NT - 13.11.1985, Side 23
sjónvarp
Sjónvarp kl. 22.35: | Utvarp kl. 19.50:
Chet Baker
í Gamla Bíói
■ Hinn víðkunni trompet-
leikari Clret Baker heiðraði
ísland með heimsókn og hélt
tónleika í Gamla bíói 2. febrú-
ar sl. fyrir troðfullu húsi hrif-
inna tónleikagcsta í boði Jazz-
vakningar.
Sjónvarpið ætlar að gefa
þessum hrifnu gestum kost á
því að rifja upp þessa á-
nægjustund og gefa þeim sem
ekki komust á tónleikana tæki-
færi til að komast að raun um
hvað olli þessari rniklu hrifn-
ingu. Fyrri hluti tónleikanna
verður á dagskrá sjónvarps í
kvöld kl. 22.35 og það var
Tage Ammendrup sem stjórn-
aði upptökunni.
■ Berharður Guðmundsson og fjölskylda komu heim eftir fjögurra ára dvöl í Eþíópíu 1977 og þá
var þessi mynd tekin (t.f.v.): Magnús Þorkell, Rannveig Sigurbjörnsdóttir, Svava og Bernharður
með Sigurbjörn í fanginu.
Mannréttindamál í Afríku
■ Chet Baker á tónleikum í
Gamla bíói 2. febrúar sl.
■ Eftir fréttir nefnist stuttur
þáttur sem er á dagskrá útvarps
á miðvikudagskvöldum kl.
19.50. Þeir Jón Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri Rauða
kross (slands, og Bernharður
Guðmundsson, fréttafulltrúi
þjóðkirkjunnar, flytja þáttinn
á víxl og fjalla aðallega um
þróunarmál, mannréttindamál
og annað þess háttar. Það er
Bernharður sem annast þáttinn
í kvöld og við spurðum hann
hvaða mál hann tæki fyrir í
þetta sinn.
„Kristniboðsdagurinn var á
sunnudaginn var og þess vegna
ætla ég að ræða um kristniboð-
ið sem þróunarhjálp. Það er
svo oft scrn það gleymist, en
það fyrsta sem kristniboðarnir
gera er að reisa sjúkraskýli og
skóla og þeir vinna merkilegt
starf úti í buskanum." segir
Bernharður.
Það er sem sagt starf kristni-
boða í Afríku sem hann ætlar
aðallega að ræða um í kvöld.
Sjálfur starfaði hann í Eþíópíu
að kristniboði í 4 ár, á árunum
1973-1977, svo að hann getur
þar miðlað af eigin reynslu. Á
þessum árum var keisaranum
steypt af stóli og við völdum
tóku herforingjar með
marxiskar skoðanir. Það varð
til þess að hvítu mennirnir
streymdu úr landinu, þeir einu
sem sátu um kyrrt voru kristni-
boðarnir. Og ekki bætti á-
standið í landinu borgara-
styrjöldin vegna aðskilnaðar-
stefnu Erítrcumanna.
Hungursnevð sagði Bern-
harður hafa þej>ar verið í Eþíó-
píu á þeim árum sem liann
dvaldist þar, en þó ekkert í
líkingu við það sem síðar varð.
Hann fór til Addis Abeba í
janúar sl. og sagði ástandið þá
yfirgengilegt.
Sjónvarp kl. 19.
Stundin okkar endurtekin
og annað góðgæti
■ í kvöld kl. 19 verður
endursýnd Stundin okkar frá
því á sunnudaginn var og síðan
hefst Aftanstund kl. 19.25.
{ Aftanstund kennir ýnrissa
grasa. Þar segir Bryndís Víg-
lundsdóttir sögu sína Sólu, en
myndir við hana teiknaði Nína
Dal. Þá hefst sýning á nýjum
spánskum teiknimyndaflokki
um þjóðsögur indíána í Mið-
og Suður-Ameríku, sem kall-
ast Sögur snáksins með fjaðra-
haminn. Þýðandi er Ölöf Pét-
ursdóttir og sögumaður Sig-.
urður Jónsson. Síðast í Aftan-
stundinni er barnamynd sem
norska sjónvarpið hefur gert.
