NT - 10.09.1985, Qupperneq 11
Þriðjudagur 10. september 1985 11
inssyni og Jóni Helgasyni og
hafði einnig fengið nokkra nasa-
sjón af þjóðmálaumræðu ígegn-
um málfundafélag sem ég starf-
aði í og hét Orri. Þar voru
margir ungir námsmenn félagar.
Þetta félagsstarf varð til þess að
mér var boðið að koma að
blaðinu sem sumarafleysinga-
maður. Þeir voru þá starfsmenn
Tímans Þórarinn Þórarinsson
og Jón Helgason og um sama
leyti var Guðni Þórðarson að
byrja. Blaðið var þá aðeins
fjórar síður. Næsta vetur var ég
enn við kennsluna, en 1947.
þegar bróðir Indriða G. Þor-
steinssonar. Arnaldur Jónsson.
féll frá, var það úr að ég kom að
blaðinu sem fastráðinn.
Fyrstu árin mín á Tímanum
var ég fréttamaður, en eftir að
Haukur Snorrason kom, frétta-
stjóri. Því miður nutum við
Hauks ekki lengi, en hann var
mikill afbragðsmaður og gott
með honum að starfa.
í blaðamennskunni kynntist
maður fjölda ágætra manna,
svo sem Indriða G. Þorsteins-
syni. Ég átti nokkurn þátt í að
fá hann, því hann var bæði
áræðinn og hugkvæmur blaða-
maður. Einnig starfaði ég lengi
með Tómasi Karlssyni, sem var
mjög fær og liðtækur maður. Þá
var samstarfið við þá Þórarin og
Jón Helgason ánægjulegt og
með ágætum.
Ég hóf líka að skrifa gagnrýni
um bækur og það var gaman og
átti vel við mig, þótt ég létist
ekki vera neinn bókmennta-
fræðingur. Ég skrifaði aðeins
sem sæmilegur lesandi um þau
áhrif sem bókin hafði á mig og
ég held að ég hafi ekki verið
mjög harður í þeim skrifum.
Ekki síst þegar um var að ræða
unga menn sem voru að byrja,
því ég hef alltaf metið viðleitn-
ina mikils.
Ég varð ritstjóri 1960 og því
fylgdu auðvitað ýmis pólitísk
skrif. Sannleikurinn var hins
vegar sá að því hlaut að fylgja
að taka að sér eiginlega hvaða
málstað sem var og ég felldi mig
aldrei verulega vel við það. En
á þessum tíma fylgdi slíkt vara-
haft á blöðunum, meðan þau
voru hrein pólitísk málgögn.
Öðru vísi var ekki hægt að
starfa, en mér fannst ég ekki
geta unnið upp á þau býti alla
tíð.
Þegar ég fór úr flokknum á
sínum tíma þá átti það sér
sérstakar skýringar. Mín pólit-
íska skoðun var yfirleitt mjög
félagshyggjulega lituð og ég
taldi að þegar félagshyggju-
stuðlar þjóðfélagsins voru reist-
ir um 1930 að þá hefði Fram-
sóknarflokkurinn verið megin-
aflið í þeirri baráttu. í þennan
vísi félagshyggjuþjóðfélagsins
vantaði margt sem var uppi-
staða í auðhyggjuþjóðfélögum í
kring um okkur og var orðið
gróið þar. T.d. var enn ekki
hægt að lifa af peningunum
sínum einum. En svo kom stríð-
ið og þar með hætti þjóðin að
lifa eðlilegu lífi og tók með
ýmsu móti fyrir þroska félags-
hyggjuþjóðfélagsins. Þá komu
einkahyggjuöflin mjög sterkt
fram og sérstaklega í viðreisnar-
stjórninni sem sat í 12 ár. Þá var
í ýmsum greinum gengið til
baka. Svo kom loks til sögunnar
vinstri stjórn undirforsæti Ólafs
Jóhannessonar og tók upp þráð-
inn að nýju í anda félagshyggju.
En vandinn var sá að verkalýðs-
flokkarnir voru klofnir, það
voru komnir þrír flokkar í stað
tveggja og það raskaði mynd-
inni frá 1930 verulega. Sú stefna'
hafði verið samþykkt í stjórn
Framsóknarflokksins 1956 að
ekki væri hægt að vinna með
Sjálfstæðisflokknum að stjórn
efnahagsmála, þar sem hann
notaði þá jafnan tækifærið til
þess að þjóna í leiðinni einstakl-
ingshagsmunum. Stjórn Ólafs
fannst mér skársta stjórn sem
við hefðum haft síðustu tvo
áratugi, því hún sneri þróuninni
greinilega við að nýju. En það
var auðséð að þetta eina kjör-
tímabil mundi ekki nægja,
meira varð að koma til.
