NT


NT - 10.09.1985, Side 9

NT - 10.09.1985, Side 9
Þriðjudagur 10. september 1985 9 þess vel vitandi aö fjármál hans voru í mikilli óreiðu og að hann var að sökkva í skulda- súpu. Reynt var að tala um fyrir honurn, en allt kom fyrir ekki. Tiedge var búinn að starfa í 19 ár í gagnnjósna- deildinni og var þar einn af fremstu sérfræðingum um mál- efni þýska alþýðuiýðveldisins og þeirra mála sem þar voru brugguð og höfðu yfirntenn hans fullt traust á þekkingu hans og trúmennsku - það var ekki álitið að hann væri veikur hlekkur í öryggiskeðjunni. Því var það eins og sprengju væri kastað á Bonn þegar aust- ur-þýska fréttastofan ADN til- kynnti að Hansjoachim væri kominn austur yfir og hefði beðið þar um hæli. Sagt var að yfirvöldin hefðu umsóknina til athugunar. Varla var búist við að henni yrði hafnað. Varla starf hæfur Nú hefur Tiedge verið í heimsfréttunurn í rúmar tvær vikur. Mikið hefur verið gert uppskátt um einkalíf hans, en lítið sem ekkert um störf hans í leyniþjónustunni. Auk þess að vera drykkfelld- ur og þunglyndur þjáist Tiedge af sykursýki, háunt blóðþrýst- ingi og spiki. Hann hefur verið sendur í afvötnun og megrun af hálfu gagnnjósnadeildarinn- ar, en án sýnilegs árangurs. Einnig er vitað að hann mis- þyrmdi konu sinni. Hann fékk ■ í sínu fínasta pússi með glas í hendi. Tiedge í veislu árið 1981. ákúrur af yfirmönnum sínum fyrir að koma til vinnu órakað- ur og sjúskaður, aö leyniskjöl lágu á glámbekk á heimili hans. Hann var búinn að missa ökuskírteini sitt. Þrjár dætur hans á unglingsaldri eru í slag- togi með eiturlyfjaneytendum. Hann átti enga nána vini og umgekkst aðeins drykkju- bræður sína á kránum. Lífsstíll hans breyttist ntjög til hins verra þegar kona hans dó árið 1982, en hún lést af höfuðhöggi er hún féll á vaskborð. En hvað Tiedge hefur að- hafst sem njósnari fyrir þýska alþýðulýðveldið er Íítið vitað um, eða látið uppskátt um. Enginn vafi leikur á að hann hafði aðgang að leyndarmálum sem eru ómetanleg fyrir aust- ur-þýsku öryggisþjónustuna. Ef hann lætur uppi alia þá vitneskj u sent hann býr yfir um njósnaþjónustu Vestur-Þýska- lands mun það ekki orðum aukið að moldvörpustarf hans er alvarlegasta njósnamálið sem upp hefur kontið í þýska sambandslýðveldinu. Þar nteð er talið málið af svipuðum toga sem varð Willy Brandt kansl- ara að falli á sínum tíma. Áhrifamikil staða Stofnunin sem Tiedge vann við hefur á sinni könnu eftirlit og gagnnjósnir í stofnun sern hefur aðsetur í Köln, en heyrir undirsambandsstjórnina. Hún er aðskilin frá leyniþjónust- unni sem hefur höfuðstöðvar í Bayern og þekkt er undir skammstöfuninni BDN. Þarað auki er starfandi leyniþjónusta sem hefur hermál á sinni könnu, MAD. Tiedge hafði ekki bein sambönd við síðar- nefndu stofnanirnar, en allar leyniþjónusturnar skiptast á upplýsingum, svo að svikarinn getur einnig gefið mikilvægar upplýsingar um innri starfsemi BDN og MAD. En fyrst og fremst er hann gagnkunnugur þeirri stofnun sem hann vann sjálfur hjá. Hann þekkir í smáatriðum hvernig gangnjósnadeildin starfar. Hann getur kjaftað frá veikum hlekkjum í starfsem- inni og hverjir vinna á vegum stofnunarinnar heima og er- lendis, ekki síst í þýska alþýðu- lýðveldinu. Hann getur auð- veldlega komið upp um flesta þá gagnnjósnara sem þar starfa. Þá er ekki ónýtt fyrir leyni- þjónustu Austur-Þýskalands að geta fengið upplýsingar frá fyrstu hendi um alla þá sem ráðnir eru til mikilvægra starfa í stofnunum þýska sambands- lýðveldisins, en Tiedge vann m.a. við það að rannsaka feril þeirra og gefa grænt ljós á hvort viðkomandi umsækjend- ur fengj u traustsyfirlýsingar frá gagnnjósnastofnuninni í Köln. þýska