NT - 13.11.1985, Síða 11
Miðvikudagur 13. nóvember 1985 11
Smáfréttír
Einn fremsti listsýningaflokkur Kína kemur til íslands:
■ Einn frægasti dans- og
tónlistaflokkur Kínverjar er nú
staddur hér á landi, Shaanxi-
listsýningaflokkurinn. Hann
sérhæfir sig í tónlist og dönsum
frá tímabili Tang-keisaraættar-
innar sem var uppi í Kína fyrir
meira en þúsund árum.
Dansarar og tónlistarmenn í
listsýningaflokknum eru sam-
tals á fjórða tug. Þeir munu
halda tvær sýningar í Þjóð-
leikhúsinu á morgun fimmtu-
daginn 14. nóvember og föstu-
daginn 15. nóvember.
Flokkurinn er nú á miklu
sýningarferðalagi um Evrópu.
Hingað kemur hann frá Kaup-
mannahöfn og hann fer héðan
til Oslóar.
Shaanxi-listsýningaflokkur-
inn var stofnaður árið 1940 í
Shaanxi-héraði í Mið-Kína en
þar er einmitt borgin Xian (frb.
Sían) sem er ein elsta höfuðborg
Kínaveldis. Xianborg var helsta
miðstöð menningar og lista í
Kína á tíma Tang keisaranna
sem ríktu á árunum 618 til 907
en þá voru norrænir menn að
nema land á íslandi.
Xianborg var ein af fjölmenn-
ustu borgum heims á tímum
Tang-ættarinnar. Þá voru skráð-
ir íbúar í borginni nær tvær
milljónir og séu úthverfi talin
með hafa þeir líklega verið
ennþá fleiri. Tang-keisararnir
lögðu mikla rækt við listir.
Margir telja að valdatími þeirra
marki hátind kínverskrar
menningar. Skáld og málarar
voru hafðir í meiri hávegum en
stjórnmálamenn og embættis-
menn þeir sem stjórnuðu ríkinu
og tónlist og dansar þróuðust
mikið.
Mörg málverk og ljóð hafa
varðveist frá Tang-tímabilinu
en tónlist og dansar hafa hins
vegar fallið í gleymsku. Lista-
menn við Shaanxi-flokkinn
ákváðu þess vegna árið 1981 að
leggja höfuðáherslu á að endur-
reisa tónlist og dansa Tangkeis-
aranna.
Þeir fengu handritagrúskara,
fornleifafræðinga og þjóðhátta-
fræðinga til að aðstoða sig og
tókst þannig að ráða meira en
þúsund ára gamlar nótnabækur
með Tang-tónlist og endurgera
dansa með því að styðjast við
lýsingar í fornum ritum og þjóð-
dansahefð í Shaanxi-héraði.
Fornleifafræðingar og tónlist-
arfræðingar aðstoðuðu við
endursmíði gamalla hljóðfæra
og búningar voru sniðnir eftir
málverkum og fornum lýsingum
á hirðlífi Tang-keisaranna.
tónlist hafi dofnað nokkuð á
undanförnum árum vegna áhrifa
vestrænnar menningar hefur
fólk þyrpst á sýningar Shaanxi-
flokksins og margir hafa orðið
frá að hverfa. Flokknum hefur
því tekist það ætlunarverk sitt
að endurvekja áhuga fyrir kín-
verskri dans- og tónlistarhefð í
Kína.
Sum tónverkanna, sem hóp-
urinn flytur eru frá Tang-tíma-
bilinu en önnur eru ný verk sem
kínversk tónskáld hafa gert í
stíl Tang-tónlistar. Shaanxi-
flokkurinn reynir að flytja tón-
listina þannig að hún verði sem
líkust því sem hún hljómaði
fyrir þúsund árum en smávægi-
legar breytingar á samhljóman
hafa samt reynst nauðsynlegar
til að gera tónlistina ekki of
framandi fyrir eyru nútíma-
manna.
Dansarnir sem flokkurinn
sýnir eru aðallega byggðir á
þjóðdönsum og hafa kínverskir
fræðimenn og listamenn reynt
að endurvekja með þeim and-
rúmsloft hirðsýninga viö hirð
Tang-keisaranna.
Það er ólíklegt að íslending-
um gefist á næstu árum aftur
tækifæri til að horfa og hlusta á
forna dansa og tónlist sem bygg-
ir á jafn auðugri menningarhefð
og dansarnir og tónlistin sem
Shaanxi-flokkurinn býður okk-
ur upp á.
Miðasala á sýningarnar hefj-
ast á morgun.