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna höfðu riðið baggamun-
inn 1971 með því að gera virkt
vinstra fylgi sem ekki kom til
skila hjá hinum vinstri flokkun-
um. Ég taldi að allt yrði nú að
gera til þess að þessi liðsmunur
mætti haldast ogstjórnin gæti set-
ið áfram og unnið að þessari fé-
lagshyggjuþróun. Ég skrifaði því
stjórn Framsóknarflokksins
bréf, þar sem ég sagði mig úr
miðstjórn flokksins, en aftur á
móti ekki úr flokksfélagi mínu.
Ég taldi þetta hreinlegast þar
sem ég nú hugðist styðja önnur
iamtök. Enn fremur gerði ég
grein fyrir því í bréfinu að ég
:eldi að vinstri stjórn væri borin
v'on eftir kosningar, nema sam-
tökunum tækist að fá menn
kjörna. En ég bætti við, man ég,
að ég taldi að þetta væri hagstætt
fyrir Framsóknarflokkinn og að
ef þetta tækist vonaðist ég til að
geta átt samleið með flokknum
aftur.
Samtökin voru aldrei hugsuð
sem flokkur og Karvel Pálma-
son minnti okkur oft á það
þegar verið var að tala um að
festa flokkinn og koma á meira
flokksskipulagi, að þetta hefði
aldrei átt að vera fimmti flokk-
urinn, heldur samtök. Auk þess
fannst mér eins og mörgum á
þessum tíma að tök fiokkanna
væru of hörð og að flokksfjöl-
skyldurnar væru orðnar of áhrifa-
ríkar og ráðríkar. Æ meiri fjöldi
stæði utan við, fólk sem vildi
■ Þegar árunum fjölgar finnst
manni að margt, sem gerðist
fyrir áratugum. hafi gerst í gær.
Þannig er það með fyrstu kynni
okkar Andrésar Kristjánssonar.
Ég held að þau hafi orðið á
Skansinum í Stokkhólmi sumar-
ið 1946, þar sem við Ragnheiður
hittum hann, en hann var þar á
ferð með Valdimar Jóhanns-
syni.
Á Skansinum kom fljótt í
Ijós, að Andrés var góður og
skemmtilegur félagi eins og
samfylgdarmaður hans, en við
Valdimar höfðum kynnst, er
við unnurr. saman að stofnun
Sambands ungra framsóknar-
manna og áttum sæti í fyrstu
stjórn þess.
Leiðir okkar hjóna og
Andrésar lágu oft saman þetta
sumar í Svíþjóð og Danmörku,
en við áttum þó eftir að kynnast
betur. Næsta ár réðist hann
blaðamaður að Tímanum og
þar unnum við síðan saman í
rúman aldarfjórðung. Andrés
starfaði sem blaðamaður við
Tímann árin 1947-’53, en sem
fréttastjóri 1953-’60 og sem rit-
stjóri 1960-73.
Frá þessum sögulega aldar-
fjórðungi, sem við Andrés unn-
um saman við Tímann, er sann-
arlega margs að minnast, en á
sjötugsafmæli Andrésar minnist
ég þess hclst, að betri sam-
starfsmann get ég ekki hugsað
mér.
Andrés Kristjánsson stóð
föstum fótum á þingeyskri sam-
vinnuhyggju og jafnréttisstefnu
eins og hún var fyrir og eftir
aldamótin, en þá var reisn henn-
ar mest og áhrif hennar ríkust.
Af þeim trausta grunni hefur
Andrés aldrei hopað, eins og
þeir, sem hafa lesið greinar
hans eða hlustað á útvarpsspjall
hans um daginn og veginn, geta
best dæmt um. Að mínum dómi
hefur enginn á síðari árum hald-
vinna að málunum, án þess að
vera bundið og háð einum
flokki.
Þetta voru sem sagt ástæður
þess að upp úr slitnaði. Síðan
hefur minn pólitíski áhugi held-
ur dvínað og ég hef snúið mér
að öðrunr verkefnum.
En eftir sem áður reyni ég að
fylgjast sem best með og er
króniskur blaðalesandi. Það er
margt við þróunina sem mér líst
heldur illa á og ég held að þessir
félagslegu stuðlar, sem ég
nefndi áðan. séu að riðlast,
þessi stuðlar sem markaðir voru
með sjálfstæðinu Verkalýðs-
samtökin eru orðin heldur los-
araleg og bændasanrtökin líka.