alþýðulýðveldiö og önn- ur kommúnistaríki. Vestur-Þýskaland er hlið •njósnaraherskaranna til Vest- urlanda. Skipting Þýskalands hefur mikil áhrif á þessa þróun. Margir Vestur-Þjóðverjar eiga ættingja í Austur-Þýskalandi, þar eru þeir nokkurs konar gíslar. Með því að hóta að gera ættingjum í Austur-Þýskalandi miska, er oft auðvelt að fá þegna þýska sambandslýðveld- ■ Zimmermann innanríkisráðherra getur orðið sá sem næst veltur úr embætti vegna njósnahneykslisins. Versti kosturinn valinn Menn velta fyrir sér hvernig á því stcndur að Tiedge var ekki fyrir löngu búinn að fá pokann sinn, þar sem auösætt átti að vera að honum var ekki treystandi. Heribert Hellen- broich fyrrum yfirmaður gagn- njósnastofnunarinnar, en var látinn fara, segist hafa verið í erfiðri aðstöðu. Átti liann að hjálpa Tiedge eða fá honum annað starf og lækka í tign þar sem hann væri síður hættuleg- ur öryggishagsmunum ríkis- ins? Síðari kosturinn hefði haft það í för með sér að Tiedge yrði lítillækkaður og gæti það sært stolt hans og haft í för með sér að hann færi að selja óvinunum leyndarmál. Hellenbroich ákvað að reyna að styðja við bakið á undirmannisínum. Innanríkis- ráðuneytið, sem gagnnjósna- þjónustan heyrir undir stóð að baki hans í þeirri ákvörðun. Þessi ákvörðun kostaði Hell- enbroich stöðuna. Herskari njósnara Þýskalandi. SvovarmeðGúnt- er Guillaume og konu hans. Þau flúðu vestur fyrir tjald árið 1956. Hans hlutverk var að ganga í flokk sósíaldemókrata og safna þar upplýsingum og jafnvel að hafa áhrif á stefnu flokksins. Hann vann sér slíkt traust í flokksapparatinu að hann varð einn af nánustu ráðgjöfum Willy Brandt og einkaritari hans er hann varð kanslari. Guillaume var hand- tekinn 24. apríl 1974. Sjö dög- unt síðar sagði kanslarinn af sér. Um svipað leyti komst upp um annan njósnara sent hafði svipaðan feril. Renate Lutze var flóttamaður frá Austur- Þýskalandi. í 10 ár var hún starfsmannastjóri í varnar- málaráðuneytinu. Þá komst loks upp að hún hafði útvegað húsbændum sínum austan tjalds þúsundir leyniskjala úr ráðuneytinu og var hún hand- tekin ásamt manni sínum, sent einnig var austur-þýskur njósnari. Rómantísk ævintýri einkaritaranna Ekki verður tölu á alla þá einkaritara komið sem fallið hafa í net erlendra njósnara. í Bonn eru herskarar miðaldra ■ Heribert Hellenbroich, yfírmaður gagnnjósnadeildarinnar frá 1. ágúst s.l. Hann var rekinn eftir nokkurra vikna starf í embætti. Einkaritarar háttsettra manna í Vestur-Þýskalandi hafa ýmist komist undan eða verið handteknir síðustu vik- urnar. Einkaritari efnahags- málaráðherrans komst undan en einkaritari forsetans var handtekinn fyrir njósnir. Álitið er að í Vestur-Þýska- landi starfi 20-25 þúsund njósnarar, langflestir fyrir isins til að veita útsendurum bræöraþjóðarinnar í austri um- beðnar upplýsingar, unr stjórnmál, hermál, efnahags- mál, verkalýðsntál, iðnaðar- upplýsingar og sitthvað fleira. Áuðvelt er að koma flugu- mönnum vesturfyrir tjald. Þeir slást einfaldlega í för með öðrunt flóttamönnum og fá hæli og atvinnu í Vestur- kvcnna, sem eru einkaritarar í þeim fjölmörgu stjórnardeild- um sem þar hafa aðsetur. Þær virðast auðveld bráð, og að- feröin til að fá þær til að gerast föðurlandssvikarar er næstum alltaf hin sania. Konurnar eru margar ógiftar og einmana. Ungir myndarmenn koma sér í færi, daðra við kvenfólkið, 'eru rausnarlegir, þær yngjast upp og upplifa löngu gleymda rómantík. í fyrstu fá elsk- hugarnir þær til að gera sér smágreiða, síðan stærri og stærri og vesalings kerlingarn- ar eru fastar í gildrunni. Þær verða að gjöra svo vel og halda áfram að stela skjölum og kjafta frá ráðagjörðunt, annars er