NT - 13.11.1985, Qupperneq 19
Miðvikudagur 13. nóvember 1985 19
Sundmet
■ Fjögur unglingamet
voru sett á innanfélags-
móti Bolvíkinga í sundi
sem haldiö var í sundhöll
Hafnarfjaröar í fyrradag.
Mótiö var haldið í Hafn-
arfirði þar eð ekki er
lögleg laug í Bolungarvík.
Kolbrún Ylfa Gissurar-
dóttir frá Selfossi setti
tvö met. Hún bætti met
Þórunnar Guðmunds-
dóttur frá því árið 1983 í
200 m baksundi telpna.
Kolbrún synti á 2:36,2 en
metið var 2:38,6. Þá bætti
hún met Þórunnar Héð-
insdóttur frá 1979 í 50 m
baksundi. Kolbrún synti
á 33,4 en metið var 33,9.
Bryndís Ólafsdóttir úr
Þorlákshöfn bætti met
Maríu Gunnbjörnsdóttur
frá ÍA í 50 m flugi
stúlkna. Bryndís synti á
31,4 en María átti 31,56
síðan 1982.
Loks bætti Hannes
Már Sigurðsson úr Bol-
ungarvík sitt eigið met í
50 m flugi drengja. Hann
synti nú á 29,50 en átti
30,3 síðan 1984.
Snorri til Reynis
■ Sandgeröingar hafa
ráðið Snorra Rútsson
sem þjálfara fyrir 3.
deildarlið sitt í knatt-
spyrnunni. Skrifað var
undir samninga í gær.
Snorri kom Einherja
frá Vopnafirði uppí 2.
deild síðastliðið sumar og
munu Reynismenn ör-
ugglega stefna þangað á
næsta ári. Snorri, sem
var einn af aðalmáttar-
stólpum varnar Vest-
mannaeyinga um langt
árabil, mun leika með
Sandgerðingum auk þess
að þjálfa liðið. Hinn
sterki varnarmaður Júl-
íus Jónsson hefur nú lagt
skóna á hilluna og mun
Snorri sjálfsagt taka
stöðu hans í vörninni.
Undankeppni HM í knattspyrnu:
Nágrannaslagur
- Englendingar mæta N-írum á Wembley - N-írum nægir
jafntefli til að fylgja enskum til Mexíkó
■ Njí eru að fara í hönd síð-
ustu leikirnir í undankeppni
HM í knattspyrnu. Nokkrum
riðlum er lokið og víðast hvar
liggja úrslitin fyrir.
Mjög mikilvægir leikir verða
þó í dag. Þá spila annarsvegar
Englendingar og N-írar á Wem-
bley leikvangnum í London og
hinsvegar Tyrkir og Rúmenar- í
Tyrklandi. Báðir þessir leikir
hefjast á svipuðum tíma enda
skipta úrslit þeirra öllu máli.
N-Irum nægir jafntefli í
Lundúnum til að komast til
Mexíkó en Rúmenar verða að
vinna í Tyrklandi eigi þeir að
eiga möguleika á sæti í Mexíkó.
Englendingar eru þegar komnir
áfram úr þessum spennandi
riðli.
Bobby Robson, landsliðs-
þjálfari Englendinga er í dálitl-
um vandræðum með lið sitt þar
eð Bryan Robson og Mark
Hateley eru meiddir og óvíst
hvort John Barnes getur spilað
þar sern hann á við smávægileg
meiðsl að stríða. írar mæta með
sitt sterkasta lið utan að Noel
Brotherston er meiddur.
í kvöld eru einnig tveir aðrir
leikir. Danir fara til írlands og
Svissarar fá Norðmenn í heim-
sókn. í þessum riðli er nærri
öruggt að Danir fara áfram
ásamt Sovétmönnum. Sviss-
lendingar eiga möguleika á að
slá Danina út en þá þurfa þeir
stórsigur á Norðmönnum og
Danir verða að tapa stórt á
írlandi. Allt getur gerst en Dan-
ir eru þó með pálmann í hönd-
unum.
NM fullorðinna í badminton:
Fjögur frá íslandi
- Keppa í öllum greinum á mótinu í Svíþjóð
■ Mark Hateley fagnar hér marki ásamt félaga sínum hjá AC
Mflanó í ítölsku knattspyrnunni. Hateley er mjög vinsæll hjá Itölum
vegna þess hve leikstfll hans er skemmtilegur fyrir áhorfendur.
Hateley er nú meiddur og verður af landsieik gegn N-írum. Sá sem
kemur í hans stað í landsliðinu er ekki ólíkur honum. Það er Kerry
Dixon frá Chelsea.