Bjarni lærir að hjóla heitir hún
og geta trúlega byrjendur í
hjólreiðalistinni lært þar
sitthvað.
■ Bryndís Víglundsdóttir
skólastjóri segir söguna sína
Sólu í Aftanstund í kvöld.
Miðvikudagur
13. nóvember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morguntrimm
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Litli tréhesturinn" ettir Ursulu
Moray Williams. Sigríður Thorlac-
ius þýddi. Baldvin Halldórsson les
(13).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar.
Tónleikar, þulur velur og kynnir.
9.45 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þátt-
urfrá kvöldinu áður í umsjáSigurð-
ar. U. Tómassonar.
10.10 Veöurfregnir.
10.25 Lesið úr forustugreinum dag-
blaðanna.
10.40 Land og saga. RagnarÁgústs-
son sér um þáttinn. Lesari: Unnur
Ágústa Sigurjónsdóttir.
11.10 Úr atvinnulífinu - Sjávarút-
vegurog fiskvinnsla. Umsjón: Gisli
Jón Kristjánsson.
11.30 Morguntónleikar. Þjóðlög frá
ýmsum löndum.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Heimili og
skóli. Umsjón: Bogi Arnar Finn-
bogason.
14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir
skref“ Eftir Gerdu Antti. Guðrún
Þórarinsdóttir þýddi. Margrét
Helga Jóhannsdóttir les (17).
14.30 Operettutónlist.
15.15 Sveitin mín. Umsjón: Hilda
Torfadóttir. (Frá Akureyri)
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. a. Norsk
kunstnerkarnival op. 14 eftir Joh-
ann Svendsen. Sinfóniuhljóm-
sveitin í Björgvin leikur. Karsten
Andersen stjórnar. b. Fiðlukonsert
nr. 3 í h-moll op. 61 eftir Camille
Saint Saéns. Kyung-Wha Chung
leikur með Sinfóníuhljómsveit
Lundúna. Lawrence Foster
stjórnar.
17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis:
Bronssverðið" eftir Johannes
Heggland. Knútur R. Magnússon
les þýðingu Ingólfs Jónssonar frá
Prestbakka (12). Stjórnandi: Krist-
ín Helgadóttir.
17.40 Siðdegisútvarp - Sverrir
Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Hall-
dórsson flytur.
19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guð-
mundsson flytur þátt um mannrétt-
indamál.
20.00 Hálftíminn. Elin Kristinsdóttir
kynnir popptónlist.
20.30 Iþróttir. Umsjón: Samúel Örn
Erlingsson.
20.50 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
21.30 Sögublik - Á ferð um Hvann-
dali. Umsjón: Friðrik G. Olgeirs-
son. Lesari með honum: Guðrún
Þorsteinsdóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags-
ins.
22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins.
22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður
P. Njarðvik.
23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórar-
insson kynnir óperutónlist.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Miövikudagur
13. nóvember
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi: Kristján Sigurjónsson.
Hlé.
14:00-15:00 Eftir tvö. Stjórnandi: Jón
Axel Ólafsson.
15:00-16:00 Nú er lag. Gömul og ný
úrvalslög að hætti hússins. Stjórn-
andi: Gunnar Salvarsson.
16:00-17:00 Dægurflugur. Nýjustu
dægurlögin. Stjórnandi: Leopold
Sveinsson.
17:00-18:00 Þræðir. Stjórnandi:
Andrea Jónsdóttir
Þriggja minútna fréttir sagðar kl.
11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.
Miðvikudagur
13. nóvember
19.00 Stundin okkar Endursýndur
þátturfrá 10. nóvember.
19.25 Aftanstund Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni. Sögu-
hornið - Bryndís Viglundsdóttir
segir sögu sína Sólu, myndirteikn-
að Nina Dal. Sögur snáksins
með fjaðrahaminn - Þjóðsögur
indíána i Mið- og Suður-Ameríku,
nýr spánskur teiknimyndaflokkur.
Þýðandi Ólöf Pétursdóttir, sögu-
maður Sigurður Jónsson.. Bjarni
lærir að hjóla - Norsk barnamynd.
