NT - 10.09.1985, Blaðsíða 14
Auglýsing
um aðalskipulag
Neshrepps utan
Ennis 1985-2005
Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964
er hér með lýst eftir athugasemdum við
tillögu að aðalskipulagi Neshrepps utan
Ennis 1985-2005.
Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi
byggð og fyrirhugaða byggð á skipulags-
tímabilinu.
Tillaga að aðalskipulagi hreppsins 1985-2005
ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstof-
um hreppsins daglega kl. 10.00 til 15.00 alla
daga nema laugardaga og sunnudaga n.k. 6
vikur.
Athugasemdum við skipulagstillöguna skal
skila til sveitarstjóra Neshrepps innan 8
vikna frá birtingu þessarar auglýsingar og
skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Sveitarstjóri Neshrepps utan Ennis
Skipulagsstjóri ríkisins.
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því,
að gjalddagi söluskatts fyrir ágústmánuð er
15. september. Ber þá að skila skattinum til
innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu-
skattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
6. september 1985
Hestamenn -
bændur
Brúnskjóttur, stjörnóttur hesturtapaðist í júní
s.l. úr Mosfellssveit. Stafirnir N3 (klippimark),
sennilega sjáanlegir á vinstri hlið hestsins.
Finnandi vinsamlegast hafi samband við
Lúther í síma 91-38480.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 37. og 41. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Lundur 2, Lundarreykjardalshreppi,
Borgarfjarðarsýslu talin eign Einars Gíslasonar fer fram að
kröfu Sigríðar Thorlacius hdl., Sigurðar Sveinssonar hdl.,
Veðdeildar Landsbanka íslands og Guðjóns Ármanns Jóns-
sonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. september n.k. kl.
11.00.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta sem auglýst var í 39., 41. og 44. tbl.
Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Hríshóli, innri Akra-
neshreppi, Borgarfjarðarsýslu þinglesinni eign Sveins Vil-
bergs Garðarssonar fer fram að kröfu Iðnaðarbanka íslands
og Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri
föstudaginn 13. september n.k. kl. 14.30.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 37. og 41. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Geldingaá, Leirár- og Melahreppi, Borg-
arfjarðarsýslu þinglýstum eignarhluta Ómars Pálssonar fer
fram að kröfu Landsbanka íslands og Stofnlánadeildar
landbúnaðarins á eigninni sjálfri föstudaginn 13. september
n.k. kl. 15.30.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
fílíT Þriðjudagur 10. september 1985 14
LlL Bridge Guðmundur Sv. Hermannsson
Þrátt fyrir sumar og sól:
Aldrei betri þátttaka
í sumarbridgemótunum
■ Nú er vetrarvertíð bridgespilara að hefjast og það þarf ekki að efast um að marga er farið að kitla í spilaputtann.
■ Nú í septemberbyrjun eru
flest bridgefélög landsins að
hefja vetrarstarfið eftir sumar-
leyfi, en spilarar landsins hafa
þó ekki verið iðjulausir í
sumar, þrátt fyrir að starfsemi
hinna hefðbundnu félaga
hafi legið niðri. Hér í Reykja-
vík hefur veriö spilað reglulega
tvisvar í viku í sumar, annars-
vcgar á vegum Reykjavíkur-
sambandsins og hinsvegar hjá
Bridgedeild Skagfirðinga og
yfir 100 pör hafaþannigspilað í
hverri viku að meðaltali.
í Bikarkeppni Bridgesam-
bandsins var metþátttaka í
sumar, yfir 40 sveitir, og nokk-
ur Bridgefélög úti á landi héldu
helgarmót þannig að segja má
að sumarstarfsemin í ár hafi
slagað hátt upp í vetrar-
starfsemina og er það aö sjálf-
sögðu vel.