1 1
NBA-karfan
I ■ Einn loikur var i NBA-deildinni I
I í köríuknattleik í fyrrinótt. San I
1 Antonio Spurs sigrudu New Jersey 1
I Nets 111-104. Staðan í ridlunum er 1
nú þessi:
AUSTURDEILD:
Atlantshafsriðillinn: U T
Boston Celtics . 6 1
New Jersey Nets . 6 3
Philadelphia 76ers . 4 4
Washington Bullets . 2 5
New York Knicks . 0 8
Midríkjariðillinn:
Detroit Pistons . 6 3
Milwaukee Bucks . 6 4
Chicago Bulls . 4 4
Atlanta Hawks , 4 5
Cleveland Cavaliers 3 6
Indiana Pacers 2 4
VESTURDEILD:
Mid vesturriðillinn:
Denver Nuggets 6 1
Houston Rockets 6 2
San Antonio Spurs 4 4
Utah Jazz 4 4
Sacramento Kings 2 5
Dallas Mavericks 2 5
Kyrrahafsriðillin:
Los Angeles Lakers 6 1
Portland Trail Blazers 7 2
Los Angoles Clippers 5 2
Golden State Warriors 4 5
Seattle Supersonics 2 6
Phoenix Suns 0 7
■ Norðurlandamót fullorð-
inna í badminton fer fram í
Karlskrona í Svíþjóð um helg-
ina. fslendingar senda fjóra
keppendur á mótið og keppa
þeir í öllum greinum þ.e. ein-
liðaleik, tvíliðaleik, tvenndar-
leik. Þeir keppendur sem fara
fyrir íslands hönd eru Guð-
mundur Adolfsson, Árni Þór
Hallgrímsson, Elísabet Þórðar-
dóttir og Þórdís Edwald.
í einliðaleik keppa íslensku
keppendurnir í þriggja manna
riðlum með þátttakendum frá
Finnlandi og Noregi. Þetta er
gert til að láta þessar þjóðir fá
meira út úr mótinu þar en Danir
og Svíar eru með þeim bestu \
heiminum í þessari íþrótt. í
tvíliða- og tvenndarleikjunum
fá íslensku keppendurnir mót-
herja frá Svíþjóð og er þar um
mjög góða keppendur að ræða.
Einn dómari fer með íslenska
liðinu en það er Haraldur
Kornelíusson. Þá mun Vildís
Guðmundsdóttir formaður
Badmintonsambands íslands
fara með sem fararstjóri og hún
mun einnig sitja þing
badmintonssambands Norður-
landa sem haldið er í tengslum
við mótið. Á þessu þingi munu
fulltrúar Finnlands, íslands og
Noregs ræða um að konta á
móti rnilli þessara landa í tengsl-
um við NM á ári hverju.
■ Hópurinn sem fer á NM í
badminton. Efri röð frá vinstri:
Haraldur Kornelíusson, Guð-
mundur Adolfsson, Árni Þór
Hallgrímsson og Vildís Guð-
mundsdóttir. Fyrir framan eru
Elísabet Þórðardóttir og Þórdís
Edwald.
Víkingur úr leik
■ Víkingur Traustason
lyftingamaður féll úr
keppni á HM í lyftinguin
sem fram fer í Finnlandi.
Víkingur náði ekki að
sveifla upp byrjunar-
þyngd. Eins og fyrr er frá
greint þá setti Kári
Elíasson íslandsmet í
keppninni og varð í
öðru sæti.
HM í handknattleik 1986:
Mætum S-Kóreu
- í riðlakeppninni í Sviss á næsta ári
■ Um síðustu helgi kom
endanlega í Ijós hvaða lið mæta
til leiks í Heimsmeistarakeppn-
inni í handknattleik sem fram
fer í Sviss á næsta ári. Það verða
Suður-Kóreumenn sem koma
inn í riðil C, en fyrir í honum eru
íslendingar, Rúmenar og
Tékkar.
Handknattleikur í S-Kóreu
er mjög vinsæl áhorfendaíþrótt
og leikmenn í því landi eru
snöggir og hafa nokkuð góða
tækni. Það verður því að fara
með gát þegar íslendingar tak-
ast í fyrsta skipti á við Suður-
Kóreumenn í íþróttinni.
í A-riðli leika Júgóslavía, A-
Þýskaland, Sovétríkin og Kúba,
en síðasttalda þjóðin kom á
óvart með því að sigra Banda-
ríkin og tryggja sér þannig lausa
Ameríkusætið. f B-riðli verða
síðan V-Þýskaland, Sviss, Pól-
land og Spánn og í riðli D eru'
vinir okkar Danir og Svíar, auk
Ungverja og Alsírbúa, sem
eru fulltrúar Afríku í keppn-
inni.