En það sem valdið hefur mér
mestum vonbrigðum er herset-
an, að hún skuli hafa orðið
svona löng. Ég er fermdur 1930
og þá hugsa ég með mér: „Ég er
sá hamingjuhrólfur að ég á að fá
að lifa fyrsta sjálfstæða ríkið á
íslandi". Svo líða tíu ár og
herinn kom og það sem verra
er, við losnum ekki við hann.
Þegar hann kom töldum við
þetta svo illa nauðsyn, að slíkt
mætti aldrei verða varanlegt.
En eins og kemur betur og
betur í Ijós sýnist stefna í þá átt.
Það er að vísu hægt að leita
hjálpar í neyð, eins og sjúkling-
ur getur farið í stállunga á hætt-
unnar stund. En það er ekki
hægt að lifa í stállunga alla tíð.
Mér finnst að á hverju sem
gengur, þá verði þjóðin að þora
að vera sjálfstæð. Auðvitað eru
hættur, en þjóðin verður að
þora að búa við þær, jafnvel
þótt hún glataði við það form-
ið vasklegar uppi merkjum alda-
mótakynslóðarinnar og hug-
sjóna hennar en Andrés Krist-
jánsson. Vissulega eru þessar
hugsjónir ekki neitt tímabundn-
ar, þótt þær séu kenndar við
aldamótakynslóðina, heldur
sígildar og eiga best við, þegar
þjóðin er stödd í vanda og þarf
að taka með framsýni, festu og
réttsýni á málum.
Andrés Kristjánsson er tví-
mælalaust í hópi ritfærustu
manna, sem þjóðin hefur átt.
Það var ómetanlegur fengur fyr-
ir Tímann að hafa eins miícla
ritsnillinga og Andrés Kristjáns-
son og Jón Helgason í þjónustu
sinni áratugum saman. Þótt
báðir sinntu vel blaðamennsk-
unni, voru ritstörf þeirramikil á
öðrum sviðum. Þeir voru af-
kastamiklir þýðendur og mun
Andrés hafa þýtt meira en !()()
bækur og hafa margar þeirra
orðið í röð metsölubóka hér.
legu sjálfstæði. En að vera með
slíkar varnir í áratugi veldur því
að hún hættir á endanum að
þora að búa við sjálfstæði.
Við höfum orðið fyrir ýmsum
óhagstæðum áhrifum af þessu,
höfum á ýmsan hátt gerst efna-
hagslega háðir hersetunni og
erum ekki ráðandi yfir öllu
landinu. Það er augljóst. Þetta
er skert sjálfstæði. Það er erfitt
að segja um menningu okkar nú
orðið hvað má rekja til hersins
og hvað til bættra samgangna og
fjölmiðlunar. En ég held að
tungan sé í mikilli hættu vegna
nýrra áhrifa sem við erum svo
áköf í að njóta. En trúlega
kemur afturkast þegar nýja-
brumið fer af.“
Hvernig finnst þér félags-
hyggju reiða af um þessar
mundir?
„Hér áður orti Jóhannes úr
Kötlum „Sovét ísland, óska-
landið, hvenær kemur þú?" En
við í Framsóknarflokknum
sögðum líka stundum í orðastað
íhaldsins: „íhalds ísland, óska-
landið, hvenær kemur þú?“ Nú
hefur þetta breyst og þessi „So-
vét ísland" krafa er ekki orðin
jafn sterk. En sú frjálshyggju-
stefna sem sumir þráðu hér
áður hefur leitað mjög á og
félagshyggju starf hvers konar
hefur þokast nokkuð til hliðar.
Hvað sem um það má segja þá
kann ég því ekki vel. Það segir
sig sjálft.“
Þú minntist á málfarið.
Hvernig finnst þér blöðin skrif-
uð nú, sem gömlum blaðamanni
og miklum blaðalesanda?
Jón lagði jafnframt fyrir sig
sagnagerð og vann sér mikla
viðurkenningu á því sviði.
Andrés hefur snúið sér meira að
hreinni sagnfræði og skráð m.a.
stórmerkilegt rit um Kaupfélag
Þingeyinga og sögu þess. Þú
hefur hann gefið út kaupfélags-
stjóratal og mætti halda þessari
upptalningu lengi áfram.