Virk almenn þátttaka í
bridgeíþróttinni er auövitað
grundvöllurinn undir styrk-
leika íslands sem bridgeþjóðar
og góða frammistöðu á erlend-
um mótum. Og þessi grund-
völlur er svo sannarlega fyrir
hendi, ef marka rná nýliðið
sumar. Þá er bara að halda
áfram að byggja ofan á og það
þarf forusta bridgehreyfingar-
innar að gera.
Ennóvæntbikarúrslit
■ Enn urðu nokkuð óvænt
úrslit í Bikarkeppninni þegar
sveit ísaks Arnar Sigurðssonar
vann sveit Jóns Hjaltasonar í
undanúrslitunum sem fóru
fram um helgina, ogsigur ísaks
var nokkuð öruggur því hann
vann þrjár lotur af fjórum. í
hinum undanúrslitaleiknum
áttust við sveitir Arnar Einars-
sonar frá Akureyri og Eðvards
Hallgrímssonar frá Skaga-
strönd. Þar átti Örn 53 impa
fyrir síðustu lotu, en sú fór
56-3 fyrir Eðvard. Sveitirnar
skildu því jafnar en Erni var
dæmdur sigurinn þar sem hann
var hærri fyrir síðustu lotu.
Einhverra hluta vegna var
ákveðið að úrslitaleikurinn
yrði ekki fyrr en um næstu
helgi, en í keppnisreglum segir
að undanúrslit og úrslit skuli
spiluð um sömu helgi. Svo
Akureyringarnir þurfa að
koma aftur í bæinn til að spila
við Isak, og verður leikurinn á
hótel Hofi.
Sumarbridge Skag-
firðinga
34 pör mættu til leiks sl.
þriðjudag í Drangey. Spilað
var í 3 riðlum og urðu úrslit
þessi (efstu pör):
A)
Jakob Ragnarsson -
Jón Steinar Ingólfsson 199
Henning Haraldsson -
Óli Björn Gunnarsson 171
Margrét Margeirsdóttir -
Nanna Ágústsdóttir 166
Karl Logason -
Þorfinnur Karlsson 164
B)
Steingrímur Þórisson -
Þórir Leifsson 131
Björn Jónsson -
Þórður Jónsson 120
Anton R. Gunnarsson -
Friðjón Þórhallsson 128
Bernódus Kristinsson -
Þórður Björnsson 117
C)
Matthías Þorvaldsson -
Hrannar Erlingsson 147
Hermann Lárusson -
Sævin Bjarnason 129
Lárus Hermannsson -
Hjálmar Pálsson 121
Vilhjálmur Einarsson -
Sigmar Jónsson 107
Og að 15 kvöldum loknum í
Sumarbridge Skagfirðinga, er
Ijóst að Anton Reynir Gunn-
arsson er sigurvegari sumars-
ins. Hann hlaut samtals 15
stig. Næstir í röðinni urðu:
Friðjón Þórhallsson og Stein-
grímur Jónasson 10. Matthías
Þorvldsson 9,5. Þórir Leifsson,
Steingrímur Þórisson, Tómas
Sigurjónsson, Þórarinn Árna-
son, Guðmundur Auðunsson
og Sveinn Þorvaldsson.
Sumarkeppni Skagfirðinga
lýkur næsta þriðjudag, með
verðlaunaafhendigu. Annan
þriðjudag hefst svo Baro-
meter-tvímenningur hjá félag-
inu og er skráning þegar komin
af stað. Þeir sem hafa hug á
þátttöku geta haft samband
við Ólaf (18350-16538) eða
Sigmar (687070). Barometer-
inn stendur í 5 kvöld, miðað
við 36 para þátttöku.
Opið mót
í Hallormsstað
Siglfirðingarnir Ásgrímur og
Jón Sigurbjörnssynir sigruðu á
fyrsta opna mótinu sem haldið
hefur verið á Austurlandi um
síðustu mánaðarmót. Bræð-
urnir stálu sigrinum í síðustu
umferðinni af þeim Páli Vald-
emarssyni og Val Sigurðssyni
sem höfðu haft forystu nær allt
mótið.