RB
Tilraun Shaanxi-Iistsýninga-
flokksins til að endurvekja
Tang-menninguna í dansi og
tónum vakti gífurlega athygli í
Kína. Þótt áhugi almennings
fyrir hefðbundinni kínverskri
Þúsund ára tónlist og
dansar í Þjóðleikhúsinu
Raungreinaskólinn
- nýr einkaskóli
■ Nýr einkaskóli - Raun-
greinaskólinn - er tekinn til
starfa í Reykjavík. Raungreina-
skólinn býður einstaklingum
jafnt sem hópum upp á hvers
konar námsaðstoð í raungrein-
um; stærðfræði, eðlisfræði og
efnafræði. Aðstoð er veitt í
hvaða efni sem vera skal innan
fyrrnefndra greina á framhalds-
og háskólastigi og er hægt að
komast í skólann með stuttum
fyrirvara.
Raungreinaskólinn er til húsa
í Hafnarstræti 15.
Húsnæðisstofnun:
Tölvuvædd
ráðgjafarþjónusta
■ Húsnæðisstofnun ríkisins
hefur komið á laggirnar ráð-
gjafastöð fyrir húsbyggjendur
og íbúðakaupendur, þar sem
hægt er að leita aðstoðar við
áætlanagerð um fjármögnun
húskaupa. Við áætlanagerðina
er notað tölvuforrit, sem starfs-
menn stofnunarinnar hafa þró-
að á undanförnum árum og er
með því hægt að reikna út
greiðslubyrði og gjaldþol kaup-
anda jafnt til langs tíma sem og
skamms.
Forstöðumaður Ráðgjafa-
stöðvarinnar er Grétar J.
Guðmundsson, verkfræðingur
en auk hans starfar viðskipta-
fræðingur við stöðina.
Ráðgjafastöðin kemur í fram-
haldi af þeirri ráðgjafaþjónustu
sem Húsnæðisstofnun starfrækti
síðastliðið sumar. Þá leituðu
aðstoðar hátt í þriðja þúsund
manns vegna fjárhagsvanda við
húsnæðiskaup.
Auk þess að veita ráðgjöf
mun Ráðgjafastöðin gefa út
fræðslurit, bæði á sviði fjár-
mögnunar, húsnæðiskaupa og
tæknilegs efnis, einsog um hag-
kvæmni í húsbyggingum og leið-
ir til sparnaðar, bæði á sviði
hönnunar og búnaðar húsa.
Samvinnu
skólinn
þrítugur
■ Samvinnuskólinn varð þrí-
tugur 22. okt. sl. Nemendafélag
Samvinnuskólans minntist af-
mælisins með því að fá Gunnar
Grímsson fyrrum yfirkennara
til að segja frá fyrstu árum
skólans og séra Guðmund
Sveinsson fyrrverandi skóla-
stjóra. Flestir nemendur skól-
ans voru staddir á Bifröst þar
með nemendur Framhalds-
deildarinnar í Reykjavík, auk
fjölda gesta.
Ráðstefna um
húsmæðraorlof
■ Stjórn Landsnefndar orlofs
húsmæðra efnir til ráðstefnu að
Hótel Esju sunnudaginn 10.
nóvemberog hefst hún kl. 10.00
f.h.
Ráðstefnan er haldin sant-
kvæmt heimild í lögum um orlof
húsmæðra, þar segir að heimilt
sé að verja nokkurri fjárhæð
þriðja hvert ár til ráðstefnu-
halds, er hafi það hlutverk, að
samræma fyrirkomulag orlofs-
ins og kynna starfshætti á hinum
ýnisu orlofssvæðum.
Héraðssambönd Kvenfélaga-
sambands íslands kjósa orlofs-
nefndir hvert í sínu umdærni.
Þessar nefndir eru 39 víðsvegar
um landið og hefur fjöldi full-
trúa nú þegar tilkynnt þátttöku.
Starfsemi orlofs húsmæðra
samkvæmt lögum þar um hefur
verið fastur liður í þjóðlífinu á
þriðja áratug. Orlofið er eftir-
sótt og mikilsmetið af húsmæðr-
um og fjölskyldum þeirra. Nú
þegar fram eru að koma áhuga-
verðar hugmyndir um að meta
til fjár og launa þau mikilvægu
störf sem unnin eru á heimilun-
um - þá sést að lögin um orlof
húsmæðra cru fyrstu spor og
viðleítni löggjafans til að koma
á móts við húsmæður sem starfs-
hóp og viöurkenning á gildi
starfa þeirra í þágu þjóðarheild-
arinnar.
Orlof húsmæðra hefur starfað
frá því að fyrstu lögin tóku gildi
árið 1960.
(Fréttatilkynning)
Skora á Al-
þingi að
fara að
lögum
■ Aðalfundur Öryrkjabanda-
lags íslands var haldinn í
Reykjavík 26. október sl.
I skýrslu formannsstjórnar,
Vilhjálms Vilhjálmssonar,
kom m.a. fram að í fjárlögum
næsta árs væri gert ráð fyrir að
veitt yrði 80 milljónum króna í
framkvæmdasjóð fatlaðra, en
samkvæmt lögum um málefni
fatlaðra ættu tekjur hans á næsta
ári að nema um 200 milljónum.