hótað að koma upp um föðurlandsvik þeirra. Þannig verða konurnar að halda áfram að njósna löngu eftir að elsk- hugarnir eru horfnir úr lífi þeirra. Dularfullar jatningar Flestir mciriháttar njósnarar sem dæmdir eru í Vestur- Þýskalandi, sitja inni í örfá ár og er þeim þá skipt fyrir vestur- þýska njósnara eða aðra sem dæmdir liafa verið fyrir ein- hverjar sakir í Austur-Þýska- landi. Undantekningin er Otto John, fyrsti yfirmaður leyni- þjónustu Þýska sambandslýð- veldisins. Enn er margt á huldu um mál hans og veröur senni- lega aldrei upplýst að fullu. Hann hvarf í Vestur-Berlín 20. júní 1954. Þrem dögum síðar heyrðist rödd hans skyndilega i austur-þýska út- varpinu þar sem hann réðist harkalega á Konrad Adenauer þáverandi kanslara og gagn- rýndi af hörku stjórnarfarið í Vcstur-Þýskalandi og stjórn- málastarfsemi þar. 17 mánuðum síðar skaut honum aftur upp í Vestur- Berlín og gaf þá skýringu á framferði sínu. að hann hafi verið numinn á brott með valdi, gcfin deyfilyf og að yfir- lýsingar þær sent hann gaf í útvarpinu hafi aðeins vcrið til að bjarga eigin skinni. Dóm- stólar létu sér ekki segjast og Ötto John var dæmdur í fjög- urra ára fangelsi fyrir landráð. Otto John er nú 76 ára gamall og hefur margoft farið fram á að mál sitt verði tekið upp að nýju, en án árangurs. Leyni- þjónustumaðurinn fyrrverandi lieldur fast við sakleysi sitt. Enginn hefur trú á að öll kurl séu kontin til grafar þótt nokkrir njósnarar hafi verið staðnir að verki í Þýska sam- bandslýðveldinu undanfarnar vikur. Enn eru margir njósnar- ar starfandi í stjórnarstofnun- um og iðnfyrirtækjum og árciðanlega eiga ntörg njósna- hneyksli enn eftir að komast upp. (O.Ó. - Byggt á Altfnpostcn o.fl.) I er og húkka eitthvert orð upp úr fornsögunum, Eddunum eða Hábarðsljóðum, gott ef ekki Allraflagðaþulu, til að nota sem nafn á auglýsinga- stofu eða fjölritunarþjónustu. Þessir gulnuðu og fyrnskulegu orðaleppar verða auðvitað oft mjög hlægilegir við slíkar kringumstæður. Mörg útlendu orðanna sem verslanir og ýmsir af samkomustöðunum nota eru gjarna miklu snyrtilegri og skynsantlegri til síns brúks. Það er reginmisskilnignur að halda að útlend nöfn á búðum hafi áhrif á tunguna til ills eða góðs. Mörg þessara illa völdu goðsögulega nafna og klunna- leg nýyrðasmíðin er tífalt verra fyrirbrigði, sem sannarlega gæti truflað málkennd ungs fólks og stuðlað að því að rulga enn meir reikula þekkingu á sögu og bókmenntum landsins. Um allan heim er það alsiða að grípa á lofti hljómfögur útlend nöfn sem sóma sér vel á litríkum skiltum í glaðlegu og skemmtilegu borgarlífi, til þess að auka á hinn heimsborgara- lega blæ. Meira að segjaaustur í Moskvu heitir fjöldi hótela nöfnum erlendraborga og ekki eru þeir síður þjóðlegir fyrir sinn hatt að sögn en við og ekki rekur einkakapítalið þá til þess. Þeim finnst þetta aðeins fara vel, rétt eins og svo mörg- um í Reykjavík. Nei, góðir hálsar! Það verð- ur hvorki „Traffic“ eða „Karnabær“ né „Safari", sem ríða munu tungunni á slig. Þessi meinlausu og hálf-gam- ansömu nöfn fara heldur þægi- lega í munni og gera ekkert mein, þótt þau séu enska. Enda er mörgum líka hollt að hugleiða það sem Halldór Lax- ness hefur ítrekað viljað benda mönnum á, þótt fæstir virðist hafa viljað sætta sig við það: íslenskunni stafar ekki nokkur hætta af ensku. Rétt eins og um aldamótin er það danskan sem sækir í penna landans og það ekki síður lærðra en leikra. Atli Magnússun ■ „Morg útlendu orðanna eru oft miklu snyrtilegri og skynsamlegri til síns brúks en einhverjir óskapnaðir og samklessingar, sem eiga að heita íslenska."

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.