NT

Ulloq

NT - 21.09.1985, Qupperneq 23

NT - 21.09.1985, Qupperneq 23
Laugardagur 21. september 1985 23 íþróttir Drengjalandsleikur: Skotar mæta ■ ísland og Skotland leiká fyrri leik sinn í Evrópukeppni drengjalandsliða, mánudaginn 23. sept. n.k. á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 17.00. Lárus Loftsson þjálfari hefur valið eftirtalda pilta til að taka þátt í leiknum. Markmenn: Orri Ýrar Smárason, Karl Jónsson Aðrirleikmenn: Þormóður Egilsson, Gísli Bjömsson Egill Ö. Einarsson Bjarni Benidiktsson Selfoss Þrótti K.R. Selfoss Þrótti, fyrirliði Stjörnunni Rúnar Kristinsson K.R. Steinar Adolísson Vikingi, Ól. Haraldur Ingóifsson Í.A. Tryggvi Tryggvason Í.A. Páll V. Gislason Þór Ak. ÓlafurViggósson Þrótti, Nes. Magnúr, Gunnarsson Þrótti Valdiraar Kristófersson Stjörnunni Gunnlaugur Einarsson Val Gunnar Guðmundsson Í.K. Síðari leikur iiðanna fer fram í Skotlandi 7. október n.k. Dómari á mánudaginn er Kurt Horsted og er sá danskur. Að- gangur er ókeypis og er fólk hvatt til að mæta á völlinn. ...Ken Robertson, íþótta- skrifari á breska blaðinu Sunday Express, var hér á ferð um daginn og hafði góða sögu að segja. Að kvöldlagi eftir leik Wales- búa og Skota um daginn læddust nokkrir skoskir kappar inn á leikvöllinn í Cardiff og skáru ósköp snyrtilega upp vítapunkt- inn og höfðu með sér á brott, en á þeim punkti réðust líklega örlög Skota því þeim tókst að jafna úr vítaspyrnu stuttu fyrir leikslok og tryggja sér sem næst sæti í næstu heimsmeistarakeppni... ■ Ólafur Lárusson er einn þeirra handknattleiksmanna er mikið mun mæða á næstu mánuði þvi handboltavertíðin er að fara í gang. íþróttir - stjórnmál ■ Forystumenn Ólympíunefnda Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skrifuðu undir samkomulag um síð- ustu helgi þar sem kveðið var á um aukna samvinnu og styrkingu Óiympíunefnda þessara tveggja ríkja. Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, sagði í Indianapolis, þar sem skjalið var undirritað, að þessi atburður væri mikilvægur yfir frekari samskipti risa- veldanna á íþróttasviðinu.“ Samningurinn kveður á um aukna samvinnu í íþróttum milli þessara tveggja þjóða sem á að felast í heimsóknum til æfingabúða hvorrar annarar, skiptum á sérfræðingum á íþróttasviðinu s.s. íþróttalæknum og þjálfurum o.fl. Rovert Helmick, forseti banda- rísku Ólympíunefndarinnar, sagði m.a.: „Petta samkomulag verður von- andi til þess að íþróttamenn og konur frá öllum heimshornum geti mæst reglulega í keppni.“ Marat Gramov, forseti sovésku Ólympíunefndarinnar, sagði að skjal- ið væri „hvatning til alls fólks að halda vináttu og frið.“ Sovétmenn voru í lokin spurðir hvort þeir myndu þá mæta á Olym- píuleikana í Seoul 1988 en svöruðu því til að sú ákvörðun yrði tekin þegar þar að kæmi. Þess má geta að risaveldin mættust síðast á Ólympíu- leikjum 1976 í Móntreal. Bandaríkin mættu ekki til leiks 1980 í Moskvu og Sovétríkin svöruðu fyrir sig með að hunsa ólympíuleikana í Los Angeles á síðasta ári. Íþróttir helgarinnar ■ Já, handboltinn byrjar formlega um þessa helgi og framundan er stíf dagskrá og spennandi keppni. í dag leika í 2. deild H.K. og Grótta og hefst leikurinn kl. 14.00 í íþróttahúsinu, Digranesi. A sama tíma leika í Eyjum Þór og Haukar. Á morgun byrjar síðan 1. deildin. F.H. og Valur eigast við í Hafnarfirði kl. 14.00 og á sama tíma byrjar í Seljaskóla leikur Fram og Stjörnunnar. Eftir þann leik keppa svo Þróttur og Víkingur. í 2. deild leika U.B.K. og Í.R. kl. 20.00 í Digranesi og í Seljaskóla keppa Ármann og Afturelding kl. 16.30. Karfa: Reykjavíkurmótinu verður fram haldið í Hagaskóla í dag og á morgun og það sama er að segja um Reykjanes- mótið sem haldið er í íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi. Knattspyrna: Fram mætir Glentoran á Laugar- dalsvelli í dag kl. 13.00 og verður þar eflaust um hörkuviðureign að ræða. Kraftlyftingar: Nú um helgina fer fram í Soest í V-Þýskalandi heimsmeistaramót ung- linga í kraftlyftingum og vert er að geta að þar gæti landinn átt eftir að standa sig vel. Mótinu lýkur á morgun. FYRSTA FISKfUDIS AISLANDI í Laugardalshöll dagana 18.-22. september Alþjóðleg sýning um íslenskt hagsmunamál Alþjóðlega fiskeldissýningin í Laugardalshöll er fyrsta sýning sinnar tegundar hér á landi. Hér er fjallað markvisst um nýja og ört vaxandi atvinnugrein sem miklar vonir eru bundnar við. Hér finnur þú á einum stað allt sem máli skiptir fyrir framtíð fiskeldis á íslandi. Innlendir og erlendir aðilar kynna framleiðslu sína, varpað er Ijósi á þá möguleika sem fyrir hendi eru og gefið er yfirlit yfir þær leiðirsem færareru að settu marki. Markmiðið með sýningunni er að hjálpa mönnum að finna bestu leiðina, hvetja athafnamenn til dáða og vekja sem flesta til umhugsunar um þau miklu tækifæri sem bíða okkar í fiskeldi hér á landi. Meðal þess sem kynnt er: Rafeindabúnaður til mælingar, • flokkunar og eftirlits Tölvustýrðir fóðurgjafar • Tankar, búr og ker • Lyf og lækningatæki • Öryggisbúnaður • Hreinsibúnaður og dælur • Teljarar, vogir og mælar • Óryggis- og burðarnet • Flotbúnaður, þéttibúnaður og skilrúm • Gæðaeftirlitsbúnaður • Ráðgjafarþjónusta ■ Myndbandakynningar ■ Svæðakynningar ■ Jarðvarmanýting ■ Landnýting ■ Sýningarsvæðið í Laugardalshöll Smakkið afurðirnar! Til að gefa gestum færi á að kynnast því ágæta hráefni sem eldisfiskurinn er, munu matreiðslumeistarar frá Gauki á Stöng bjóða upp á gómsæta rétti þar sem eldisfiskurinn er í aðalhlutverki. Sýningin stendur aðeins í 5 daga Sýningin stendurfrá 18.-22. september ogeropinfrákl. 11.00 - 19.00 alla sýningardagana. JÍe „n # Industrial and Tfade Fairs International Limited

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.