Alls tóku 30 pör þátt í mót-
inu og efstu pör voru þessi:
Ásgrímur Sigurbjörnsson-
Jón Sigurbjörnsson Páll Valdemarsson- 242
Valur Sigurðsson Kristján Kristjánsson- 222
Bogi Níelsson Kristján Blöndal- 174
Valgarð Blöndal Aðalsteinn Jónsson- 139
Sölvi Sigurðsson Hallgímur Hallgrímsson- 138
Sigmundur Stefánsson 91
Ætlun Austfirðinga er að
mót sem þetta í Hallormsstað
verði árvisst enda mikil lyfti-
stöng að fá þekkta spilara til
keppni heim í hérað. Forseti
Bridgesambandsins, Björn
Theódórsson var í hópi kepp-
enda og vakti hann athygli á
þætti sem skipar móti þessu í
nokkurt öndvegi. Að lokinni
keppni á laugardag var sameig-
inlegur kvöldverður og
verðlaunaafhending þar sem
aðkomuspilarar og leiðandi
heimamenn áttu saman
kvöldstund í ró og næði.
Vestf jarðamót í
tvímenning 1985:
Júlíus Sigurjónsson Bolung-
arvík og Jakob Kristinsson Ak-
ureyri, sem kepptu sem gesta-
par á Vestfjarðamótinu í tví-
menningskeppni, sem háð var
á ísafirði um síðustu helgi,
sigruðu glæsilega á mótinu,
eftir að hafa leitt það mest
allan tímann.
Arnar Geir Hinriksson og
Einar Valur Kristjánsson, sem
höfnuðu í 2. sæti urðu því
Vestfjarðameistarar í tví-
menning 1985, annað árið í
röð.
28 pör tóku þátt í mótinu,
sem er fjölmennasta mót þar
vestra í fjölda ára, ef ekki frá
byrjun.
Röð efstu para varð þessi:
1. Jakob Kristinsson- Júlíus
Sigurjónsson Ak./Bol.vík 241
stig.
2. Arnar Geir Hinriksson-
Einar Valur Kristjánsson ísafj.
195 stig.
3. Steinberg Rikharðsson-
Tryggvi Bjarnason Táknafirði
163 stig.
4. Hafsteinn Jónsson-Rögn-
valdurlngólfsson. Bol/vík 125.
stig.
5. Hans Magnússon-Hrólfur
Guðmundsson Hólmavík 82
stig.
Spiluð voru 3 spil milli para,
alls 81 spil með Barometer-
fyrirkomulagi. Keppnisstjóri
var Ólafur Lárusson.
Eftir mót, tilkynnti forseti
svæðasambandsins, Ævar Jón-
assonTálknafirði, aðmeistara-
mótið í sveitakeppni verði
haldið í vor, síðustu helgi í maí
á Hólmavík.
Bridgedeild Breið-
firðinga
Vetrarspilamennskan hefst
fimmtudagin 12. september kl.
19.30 í Hreyfilshúsinu við
Grensásveg. Fyrst á dagskrá er
eins kvölds tvímenningur.
Aðaltvímenningur félagsins
hefst stíðan 19. september.
Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Frá Bridgefélagi
Akureyrar
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í Félagsborg, þriðju-
daginn 10. september. Á
dagskrá eru venjuleg aðalfund-
arstörf, verðlaunaafhendingar
og stjórnarkjör.
Hauststarfsemin hefst með
eins kvölds tvímenningskeppni
17. september. Gefendurverð-
launa í þeirri keppni er Skipa-
afgreiðsla KEA. Spilað verður
í Félagsborg, og hefst spila-
mennska kl. 19.30. Allt spila-
áhugafólk velkomið.
Þriðjudagin 24. september
hefst svo Bautamótið, sem er
4 kvölda tvímenningskeppni.
Bautinn og Smiðjan sjá um
verðlaunahliðina á því móti.