NT


NT - 13.11.1985, Qupperneq 7

NT - 13.11.1985, Qupperneq 7
 fílíT Miðvikudagur 13. nóvember 1985 7 IlIÍ Útlönd EBE veitir fé tilnýrrarorku Brussd-Keuter: Orkumálaráðherrar Efnahags- bandalags Evrópu ákváðu nú í vikunni að veita sem svarar tólf milljörðum íslenskra króna á næstu fjórum árum til þróunar á orkulindum sem geti komið í staðinn fyrir olíu, kol og jarðgas. Orkuþróunaráætlunin, sem nær yfir tímabilið 1986 til 1989 hefur það markmið að gera ríki Efnahagsbandalagsríkj anna ekki eins háð olíu og nú er. Það verður meðal annars gert með því að styðja orkusparnað og þróun nýrrar tækni til að breyta föstum efnum í fljótandi elds- neyti. Ráðherrarnir samþykktu að það skyldi leyfilegt að bæta allt að 5% af vínanda og 3% af metanóli í bensín til að spara olíu. Stjórnvöld í ríkjum EBE vonast til þess að þetta verði til að minnka sykur- og kornfjallið í bandalaginu þar sem nú sé hægt að brugga áfengt eldsneyti úr þeim. Júgóslavar vilja fá kjarnorkuver Bclgrad-Rcutcr: ■ Júgóslavar stefna að því að reisa fjögur kjarnorkuver sem framleiði samtals 4000 mega- wött af rafmagni fyrir lok þess- arar aldrar. Þeir hafa þegar hafið samningaviðræður við er- lend kjarorkufyrirtæki um smíði á verunum sem talið er að muni kosta um tíu milljarða dollara (420 milljarða ísl. króna.) Smíði kjarnorkuveranna er liður í áætlun Júgóslava um rúmlega tvöföldun raforku- framleiðslunnar úr 19.000 megawöttum í 41.000 við lok þessarar aldar. Stjórnvöld í Júgslavíu segja þessa miklu aukningu raforku- framleiðslunnar nauðsynlega til þess að Júgóslavar geti aukið framleiðslu sína á öðrum svið- um nægjanlega mikið til að greiða eriendar skuldir sínar sem nú nema 20 milljörðum dollara (580 milljarðar ísl. kr.). Milan Pavicevic yfirmaður kjarnorkuþróunarnefndar Júgóslava segir að stefnt sé að því að hefja smíði fyrsta kjarn- orkuversins árið 1987, vinna við annað kjarnorkuverið hefjist 1991, hið þriðja árið 1994 og hið fjórða árið 1996. Tékkar óttast guðsorð Vín-Reuter ■ Tékkneska lögreglan handtók fyrir nokkru tvo slóvakíska nemendur fyrir að hafa biblíur fyrir börn og önnur helgirit í bíl sínum að sögn fréttastofu austurrískra kaþólika, Kathpress. Biblíurnar fundust við venjulega umferðarskoð- un í ágúst síðastliðnum. Annar stúdentinn, sem heitir Marek Rohacek, var látinn laus eftir þriggja daga varðhald en að sögn Kathpress hefur lögreglan hinn stúdentinn, Jan Vecan, enn í haldi. Tékknesk yfirvöld eru nú að kanna hvort stúd- entarnir hafi verið að dreifa ólöglegum bók- menntum í Tékkóslóvak- íu. Auk biblíunnar fann lögreglan m.a. tékkneskar þýðingar á ræðum banda- ríska klerksins Billy Grahams. Tékkneska ríkið hefur einokun á allri útgáfu trúárrita í Tékkóslóvakíu og eru þau ritskoðuð ræki- lega og upplag þeirra veru- lega takmarkað. ■ Þessi mynd var tekin af halastjörnu Halleys með sjónauka fyrir skömmu. Nú er að styttast í að við getum séð hana með berum augum og hafa augnfráir stjörnufræðingar nú þegar komið auga á hana. Halastjarna Halleys sést án sjónauka Pasaden-Rculcr: ■ Bandarískir og brcskir stjörnufræðingar hafa greint halastjörnu Halleys ntcð ber- um augum frá stjörnuathugun- Kaliforníu og á Hawai nú í vikunni. Halastjarna Halleys kentur í námunda við jörðina á 76 ára fresti. Hún er nú að nálgast arstöðum á fjallstindum í aftur og hafa stjörnufræðingar Tækniræktun slæm fyrir áburðar- og eituriðnað Genf-Reuter ■ Alþjóðasamtök verkalýsðfé- laga, ILO, sem hafa höfuðbæki- stöðvar í Genf, segja að háþró- uð tækniræktun með aðstoð líf- tækni geti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir Iönd sem flytji mikið út af landbúnaðarvörum og fyrirtæki sem framleiði áburð og skordýraeitur. Þetta kemur fram í grein sem birtist í álgagni samtakanna, sem heitir Alþjóðavinnutíma- ritið (International Labour Re- view). Þar er m.a. bent á að takist Sovétmönnum að fram- leiða nægjanlega mikið dýrafóð- ur fyrir innanlandsmarkað með líftækniaðferðum muni slíkt óhjákvæmilega hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir kornútflytjendur í Bandaríkj- unum og fíeiri ríkjum. ILO bendir á að framleiðsla á .gervisykri hefur þegar valdið sykurframleiðendum í ríkjum þriðja heimsins miklu tjóni þar sem eftirspurn eftir náttúruleg- um sykri hafi minnkað ogsykur- verð lækkað. Nýjar tegundir korns og matjurta, sem séu ónæm fyrir sjúkdómum og árásum skor- dýra, Ieiða til eflingar landbún- aðar í þróunarríkjunum en þær munu valda efnaiðnaðinum í þróuðum iðnríkjum tjóni þar sem eftirspurn eftir skordýra- eitri og áburði minnki. fylgst með henni í sjónaukum en þetta er í fyrsta skipti sem þeir sjá hana með berunt