóði í vor til að
gera fyrstu leiknu kvikmynd
sína „Eins og skepnan deyr...“
og í gær hélt hann ásamt leikur-
unum og kvikmyndavinnuhópn-
um áleiðis austur á firði en
kvikmyndin er að mestu leyti
tekin í afskekktum firði þar
eystra.
NT tókst að góma Hilmar í
þann mund sem hann var að
leggja úr hlaði. „Jú, það er
mikill hugur í okkur og við
hlökkum til næstu vikna og
ætlum að Ijúka tökum myndar-
innar í lok september. Myndin
fjallar um ungt par sem heldur
á náðir óbyggðanna til að geta
helgað sig störfum sínum. Hún
er tónlistarmaður og hann geng-
ur með rithöfund í maganum.
Síðan gerist ýmislegt óvænt sem
ekki verður séð fyrir endann
á...“
Sumsé spennumynd, þar sem
áhorfendur bíta í handarbökin
á sér skelfingu lostnir?
„Ja,“ segir Hillmar og hlær,
„ég held að það sé best að segja
sem minnst um það. Eigum við
að segja að þetta fjalli um
hvernig ytri aðstæður draga
fram ákveðna þætti í mann-
skepnunni, sumsé eins konar
spennumynd?"
Hljómar spennandi. 10 manns
vinna við myndina fyrir utan
leikara, einvalalið t.d. sér Sig-
urður Sverrir Pálsson um kvik-
myndatökuna og hljóðið er í
höndum Gunnars Smára Helga-
sonar.
Með helstu hlutverk fara
Edda Heiðrún Bachmann og
Pröstur Leó Gunnarsson en
Jóhann Sigurðsson fer einnig
með stórt hlutverk.
Bandaríkjamenn
tíðustu gestirnir
Alls kom 22.661 útlend-
ingur hingað til lands í júlí í
ár, þar af langflestir frá
Bandaríkjunum eða um það
bil einn fjórði hluti. Þannig
fjölgaði erlendum ferða-
mönnum um 302 frá því á
sama tíma í fyrra er 22.359
ferðamenn heimsóttu landið.
Á eftir Bandaríkjamönn-
um fjölmenntu Vestur-Þjóð-
verjar hingað næstmest því
3.136 Þjóðverjar komu, þá
kom 2.461 Dani og svo létu
Bretar ekki heldur sitt eftir
liggja því 2.296 manns kom
frá Stóra-Bretlandi.
Fyrstu sjö mánuði ársins
komu 59.012 útlendingar í
stað 54.843 á sama tíma í
fyrra. Alls komu þá 107.968
farþegar til landsins, þar af
tæplega 49 þúsund íslending-
ar í stað um 45 þúsund ls-
lendinga í fyrra er 100.039
farþegar komu.
Leó orðinn
ritstjóri
■ Leó M. Jónsson rekstrartækni-
fræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri
tímaritsins Viðskipta- og Tölvublaðið
og hefur þegar hafið störf. Fyrsta tölu-
blaðið undir ritstjórn hans kemur út í
september næstkomandi.
Að undanförnu hefur verið unnið að
breytingum á blaðinu, sem áður hét
Tölvublaðið, til dæmis í flutningi tölvu-
frétta og greina um margvíslegt efni úr
viðskipta- og atvinnulífi. Upplag blaðsins
er nú 6000 eintök.
Villa á forsíðu
■ Meinleg villa slæddist inn í forsíðu-
frétt í NT í gær um fund trillukarla í
Reykjavík með Halldóri Ásgrímssyni
sjávarútvegsráðherra. Haft var eftir ráð-
herra að komið hefðu fram hugmyndir
um að setja hámarkskvóta á hvern bát
t.d. 5-7 tonn á hvern en Halldór sagði
hins vegar að hugmyndirnar snérust um
að setja einnig aflamark á báta undir 10
tonnum jafnvel allt niður í báta sem væru
5-7 tonn að þyngd.
Væntanlega verður þessum bátum ekki
skammtaður svo nánasalegur kvóti eins
og villan í frétt NT gerir ráð fyrir.
Ráðherra er beðinn afsökunar á mis-
tökunum.
Leiðrétting við
minningargrein
■ Leið misritun varð í minningargrein
Friðjóns Guðröðarsonar, sýslumanns,
um Þórarin Þórarinsson, skólastjóra,
sem birtist í blaðinu á fimmtudaginn var.
í næst síðustu setningu stendur: „Við
minnumst öll með miklum hlýhug frú
Sigrúnar Sigurþórsdóttur, sem stóð við
hlið manns síns af þótta og prúð-
mennsku." Hér átti auðvitað að standa
„af þokka og prúðmennsku“.
Beðist er velvirðingar á þessum mistök-
um.
