NT - 23.11.1985, Side 19
Laugardagur 23. nóvember 1985 19
Auðlindir hafsins
HÁDEGISVERÐARFUNDUR
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra flytur framsögu um
auðlindir hafsins á hádegisverðarfundi að Rauðarárstíg 18,
laugardaginn 23. nóvember n.k. kl. 12.00.
Fundarstjóri: Drífa Jóna Sigfúsdóttir.
Fundurinn er öllum opinn.
Landssamband framsóknarkvenna og
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík.
Hádegisverðarfundur verður á Glóðinni í Keflavik laugardag-
inn 23. nóvember nk. og hefst kl. 12.00. Bragi Arnason
prófessor ræðir um möguleika á uppbyggingu iðnaðar á
Suðurnesjum. Allir velkomnir.
Svæðisráð Framsóknarmanna Suðurnesjum
Sunnlendingar
Jón Helgason, iandbúnaðarráðherra, boðar til almennra
funda um landbúnaðarmál, í Árnesi þriðjudaginn 19. nóvemb-
er kl. 21, að Hvoli miðvikudaginn 20. nóvember kl. 21 og í Vík
sunnudaginn 24. nóvember kl. 15.
Viðtalstími alþingismanna
og borgarfulltrúa
N.k. laugardag verða til viðtals á Rauðarárstíg 18 milli kl. 11
og 12 Haraldur Ólafsson alþingismaður og Kristján Benedikts-
son borgarfulltrúi.
Spilafólk, takið eftir
Hinni árlegu þriggja kvölda spilakeppni Framsóknarfélags
Árnessýslu, sem hófst að Borg í Grímsnesi 7. þessa
mánaðar, verður fram haldið að Flúðum föstudaginn 22.
nóvember kl. 21 og endar í Þjórsárveri fimmtudaginn 28.
nóvember kl. 21. Glæsileg verðlaun að verðmæti um 60.000
kr. Meðal annars utanlandsferð og margt góðra muna.
Að Flúðum flytur Guðni Ágústsson ávarp kvöldsins.
Framsóknarfélag Árnessýslu.
Suðurland
Framsóknarfélagar, nú er undirbúningur fyrir bæjar- og
sveitarkosningar í fullum gangi, að því tilefni er skrifstofa
flokksins Eyrarvegi 15, Selfossi opin fimmtudaga og föstu-
daga frá kl. 13-18. Sími 2547 og heimasími starfsmanns
1825.
Lítið inn eða hringið.
Kjördæmisstjórn
Viðtalstímar
Halldór E. Sigurðsson verður til viðtals
á skrifstofu félagsins að Rauðarárstíg
■18, mánudaga til fimmtudags
'kl. 13.30- 15.30, fyrst um sinn.
framsóknarfélag Reykjavíkur.
Keflavík -
Suðurnes
Fundur verður haldinn hjá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna
í Keflavík miðvikudaginn 27. þ.m. kl. 20.30 í Framsóknarhús-
inu Austurgötu 26. Fundarefni: Undirbúningur bæjarstjórnar-
kosninganna 1986. Haukur Ingibergsson framkvæmdstjóri
flokksins mætir á fundinn.
Stjórnin.
Skattanefnd SUF
Fundur verður haldinn í skattanefnd SUF þriðjudaginn 26.
nóvember nk. kl. 17.00 að Rauðarárstíg 18. —~
Stjórnin
Ungt fólk Akranesi
Opið hús verður í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut fimmtu-
daginn 28. nóvember kl. 20.30. Bæjarfulltrúarnir Steinunn
Sigurðardóttir, Jón Sveinsson og Ingibjörg Pálmadóttir
verða til viðræðna um stöðu ungs fólks á Akranesi. Ungt fólk
er hvatt til að mæta og láta í sér heyra. Einnig verður á staðnum
Andrés Ólafsson æskulýðsnefndarmaður sem svarar fyrir-
spurnum um æskulýðsnefnd.
