NT - 12.12.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP.6
Eimskip framlengir tilboðið:
Útvegsbankinn tilbúinn
að skoða tilboð Stefáns
hissa á að hann skuli ekki hafa
athugað þetta fyrr. Menn geta
alltaf verið drjúgir rneð sig eftir
á.“
Halldor sagði að það kæmi
hinsvegar ekki til greina að veita
manninum viku eða meira til að
skoða eigurnar og eiga svo jafn-
vel von á neitun. Til þess væri of
mikið í húfi.
■ Eimskipafélagið hefur
ákveðið að framlengja tilhoð
sitt í þrotabú Hafskips fram á
föstudag. Að sögn Eimskipa-
félagsmanna eru ennþá ýmsir
lausir endar í samningsgerðinni
sem þarf að hnýta áður en geng-
iö er til undirskrifta.
Stefán Árnason, forstjóri
fyrirtækis í Svíþjóð sem kaupir
og selur notuð tæki og vélar,
hefur gefið í skyn að hann sé til-
búinn að kaupa eigur þrotabús-
ins á rúmar 400 milljónir króna.
NT hafði samband við Halldór
Guðmundsson, bankastjóra Út-
vegsbankans og spurði hann
hvort bankinn væri ekki tilbúinn
að skoða þetta tilboð.
Halldór sagði að þar sem
Eimskip hafi frestað tilboði sínu
sé full ástæða til að ræða við
Stefán, reynist hann megnugur
að kaupa fyrir þetta verð og geta
boðið upp á nægjanlegar trygg-
ingar. Hinsvegar sýndist honum
þannig að þessu staðið að lítil al-
vara byggi á bakvið. „Fylgist
maðurinn svona grannt með
uppboðum á þrotabúum eins og
hann lætur í veðri vaka, er ég
Fríiðnaðarsvæði
við Straumsvík?
■ Nú þegar sá tíini fer í hönd að börn setjist sjálfviljug við skriftir, nefnilega ritun óska-
listans, er tímabært að kanna gæði þeirra gulla sem verslunin býður upp á.
NT-mynd Róbert
Hver ber ábyrgð á Hafskipsmálinu?
- sjá viðbrögð þingmanna á baksíðu
is. Hugmyndin er sú að þarna
verði lokað svæði og munu fyrir-
tækin þar einkum sjá um að
setja saman vörur úr hlutum
sem berast erlendis að. Losna
fyrirtækin þannig við að borga
tolla af hverjum hluta, þar sem
tækiðeða það sem sett er saman,
er flutt aftur út án þess að fara
nokkurn tíma út úr fríhöfninni.
Einar sagði að þetta væri
einkum hugsað í því skyni að
auka atvinnutækifæri en jafn-
framt yrðu tekin aðstöðugjöld
af fyrirtækjunum. Það er svo
óvíst hvernig verður með aðrar
skattgreiðslur fyrirtækjanna, en
allur gangur mun á því erlendis.
í hrauninu fyrir ofan Reykja-
nesbraut, á milli Álversins og
Hafnarfjarðar á svo að rísa nýtt
iðnaðarhverfi, en fullbyggt er að
mestu í Kaplakrikanum. Skipu-
lag svæðisins er nú til umfjöllun-
ar hjá skipulagsstjóra ríkisins og
bjóst Einar við að skipulag þess
ætti að liggja fyrir í vor og fullur
kraftur kæmist á framkvæmdir
við það eftir u.þ.b. tvö ár.
Leiðangur:
Á söguslóðir
Eiríks rauða
- á vegum Hins konunglega
breska landfræðifélags
Hafskip:
Rannsókn
í næstu
viku?
■ Hafnfirðingar eru að kanna
hvort ekki sé mögulegt að reisa
fríiðnaðarhverfi fyrir sunnan
Straumsvík, þar sem bærinn
Straumur er núna. Á bæjar-
stjórnarfundi sl. þriðjudag var
ákveðið að gera frumathugun á
þessu ntáli, og var ákveðið að
skipa þriggja manna nefnd til
þess.
Einar I. Halldórsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði, sagði við NT
að svona fríiðnaðarsvæði, eða
fríhafnir tíðkuðust víða erlend-
Frá frcttaritara NT i London, I)avid Keys
■ Hið konunglega breska
landfræðifélag ætlar á næsta ári
að feta í fótspor Eiríks rauða.
Hópur á vegum félagsins, sem
heimsækir bæði ísland og
Grænland, kemur í bústað Eir-
íks í Suðvestur Grænlandi í
Qagssiarssuk, í tæka tíð til að
halda upp á þúsund ára afmæli
heils árs búsetu íslendinga þar.
Félagar Hins konunglega
landfræðifélags og aðrir í leið-
angrinum munu heimsækja
Þingvelli, þar sem kveðinn var
upp útlegðardómur yfir Eiríki
og heimsækja Snæfellsnes og
Breiðafjarðarsvæðið þar sem
leiðangur hans lagði af stað.
Hópurinn fer síðan flugleiðis
til Narssarssuaq og þaðan til
bústaðar Eiríks og kirkjurústa í
Qagssiarssuk og annarra rústa
frá víkingatímum í Igaliko og
Hvalsey.1 Igaliko, eða Görðum
eins og það hét á íslensku, mun
hópurinn skoða leifar tólftu ald-
ar kirkju og á Hvalsey rannsaka
viðamiklar tólftu aldar bæjar-
og kirkjurústir.
Leiðangurinn, sem ætlar að
leggja í ferð sína í júlí á næsta
ári. samanstendur af 20 ein-
staklingum. Þátttaka er ekki
einskorðuð við meðlimi Land-
fræðifélagsins og er heimil
öllum. Kostnaður breskra þátt-
takenda verður 1690 sterlings-
pund en 1450 íyrir íslendinga.
Hafskip:
Rannsókn
í næstu
viku?
■ Stjórnarfrumvarp um
skipun rannsóknarnefnd-
ar vegna Hafskipsmálsins
verður lagt fram fljótlega.
Að sögn Steingríms Her-
mannssonar, forsætisráð-
herra, verður lögð áhersla
á að hraða afgreiðslu
frumvarpsins í gegnum
þingið eins og kostur er. í
framhaldi af því er gert ráð
fyrir að rannsóknarnefnd-
in geti hafið störf þegar í
næstu viku.
Umrætt frumvarp mun
fela í sér að Hæstiréttur
skipi nefndarmenn.
Tryggt verði að aðgangur
að öllum nauðsynlegum
upplýsingum verði greiður
og af því verði bankaleynd
aflétt í þessu tilfelli. Sá
fyrirvari er að haft verði
samráð við skiptaráðanda
og rannsókninni hagað í
samræmi við rannsókn
þess embættis.