NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 23.11.1985, Qupperneq 3

NT - 23.11.1985, Qupperneq 3
Laugardagur 23. nóvember 1985 3 í Austurvegi eftir Halidór Laxness endurútgef in: Allt of margar bækur - segir Nóbelsskáidið ■ „Þetta er ekki ciginleg bók, til- heyrir frekar vasabókalitteratúr," sagöi Halldór Laxness Nóbelsskáld á fundi með fréttamönnum þegar bóka- forlagiö Vaka-Helgafell kynnti ný- útkomna og endurskoðaða bók Lax- ness í Austurvegi. Bókin er ferðabók Halldórs frá Rússlandi sem upphaf- lega var gefin út í litlu upplagi fyrir 52 árum og hefur verið ófáanleg um áratuga skeið. Skáldið lýsir í bókinni hughrifum sínum og þeim hugmyndum sem hann kynntist þar árið 1932 - fimmtán a'rum eftir að byltingin var gerð í Rússlandi og sem næst áratugur frá því að almennri borgarastyrjöld þar lauk. „Eg fór með alveg fordómalausu hugarfari til Rússlands," sagði Halldór. „Ég var þá búinn að vera 3 ár í Ameríku þar sem mér þótti fróðlegt að vera en í Ameríku var aldrei talað um Rússland af neinni alvöru, og ég hafði ákaflega litlar upplýsingar um Rússland, hafði ekki lesið própaganda frá Ameríkönum en þeir voru lítið hrifrtir af þessu ríki frá upphafi. En ég var fullur af áhuga á Rússlandi og bókin lýsir áhuga mínum í þessu alþjóðlega, ævintýra- lega landi sem ég vissi svo lítið um.“ Halldór bætti því við að bókin hefði verið skrifuð í miklum flýti á meðan endurminningarnarfrá þessari för voru honum enn í fersku minni. Sumt hefði verið skrifað í ferðinni og sumt hefðu verið þýðingar á fyrirlestr- um eða ávörpum málsmetandi manna í þessu landi. Halldór sagðist hafa fengið ágætan vin sinn til að þýða fyrirlestrana og ávörpin en á því hefði ■ „Ég fór með fordómalausu hugarfari til Rússlands," sagði Nóbelsskáldið í tilefni endurútgáfunnar. IMeð honum á myndinni eru Olafur Ragnarsson hjá Vöku-Helgafelli og Hjördís Finnbogadóttir fréttamaður útvarpsins. NT-mynd: Kóbcrt. verið annar stíll sem hann liefði lagað til fyrir nýju útgáfuna. Skáldið sagði að það hefði verið gaman að fara yfir þessa bók aftur efnislega væri hún ekki breytt aðeins lagfært margt í stílnum og frásögninni, og það hefði verið gaman að bjartsýnum ræðunt Stalíns, Stalín hefði enda verið gletti- lega góður rithöfundur, hefði víst verið skáldlega hneigður, guð- fræðingur og hefði haft mikinn áhuga á heimspeki. Halldór kannaðist ekki við að hann hefði fcngið bágt fyrir bókina. “Þaö getur verið að ég hafi ekki tekið eftir því og ég veit ekki hvernig það hefði átt að vera. Ég var að vísu alvanur þvi að vera skammaður í blöðunt, ég þótti vera óvinur bænda en ég rnan ekki eftir að hafa verið skammaður fyrir’þessa bók umfram annað sern ekki hafði fallið mönnum í geð.“ Á borðinu fyrir framan Halldór og Ólaf Ragnarsson hjá Vöku-Helgafelli voru 48 bindi af skáldverkum Laxness. Skáldið var spurt að því hvort þetta ritsafn væri ekki heimsmet á íslandi og hvað því fyndist um að hafa skrifað allar þessar bækur.“ Ég veit ekki, það gæti risið upp sú spurning h vort ég hefði búið á Kleppi. Það er ógurlega bjánalegt að skrifa svona margar bækur og enginn heið- arlegur rnaður á íslandi myndi Itaga sér svona. En þetta er skrifað af einhverri þörf, ég hafði bara svona mikla löngun til að tjá ntig en þetta eru alltof ntargar bækur,“ sagði skáld- ið að lokum. ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍML45000 Gæsir og sauðfé slást um stráin - afleiðingin: Minni fallþungi dilka og aukinn uppblástur ■ Fallþungi dilka af afrétti Bárð- dælinga og Mývatnssveitarbænda, var mun minni í ár, en síðasta ár. Þessu kenna menn auknum ágangi heiða- gæsarinnar síðastliðið sumar, og í kjölfar þess færri strá á afréttum fyrir sauðfé. Þá var veður rysjótt í sumar. Víða meðfram vatnsföllum, þar sem besti haginn er, var gæsin sérstak- lega hörð og skildi landið ertir sviðið. Björn Yngvason bóndi á Skútustöð- um í Mývatssveit sagði í samtali við NT, að gæs hefði aldrei verið í jafn miklum mæli á afrétti þeim sem hann smalaði ásamt nágrönnum sínum. „Víða var land hreinlega sviðið. Við hittum Bárðdælinga í leitunum og höfðu þeir sömu sögu að segja. Þá var ógrynni af gæs upp með ölíu Skjálf- andafljóti og bakkar víða sviðnir af ágangi hennar,“ sagði Björn. í sama streng tók Eysteinn Sigurðs- son bóndi á Arnarvatni við Mývatn. Það sem vakti einna helst eftirtekt hans, var sú staðreynd að vanalega hefur það fé verið vænst sem gengið hefur lengst inn á afrétt. í ár var þessu öfugt farið. Það fé sem lengst gekk var rýrast. Óttar Geirsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands taldi að vel gæti verið um samverkandi ástæður að ræða, bæði að gæsin hefði verið ágeng og eins að slæmt tíðarfar hefði haft mikið að segja. Stórt helgar- mót Flugleiða ■ Sjöunda helgarskákmót Flugleiða verður teflt nú um helgina í Kristalsal Hótel Loft- leiða. Alls keppa 24 sveitir víðsvegar að af landiu og eru margir sterkustu skákmanna okkar meðal keppenda. Tefldar verða 23 umferðir og hefst mótið kl. 9 í dag en lýkur kl. 18.00 á sunnudag. Munið okkar viðurkenndu varahlutaþjónustu Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10-16 Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600 FULLTHUSAF VILLIKÖTTUM EL TICRE. PANTERA ■ COUGAR ■ PANTHER ■ CHíETAH ■ JAG ■ KITTYCAT Bifreiðar og Landbún- aðarvélar hafa tekið að sér söluumboð fyrir CHEETAH vélsleðinn hentar vel í leik og starfi, en einkum viö hinar erfiðustu aðstæöur. Hann er búinn langri A arma fjöðrun að framan. Beltið er mjög langt (156" eða 396,2 cm) sem gerir þaö að verkum að sleðinn flýtur vel við erfiðustu aðstæður. Á hinn bóginn er CHEETAH eini „long track" sleðinn sem lætur að stjórn eins og stuttur sleði á harðfenni vegna þess að ca. 1/3 af beltinu er uppsveigt á lið að aftan sem nýtist í mjúkum snjó. Fáanlegar eru tvær vélastærðir, 529cc vökvakæld og 500cc loftkæld. Báðar blanda olíu sjálfar. Innifalið í verði er: Fullkomið mælaborð, stöðuhemill, vegalengdarmælir, upphituð handföng, bögglaberi, sæti f. tvo. KITTY CAT er eini barnasleðinn sem framleiddur er og hefur notið mikilla vinsælda. Vélin er mjög lítil og búin gangráði þannig að ekki er hægt að aka hraðar en 12 km. Til öryggis loga stöðugt fram oa afturljós. Sjálflýsandi borði er hringinn um kring. Oryggislykill. vélsleða á íslandi

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.