í ályktun fundarins var skorað á
Alþingi að fara að lögum um
framkvæmdasjóð fatlaðra.
Þá kom fram gagnrýni á þann
hátt sem hafður hefur verið á
uppbyggingu grunnskóla-
menntunar fatlaðra, en fé til
þess málaflokks hefur verið tek-
ið úr framkvæmdasjóðnum.
Töldu fundarmenn að fjár-
magna ætti nám fatlaðra á sama
hátt og almennt grunnskólanám
hér á landi.
Á fundinum var Landssam-
tökum áhugamanna um floga-
veiki veitt aðild að Öryrkja-
bandalaginu og eru því aðildar-
félög þess orðin 14.
Vilhjálmur Vilhjálmsson var
endurkjörinn formaður stjórnar
og Arnþór Helgason var kjörinn
varaformaður Öryrkjabanda-
lags íslands.
Sinfóníuhljómsveitin:
Helgartónleikar
- ný tónleikaröð
■ Ein af nýjungum í starfi S.í.
á þessu starfsári er ný tónleika-
röð er nefnist Helgartónleikar.
í þessari tónleikaröð verða fern-
ir tónleikar á starfsárinu, ávallt
á laugardögum, og er leitast við
að hafa efnisskrána fjölbreytta
og aðgengilega.
Fyrsu tónleikarnir í þessari
tónleikaröð sem bera yfirskrift-
ina „Leikhústónlist", verða n.k.
laugardag í Háskólabíói og hefj-
ast kl. 17.00. Efnisskrá þessara
tónleika verður sem hér segir:
F. Mendelssohn - Bartholdy:
Draumur á Jónsmessunótt, for-
leikur
G. Verdi: Pieta, rispetto, am-
ore. Aríur úr óperunni Aida
G. Verdi: Sigurmars úr óper-
unni Aida.
G. Verdi: Per me giunto. Aría
úr óperunni Don Carlos.
HLE _
G. Donizetti: Come paride
vezzoso. Aría úr op. Ástar-
drykkurinn.
U. Giordano: Nemico della
patria. Aría úr op. Andrea
Chenier.
B. Britten: Fjórar sjávarmyndir
úr óperunni Peter Grimes.
Stjórnandi tónleikanna er
Jean-Pierre Jacquillat. Óþarfi
er að kynna hann íslenskum
tónleikagestum því hann hefur
verið aðalstjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitar íslands síðan 1980
og unnið með henni mikið og
gott starf.
(Fréttatilkynning)
Akureyri:
Konur ánægðar
með kvennafríið
■ Samstarfshópur ’85 á Akur-
eyri vill færa öllum þakkir sem
gerðu kvennafrídaginn 1985
möuglegan, bæði þeim sem
lögðu fram fé og þeim sem unnu
að undirbúningi hinna ýmsu
þátta.
í frétt frá hópnum segir að
um tvö þúsund konur víðs vegar
af Norðurlandi hafi tekið þátt í
dagskrá dagsins sem var viða-
mikil og tók yfir allan daginn.
Þá fagnar hópurinn þeirri
samstöðu sem náðist um að
vekja athygli á kjörum kvenna
og hópurinn skorar á konur að
halda vöku sinni og segir að
kjarabarátta kvenna sé rétt að
byrja.
Einkunnarorð Samstarfs-
hópsins á Akureyri var: Konur,
sýnum - kynnum - krefjumst.
Umferðin í
brennidepli
■ Á aðalfundi foreldra- og
kennarafélags Réttarholtsskóla
sem haldinn var nýlega urðu
miklar umræöur um umferð-
armál í skólahverfinu.
Fram kom á fundinum að
umferð við Bústaðaveg hefur
farið vaxandi undanfarin ár og
nú fara um fjórtán þúsund bílar
á dag hjá verslunarhúsinu
Grímsbæ, en fyrir fimm árum
fóru tíu þúsund bílar um á sama
stað.
Fundurinn tekur undir þá til-
lögu Umferðarnefndar Reykja-
víkur að banna beri vinstri
beygju frá Reykjanesbraut
(Breiðholtsbraut) og inn á Bú-
staðaveg. Þá taldi fundurinn að
lagfæra þurfi aðkontuna að
Réttarholtsskóla frá Réttar-
holtsvegí og jafnframt að setja
upp hraðahindranir á Bústaða-
veg þegar nýja Bústaðavegsbrú-
in yfir Kringlumýrarbraut verð-
ur tekin í gagniö.
Fundurinn vill eindregið
benda borgaryfirvöldum á að
halda skólahúsnæði Réttar-
holtsskóla betur við en nú er
gert og benti á að þakið væri
hriplekt og húsnæðið lægi því
undir skemmdum.
Ný stjórn var kosin á fundin-
um og er formaður hennar Eið-
ur Guðnason alþingismaður.