Eftir að Andrés hóf að vinna
við Tímann, endurnýjuöust
kynni okkar frá Stokkhólmi og
tókst með okkur vinátta, sem ég
tel að hafi haldist til þessa dags,
þótt leiðir okkar hafi ekki lcgið
eins saman og áður eftir að
hann hætti að vinna viðTímann.
Ég set Andrés Kristjánsson
hiklaust í röð allra mætustu
manna, sem ég hefi kynnst á
lífsleiðinni.
Þótt Andrés Kristjánsson hafi
haft ærið að gera við ritstörf,
hefur hann tekið mikinn þátt í
ýmsum fclagsmálum. Hann hef-
„Þegar ég var blaðamaður
minnist ég þess að Hallgrímur
Jónsson, fyrrum skólastjóri,
kom nokkuð reglulega til mín
og var að finna að eða leiðrétta
ýmislegt í blaðinu. Hann gerði
til dæmis mikið veður út af því,
ef greinamerkjum var sleppt í
fyrirsögnum, sern raunar fer
ekki alltaf vel á að hafa. Óneit-
anlega fannst manni þetta oft
smámunasemi hjá Haligrími og
var leiður á þessu, ef mikið var
að gera, sem oftast var. En sarnt
sé ég það nú að það var mikið
til í því sem hann var að benda
á og að það var ómetanlegt að
hafa mann sem hafði svona
mikinn áhuga á þessu sér til
leiðbeiningar.
En blaðamennska er nú ekki
bara gott málfar og þarna verð-
ur að fara milliveg og reyna að
sameina þetta á einhvern hátt.
Við reyndunr líka að standa
okkur að þessu leyti og héldum
á tímabili fundi þar sem ntálfar
í blaðinu var tekið fyrir. Þetta
var gert viku eða hálfsmánaðar-
lega og gaf heldur góða raun."
Þú hefur verið stórvirkur þýð-
andi um þína daga
„Ég hef þýtt talsvert, líklega
um 100 til 150bækur eða rit, því
stundum er það umdeilanlegt
hvað á að kalla bók. Fyrsta
bókin sem ég þýddi var Sólnæt-
ur eftir Sillanpáa og skömrnu
síðar tók ég til við Hvirfilvind
eftir Jósep Conrad. Það var
erfitt verk, sem ég lærði mikið
á. Þegar ég var að þýða Hvirfil-
vind kynntist ég Magnúsi Ás-
geirssyni vel og fór oft í smiðju
ur gegnt formenrtsku í Þing-
eyingafélaginu og Blaðamanna-
félagi íslands og átt sæti í vara-
stjórn Skógræktarfélags
íslands.
Andrés Kristjánsson er Þing-
eyingur að ætt og upjpruna,
fæddur að Syðri-Tungu á Tjör-
nesi 10. september 1915. For-
eldrar hans voru Friðfinna
Sörensdóttir og Kristján Júlíus
Jóhannesson, bóndi og kennari.
Andrés Kristjánsson lauk
prófi viö Kennaraskóla íslands
1938. Hann var kennari við
barnaskólann í Reykdælahéraði
í Suður-Þingeyjarsýslu 1938-
1939, kennari viö barna- og
unglingaskóla Húsavíkur 1939-
1943 og kennari við Austur-
bæjarskólann í Reykjavík 1943-
1948. Eftir aö hann hætti störf-
um við Tímann, var hann
fræðslustjóri og skólafulltrúi í
Kópavogi 1974-1977, en st'ðan
hefur hann unnið við ýms meiri-
háttar ritstörf, eins og Kaup-
félagsstjóratalið og sögu Kaupfé
lags Þingeyinga.
Andrés Kristjánsson hefur
flutt útvarpserindi um daginn
og veginn um langt skeið og
notið mikillar viðurkenningar á
því sviði.
Andrés Kristjánsson er tví-
giftur. Fyrri kona hans var
Helga Kristjánsdóttir frá
Fremstafelli. Þau slitu samvist-
um. Seinni kona hans er Þor-
gerður Kolbeinsdóttir frá Stóra-
Ási í Hálsasveit og eiga þau
fjögur mannvænleg börn.
Við Ragnheiður færum And-
rési Kristjánssyni á þessum
tímamótum innilegustu þakkir
fyrir löng og góð kynni og
óskum honum og fjölskyldu
gifturíkrar framtíðar. Ég veit
aö þetta get ég einnig sagt fyrir
hönd allra þeirra, sem unnu
með Andrési Kristjánssyni við
Tímann.
