NT - 10.09.1985, Síða 13
Landlæknir auglýsir:
Vöntun á fólki
með psoriasis
■ Landlæknisembættið hefur í sum-
ar staðið fyrir rannsóknum á lækn-
ingamætti jarðsjávarvatns við Svarts-
engi, betur þekkt sem Bláa lónið. I
rannsókninni taka þátt einstaklingar
með sjúkdóminn psoriasis, en rann-
sóknirnar miða aðallega að því að
kanna lækningamátt Bláa lónsins.
Þátttakendur í rannsókninni eru
sjálfboðaliðar. Þeim er gert að baða
sig í lóninu minnst þrisvar í viku í 4-6
vikur. Fyrir þátttöku er hver sjúkling-
ur skoðaður af húðsjúkdómalækni og
hann látinn svara spurningum um
sjúkdóm sinn. Sami háttur er hafður
á eftir meðferð. Nú auglýsir land-
læknisembættið eftir fleirum til þátt-
töku í rannsókninni. Eina skilyrðið er
að viðkomandi sé haldinn psoriasis.
fcÍ?
■ Landlæknir vill fleiri sjúklinga til
þess að taka þátt í rannsókninni.
Rannsóknarlögregla ríkisins:
Leitar aðstoðar
hjá almenningi
■ Rannsóknarlögregla ríkisins hefur
sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem
leitað er eftir aðstoð almennings við
upplýsingu tveggja mála sem lögregl-
an hefur til rannsóknar.
f fyrra málinu er um að ræða atburð
sem átti sér stað í veitingahúsinu Sigtúni
við Suðurlandsbraut, aðfaranótt sunnu-
dagsins 18. ágúst síðastliðinn um klukk-
an 2. Þá fékk ungur piltur glas í augað
þar sem hann var staddur í veitingahús-
inu, með þeim afleiðingum að hann mun
hljóta varanlega örorku.
Svo virðist sem glasinu hafi verið
kastað úr salnum innanverðum, frá stað
þar sem sófi er, og við hann tvö hringlaga
borð. Talið er að nokkur fjöldi gesta hafi
verið í veitingahúsinu þegar þetta
gerðist.
Seinna máliö varðar stuld á jeppa-
kerru frá sumarbústað að Vatnsenda-
bletti 267. Kerran er úr rauðbrúnum
krossviði með „handvirkum sturtubún-
aði" og nokkuð löngu beisli. Tvö göt eru
á afturgafli, niður við botninn og cinnig
er gat á botninum. Varadekki var stolið
á sama stað. Þjófnaðir hafa verið tíðir úr
bústaðnum, og varm.a. stolið búslóðinni
úr honum í fyrra.
Þeir sem geta gefið upplýsingar í
þessum málum eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband við Rannsóknarlögreglu
ríkisins í síma 44000.
14 um helgina við Iðu
■ Veiði hefur verið treg í Hvítá
í Arnessýslu í sumar, eins og
flestum ám suðvestanlands.
Menn segja vatnsleysi há veiði-
skapnum. Þorgeir Jónsson lax-
veiðimaður og prentari er ekki á
sama máli. Hann fór til að veiða
í Hvítá um helgina, og fékk þar
átta laxa, alla á bilinu 10-15
pund. Þorgeir sagði í samtali við
Veiðihornið i gær að aðstæður
hefðu verið mjög góðar, þrátt
fyrir vatnsleysið. Hann veiddi
laxana á flugu.
Alls er veitt á þrjár stangir á
svæðinu og veiddust fjórtán lax-
ar í allt á laugardag og sunnu-
dag. Þorgeir er alvanur veiði á
þessu svæði, og má væntanlega
rekja velgengni hans þangað að
hluta.
Eins og sést á myndunum er
áin óhemju vatnslítil, og þekktir
veiðistaðir eru á þurru. Nefið,
sem svo er kallað er nú á þurru,
en þar veiddist stærsti fiskur
sem hefur veiðst á stöng á ís-
landi, svo vitað sé.
Þorgeir með
Fyrir framan
Áttundi iaxinn
fyrir klukkan níu.
síðan rétt
■ Áin er mjög vatnslítil. Við eðlilegar aðstæður væri myndin einn
vatnsflaumur. Nefið er ofarlega til hægri á myndinni, en þar er nú vatnslaust.
Við höfum opnað aftur eftir gagngerar endurbætur
sem gera okkur kleift að veita fljótari og betri þjónustu.
Nú getum við tekið við bílum af öllum stærðum og gerðum.
Tryggðu þér öruggt eftirlit og umhirðu þess búnaðar
bílsins sem mest mæðir á. Með því að...
... taka upp símtólið og
pantatíma í síma 21246, eða
renna við á smurstöð Heklu hf.
Laugavegi 172. Þar sem...
... þú slappar af í nýrri
vistlegri móttöku, færð þér
kaffi oq lítur í blöðin.
A meðan...
... við framkvæmum öll
atriði hefðbundinnar smumingar,
auk ýmissa smáatriða t.d.
smumingar á hurðalömum og
læsingum. Auk þess...
^MURvSTÖÐ
... athugum við ástand viftu-
reima, bremsuvökva, ryðvamar og
pústkerfis og látum þig vita
ef eitthvert þessara atriða
þarfnast lagfæringa. Allt...
... þetta tekur aðeins 15-20
mínútur og þú ekur á brott með
góða samvisku á vel smurðum bíl.
Lúrír þú á frétt?
Nýtt símanúmer 68-65-62