NT - 21.09.1985, Side 9

NT - 21.09.1985, Side 9
Laugardagur 21. september 1985 9 fram: fullt starf umtalsverða launa- uppbót. Annars ber það ef til vill frelsishernum og skipulags- hæfileikum þeirra verðugast vitni, að það borgar sig ekki fyrir hjúkrunarfræðing að vera í fullri vinnu. Þeir hafa mun meira uppúr því að skrá sig í 'háift starf og taka svo „extra- vaktir“ sem nemur hinum helmingnum. Á þennan hátt geta þeir drýgt laun sín um 10 þúsund krónur á mánuði. En því miður má ekki hækka fastakaupið!! En frelsisherinn og heil- brigðismálapostular hans láta ekki deigan síga, heilbrigðis- kerfið skal einkavætt. Eins og við mátti búast eru það reyk- vískir frelsishermenn sem ganga á undan í þessurn efnum. í fyrra vetur afsalaði Reykjavíkurborg sér allri ábyrgð af áfengisvörnum og fékk þær SÁÁ í hendur, þrátt fyrir að slíkt væri ekki talið fýsilegt af þeim mönnum sem einna mesta reynslu og þekk- ingu hafa af áfengisvörnum á íslandi. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr starfi SÁÁ heldur því viðhorfi frels- ishersins að heilsugæslu og öllu amstrinu af henni skuli komið yfir á einkaaðila, hvað sem tautar og raular. Frelsishetjan talar Petta nánast trúarlega boð- orð er nú enn einu sinni á dagskrá hér í Reykjavík í sambandi við útboð á rekstrin- um á heilsugæslustöðinni í Drápuhlíð. {hádegisútvarpinu í gær, ræddi fréttamaður við þann frelsishermanninn sem kom með þessa tillögu í hcil- brigðisráði, Katrínu Fjeldsted. Par reis andagift frelsishersins einna hæst og sýndi svo ekki varð um villst hverjir djúpvitr- ingar og hagkvæmnishugsuðir eru þarna á ferð. Eftir að hafa velt yfir því vöngum frammi fyrir alþjóð að trúlega væri það gíæpur þegar lög eru brotin, svaraði Katrín spurningum tréttamanns nánast út í hött. Víst sagði hún það alkunna staðreynd að rekstur heilsu- gæslustöðvanna hefði reynst sérstaklega hagkvæmur, en nú skyldi gera tilraun - tilraunar- innar vegna. Hún hefði allt eins getað sagt hlustendum að þeim kæmi ekki við hvers vegna bjóða ætti út rekstur heilsugæslunnar. Tilraunir sagð- ist þessi hámenntaða frelsis- hetja ekki gera í einhverjum tilgangi og því ættu menn ekki að vera að spyrja um ástæður eða hugsanlegar útkomur. Henni fannst ekki einu sinni taka því að fóðra þetta útboð með því að verið væri að auka hagkvæmni, enda yrði það efa- laust of flókið mál fyrir hlust- endur að skilja. En fáuni dett- ur víst annað í hug en þessi tilraun sé enn einn liðurinn í því að einkavæða heilbrigðis- kerfið. Hrokinn og mannfyrir- litningin sem skín út úr svona málílutningi er því miður al- gengur hjá frelsishernum, sern varla mun una sér hvíldar fyrr en viðskeytið „einka" verður komið fyrir framan alla þá þjónustu sem ríkið nú veitir landsmönnum. Ef sá draumur þeirra rætist geta þeir í einkasamkvæmum talað um gildi einkaskóla, einkaspítala, einkatrygginga og svo vitanlega einkatilrauna sem ekki þurfa að vera gerðar af neinni ástæðu annarri en þeirri að frelsishernum datt í hug að gera nú svolítið einka- átak. Megi sá dagur vera langt undan að þessi draumur rætist og því fyrr sem Islendingar losna frá þessum ófögnuði því betra. Birgir Guðmundsson gangi í launamálapólitíkinni, þegar saman fer vanmat á eigin vinnuframlagi og áhugaleysi á þeim leiðum sem þó eru tiltæk- ar til að breyta hlutunum. Ég vinn hjá verkalýðsfélagi og það er sama sagan þar og í flestum öðrum slíkum félög- um, ákaflega mikil félags- deyfð, þó innan um séu ein- staklingar sem hafa virkilegan áhuga á að breyta kiörum sínum til batnaðar með pví að leggja eitthvað á sig sjálfir. Það er með kjaramálin eins og svo rnörg önnur mál sem snerta heildina, við ræðum vandann fram og aftur, við sjáum ótal lausnir meðan við tölum saman yfir kaffibolla í eldhúsinu, síðan ekki söguna meir. Þetta dugir ekki, konur verða að ræða