(Nordvision - Norska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Maður og jörð (A Planet for
the Taking) Þriðji þáttur. Kana-
dískur heimildamyndaflokkur í átta
þáttum um tengsl mannsins við
uppruna sinn, náttúru og dýralif og
firringu hans frá umhverfinu á
tækniöld. Umsjónarmaður Davíð
Suzuki. Þýðandi og þulur Óskar
Ingimarsson.
21.45 Dallas. Arfurinn Bandarískur
framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi
Björn Baldursson.
22.35 Chet Baker í Óperunni - fyrri
hluti Frá tónleikum á vegum Jass-
vakningar 2. febrúar 1985. Með
Chet Baker, trompetleikara, léku
Kristján Magnússon, Sveinn Óli
Jónsson og Tómas R. Einarsson.
Upptöku fyrir Sjónvarpið stjórnaði
Tage Ammendrup.
23.15 Fréttir í dagskrárlok.
Miðvikudagur 13. nóvember 1985 23
■ Julie Walters í hlutverki Fran í Bleiku náttfötunum.
Já, en
af nverju?
Blciku náttl'ötin ★★
(She’ll be Wearing Pink Paja-
mas)
Aöalhlutverk: Julie Walters,
Anthony Higgins, Jane Evars
o.fl.
Leikstjóri: John Goldsinith
Lengd: 90 mínútur
Bretland: 1984
Kvikmyndin Bleiku náttfötin
fjallar um átta konur er innrita
sig í útvistarnámskeið hátt til
fjalla. Konurnar eru harla ólík-
ar, stunda ólík störf, liat'a ólíkan
bakgrunn og eru á misjöfnum
aldri.
Hrókur alls fagnaðar er Fran,
leikin af nýstirninu Julie
Walters, sem margir kannast
við úr myndinni Educating Rita.
Fran er kjaftfor auglýsinga-
teiknari á fertugsaldri og er ekki
öll þar seni hún er séð.
Konugreyunum er þrælað út
á námskeiðinu, þær eru látnar
synda í ísköldum vötnum, látn-
ar klífa fjöll og er misboðið á
allan hugsanlegan hátt. Útivisl-
arnámskeiðið er sem sagt hin
mesta kvöl og því má vart búast
við að áhorfandinn hafi mikla
skemmtan af.
Þessi mynd licfur mátt þola
harða og miskunnarlausa gagn-
rýni og litlu er við liana að bæta.
Hluti þessarar gagnrýni stafar
eflaust af vonbrigðum gagnrýn-
enda nieð að Julic Walters valdi
sér ekki veröugra viðfangsefni í
fyrstu niynd sinni eftir Educat-
ing Rita. Annars stendur Julie
sig vel í hlutverki. Fran og aörir
leikarar falla skemmtilega inn í
hlutverk sín. Einnig má finna
glætur í handriti. En sú mæða
sem stafar af þessu námskeiði,
sem allt snýst um veldur ósjálf-
rátt leiðindum, hver hefur til
dæmis gaman af því að horfa á
' tSLENSKtl TEXTI
vinalega feita konu hanga grát-
andi í klettasnös?
Myndin fylgir þeirri vinsælu
kvikmyndaflækju að hópur
fólks stendur frammi fyrir
niikilli prófraun, þcir aumustu
eru aðframkonmir, en hinir
stappa í þá stálinu og liópnum
tekst í sameiningu að sigrast á
erfiðleikunum. Þessi skemniti-
lega flækja nær þó ekki tilætluð-
um árangri í þessri niynd þó
ekki sé nema fyrir það að þetta
er sjálfskaparvíti og því er kon-
unum varla vorkunn.
Tæknilegir gallar myndarinn-
ar eru áberandi. Klippingar eru
víða svo gallaðar að furðu sætir.
Óviðeigandi filmubútar skjóta
upp kollinum á ólíklegustu
stöðum, sérstaklega í fyrri hluta
myndarinnar sem er mun lang-
dregnari en sá síðari.
Ekki má gleyma Julie
Walters. Hún ber myndina
uppi, en nær ekki að koma
henni á það flug sem telja má
viðunandi.
MJA
STAÐARNEM!
Öll hjól eiga að stöðvast