NT - 21.09.1985, Side 14

NT - 21.09.1985, Side 14
Kvótinn: 3ja ára áætl- uninni seinkar ■ Útreikningar Hafrannsóknar- stofnunar, sem sjávarútvegsráðherra ætlaði að byggja þriggja ára kvótaá- ætlun sína á og skila átti í gær seinkar um nokkra daga. Að sögn Jakobs Jakobssonar, for- stjóra Hafrannsóknarstofnunar hefur verkið dregist á langinn en er þó að skríða saman núna. Sagði hann að niðurstöðurnar yrðu kynntar ráð- herra nk. þriðjudag og fjölmiðlum svo í kjölfar þess. Nú hækkar í strætó ■ Frá og með 23. september hækka fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur. Einstök fargjöld fyrir'fullorðna kosta nú 25 krónur, farmiðaspjöld með 4 miðum kosta 100 krónur og farmiða- spjöld með 26 miðum kosta 500 krónur. Einstök fargjöld barna kosta 7 krónur og farmiðaspjöld með 20 mið- um kosta 100 krónur. Farmiðaspjöld aldraðra og öryrkja með 26 miðurn kosta nú 100 krónur. Fegrun umhverfis að færast í vðxt ■ Talsverð aukning hefur verið í trjá- og runnasölu það sem af er árs miðað við árið 1984. Árið 1984 seldust rúmlega 18 þúsund plöntur en nú í ár hafa selst yfir 20 þúsund plöntur. Steingrímur Benediktsson starfsmað- ur Ræktunarstöðvarinnar í Laugardal sagði að þeir hjá Ræktunarstöðinm rækt- uðu eingöngu tré og runna fyrir opinber- ar stofnanir, mest þó fyrir borgarfyrir- tæki. Hann sagði að talsverð breyting væri í þá átt að stjórnendum fyrirtækja þætti það nauðsyn að fegra og prýða umhverf- ið og væri það mjög jákvætt. Steingrímur sagði einnig að talsverð aukning hafi verið í sölu sumarblóma í ár, en í fyrra voru seldar um 133 þúsund plöntur en salan í ár hefur farið yfir 150 þúsund plöntur. í Ræktunarstöðinni er sem fyrr segir mikið uppeldi á trjáplöntum og sagði Steingrímur að mikið væri farið að rækta í pokum og pottum sem gerði það hægará að gróðursetja fram eftir öllu sumri. Skólafólk er nú horfið af vettvangi og sagði Steingrímur að nú vantaði fólk, en fastir starfsmenn væru þó allt árið við umönnun plantnanna. Borgarstjórn: Skúlagötuskipu' lagið samþykkt ■ Meirihlutinn í borgarstjórn samþykkti Skúlagötuskipulagið svokallaða áfyrsta fundi borgar- stjórnar í fyrrakvöld. Minni- hlutinn greiddi hins vegar at- kvæðí á móti. Samþykktin felur í sér að skipulagið verður nú auglýst og verður sent Skipulagsráði ríkis- ins til skoðunar. Að því loknu verður það endanlega lagt fyrir borgarstjórn til samþykktar. Minnihlutinn lagði fram bók- un í málinu og Kvennaframboð- ið flutti tillögu þar sem meðal annars var kveðið á um að borgarstjórn hæfi viðræður við eigendur Kveldúlfsskála með kaup á húsinu í huga. Borgarstjórnarfundurinn stóð í 1J. klukkustundir og Skúlagötuskipulagið var síðast á dagskránni og gagnrýndu full- trúar minnihlutans að umræða um þetta umfangsmikla mál ætti sér stað á þessum tíma þegar íbúar í hverfinu gætu ekki mætt á áhorfendapalla og borgarfull- trúar væru allir orðnir kúgupp- gefnir. taugardægur 21. —ptmbr 1985 14 - ■ Það stefnir í að 140-150 manns verði verkefnalausir með áframhaldandi verkfalli viðgerðarmanna. Áburðarverksmiðjan: Fjöldi starfsmanna orðinn verkefnalaus ■ „Með þessu áframhaldi ntunu 140-150 manns verða verkefnalausir hérna í verksmiðjunni vegna véla- stöðvana," sagði Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Áburðarverk- smiðjunnar um verkfal! vélaviðgerða- manna þar. Að sögn Guðlaugs Þorvalds’sönar ríkissáttasemjara, hefurennþáekkert gerst í samningamálum, og enginn samningafundur hefur verið boðaður. „Þegar er fjöldi manns orðinn verk- efnalaushérna vegnaþessaðáburð- arframleiðsla liggur niðri,“ sagði Hákon Björnsson einnig. „Við verð- um að tína eitthvað til handa þeim að gera, svo menn sitji ekki aðgerðalaus- ir. Þegar ammoníaksframleiðsla fer að stöðvast líka, á ástandið eftir að versna um helming," sagði Hákon að lokum.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.