NT - 13.11.1985, Síða 3

NT - 13.11.1985, Síða 3
Miðvikudagur 13.' nóvember 1933' *' 3 't: ■ Hópurinn sem um helgina setti heimsmet í hringtorgsakstri ásamt fararskjót- anum: í efri röð er Ágúst Ólafsson, Aðalsteinn Þórarinsson og Sigurður S. Pálsson. í neðri röð eru Sigurður Þorsteinsson, Steingrímur Biarnason og Björn Ingi Stefánsson. Heimsmet í hringakstri ■ Glæsilegt heimsmet í hringtorgs- akstri var sctt á Hagatorgi í Reykja- vík um helgina, en á laugardag og aðfaranótt sunnudags óku sex nemendur úr MR skódabifreið 1866 hringi um torgið á 15 tímum, 552 km alls. Ekki er vitað til að keppt hafi verið áður í þessari grein og því hafa vottfestar upplýsingar um afrekið ver- ið afhentar Örlygi Hálfdánarsyni bókaútgefanda, en hann er fulltrúi Heimsmetabókar Guinnies hér á landi. Þing VMSÍ: Kjaramálin efst á baugi ■ Kjaramálin og þá einkum samn- ingarnir upp úr áramótum verða aðalmál 12. þings Verkamannasam- bandsins, sem haldið verður um næstu helgi á Hótel Loftleiðum. Þá verða skipulagsmál sambandsins einnig til umræðu. Þinghald hefst að morgni föstu- dagsins 15. nóvember og lýkur síð- degis sunnudaginn 17. nóvember. Auk kjaramála og skipulagsmála verður dagskrárliður um fiskiðnaðinn og framtíð hans og munu þeir Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater og Árni Benediktsson, forstjóri Fram- leiðni, flytja erindi og svara fyrir- spurnum. Þá verða einnig fastir dagskrárliðir eins og skýrsla stjórnar, fjárhagsáætl- un og kosning stjórnar sambandsins fyrir næsta kjörtímabil á dagskrá þingsins. Yfirlýsing frá áhugamönnum um úrbætur í húsnæðismálum: Þingmenn: nú verður fylgst með ykkur! ■ „Þingmenn: nú verður fylgst með ykkur. Það er kominn tími til þess að almenningur komi siðferðilegum böndum á svikula stjórnmálamenn." Þetta er yfirlýsing áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum, sem kynntu viðhorf sín á fundi með frétta- mönnum í gær. Húsbyggjendur gera þá kröfu til stjórnmálamannanna að þeir efni þegar fjölmörg loforð sín um úrbætur þeim til handa. M.a. vilja þeir fara að sjá eitthvað af þeim peningum sem aflað var með sölu- skattshækkun s.l. vor-sem ekki kom síst niður á lántakendum. Tillögur „húsnæðishópsins" eru þær að leiðréttingar á greiðslubyrði húsbyggjenda umfram forsendur þeg- ar lánin voru tekin, verði með tvennum hætti. Annarsvegar með skattafslætti og hins vegar með skuld- breytingum á almennum bankalán- um. Varðandi síðari tillöguna erfarið fram á að ríkisvaldið sjái til þess að lánum húsbyggjenda og kaupenda í bönkum verði skuldbreytt til a.nr.k. 15 ára, og /eða að Húsnæðisstofnun veiti aukin skuldbreytingarlán til sama tíma. „Húsnæðishópurinn1- bendir á hve gífurleg áhrif hækkun raunvaxta hafi á greiðslubyrði af lánum, sérstaklega langtímalánum. Sem dæmi er tekin afborgun af einnar milljón króna láni til 20 ára, með 50 þús. króna afborgun á ári. Væru vextir 2,5% (eins og þeir voru á árunum 1980- 1982) væri afborgun og vextir 75 þús. krónur á ári. Með 5% vöxtum, eins og nú tíðkast fer afborgunin upp í 100 þús., þ.e. hækkar um þriðjung. Færu vextirnir í 10% yrði ársgreiðslan 150 þús. eða tvöfalt hærri en með 2,5% vöxtunum. Bent er á að fjölgun nauðungar- uppboða og nýuppkomin okurglæpa- mál sýni svart á hvítu að ríkisstjórnin hafi engan vanda leyst. Þvert á móti hafi í skjóli hennar dafnað okurlána- markaður og af fréttum megi ráða að