NT - 18.08.1985, Qupperneq 12
NT Sunnudagur 18. ágúst 1985 14
Helgarblaðið hitti þá fimm-
menningana að máli þar sem þeir
voru við æfingar í vikunni. Úti var hið'
mesta blíðskaparveður og því greini-
legt að heyönnum var lokið hjá þess-
Vilja ekki láta bendla
sig við grænfriðunga
■ I Tónlistarskóla FÍH í Braut-
arholtinu í Reykjavík, hafa að
undanförnu verið fimm músí-
kantar við æfingar. Tilefnið er
að þeir hyggjast halda jazztón-
leika í Norræna húsinu mánu-
daginn 19. ágúst næstkomandi.
Þarna er á ferðinni jazzkvintett
sem hóað hefur verið saman að
undirlagi Sigurðar Flosasonar
saxófónleikara, en hann er hér
heima í sumarleyfi frá námi í
Bandaríkjunum. Þeir sem Sig-
urður hefur fengið til liðs við sig
eru kunnar jazzkempur; Tómas
R. Einarsson á kontrabassa, og
Mezzofortemeðlimirnir Eyþór
Gunnarsson á píanó, Friðrik
Karlsson á gítar, og Gunnlaugur
Briem á trommur.
■itetwii
NÝJASTA VOGIN
FRA ISHIDO
i ■
1 ■ I
Mascot tölvuvogin er sú
nýjasta frá Ishida, og
með henni sameinast tæknileg
fullkomnun og ótrúlega lágt verö.
Aldrei áður hefur
vog með þessa möguleika
fengist á jafn lágu verði-
Vogin hefur digital skjá,
álagsselli, og nákvæmni upp
á 1/3000.
PLASTOS HF
Bíldshöfða 10, sími 82655
Við að vikta
uppskeruna
Við viktun í bílinn
Við að vikta það
sem fer frá verksmiðj'
unni
Við viktun fisks
á bryggjunni
vogarpoi er 66 eða 155 kg.
Vogin er mjög auðveld í meðförum
og hana má nota við flestar að-
stæður.
um stæðiíegu piltum, annars væru
þeir varla að spila jazz svona í
þurrkinum.
Þegar við spurðum hvernig stæði á
þessu framtaki þeirra, einmitt nú,
sögðu þeir að þeir væru allir miklir
jazzunnendur og það væri nauðsyn-
legt að finna sér verkefni til að halda
sér við efnið og hafa eitthvað að gera.
Það væri svo vitanlega ekki til óþurft-
ar ef eitthvað væri hægt að hafa upp
úr þessu. En umfram allt sögðust þeir
þó vera að skemmta sér og spila
tónlist sem þeir hafa verulega gaman
af, það gæfust hreinlega ekki svo
mörg tækifæri til að spila jazz af
alvöru.
Þrátt fyrir tónlistarmenn sem gam-
an hafi af jazzi spili mikið á kránum,
jafnvel mörg kvöld í viku, þá hafi það
minnkað að jazzinn sé spilaður af
alvöru og að fólk komi gagngert til
þess að hlusta á jazztónlist. Því sé
það, að þrátt fyrir fleiri tækifæri til
þess að spila jazzblandaða tónlist þá
hefur það í rauninni minnkað að hægt
sé að spila jazz í trausti þess að verið
sé að hlusta. Allir virðast hljóðfæra-
leikararnir sammála um þetta sjón-
armið og það er ekki laust við nostal-
gfu þegar þeir minnast jazzkonsert-
anna í Djúpinu og Stúdentakjallaran-
um. Við slíkar aðstæður er hægt að
spila miklu framsæknari músík heldur
en unnt er áð gerá a krárium, segja
þeir.
„Ef menn ætla að leika erfitt efni
sem þarf að æfa og ætlast jafnfram til
þess að það sé hlustað á það, þá er
eiginlega ekki um annað að ræða en
halda formlega tónleika. Það má líka
segja að þetta sé einskonar „reunion“
hjá okkur því við höfum allir spilað
meira eða minna saman áður.“
Verkefnin sem þeir félagar hyggj-
ast flytja í Norræna húsinu eru einmitt
af þessu tagi og lögin hafa fæst heyrst
hér á landi áður, enda ný af nálinni.