FUF á Akranesi
Hafnarfjörður
Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn
miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20.30, að Hverfisgötu 25.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Spilafólk takið eftir!
Byrjum 3ja kvölda keppni í félagsvist á Hótel
Borgarnesi föstudaginn 22. nóvember kl.
20.30. Glæsileg verðlaun eru í boði. Allt
áhugafólk hjartanlega velkomið.
Framsóknarfélag Borgarness
Auglýsing frá
Reykjavíkurhöfn
Eigendum smábáta sem báta eiga í höfninni
stendur til boða upptaka og flutningur báta
laugardaginn 23. nóvemberfrá kl. 9-18.00.
Upptaka báta fer fram við Bótarbryggju í
Vesturhöfn. Gjald fyrir upptöku og flutning á
bátasvæði á landi Reykjavíkurhafnar í Örfiris-
ey er kr. 1.400.- og greiðist við upptöku báta
á staðnum.
Skipaþjónustustjóri
FÉLAG JARNIÐNAÐARMANNA
Félagsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 27. nóv. 1985
kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Lagabreytingar
3. Önnur mál
Mætið vel og stundvíslega
Stjórn
Félags járniðnaðarmanna
Þeir eru týndir
í júlí töpuðust tveir hestar úr girðingu á
Mælifelli Lýtingsstaðarhr, Skagafirði. Þeir
eru ættaðir úr Biskupstungum, báðir ómark-
aðir, tamdir og spakir og voru á járnum. Til
þeirra hefur sést af og til í allt sumar meðal
stóðhrossa á Mælifellsdal, síðast seint í
september. Nú hefur þeirra ekki orðið vart
við smölun og er því lýst eftir þeim. Annar
hestanna er brúnblesóttur, glaseygur og
sokkóttur, 14 vetra og fremur stór. Hinn er
steingrár (fremur dökkur), 7 vetra, meðal-
hestur á vöxt. Þeir, sem geta gefið einhverjar
upplýsingar um hestana, eru beðnir að
hringja í síma 91-43420 eða 91-76188.
íslenska hestaleigan sf.
THE ICEIANDIC HUKSE IIIKE SEKVICE
Hliðarvegur 38 Simar (9)1 43420 (9)9 6169 ■ Nafn.nr. 4832 3057 200 Kópavogur lceland
^RARIK
1 RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til
umsóknar starf tæknifulltrúa á svæðisskrif-
stofu Rafmagnsveitnanna á Stykkishólmi.
Menntun í rafmagnsverkfræði eða raf-
magnstæknifræði áskilin.
Upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri
Rafmagnsveitnanna á Stykkishólmi.
Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri
störf sendist starfsmannahaldi fyrir 7. des-
ember nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi118
105 Reykjavík
Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri
óskar að ráða í eftirtaldar stöður á Geðdeild,
sem ætlað er að hefja störf í nýjum húsa-
kynnum þ. 1. febr. 1986:
1. Sérfræðingur í Geðlækningum.
2. Aðstoðarlæknir.
3. Iðjuþjálfi.
4. Hjúkrunarfræðingar.
5. Aðstoðarmenn við hjúkrun.
Umsóknum þarf að skila fyrir 1. janúar 1986
til yfirlæknis Geðdeildar eða hjúkrunarfor-
stjóra, sem veita nánari upplýsingar.
Frá Alþingi:
Umferðarlög
Frumvarp til umferðarlaga er nú til meðferðar
hjá efri deild Alþingis.
Þeir, sem beðnir hafa verið umsagnar um
frumvarpið eða vilja kom á framfæri athuga-
semdum eða ábendingum, skulu skila þeim
til nefndarinnar eigi síðar en 15. des. n.k.
Allsherjarnefnd efri deildar
Blárefir til sölu
Úrvals lífdýr til sölu. Hagstætt verðæf samið
er strax.
Upplýsingar í síma 91-667181 á kvöldin.