Þórarinn Þórnrinsson.
til hans. Það var ákaflega
gaman, því það var eins og hann
hefði mörg sverð á lofti í einu
og hafði alltaf á reiðum höndum
alls konar tilbrigði og tillögur
urn hvernig mátti þýða. Síðar
tókst svo einslags samvinna milli
okkar Jóns Helgasonar og við
lásum mikið hvor fyrir annan
það sem hinn skrifaði. Ég er
upp með mér af því að ég hvatti
Jón mikið til þess að skrifa
smásögur og á hér fyrsta smá-
sagnasafnið hans, sem hann af-
henti mér með þeirri áritun að
ég væri vel að bókinni kominn,
þar sem ég væri guðfaðirinn og
nú væri að sjá hvernig króginn
artaðist!
En sem þýðandi hef ég sjaldn-
ast sjálfur valið bækurnar til
þýðingar, þetta hefur verið meir
eftir beiðni. Því hef ég nrikið
þýtt af svokölluðum skemmti-
sögurn, - en það er ekki minni
ástæða til að það sé vel gert en
annað. Einn góður kunningi
minnsagði eitt sinn: „Efégværi
einvaldur, mundi ég setja alla
bestu mennina í að þýða það
efni sem fólk les sér til skemrnt-
unar." Þetta var atvinna hjá
rnér og þá þurfti að taka ýmsu
og láta ganga sæmilega undan
sér. Ég þýddi m.a. Klaus
Rifbjerg, „Anna, jeg Anna" og
mikið af smásögum fyrir Dvöl,
sem ég ritstýrði í ein fjögur ár.
Nú er þetta minna sem ég
þýði, en þó svo sem tvær bækur
á ári."
Þú ert einn af frumbyggjum
Kópavogs, Andrés?
„Já, ég byggði þetta hús 1953.
Örfáir aðrir menn voru um það
leyti að byrja að byggja líka hér
við Digranesveginn, það var
frumbýlisbragur á mörgu þá,
m.a. leið nokkur tími þar til
frárennsli kom hér, svo við
urðum að byggja rotþró. Samt
kunni ég fljótt ágætlega við mig
hérna og útsýni er mikið og gott
og hefur ekki breyst, því ckki
hefur verið byggt hérna fyrir
framan. HérséryfirVífilsstaða-
hraunið enn. Verst var þó á
fyrstu árunum að alla fyrirgreiðslu
og allt félagslíf varð að sækja
inn í Reykjavík, en það hefur
fyrir löngu breyst. Ég hef nokk-
uð tekið þátt í þeirri þróun og
m.a. varég í fræðsluráði Kópa-
vogs 1958-1973 og var lengi
formáður þess. Hér í Kópavogi
hef ég eignast marga góða vini
og kunninga frá fyrstu tíð og nýr
ritstjóri NT, Helgi Pétursson,
sleit barnsskónum hér í næsta
liúsi, og er ágætur vinur minn."
Ertu útilífsmaður, Andrés?
„Það get ég nú ekki sagt.
Helst er það að ég hafi notið
slíks við skógræktarstörf í landi
konu minnar í Stóra Ási, þar
sem við eigum sumarbústað.
Mitt eftirlætistómstundagam-
an hefur alltaf verið bóklestur
og svo er enn. Já, ég les mikið.
Líka hef ég gert örlítið af því að
binda inn bækur, en bókband
lærði ég sem strákur og síðar á
Kennaraskólanum og á nám-
skeiðum.
En þótt ég geti ekki sagt að
ég sé mikill útilífsmaður, þá hef
ég alltaf haft gaman af að ferðast
og þáði ýmis góð ferðaboð um
mörg lönd, auk þess sem ég
ferðaðist á eigin spýtur. Ferða-
lög víkka sjóndeildarhringinn
og menn hafa gott af að kynnast
menningu annarra þjóða, ekki
síst er það nauðsynlegt á þeim
tímum sem við nú lifum."
Við þökkum Andrési Kristjáns-
syni spjallið. Gamlir samstarfs-
menn minnast hans með hlýhug
og lesendur Tímans sem minn-
ast skrifa hans á liðnum árum
með þakklæti. Við sem störfum
á nýjum Tíma erum þess
minnug að við búum að starfi og
áliti manna eins og Andrésar.
Hann bað okkur að koma því
áleiðis til vina sinna að hann er
að heiman í dag.
70 ára
Andrés Kristjánsson
■ „Mín pólitíska skoðun var yfirleitt mjög félagshyggjulega
lituð.“ (NT-mynd: Róbert)