Höfundar tónlistarinnar eru meðal
annara Wayne Shorter, Mike
Brecker, og David Libeman. Þetta er
„spennandi tónlist", eins og þeir orð-
uðu það, sem er erfitt að spila og því
hefur drjúgur tími farið í æfingar.
Miðað við allan undirbúninginn kann
það að virðast skrýtið að aðeins einir
hljómleikar verða haldnir, en það
stafar af því að fjórir af fimm meðlim-
um hljómsveitarinnar eru að fara til
útlanda strax að þeim loknum.
Sigurður heldur til Bandaríkjanna til
náms þar sem hann mun dveljast
meira eða minna næstu árin - af því
hann á svo margt ólært segja sniðugir
meðleikarar hans í hljómsveitinni.
Þeir Eyþór, Friðrik, og Gunnlaugur
eru hins vegar að fara til Færeyja,
(ekki þó til náms,) heldur munu þeir
■ Frá vinstri: Gunnlaugur, Friðrik,
Sigurður, Eyþór og Tómas. Haft
hefur verið eftir atferlisfræðingi frá
Kalifomíu að algengt sé að fjórir af
hverjum fimm jazzleikurum sitji með
krosslagðar lappir.
NT-mynd: Ámi Bjama
spila þar nokkur kvöld með annarri
hljómsveit sem þeir vildu þó ekki
segja hvað héti. Heimildarmenn
Heígarblaðsins hafa upplýst okkur
um það að sú hljómsveit muni heita
Mezzoforte.
í Færeyjum spila þeir í Norræna
húsinu, þannig að þeir munu fara úr
einu Norræna húsinu í annað. Þeir
neituðu að kannast við að Færeyja-
ferð þeirra stæði í einhverju sambandi
við för Paul Watsons og Sea Sheperd
þangað og vildu síður vera bendlaðir
við grænfriðunga.
Tómas ætlar hins vegar að vera
eftir í Reykjavík og segja kunnugir
að hann sé líklegur til að nota tímann
til að lesa ljóð og æfa sig á nikkuna.
Greinilegt var á þeim félögum að þeir
höfðu talsverðan áhuga á að halda
áfram tónleikahaldi í svipuðum dúr
þegar kæmi fram á vgtur. Þó fram-
holdið .yíoí -kaunskr Bktó ' eiris og
tónleikarnir sem haldnir verða í Norr-
æna húsinu á mánudag, þá væri
sama grundvallarhugmyndin sem lægi
að baki: að spila góðan og erfiðan
jazz á tónleikum þar sem fólk kæmi
gagngert til að hlusta á tónlistina.
I lokin spurðum við, eins og prestar
gera svo oft, „hvað á bandið að
heita?“ en það hafði greinilega ekki
gefist mikill tími til að velta slíku fyrir
sér. Fimmmenningarnir litu hver á
annan og sögðu. „Já hvað á bandið að
heita?“ Ymsar hugmyndir komu strax
fram og sú sem var einna mest
áberandi, var að kenna það við Sigurð
Flosason því hann hefði verið aðal-
hvatamaðurinn að þessu öllu saman.
Einhver stakk upp á „Hljómsveit
Sigurðar Flosasonar,“ annar „Stór-
sveit Sigurðar Flosasonar" en þeim
þriðja fannst „Smásveit Sigurðar
Flosasonar" meira viðeigandi. „Sveit
Sigurðar Flosasonar“ kom þá fram
sem málamiðlum, en öðrum fannst
það hálf sveitó fyrir utan að það væri
ólógískt að hafa sveit í Reykjavík.
Sem sagt það fékkst ekki á hreint
hvað flokkurinn myndi kalla sig, en
það verður ábyggilega búið að leysa
þetta smámál áður en kemur að
tónleikunum, sem verða eins og áður
segir þann 19. ágúst í Norræna húsinu
og hefjast stundvíslega kl. 20.30.
B.G.