NT - 22.11.1985, Page 24

NT - 22.11.1985, Page 24
Vid tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leid ir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiöir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 ; Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495 Guðmundur Einarsson: Sauðárkrókur: Of dýrir verka- mannabústaðir - seljast ekki þrátt fyrir húsnæðisskort ■ „Það er ekki um offramboð á húsnæði að ræða, hér er raunar mikill húsnæðisskortur, fólk er einfaldlega hrætt við að leggja út í íbúðakaup í dag, auk þess er verðið á þessum íbúðum hátt,“ sagði Sveinn Friðvinsson formaður stjórnar verkamanna- bústaða á Sauðárkróki, í samtali við NT en á Sauðárkróki er verið að byggja verkamannabú- staði sem fáir virðast ætla að kaupa fbúðir í - aðeins er búið að sækja um fjórar af fjórtán. „Ein fjögurra herbergja íbúð í þessu fjölbýlishúsi sem um er að ræða kemur til með að kosta um 4 milljónir með bílskúr næsta haust þegar þær verða tilbúnar og er þá miðað við 40% verðbólgu yfir allan byggingar- tímann. Þetta er bara bygging- arkostnaðurinn sem er svona miklu hærri heldur en söluverð á fasteignum á landsbyggðinni, notuð fjögurra herbergja íbúð hér er miklu ódýrari. Þótt útboðið hjá okkur hafi verið þó nokkuð fyrir neðan kostnaðaráætlun sem gerð var af Húsnæðisstofnun ríkisins, eru íbúðirnar samt svona dýrar, en hefðu orðið mun dýrari ef farið hefði verið eftir kostnaðar- áætluninni.“ Sveinn sagði ennfremur að heimild væri til um það í lögum, að hægt væri aö afskrifa íbúðir niður um ákveðinn hluta þannig að verðið nálgaðist sem mest markaðsverð á hverjum stað, en ekki vildi hann segja um hvort gripið yrði til þeirrar heimildar a.m.k. ekki áður en fjölbýlishúsið yrði fullbyggt. Verða íbúðir þessar auglýstar aftur upp úr áramótum og er þá vonast til að eftirspurnin verði meiri. Armband keypt af skran sala reyndist fjársjóður ■ Húsfreyja í Vesturbænum datt í lukkupottinn í gær. Frúin, sem ekki vill láta nafns síns getið, hafði fengið arm- band að gjöf frá eiginmanni sínum, þegar þau hjón dvöld- ust á Kanaríeyjum fyrir átta árum. Kunningjarnir gerðu grín að frúnni, þar sem arm- bandið var keypt hjá skransala og kostaði smáræði. í gær fór frúin með armbandið til úrsmiðs, og kom þá í ljós að armbandið var úr átján karata gulli. Verðgildi metið í kring- um áttatíu þúsund krónur. NT hafði samband við hús- freyjuna í gær. „Þetta kom mér ekkert á óvart, armbandið var svo þungt, að ég vissi að það gat ekki verið óekta. Synir mínir höfðu gert grín að mér fyrir að ganga með þetta drasl. Sér er nú hvert draslið.“ sagði húsfreyjan í samtali við NT. Hún benti á að vel gæti verið að sölumaðurinn sem seldi manni hennar armbandið á gamlárskvöld, fyrir utan hótel þar sem þau dvöldust, hefði stolið því. „Þó var greinilegt að það var nýtt og maðurinn var með fjöldann allan af slíkurn armböndum." Vill opinbera rannsókn - á svörum bankastjóra ■ Guðmundur Einarsson al- þingismaður fór fram á það í bréfi til viðskiptaráðherra í gær, að fram færi opinber rannsókn á rökstuðningi og sannleiksgildi yfirlýsingar bankastjóra Út- vagsbankans frá því í júní s.l., þess eðlis að fullnægjandi trygg- ingar væru fyrir þeim lánum sem Hafskip hafi fengið hjá Útvegsbankanum. Beiðni Guð- mundar er til komin vegna