NT - 18.08.1985, Blaðsíða 10
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 12
Svart
■ Norska rannsóknarskipið Melene Östervold lónar suður af Jan
Mayen. Um borð er hópur verkfræðinga að störfum ásamt tækniliði
og áhöfn. Rannsóknarstofa skipsins er full af mjög sérhæfðum
tækjum sem minna á innbú í geimrannsóknarstöð. Það eru þó ekki
himinhvolfin sem verið er að rannsaka. Hér eru menn að reyna að
átta sig á því hvort fjársjóðir séu faldir í iðrUm jarðar. Það er verið
að leita að olíu.
Eins og kunnugt er gerðu íslend-
ingar og Norðmenn með sér sam-
komulag árið 1981 eftir að deilur
höfðu risið milli þjóðanna um haf-
svæðið í kringum Jan Mayen. Þá var
meðal annars ákveðið að gera rann-
sóknir á hinum svokallaða Jan
Mayen-hrygg sem teygir sig í suður
og vestur frá eyjunni. Tilgangurinn
með rannsóknum þessum átti að vera
sá að ganga úr skugga um það hvort
þarna væri að finna olíu. Norðmenn
skuldbundu sig til að kosta þessar
rannsóknir en íslendingar fengu í
sinn hlut fjórðung þess hlutar sem
upp kæmi. Og nú fjórum árum seinna
er leitin að svarta gullinu hafin.
M,
L elene Östervold er í eigu norska
einkafyrirtækisins Geoteam-Com-
putas eða GECO eins og það er
skammstafað. Fyrirtækið hefur sér-
hæft sig í olíuleit og rekur nú 17
rannsóknarskip sem eru að störfum
um öll heimsins höf. Hin mikla út-
þensla Norðmanna í sambandi við
olíuvinnslu hefur komið sér vel fyrir
GECO, sem hefur á ótrúlega skömm-
um tíma orðið leiðandi á sínu sviði.
Samskipti íslenskra stjórnvalda og
GECO eiga sér orðið nokkuð langa
sögu því þegar á árinu 1973 áttu sér
stað samningaumleitanir um að fyrir-
tækið stæði fyrir olíuleit hér við land.
M eðal vísindamanna um borð í
Melene Östervold að þessu sinni er
Karl Gunnarsson jarðeðlisfræðingur,
starfsmaður Orkustofnunar. Karí
hefur reyndar skipulagt þessar rann-
sóknir í samvinu við norsku olíustofn-
unina í Stavanger. Það er eins gott að
haldið sé vel á málum því slíkar
rannsóknir eru dýrar. Kostnaður
þeirra rannsókna sem nú er verið að
framkvæma er á milli 50 og 60 mill-
jónir króna.
Skipinu er ætlað að sigla eftir
ákveðnum línum sem liggja þvers og
kruss um svæðið og eru samtals
rúmlega fjögur þúsund kílómetrar.
Fyrirferðamesta mælitækið er hlust-
unarkapall, sem er þrír og hálfur
kílómetri á lengd og dregur skipið
kapalinn eftir fyrrgreindum línum.
Oflugar loftbyssur eru jafnframt
dregnar á eftir skipinu og gefa þær frá
sér loftskot með 10 sekúndna millibili
Hljóðið frá þessum skotum bergmál-
ar í jarðlögunum undir hafsbotni og
kapallinn nemur síðan hljóðin er
þau berst aftur upp úr undirdjúpun-
um. Með þessu móti er hægt að afla
mikilvægra upplýsinga um jarðfræði
hafsbotnsins og jarðskorpunnar.
Hljóðmerkin eru tekin upp á segul-
band þegar þau berast til kapalsins og
síðar með hjálp tölvu eru teiknuð
snið af jarðlögunum samkvæmt þess-
ari hljóðspeglun. Samhliða þessu eru
gerðar mælingar á þyngdarsviði jarð-
arinnar um leið og siglt er. Þær
mælingar geta gefið vísbendingar um
þéttleika berglaganna undir hafsbotni
og á þann hátt má hugsanlega sjá
hvort hafsbotninn í kringum Jan
Mayen er hluti af gömlu meginlandi
eða ekki. Einnig eru gerðar mælingar
á segulsviði jarðar og til þess notaður
sérstakur segulnemi, sem einnig er
dreginn á eftir skipinu. Auk alls þessa
er svokölluðum sónarbaujum skotið
fyrir borð en þær nema hljóðmerki
sem gefin eru frá skipinu. Þessi merki
berast niður í jarðlögin undir hafs-
botni og ferðast lárétt eftir jarðlaga-
staflanum og upp í baujurnar.
✓
"Y" mislegt bendir til þess að Jan
Mayen-hryggurinn sé hluti af gömlu
meginlandi. Skilningur manna á
þessu svæði hefur aukist jafnt og þétt
V,
eðrið er leitarmönnum hagstætt.
Austan og norðaustan átt er ríkjandi
á svæðinu og þó að þeir séu að
störfum langt fyrir norðan heim-
skautsbaug hafa litlar tafir orðið
vegna veðurs. Skipið öslar áfram
nótt sem nýtan dag og mælitækin
senda stöðugt upplýsingar neðan úr
myrku hafdjúpinu.
C- L. ----- — ■>* lálr»«NA« O U«lt pA
cu averjai ciu ínvuiuai a p»»
hér sé að finna olíu?
Um borð í Melene Östervold eru
menn ekki að velta þessari spurningu
fyrir sér. Hér er aðeins verið að safna
upplýsingum. Síðan tekur við löng
úrvinnsla í landi með hjálp afkasta-
mikillar tölvu og síðan verður að
leggja í mikla vinnu við að túlka
niðurstöðumar. Það verður því ekki
fyrr en næsta vor sem endanleg
skýrsla liggur fyrir og þá er ætlunin að
selja upplýsingarnar á frjálsum mark-
aði. Það eru stóru olíufélögin sem
kaupa slíka upplýsingapakka og
greiða vel fyrir. Meðalverð á upplýs-
ingum af þessu tagi er hundrað til tvö
hundruð þúsund dollarar og þá taka
sérfræðingar olíufélaganna sig til og
meta hversu miklar líkur séu á því að
þarna sé um olíu að ræða
Vísindamenn eru sammála um að
ýmislegt bendi til þess að svo 5é.
Rannsóknirnar sem nú er verið að
gera koma þó til með að færa okkur
nær sannleikanum í þeim efnum.
Endanlega verður þó ekki hægt að
svara spurningunni fyrr en borað
yerður niður í hafsbotninn