NT - 23.11.1985, Side 4
Laugardagur 23. nóvember 1985 4
Svæðabúmark frá Framleiðsluráði
■ Á vegum Stéttarsambands
bænda og Framleiðsluráðs er nú
unnið að tillögum um skiptinu
kindaskjöts- og mjólkurfram-
leiðslu, sem stjórnvöld hafa
tryggt bændum fúllt verð fyrir
næstu tvö árin. Tillögurnar
ganga út á að ákveðinn kvóti
verði reiknaður út fyrir hvert
hérað og samkvæmt þeim verði
landinu skipt niður í búmarks-
svæði, 30 talsins.
Þessi tillaga að skiptingu
framleiðslunnar er miðuð við
það framleiðslumagn, - sem
bændasamtökin og stjórnvöld
sömdu um í ágúst síðastliðnum.
Búist er við að kindakjötsfram-
leiðsla verði svipuð í haust og
það magn sem samið var um en
á síðasta ári var mjólkurfram-
leiðsla það mikil að það magn
mjólkur, sem samið var um í
haust, þýðir nokkurn samdrátt.
Þessi samdráttur er þó ekki
alvarlegri en svo að ef tekið er
meðaltal framleiðslunnar þrjú
síðastliðin ár þá er það svipað
magn og það sem samið var um
í haust.
Það er rétt að taka það fram
að þær tillögur, sem nú er unnið
að, eru enn sem komið er aðeins
hugmyndir að skiptingu. Það er
síðan á höndum ráðherra að
taka endanlega ákvörðun um
hvaða leið verði farin en þar
koma ýmsir kostir til greina.
í lok október voru ráðherra
kynntar þessar tillögur Stéttar-
sambandsins og fór hann þá
fram á að áfram yrði unniðmeð
þær og bændur settu fram til-
lögur að skiptingu framleiðsl-
unnar á einstaka bú og reglur
um tilfærslu milli svæða ef slíkt
kæmi til. Ráðherra mun einnig
hafa farið fram á að skoðað yrði
hvernig taka mætti meira tillit
til framleiðslunnar síðustu árin
en gert var ráð fyrir í þessum
fyrstu tillögum. Auk þessa ósk-
aði hann eftir að skoðað yrði
hvort hugsanlegt væri að skilja
meira á milli framleiðslugrein-
anna en gert var í tillögum
Stéttarsambandsins, það er
hvort hugsanlegt væri að konia
á sérstökum svæðakvóta á
mjólkurframleiðslu en láta
svæðakvóta í kindakjötsfram-
leiðslu bíða þar til síðar. Þessar
hugmyndir byggðust á þeirri
staðreynd að allar líkur eru á
því að það kindakjöt sem nú er
að koma á markað sé nokkurn
veginn það magn sem bændum
var tryggt fullt verð fyrir í haust
og því hægt að greiða það fullu
verði. Því er hins vegar ekki svo
farið með mjólkurframleiðsiuna.
Ráðherra mun ennfremur
hafa óskað eftir því að kannaður
yrði sá möguieiki að binda
svæðaskiptinguna í mjólkur-
framleiðslunni við mjólkur-
samlagssvæðin þannig að það
yrði hugsanlegt að útbúa kvóta
á mjólkurbú sem síðan yrði
skipt eftir sömu reglu innan
mjólkurbúasvæðanna.
Að öðru leyti mun ráðherra
hafa óskað eftir að bændur mót-
uðu tiliögur sínar sem mest
sjálfir enda hafi bændasamtök-
in lýst áhuga sínum á því á
aðalfundi Stéttarsambandsins í
haust. Þar kom einnig fram að
samtökin legðu áherslu á það
að svæðakvóti yrði tekinn upp.
Þær tillögur sem svæðabú-
marksnefnd er nú að fullmóta
gera ráð fyrir því að landinu
verði skipt í 30 búmarkssvæði
eins og áður getur. Sýslur lands-
ins eru samkvæmt tillögunum
aðaleiningarnar en þeim skipt
þar sem mörk mjólkursamlags-
svæðanna eru með öðrum hætti.
Samkvæmt tillögunum er farið
fram á að skipting framleiðslunnar
miðist við að búmarkið 1980
vegi þriðjung, búmarkið eins og
það er í dag vegi þriðjung og
meðalframleiðslan á þrem
síðastliðnum verðlagsárum vegi
þriðjung. Þó er gert ráð fyrir að
frá meðalframleiðslunni þrjú
síðustu árin dragist framleiðsla
umfram búmark hjá einstökum
bændum.