málin og berjast fyrir úrbótum á réttum víg- stöðvum. Það er á vinnustaðn- um sjálfum og með því að standa við bakið á trúnaðar- manni vinnustaðarins og síðast en ekki síst að vera virkar í starfi stéttarfélagsins. Konur eru allt of tregar til að taka við hvers kyns trúnað- arstörfum fyrir hönd stéttar- félaga, oft végna þess að þær vantreysta sér sökutn reynslu- leysins, einnig vegna hræðslu við óvinsældir trúnaðarstarfs- ins og þegar á reyni standi vinnufélagarnir ekki nógu þétt saman. Því miður eru dæmi um slíkt alltaf að gerast vegna þess að fólki finnst það ekki í þess verkhring að vinna að eigin kjarabótum, heldur sé það forustumannanna í verka- lýðshreyfingunni. En forustan nær aldrei lengra en hinn almenni félags- maður hefur áhuga á sjálfur, ef hann er óvirkur, er forustan lömuð. Þá finnst mér það dragbítur innan kjarabaráttunnar, hvað við vitum lítið og erum áhuga- litlar um störf og kjör hverrar annarrai. Það næst aldrei nein samstaða eða áhugi til brcyt- inga, nema vandamálin sem fjallað er um hverju sinni, séu öllum kunn. 85-nefndin á Akureyri hefur haft forgöngu um vikulegan þátt í blaðinu Degi undanfarna mánuði, sem nefnist kvenna- kjör. Þar hafa konur frá ólík- um vinnustöðum lýst störfum sínum, aðbúnaði og kjörum. Það gekk illa að hleypa þessum þætti af stokkunum, því konur voru hræddar við að segja frá einhverju sem neikvætt var við vinnustaðinn, vegna ótta við atvinnurekandann. En eftir að fyrsta viðtalið birtist, komu fleiri í kjölfarið og eitt er víst að margt athyglisvert hefur komið fram í þessum þáttum sem líta má á sem jákvæða tilraun til fræðslu og upplýs- inga um hin ólíku störf og kjör kvenna. Á þessu síðasta ári kvenna- áratugarins líta konur til baka og sjá, að vissulega hefur margt áunnist í jafnréttismál- um síðustu tíu árin. Hvað varðar launamál kvenna, þá er ljóst að lítið hefur miðað á tímabilinu og á sumum sviðum er um afturför að ræða. Á fundi í miðstjórn ASÍ í janúar síðastliðinn, var sam- þykkt tillaga þess efnis að livetja þær nefndir sem annast undirbúning vegna loka kvennaáratugarins, til að taka launamál kvenna til umfjöllun- ar og gera þau að aðaímáli í þeim aðgerðum sem framund- an eru vegna loka kvennaára- tugar Sameinuðu þjóðanna. Á Akureyri er starfandi ’85 nefnd, á svipaðan hátt og í Reykjavík og undirbýr hún ýmsar sýningar og uppákomur vegna ársins. Ákveðið hefur verið að hvetja konur til að endurtaka kvennafiídaginn og leggja niður vinnu, utan heim- ilis, sem innan, 24, október n.k. oghalda fundi um launamálin. Þær raddir hafa heyrst að ekki sé hægt að endurtaka þá miklu þátttöku og stemning- una sem ríkti 24. október 1975. Annað kom þó í Ijós á fjöl- mennum fundi á Ákureyri í vetur. Bæði kom fram hjá eldri konum eftirsjá vegna þess að þær tóku ekki þátt 1975, en sögðust hiklaust verða mcð nú. Einnig kom fram sú ábend- ing frá ungum konum að l() árgangar kvenna hefðu bæst við hópinn frá 1975 og þær konur hefðu ekki hvað síst ástæðu til að ræða þessi mál. Ég vil að lokum nota þetta tækifæri'hér til að hvetja ykkur allar, hvar og hvernig sem störfum ykkar kann að vera háttað, að hugleiða hvort ekki sé ærin ástæða fyrir konur að taka sér frí einn dag og nota hann til að kryfja til mergjar stöðuna í launamálum kvenna og jafnframt leiða til úrbóta. Staðreyndin er nefnilega sú, að við verðum að gera það sjálfar, því það gerir það eng- inn annar fyrir okkur. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. ■ Greinahöfundarnir í hópi landsfundarfulltrúa á Laugarvatni. Gerður situr vinstra megin á miðri mynd og Úlfhildur til hægri. Úlfhiidur Rögnvaldsdóttir: Dragbítur innan kjarabaráttunnar hve áhugalitlar við erumumstörf ogkjör ■ „Véróskumfullsjafnréttis fyrir konur og karla að lögum og í framkvæmd laganna, og vér viljum gera alla þjóðina færa um að nota sér slík rétt- indi. Vér óskum að tryggja konum jafngóð lífsskilyrði og körlum við alla þá atvinnu sem þær komast að.