NT - 23.11.1985, Side 1
Skipafélagið:
Aukning
hlutafjár
heimiluð
■ íslenska skipafélagið hf.
heimilaði í gær helmings aukn-
ingu á hlutafé eða í 200 milljónir
króna. í fréttatilkynningu frá
félaginu segir að þetta sé gert til
að undirbúa hvort heldur sé
samvinnu við aðra aðila eða
aðrar leiðir til reksturs í íslands-
siglingum. f>á segir í tilkynning-
unni að félagið hvetii þá sem
áhuga hafa á eflingu Islandssig-
linga og þjónustu við íslenskt
athafnaiíf, að hafa samband við
Þórð Hilmarsson og taka þátt í
þessu átaki.
Skaftá
kyrrsett
■ Dalsá, skip Hafskips,
liggur fyrir utan banda-
ríska lögsögu, en átti að
leggja að í New York í
gær. í gær var Skaftá.
kyrrsett í Antwerpen,
vegna kröfu belgísks
skipamiðlara. Ekki hefur
enn tekist að tilkynna um
eigendaskipti á skipunum,
en þau munu hafa fylgt
með á pappírunum þegar
íslenska skipafélagið var
stofnað og eigur Hafskips
yfirfærðar á það.
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEE P. 6
Sovétleiðtogi græðir í Bandaríkjunum:
■ Slökkviliðsmenn breiddu yflr tækjakost í afgreiðslunni áður en
þeir rifu gat á falska loftið, og komust að eldinum.
NTnnynd: Sverrir.
Hús Framkvæmdasjóðs og Byggðastofnunar:
Eldur í
afgreiðslu
■ Eldur kom upp í húsi Fram-
kvæmdasjóðs og Byggðastofn-
unar við Rauðarárstíg í gærdag..
Slökkvilið réð niðurlögum elds-
ins á skömmum tíma og er talið
að tjónið sé lítið.
Erlingur Óskarsson varð-
stjóri hjá Slökkviliði Reykjavík-
ur fór á staðinn með sína menn.
Hann sagði í samtali við NT
skömmu eftir að slökkvistarfi
var lokið, að eldurinn hefði
verið í fölsku lofti fyrir ofan
afgreiðsluna. „Sennilegt er að
kviknað hafi í út frá rafmagns-
lögnum,“ sagði Erlingur.
Þeir slökkviliðsmenn gengu
hreinlega til verks. Segldúkur
var breiddur yfir vélar, svo ekki
yrði tjón þegar sjálft slökkvi-
starfið fór fram. „Við rifum 3-4
fermetra stykki úr loftinu, og
fórum með það út. Þar slökktum
við eldinn. Við vorum mjög
heppnir að því leyti að við
hittum beint á eldinn, þegar við
rifum loftið,“ sagði Eríingur.
Talsverður reykur var í af-
greiðslunni þegar slökkvistarf
fór fram og var afgreiðslufólkið
beðið um að færa til hliðar, á
meðan mesta reykjarkófið var.
Slökkvistarf tók klukkutíma, og
þar af fór mikill tími í frágang.
Bandarísk metsölu-
bók eftir Gorbachev
New York-Reuter
■ Nýútkomin bók með grein-
um og ræðum eftir Mikhail
Gorbachev aðalritara Kom-
múnistaflokks Ráðstjórnarríkj-
anna er komin í hóp söluhæstu
bókanna í Bandaríkjunum um
þessar mundir.
Bandaríska útgáfufyrirtækið
Richardson og Steirman Co.
gaf bókina út í þessari viku í
tilefni af fundi Gorbachevs og
Reagans í Genf. Nú þegar hafa
selst um 25.000 eintök af bók-
inni og útgefendur gera sér
vonir um að selja alls um
250.000 eintök með því að aug-
lýsa hana vítt og breitt um
Bandaríkin í sjónvarpi og út-
varpi svipað og hljómplötuút-
gefendur auglýsa nýjustu met-
söluplöturnar.