Milliriðlar verða síðan tveir
með sex liðum hvor. Ef Suður-
Kóreumenn verða ekki til vánd-
ræða ættum við íslendingar að
fara í milliriðilinn ásamt Tékk-
um og Rúmenum. Þar munu
líklegast sameinast okkur
Danir, Svíar og Ungverjar. Lið-
in fara með stigin úr forkeppn-
inni í milliriðlana.
Menn hafa nokkuð verið að
íhuga möguleika okkar manna í
keppninni þ.e. hvað sé raunhæft
að búast við af íslensku strákun-
um. En einsogsést á væntanleg-
um milliriðli getur allt gerst og
Rúmenar eru raunar eina þjóð-
in sem virkilega er óhugsandi að
sigra.
TýrsigraðiSelfoss
■ Um helgina voru margir hér segir:
leikir á dagskrá í 3. deildinni í
handknattleik. Týrar í Vest- íH-vöisungur... 19.26
mannaeyjum tóku á móti Sel- JjrkSeli°,,ss....
fyssingum Og Slgruðu 28-22 1 Ögri-Völsungur.'12-24
hörkuleik. Þeir hafa því tekið íbk-ía....... 27-21
forystuna í deildinni, eru með ögírtór a™.. 17-27
10 stig. Úrslit urðu annars sem Fyikir-skaiiagrímur !!!!!!!!!!! 25-20
Fækkun í ensku 1. deildinni
■ Formenn knattspyrnufélaga úr 1. deild í
Engiandi vilja að í framtíðinni verði 20 lið í 1.
deild, í stað 22ja sem nú eru, og að fjölgað verði
úr 22 í 24 í 2. deild. Þá er gert ráð fyrir að
þau 48 lið sem eru í 3. og 4. deild stjórni sínum
málum sjálf, sem þýðir líklcga að þau yrðu að
leika í nokkurs konar héraðsdeildum.
Þessar tillögur verða bornar undir formenn 2.
deildarliða í Englandi nú í vikunni að sögn
Philip Carter, formanns Everton. Önnur tillaga
sem 2. deildar fulltrúarnir fá einnig að hugsa um
er keppni um breskan meistaratitil þar sem taka
myndu þátt í lið frá Englandi, Skotlandi og
N-írlandi.
Carter sagði við blaðamenn að þörf á breyt-
ingum í skipulagi enskrar knattspyrnu væri
nauðsynleg ef íþróttin ætti að lifa af núverandi
þrengingar.
Bandarískir hefna sín
■ Bandarískum atvinnumönnum í golfi tókst
að vinna sigur á Evrópubúum í sveitakeppni
sem fram fór á Hawaii um helgina. Bandaríska
liðið sigraði það evrópska með 10 stigum gegn
2. Það var Sandy Lyle sem vann sér inn þessi
tvö stig fyrir Evrópubúa er hann sigraði Mark
O’Meara. Hjá þeim bandarísku voru Corey
Pavin, Curtis Strange, Ray Floyd, Calvin Peete
og Lanny Wadkins sigurvegarar í viðureignum
sínum við menn eins og BernardLanger, Sam
Torrance og Ian Woosnam.
Kínverjar í heimsókn
■ Nú eru staddir hér á landi 10 manna hópur
kínversks badmintonfólks. Hópurinn er hér á
vegum TBR, BSÍ og BRR. í hópnum eru margir
snjallir badmintonmenn og konur.
Hópurinn verður með sýningu í TBR húsinu
í kvöld kl. 20:00 og á morgun verður hann á
Akranesi.
getrSEíha-
VINNINGAR!
12. leikvika - leikir 9. nóvember 1985
Vinningsröð: 212 - 1XX - 21X - 221
1. vinningur: 12 réttir-kr. 231.535.-
35148(4/11) 51667(4/11) 105982(6/11)
50414(4/11)+ 101547(6/11)
2. vinningur: 11 réttir-kr. 5.114.-
736 35073+ 46025 62697 93453 103774 36481 (Vu)
1181 + 36774+ 46766 63171 + 94390+ 104100 50183(4+)
3422 37574 47297 66258 94510+ 104621 57000(4+)
5010 39679 53880 85558 96715+ 104933 93173(4+)
9692 40434 54188+ 86224 100155 104966 100876(4+)
17086 40741 54483 87154 100372 106593 101173(4+)+
17088 41384 54578 87485 101824 1017459 101982(4+)
19872 41392 58228 87912 100857 183407+ 103825(4+)
21173 46020 58845+ 92786 103536 106018(4+) 106779(4+)
Kærufrestur er til mánudagsins 2. desember 1985 kl. 12:00 á hádegi.
íslenskar Getraunir, íþróttamidstöðinni v/Sigtún, Reykjavík