aug- um. Halastjarnan verður næst jörðinni þann 11. apríl á næsta ári í um 39 milljón ntílna fjarlægð. Hún sést venjulega ekki með berum augum nema í tvo til þrjá mánuði en stjörnufræðingarnir gátu greint hana þar sem þeir voru á tveggja til þriggja kólómetra háum fjöllum. Þeir segja að líklega hafi útgeislun frá hala- stjörnunni líka verið óvenju- lega mikil af einhverjum ástæðum svo að hún varð sjá- anleg. Líbería: Herforingjar í valdaslag Abidjan-Reutcr ■ Thomas Quiwonkpa hers- höfðingi gerði í gær tilraun til að steypa stjórna Samuels Doe í Líberíu. Svo virðist sem tilraun- in hafi mistekist og hersveitir, sem styðja Doe, hafi tekist að bæla uppreisnina að mestu niður. Erlendir fréttamenn í Líberíu segja að Quiwonkpa sé einn af örfáum herforingjum sem enn njóti almennra vinsælda. Almenningur sé fyrir löngu búinn að fá nóg af öðrum her- foringjum sem sói opinberu fé og lifi í vellystingum þrátt fyrir efnahagsörðuleika ríkisins. Stuðningsmenn Quiwonkpa náðu þremur útvarpsstöðvum í Líberíu á sitt vald í fyrrinótt og tilkynntu að þeir hefðu steypt stjórnini og frelsað íbúa Líber- íu, sem eru tvær milljónir undan „ótta og grimmd.“ Margir íbúar höfuðborgar- innar, Monroviu, fögnuðu til- kynningunni um stjórnarskiptin með því að safnast saman fyrir framan höfuðstöðvar Athafna- flokksins sem sagt er að hafi fengið stuðning mcirihluta kjós- enda í kosnigum í seinasta mánuði. Stjórnvöld halda því hins veg- ar fram að Doe hafi fengið 51% atkvæða og sé því réttkjörinn forseti. Erlendir sendiráðs- starfsmenn og fréttamenn, sem urðu vitni að stórfelldum kosn- ingasvikum, eru flestir sammála um að Doe njóti ekki stuðnings almennings. Doe komst fyrst til valda með vopnaðri hallarbyltingu fyrir fimm árum sem batt enda á 133 ára samfellda stjórn afkomenda svartra leysingja sem komu frá Bandaríkjunum. Quiwonkpa, sem einnig tók þátt í byltingu hersins 1980, nevddist til að flýja land í októ- Samuel Doe heldur völdum með stuðningi hersins en ekki margra kjóscnda. ber 1983 eftir að hann gagnrýndi spillingu annarra hershöfðingja. Þá setti Doe 10.0000 dollara 'NEWS IN BRIEF November 15. - Reuter ABIDJAN - Troops loyal to Liberian leader Samuel Doe were fighting back after an exiled former armed forces Chief of Staff said he had seized power in the West African nation. Diplomats in Monrovia said the situa- tion was confused and it was not clear who was in control. • GENEVA - The Uniteds States and the Soviet Un- ion have abandoned eff- orts towards significant agreement on arms con- trol issues at their summit next week, President Ronald Reagan’s special adviser on arms said. WASHINGTON - Presi- dent Reagan will raise human rights issues at the summit with Soviet leader jj- Mikhail Gorbachev next g week and express concern Sr about specific cases, a top ^ U.S. ofiicial said. WARSAW - Polish * Prime Minister Zbigniew ^ Messner unveiled a slim- med-down government | with new ministers in key posts which he said would give priority to the coun- try’s economic revival. ' OSLO - British secret ag- ents smuggled KGB def- ector Oleg Gordievsky out of the Soviet Union days aftir he acted as top advis- er during Soviet leader Mikhail Gorbachev’s visit to Britain last year, West- ern intelligence sources said. |j| S u (400.000 ísl. kr.) til höfuðs hon- um og ásakaði hann um bylting- artilraun. PARIS - The develop- ment of „Star Wars“ we- aponry will create an int- ernational security crisis over the next few decades and could increase the risk of war, French Defence Minister Paul Quiles said. • LONDON - Britain’s conservative government opted for higher public spending and a consumer spending boom to revitalize the economy before the next election. MOSCOW - A Soviet peace activist said she was thrown into an insect in- fested police cell and thre- atened with psychiatric treatment unless she gave up her independent camp- aigning. • BONN - West Germans marked the 30th annivers- ary of the creation of their armed forces with cerem- onies and protests. Secur- ity was stepped up after a bomb exploded earlier at a regional military he- adquarters in the southern town of Neustatt. • J OH ANNESBURG - So- uth Africa’s major non- mining firms have seen their frofits plunge as the ‘ worst post-war recession, almost two years of rioting | and growing world antag- onism towards the rep- 1 ublic take their toll. i' • DUBLIN - Speculation I mounted that a meeting |i between Irish and Brítish I leaders to announce a new agreement on Northem I Ireland could be held , within days. NEWSINBRIEFA

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.