ríkisstjórnin stefni að enn frekara vaxtaokri á almenningi. Húsnæðis- hópurinn tekur því undir framkomna tillögu á Alþingi um frestun nauðung- aruppboða og gerir þá kröfu til þingmanna að þeir hætti ábyrgðar- lausu orðagjálfri og snúi sér að al- vörulausn þessa vanda. Samkomulag um skatt- greiðslur álversins Eigið fé ISAL aukið um tæpa tvo milljarða ■ Samkvæmt nýjum samningi serr Albert Guðmundsson, iðnaðarráð- herra, og dr. Dietrich Ernst, fram- kvæmdastjóri Alusuisse undirrituðu á mánudagskvöldið um endurskoðun á ákvæðum um framleiðslugjald ÍSAL, eiga öll deilumál íslensku ríkisstjórnarinnar og Alusuisse að vera úr sögunni. Samkvæmt samningnum á að taka upp nýjar reglur við útrcikning á nettóhagnaði ISAL og verða notuð sérstök viðmiðunarverð til að ákvarða söluverð á áli frá bræðslunni og kostnaðarverð á súráli og rafskaut- um til bræðslunnar í skattalegu tilliti. Þessar reglur á að endurskoða á fimm ára fresti. Þá mun Alusuisse auka eigið fé fyrirtækisins um 1,8 milljarð króna og ákvæði um eignamat og afskriftir af fastafjármunum veröa endurskoð- uð. Félagið mun halda áfram að greiða lágmarksskatt, sem svarar til 20 bandaríkjadollurum á hvert tonn af áli frá bræðslunni við útskipun og án tillits til hagnaðar. Skattur umfram þetta lágmark verður greiddur árlega með hliðsjón af hagnaöi. Verndun Mývatns: Stöðva starfsemina Hæstiréttur: stofni hún lífríkinu í hættu Fékk 10 mánaða fangelsi fyrir innbrot og fals ■ Hæstiréttur kvað nýlega upp dóm yfir konu og sambýlismanni hennar sem þráfaldlega höfðu gerst brotleg við hegningarlögin. Ýmist unnu þau saman, eða sitt í hvoru lagi með öðum einstakling- um. Stúlkunni var gefið að sitja í fangelsi í 10 mánuði og mannin- um í sex mánuði. Brot þeirra voru: Innbrot, skjalafals - þar sem nafn ábekinga var falsað, ávísanafals úr nokkrum tékkheft- um. Þá hafði stúlkan slegið eign sinni á veski sem hún fann á Austurvelli, en í því voru pening- ar og skilríki, ásamt ávísunum. Stórfelldasta brot konunnar var iinnbrot í Kaupfélag Hafnarfjarð- ar og í félagi við annan, stolið þaðan peningaskáp sem innihélt 175 þúsund krónur í peningum og ávísunum. Skaðabótakröfur voru gerðar á hendur ákærðu frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Hæst var krafa Kaupfélaes Hafnarfjarðar, eða tæp 160 þúsund. ■ Framhaldsstofnfundur Samtaka um verndum Mývatns, var haldinn sl. laugardag og voru lög og stefnuyfir- lýsing samtakanna samþykkt á honum. í stefnuyfirlýsingu samtakanna seg- ir m.a., að bendi rannsóknir á lífríki Mývatns til þess að námagröftur úr botni þess, starfræksla efnaverk- smiðju á bökkunum, röng stjórnun á framrennsli, eða önnur starfsemi við vatnið, stofni lífríki Mývatns eða umhverfis í hættu, beri þegar í stað að stöðva starfsemina. Þá segir að samtökin séu þess fullviss, að lífríki Mývatns sé svo ý einstakt og dýrmætt, að óafsakanlegt sé að setja það í hættu af mannavöld- um. Markmiðum sínum hyggjast sam- tökin ná með því að leita aðstoðar áhugamanna, stofnana og samtaka um náttúru- og umhverfisvernd, inn- lendra sem erlendra, svo og með því að kynna málstaðinn. INNKAUPASTJORAR - KAUPMENN Nýkomiö mikið úrval af gjafakössum í Old Spice - Blue Stratos og Desert Flower - Silver Plett og aðrar gjafavörur í miklu úrvali Heildverslun PÉTUR PÉTURSSON Suðurgötu 14, Símar 21020 oa 2510-« r

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.