1 tillögum Framleiðsluráðs er
því gert ráð fyrir að búmarkið
gildi tvo þriðju hluta en það
veldur nokkrum sveiflum milli
héraða og koma þau héruð
betur út þar sem mjólkurfram-
leiðslan hefur dregist saman en
ver þar sem framleiðsluréttur
hefur verið nýttur í ríkara mæli.
Enn er þó rétt að undirstrika
að hér er eingöngu um tillögur
Framleiðsluráðs að ræða en
óvíst hver hin endanlega niður-
staða verður. Það er þó Ijóst að
ef framleiðsla landbúnaðar-
afurða á að miðast við innan-
landsmarkað í framtíðinni hlýt-
ur að koma til samdráttar og
erfitt mun reynast að stjórna
honumþannig að öllum líki ekki
síst á meðan sú aðlögun fer fram
■ Flenrik Sv. Björnsson sendi-
herra lést í Reykjavik 71 árs að
aldri þann 21. nóvcmber sl.
Henrik Sv. Björnsson var
fæddur í Reykjavík 2. septcm-
ber 1914 og var sonur hjónanna
Sveins Björnssonar hrj. ogsíðar
ríkisstjóra og forseta íslands og
Georgiu Hoff Hansen.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1933 og Ingaprófi frá Laga-
deild Háskóla Islands árið 1939.
■ Henrík Sv. Björnsson sendi-
herra.
Þá hóf Henrik störf í utanrík-
isþjónustunni í sendiráðinu í
Kaupmannahöfn og starfaði
síðar í sendiráðum um allan
heim, Washington, Oslo, París,
London og Brússel.
Hann var einnig ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu og
var um nokkurt skeið fastafull-
trúi hjá NATO, OECD,
UNESCO og hjá Evrópuráðinu
í Strasbourg.
Hennrik sat í fjölda nefnda
m.a. í viðræðunefnd Islands
vegna fiskveiðideilu Breta og
íslendinga 1960 og viðræðu-
nefnd íslands á Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna.
Hann var um tíma forsetarit-
ari og átti sæti í stjórn ísafoldar-
prentsmiðju og stjórn Þjóð-
ræknifélags íslands. Þá var hann
meðritstjóri og meðútgefandi
Ríkishandbókar íslands og
einnig meðritstjóri tímaritsins
Nordisk Kontakt.
Henrik hlaut fjölda heiðurs-
merkja fyrir störf sín og hann
lét af störfum sem sendiherra á
síðasta ári.
Henrik kvæntist eftirlifandi
konu sinni Gróu Torfhildi Jóns-
dóttur (Gígju) þann 31. maí
1941 og eignuðust þau þrjú
börn.
Kaupfélagsstjórar funda
■ Um helgina stendur yfír kaupfélagsstjórufundur í Reykjavík.
Á dagskrá fundarins eru ýmis mál, en í gær þegar þessi mynd var
tekin, var Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins að flytja
yfírlit sitt um reksturinn fyrstu 9 mánuði þessa árs. Halldór
Ásgrímsson var á þessum fundi og flutti þar ávarp, en síðan gafst
kaupfélagsstjórunum tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr.
í dag verður fundinum framhaldið og verða þá á dagskrá mál
eins og „Samvinnuhreyfing framtíðarinnar“. Ekki vitum við
hversu langt fram í tímann þær umræður munu ná en sennilegt
að stjórn Sambandsins noti tækifærið og kynni kaupfélagsstjórum
m.a. framtíðarhorfur um skiparekstur Sambandsins.
Kaupfélagsstjórafundinum lýkur svo formlega með hófí á Hótel
Sögu í kvöld.
(NT-mynd: Róbcrt)
Henrik Sv. Björnsson
sendiherra látinn
Eldur í nýbyggingu
í Garðabæ:
Grunurum
íkveikju
■ Talsvert tjón varð,
þegar eldur kom upp í
íbúðarhúsi, sem er í bygg-
ingu í Garðabæ, á fimmtu-
dagskvöldið. Grunur leik-
ur á að um íkveikju sé að
ræða. Rannsóknarlög-
regla hefur málið til rann-
sóknar. Við vettvangs-
rannsókn, fannst brotin
rúða í húsinu, og steinn lá
fyrir innan. Þá fannst mold
í gluggapósti.