þess, eins og segir í bréfinu, að aug- ljóst er „samkvæmt fregnum að fyrirtækið á ekki fyrir skuldum“. Halldór Guðbjarnason bankastjóri sagði við NT í gær- kvöld að hann hefði fyrst heyrt um þetta bréf í kvöldfréttum útvarps og gæti því lítið sagt að Stolið úr bíl ■ Brotist var inn í bíl sem stóð við Tryggvagötu seinni part dags í gær. Afturhurð bílsins var opin og er talið að þjófur- inn hafi farið þar inn í bifreið- ina. í bílnum var skjalataska, og í henni voru tólf þúsund krónur í peningum, sem þjófur- inn hafði á brott með sér. Ekki er vitað hvort eigandinn saknaði einhverra skjala í sömu tösku. Lögregla hefur málið til rann- sóknar. svo stöddu. Þó sagðist hann reikna með að bankastjórarnir myndu svara þessu, þar sem þetta væru þungir dómar sem þarna kæmu fram. ■ Leiðir liggja til allra átta og strætóinn kemur og fer í ys dagsins. Sífellt koma nýir farþegar og aðrir hverfa á braut. Hvert er allt þetta fólk að fara? NT-mynd Ámi Bjama. Minnihlutinn í borgarstjórn mótmælir skipun í stjórn Granda hf. Félagsmálaráðuneyti úrskurði um lögmæti Engin athugasemd gerð í borgarráði segir Davíð ■ Sigurjón Pétursson, Alþýðubandalaginu mótmælti harðlega, fyrir hönd minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn vinnubrögðum Davíðs Odds- sonar borgarstjóra og borgar- stjórnarmeirihlutans í skipun stjórnar Granda hf, nýja fyrir- tækisins sem BÚR og Isbirnin- um hf. var steypt saman í 17. nóvember sl. Sigurjón sagði á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi að minnihlutinn hefði ekki vitað af skipun stjórnarinnar, aðeins frétt um stjórnarskipunina í fjölmiðlum; hvað þá að minni- hlutinn hefði fengið tækifæri til að hafa eitthvað um stjórnar- skipunina að segja. Sigurjón vitnaði í reglugerð ■ um borgarstjórn Reykjavíkur þ.e. um hlutverk borgarstjórnar og borgarráðs en af þeirri reglu- gerð væri ljóst að borgarstjóri nefði ekki samskonar fram- kvæmdavald ' í málefnum borg- arinnar og ráðherra hefði um málefni síns ráðuneytis og því hlyti stjórnarskipunin í Granda hf. að fara í bága við Sveitar- stjórnarlög sem fyrrnefnd reglu- gerð er byggð á. Minnihlutinn ætlaði því að leita úrskurðar félagsmálaráðuneytisins um lögmæti þessarar „siðlausu at- hafnar". Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að vegna blaðafrétta um mál þetta hefði borgarritari gert fyrir sig minnismiða þar sem fram hefði komið að borgarrit- ari hefði á borgarráðsfundi vak- ið athygli á að borgarstjóri nryndi á stofnfundi Granda hf. skipa í stjórn félagsins og fara með hlutafjáreign borgarinnar. Enginn borgarfulltrúi minni- hlutans hefði gert athugasemdir við mál borgarritara á þeim fundi. Sigurjón Pétursson sagðist ekki draga í efa að borgarritari hefði sagt þessi orð en víst væri að þau hefðu ekki verið sögð með þessum hætti. En jafnvel þótt svo hefði verið tækju orð borgarritara ekki fram lögum og reglugerðum um þessi mál. Féll af svölum ■ Maður féll af svölum á húsi við Norðurstíg í Hafnarfirði í gærdag. Fall- ið var fjórir til fimm metr- ar að sögn lögreglu, og var maðurinn fluttur á slysa- deild, þar sem meiðsli hans voru rannsökuð í gærkvöldi. Ekki er vitað hversu alvarlega hann meiddist. Maðurinnvar að vinna við viðhald á svölun- um þegar slysið varð.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.