“ Þessar óskir bar Bríet Bjarn- héðinsdóttir fram í ræðu sem hún flutti á hátíðisdegi kvenna 19. júní 1918. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og lög um launajöfnuð karla og kvenna tók gildi í áföngum á árunum 1961-67 og lög um jafnrétti kvenna og karla árið 1976. En hún Bríet hefur séð það þarna um árið að ekki er nóg að hafa lögin fullgild, ef menn láta sér framkvæmd þeirra í léttu rúmi liggja. Það er í sjálfu sér ekki einfalt mál að framfylgja lög- um sem kveða á um að greiða skuli konum'og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf, því alltaf er erfitt að vega og meta þegar verið er að bera slfkt saman. En staðreyndin er nú samt sú að hefðbundnu kvenna- störfin virðast alltaf lenda neð- ar í starfsmati, miðað við önn- ur hliðstæð störf. Við höfum í höndunum niðurstöður úr ótal könnunum sem gerðar hafa verið á undan- förnum árum sem segja m.a.: Skipting í karla og kvennastörf er augljós, meiri hluti kvenna vinnur við þjónustu-, verslun- ar- og iðnaðarstörf, þær eru í meirihluta í störfum ófaglærðs verkafólks, þær eru mun færri í stéttum eigenda, sérfræðinga, stjórnenda og faglærðra, mjög margar konur vinna hlutastörf. Þegar laun hafa verið um- reiknuð og miðuð við fullt starf allt árið kemur í Ijós að karlar liafa að jafnaði 49% hærri laun en konur. Auk þessa er mikill rnunur á launum kvenna innbyrðis eftir búsetu, en vegna mikillar þenslu í atvinnulífi í Reykjavík undan- farið, hafa laun þar hækkað langt umfram laun annars stað- ar á landinu. Ég held að niðurstöður þess- ara kannana hafi ekki komið konum svo mjög á óvart hvað launamismun kynja varðar, því vafalaust þekkja flestar útivinnandi konur dæmi um slíkt frá eigin vinnustað. Ástæðurnar eru ótalmargar. Hin aldagamla verkaskipting kynjanna á sér djúpar rætur. Litið er á karlinn sem fyrir- vinnu heimilisins. Konur fara síður í langskólanám. Virðing- arleysi og vanmat er á þeim störfum sem unnin eru inni á heimilunum. Þetta vanmat er því miður allt of algent meðal okkar kvenna og við erum gjamar á að sætta okkur við lítið. Bónusvinna sem viðgengst í mörgum kvennastarfsgreinum er kafli út af fyrir sig sem ég hætti mér ekki inná að þessu sinni. Algengt er að giftar konur líti á laun sín sem viðbót við tekjur húsbóndans og því skipti ekki öllu máli hvort þau séu aðeins hærri eða lægri. þar sem aðeins sé um hlutastarf að ræða. Þetta bitnar svo á konum sem þurfa að sjá íyrir öðrum á einföldum launum og stað- reynd er það, að þeim fer fjölgandi konunum sem eru fyrirvinnur heimila. Oft hefur heyrst að ekki sé við að búast breytingum á kjör- urn kvenna innan blandaðra stéttarfélaga, þar sem karlar ráða lögum og lofum og við- semjcndur undantekningarlítið karlar. En það hefur sýnt sig að málin ganga ekkert skár hjá félögum sem eru kynskipt. Það er nefnilega ekki aðal- atriðiö hvort formaður stéttar- félagsins er karl eða kona, það sem skiptir máli er áhugi og samstaða félaganna sjálfra um málefni heildarinnar. Ég veit að konur scm vinna langan vinnudag utan heimilis og innan finnst það lítið spenn- andi að sækja fundi í stéttarfé- laginu, þegar úr mörgu er að velja til að verja frítímanum. Én er ekki von að hægt þeim sem hafa með heilbrigð- ismál að gera. Láglaunastefna stjórnvalda hefur eins og áður segir leitt til stórfellds flótta hjúkrunarfræðinga í önnur störf. Nú er málum svo komið að heilu deildirnar eru lokaðar vegna skorts á starfsfólki (sbr. t.d önnur barnadeildin á Landspítalanum). Allstaðar vantar hjúkrunarfræðinga og til að koma í veg fyrir kata- strófu hafa Akureyringar haft visku til að bjóða þeim hjúkr- unarfræðingum sem koma í y

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.