Nýbyggingin er á tveim-
ur hæðum, og er nýlega
hafinn uppsláttur á efri
hæðinni. Tjón sem varð,
af völdum eldsins voru 47
plasteinangrunarplötur
sem brunnu, og 50 opnan-
legir gluggar eyðilögðust.
Grunur leikur á að
krakkar hafi brotist inn í
húsið, og valdið íkveikj-
unni.
Jón Kjartansson
forstjóri látinn
■ Jón Kjartansson fyrrverandi
forstjóri Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins lést í Reykja-
vík 21. nóvember sl., 68 ára að
aldri.
Jón fæddist á Siglufirði þann
5. júní 1917 og var sonur hjón-
anna Kjartans Jónssonar bygg-
ingarmeistara og Jónínu Tóm-
asdóttur. Jón fór í Samvinnu-
skólann og lauk þaðan prófi
1935. Síðan varð hann verk-
stjóri í Síldarverksmiðjum ríkis-
ins til ársins 1943 er hann gerðist
skrifstofustjóri á Siglufirði.
Jón gegndi starfi bæjarstjóra
um tíu ára skeið á Siglufirði og
gerðist síðan forstjóri Áfeng-
isverslunar ríkisins og síðar
Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins. Því starfi gegndi hann
til ársins 1984.
Jón átti sæti í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins frá 1946 og
einnig í blaðstjórn Tímans og
Blaðaprents hf. auk annarra
félaga eins og Siglfirðingafélags-
ins í Reykjavík.
Þá var hann aðalræðismaður
Finnlands í Reykjavík í 8 ár og
formaður Hjálparstofnunar
kirkjunnar um nokkurt skeið.
Jón var í fyrstu stjórn Rotary-
klúbbsins Reykjavik-austurbær
og sendi frá sér fjölda greina,
einkum um sveitarstjórnarmál
og sjávarútveg í blöð og tímarit.
Hann giftist Þórnýju Þuríði
Tómasdóttur frá Hofsósi þann
17. júní 1945 og lifir hún mann
sinn.
Jólasveinninn
á undan áætlun
Frumsýndur í Háskólabíói á sunnudag
■ Jólasveinninn kemur til
Reykjavíkur á sunnudag, það
þó enn sé mánuður til jóla. Á
breiðtjaldi Háskólabíós mun
þessi gamli kunningi halda til
næstu vikurnar og svifta þung-
lyndishulunni af landanum í
skammdeginu.
Bandaríska kvikmyndin
Santa Claus (Jólasveinninn)
verður frumsýnd í Háskólabíói
á laugardaginn kl. 14.00 og
. rennur allur inngangseyrir sýn-
ingarinnar til Blindrafélagsins.
Jólin eru hátíð ljóssins og því
vilja aðstandendur kvikmynd-
arinnar láta sitt af hendi rakna
til þeirra, sem ekki geta „notið
ljóssins“, einsog segir í frétta-
tilkynningu frá Blindrafélag-
inu.
Forráðamenn Háskólabíós
láta tæki og húsnæði af hendi
endurgjaldslaust og starfsfólk-
ið gefur vinnu sína við frum-
sýninguna, handhafar sýning-
arrétts krefjast einskis endur-
gjalds fyrir þessa sérstöku sýn-
ingu. öllum ágóðanum verður
varið tilað efla atvinnumögu-
leika blindra og sjónskertra.
Það tók þipá ár að fullgera
þessa ævintýramynd og kostn-
aðurinn var um 50 milljón
dalir. Aðalhlutverkin eru í
höndum David Huddleston og
Dudley Moore, en þeir leika
jólasveininn og aðstoðarmann
hans.
Afmælistónleikar:
75 ára
söngvari
í Hlégarði
■ Afmælistónleikar í tilefni af
75 ára afmæli Ólafs Magnússon-
ar frá Mosfelli, verða haldnir í
Hlégarði, Mosfellssveit, í dag
kl. 16. Mun Ólafur syngja við
undirleik Jónasar Ingimundar-
sonar píanóleikara, nokkur lög
af hljómplötu þeirra, sem Örn
og Örlygur gefa út, og væntan-
leg er í verslanir næstu daga.
Upptöku á hljómplötunni ann-
aðist Halldór Víkingsson, en
upptökur fóru fram í Hlégarði
nú í haust.
Þá mun Jónas Ingimundarson
kynna verk af einleikshljóm-
plötu sinni, sem Örn og örlygur
gefa einnig út, og er hægt að
kaupa hljómplötuna á tón-
leikunum.