Greenpeace-samtökin vilja kynna afstööu sína til hvalveiða
fyrir fslendingum. í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi höfum
við reynt að skýra, hvers vegna við komum til landsins.
að sem fyrir okkur vakir með þessari heimsókn er fyrst og
fremst að bjarga hvölum, og liggja tvær megin ástæður þar
að baki. [ fyrsta lagi hafa veiðar í ábataskyni gengið nærri
hvalastofnum um gjörvallan heim. ( öðru lagi teljum við hval-
veiðar í ábataskyni táknrænar fyrir ofríki mannsins gagnvart
náttúrunni.
Greenpeace-samtökin sjá hins vegar alls ekkert athugavert
við það að frumbyggjar sem veitt hafa sér hvali til viðurværis
í sátt við náttúruna, haldi því áfram með hefðbundnum hætti.
Greenpeace-samtökin taka undir þau orð meirihluta vísinda-
nefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, að áform íslendinga um
að halda áfram hvalveiðum í rannsóknarskyni muni ,,ekki bæta
svo nokkru nemi núverandi þekkingu á því sviði.” Eins og mörg
önnur náttúruverndarsamtök telja Greenpeace að „veiðar í
rannsóknarskyni” brjóti algjörlega í bága við tímabundið bann
við hvalveiðum í ábataskyni, sem samþykkt var á fundi Alþjóða-
hvalveiðiráðsins með 3/4 hlutum greiddra atkvæða, enda ákvað
Alþingi að því banni skyldi hlítt.
Við teljum að hvaladráp íslendinga í „rannsóknarskyni” og
sala afurða þeirra til Japans sé yfirvarp. Hér er um hvalveið-
ar í ábataskyni að ræða. Greenpeace-samtökin eru alls ekki á
móti vísindum. Hins vegar teljum við að unnt sé að stunda rann-
sóknir án þess að drepa dýrin sem ætlunin er að vernda.
Nú stendur þessi mikli styr um hvalveiðar Islendinga vegna
þess að stærstu hvalveiðiþjóðir heims - Japanir, Sovét-
menn og Norðmenn - hafa lýst því yfir að þeir muni hætta hval-
veiðum á næstu tveimur árum, og hefur Norðmönnum ekki verið
úthlutað hrefnukvóta á næsta ári. Færu þessar þjóðir að dæmi
(slendinga, yrði veiðibannið að engu.
Vissulega skiljum við tilfinningar þeirra sem eiga afkomu sína
undir sjósókn, en fleiri sjónarmið koma til. Vistkerfi sjávarins
er gífurlega flókið, og áður fyrr var til gnótt af bæði fiski og hval.
Okkur er fyllilega Ijós ótti hvalveiðimanna við atvinnuleysi þegar
veiðarnar leggjast niður, en trúum því fastlega að þeirra bíði
önnur störf í öðrum sjávarútvegsgreinum. Færi svo að stofnun-
um yrði útrýmt yrðu þeir hvort eð er að leita annarrar atvinnu.
Sjómenn um allan heim styðja starfsemi Greenpeace.
í nokkrum löndum heyja sjómenn og menn úr röðum Green-
peace sameiginlega baráttu aegn losun úrgangs úr efnaiðnaði
og kjarnorkuverum í sjóinn. A sama hátt vinna þeir saman að
því að koma í veg fyrir eyðileggingu hrygningarstöðva í ár-
mynnum. Þessa baráttu meta þjóðir sem eiga allt sitt undir
sjávarafurðum.
Við leitum einnig samvinnu við (slendinga til að vernda fiski-
mið þeirra gegn mengun og ofveiðum. Greenpeace eru frið-
samleg samtök, ólík og óháð Sea Shepherd, og algjörlega óháð
öllum stjórnmálaflokkum. Við rekum skrifstofur í fimmtán löndum
og með framlögum sínum fjármagna tvær milljónir stuðnings-
manna okkar þessa starfsemi. Framlög þeirra gera okkur kleift
að starfrækja skipin okkar sjö.
Jörðinni stafar hætta úr ótal áttum - loftið, vatnið og náttúru-
ríkið eru að eyðast, og yfir okkur vofir sú hætta að öllu verði
gjöreytt í kjarnorkustríði.
Við komum hingað til að ræða opinskátt við (slendinga og
reyna að kynna málstað okkar. En íslenskir fjölmiðlar hafa
flestir hverjir vanvirt hreinskilni okkar með því að segja aðeins
hálfan sannleikann eða ósannindi. Hvernig getum við komið
sjónarmiðum okkar á framfæri við (slendinga þegar við hljótum
svo ósanngjarna umfjöllun?
Ollum þeim sem hafa tekið á móti okkur af heilum hug viljum
við þakka innilega, og væntum bæði samstarfs að sameigin-
legum markmiðum og umræðna um það sem á milli ber.
Við förum með friði.
9 Greenpeace ©