Henry Kavett yftrmaður aug-
lýsingafyrirtækisins, sem sér um
kynningu bókarinnar, segist
telja að Bandaríkjamenn séu
núna tilbúnir til að komast að
því hvers konar náungar þetta
séu eiginlega sem eigi glæsilegar
konur sem ganga í loðpelsum.
I bókinni eru einnig myndir
af Gorbachev og fjölskyldu
hans. Söluverð hennar í Banda-
ríkjunum er 16 dollarar (660 ísl.
kr.) og þar af renna 15% (100
kr. af hverri bók) til höfundar-
ins. Heildartekjur Gorbachevs
af bókinni gætu því numið allt
að 25 milljónum ísl. kr. standist
söluáætlanir útgefenda.
wm
■ Þær lífguðu upp á bæjarlífið í gær þessar syngjandi sígaunakerlingar sem Ijósmyndari NT rakst
á, á Laugaveginum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hér voru á ferðinni kvennaskólastúlkur
sem voru að dimmitera, en prófin í Kvennaskólanum sögðu þær hefjast 2. desember nk.
NT-mynd: Árni Bjamu.
Óánægja meðal samvinnufólks:
„lllseljanlegir ryðkláfar“
- segir reiður samvinnumaður um skipakost Hafskips
■ Vaxandi óánægju gætir
meðal samvinnumanna um
fyrirhugaðan samruna skipa-
deildar Sambandsins og Is-
lenska skipafélagsins, sem áður
hét Hafskip. Sjá þeir ekkert
jákvætt við þessi viðskipti.
Skipakostur Hafskips er að
sögn þeirra sem til þekkja orð-
inn úreltur, flest smíðuð fyrir
1970 og henta mjög illa til
gámaflutninga. „Það væri nær
að Sambandið keypti annað
skip á borð við Jökulfellið, sem
mun hafa kostað um 250 millj-
ónir, gámakrana einsog Eim-
skip er með, en kaupverð hans
er um 80 milljónir, og endur-
bætti aðstöðu sína. Þeir gætu
jafnvel hækkað kaupið hjá
starfsfólki sínu um leið. Það
væri viturlegra en að kaupa
þessa gömlu ryðkláfa sem eru
hvort eð er verðlausir,“ sagði
reiður samvinnumaður við NT í
gær.
NT hafði samband við aðila
sem er nákunnugur skipavið-
skiptum í gær og bar þetta undir
hann. Hann sagði að það væri
ekkert launungarmál að skip
Hafskips væru orðin gömul og
illseljanleg. Fyrir því væru
margar ástæður, m.a. er verið
að byggja ný skip á niður-
greiddu verði í nágrannalönd-
um okkar. Viðmælandi NT
sagði að Hafskipsmenn kenndu
markaðsverðfalli um ófarir fé-
lagsins, sagði hann að sér kæmi
mest á óvart að mennirnir hefðu
ekki tryggt sig fyrir þessu.
Þá sagðist hann ekki sjá hvað
verið væri að kaupa og væri
þetta skoðað á raunsæjan hátt,
væri ekkert hægt að botna í
þessu. Hvað viðskiptasambönd-
um og velvild liði þá væri það
augljóst að Hafskip seldi ekki
Pétur og Pál út í bæ og þeirra
velvild. Hann benti á að Sam-
bandið hefur ekkert með sam-
bönd og viðskiptanet Hafskips
erlendis að gera, því Sambandið
hefur byggt upp sitt eigið net.
Það eina sem hann sagðist sjá í
þessu væri að Sambandið trúði
því að með þessum kaupum
yrði það álíka stórt og Eimskip.
Ekki tókst að ná í neinn af
forsvarsmönnum skipadeildar
Sambandsins í gær né aðra hátt-
setta menn í sjórn Sambandsins
vegan stífra fundarsetu þessara
manna allan daginn.
í helgarblaðinu, sem fylgir
NT í dag er nánar fjallað um
þessi mál og gluggað í skýrslu,
sem flutt var á hluthafafundi í
Hafskip í febrúar í ár.