NT - 18.08.1985, Page 15

NT - 18.08.1985, Page 15
NT Sunnudagur18.ágúst1985 ■ Nú um helgina verður opnuð myndlistarsýning í samkomuhúsinu á Eyrarbakka. f>að er Þorlákur Krist- insson myndlistarmaður, oft nefndur Tolli, sem sýnir þar á fjórða tug verka hann hefur unnið á síðustu misserum. Verkin eru unnin bæði hér heima og úti í Berlín þar sem Þorlák- ur hefur verið við nám. Þú hefur sýnt í safnahúsinu á Sauð- árkróki og í dekkjaverkstæði í Reykja- vík og nú á Eyrarbakka. Þetta eru ekki beint hefðbundnir sýningarsalir fyrir reykvíska myndlistarmenn. Af hverju ertu að þessu Tolli? „Mér finnst ekki síður mikilvægt að kynna það sem maður er að gera úti á landi en í Reykjavík. Ég hef unnið víða um land og á taugar til dreifbýlisins. Ég á líka vini á Bakkan- um sem hafa aðstoðað mig í þessu og staðurinn höfðar til mín. Þetta er einfaldlega það sem mig langar til að gera og þá geri ég það. Það að sýna úti á landi er ekkert prinsipp hjá mér og óþarfi að vera að grafa upp neina djúpa merkinu í því. „Jafnvægi í byggð landsins?" „Nei, nei, þetta hefur ekkert með það að gera. Reynsla mín af sýning- unni á Sauðárkróki var það skemmti- leg að það er mér hvatning til þess að reyna eitthvað svipað núna. Viðbrögð sýningargesta hafa líka oft verið óvæntar uppákomur. Norð- ur á Sauðárkóki var mér til dæmis boðin hryssa upp í málverk og ég er ákaflega hlynntur slíkum vöruskipt- um.“ Vinnustofu Tolla þar sem samtalið fer fram verður einna best lýst með orðunum „skipulagt kaos“. Þar er heldur ekki að finna einn einasta stól til að tylla sér á meðan hugurinn leitar hærri vídda. „Ég reyni að gera eins lítið af því að sitja á rassgatinu og ég get,“ segir hann og glottir þegar þetta atriði er borið undir hann. Samræðurnar fara því fram upp á endann og viðmælandi okkar er á stöðugum þeytingi um vinnustofuna. Gauragangurinn frá dekkjaverkstæðinu á neðri hæðinni er eins og hljómkviða við samtalið. Allir veggir eru þaktir myndum bæði hálfunnum og tilbúnum. Þær búa yfir miklum krafti rétt eins og höfundur þeirra og þær láta órólega. Hér ræður lognmollan ekki ríkjum. Talið berst að myndunum. / „Ég reyni að notfæra mér augna- bliksáhrifin og mér finnst að maleríið sem slíkt verði að vera frjálst. Mynd- irnar eru niðurstöður mínar í það og það skiptið. Skrifaðu bara að þær séu eins og hlekkir í keðju múlasnans sem dregur vagn listagyðjunnar." Og innihaldið? Það er náttúrlega ekki mitt að dæma þessar myndir en þegar ég lít yfir það sem ég hef verið að vinna að þá finnst mér að það mætti kalla þetta þungt malerí með dálítilli keyrslu. Svo er þetta alltaf að breytast. Ég er með einhverja kenningu í kollinum í dag en hún verður svo allt önnur á morgun. Djöfullinn heldurðu að maður geti verið að koma með ein- hverjar yfirlýsingar og þurfa svo að éta þær ofan í sig á mánudaginn. Maður efast um svo margt og það gerir það að verkum að maður heldur áfram að leita í stað þess að vera kyrr. Ég veit það líka að ég held oft dauðahaldi í einhverjar yfirlýsingar þó svo að ég viti að þær séu skammlíf- ar. Þetta er tómur spírall allt saman. Á endanum er það augnablikið sem gefur mest. Breytingar? „Já mér finnst ég vera að nálgast raunveruleikann meir og meir en um leið eykst hrifningin á fantasíunni. Hvert skref færir mann ofurlítið nær grafarbakkanum. Og Eyrarbakkanum? „Absalútt. Þangað liggur beinn og breiður vegur inn í Sólskinstívólíið. Annars þekki ég ekki staðinn. Ég er rétt að kynnast honum í gegnum þetta brambolt á mér og svo man ég eftir að hafa séð hann frá sjó á árum áður.“ Þorlákur hefur verið með annan fótinn í Vestur-Þýskalandi eftir að hann lauk prófi úr Myndlista- og handíðaskóla (slands vorið 1981. I Þýskalandi hefur hann verið í málara- deild Hochschule Der Kúnste en hér heima í nýlistadeild. í sumum mynda sinna fléttar hann saman Berlínar- ' múrinn og íslenskt landslag. „Á þetta að vera pólitískt Þorlákur?“„Fram- sæknir mer.n mega taka þetta eins og þeir vilja. Laxness segir í Atómstöð- inni að járntjaldið gangi beint í gegn- nálægð við múrinn hefur kennt mér að skilja þessi orð betur en ég gerði. Hér heima gengur múrinn þvert í gegnum þjóðfélagið og skilur þar á milli raunveruleikans og helgimynd- arinnar á íslandi. Þegar ég var úti og hugsaði heim voru það helst myndir af veðrabrigð- um, landslagi og mismunandi birtu sem komu upp í hugann. Þú kannast við þetta, rigningin og rokið. Ég er hérna líka rneð myndir sem ég málaði undir áhrifum af hcimsókn norður á Strandir. Þar kom ég inn í mikil steinmannvirki scm herinn skildi eftir sig á Straumnesfjalli. Hús- in voru hálffull af ís og í þessum voðalegu vistarverum fíaut allt í bókum sem voru smárn saman að leysast upp í Irumeihdir sínar. Þegar farið var að fletta bókunum kom í ljós að þær innihéldu ckkert annað en endalausar raðir af tölustöfum. Þetta voru einhvers konar lyklar að þeim sendingum sem um radarstöðina fóru. Dramatísk sviðsetning á fslandi í nútíð, fortíð og framtíð og það í þessu stórkostlega landslagi. Algjört æði. Og þú Þorlákur? !g er bara að rembast eins og allir hinir. Það er gömul kenning í samfé- laginu að listamenn séu eitthvað öðru vísi en annað fólk, hafi öðru vísi hægðir en allir hinir. Batteríið nærist á þessu og listmennin taka þátt í því líka. Menn hafa hagsmuna að gæta í módelsmíðinni. Þegar síðasta pensil- farið hefur verið strokið verða menn að kasta sér út í hvunndagsslaginn, sem mótast af framboði ogeftirspurn. Kalli gamli Marx er þétt á hæla manni, ekki síður en himnafaðirinn og allir hans pótintátar. J.Á.Þ. 19

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.