NT - 12.12.1985, Blaðsíða 8

NT - 12.12.1985, Blaðsíða 8
Málsvarl frjálslyndls, samvinnu og félagshyggju Útgelandi: Nútiminn h.l. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjómarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guðmundur Karlsson Auglýsingastj.: Sleingrimur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólalsson Skrifstolur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300 Kvöldsimar: Áskrifl og dreiling 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Bla&aprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 - Verð í lausasölu 35 kr.og 40 kr. um helgar. Ásknft 400 kr. V Sannleikurinn verður að koma í Ijós ■ Nú er Hafskipsmálið farið að taka á sig pólitískari mynd en áður. Ljóst er að stjórnarandstaðan metur meira að fá að rífast um það í þingsölum en að komast til botns í málinu og er það slæmt þar sem ætla mætti að ein- hugur gæti ríkt um það efni. I utandagskrárumræðum á Alþingi s.l. þriðjudag fór Ólafur Ragnar Grímsson hörðum orðum um tengsl Sjálfstæðisflokksins við málið og nefndi því til sönnunar ýmsa af forystumönnum flokksins og tengsl þeirra við Hafskip. Aug,ljóst er að erfitt verður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að verja bein og óbein afskipti sín af málinu og á það eflaust eftir að valda flokknum verulegu tjóni og álitshnekki. Þetta er þó ekki kjarni málsins. Hann er sá að sannleikurinn komi í ljós. Til þess að svo megi verða þarf að rannsaka málið frá öllum hliðum. Hver sé raunveruleg ástæða tapsins? Hvernig ^ar stjórn- un fyrirtækisins háttað? Hafa einhverjir brotið lög og þá hverjir og hvernig? Eftir að niðurstaða hefur fengist verður að leggja hana á borðið og skýra hana fyrir þjóðinni. Hún á fulla heimt- ingu á að vita hverjir bera ábyrgðina og hver sé ástæðan, þar sem henni er gert að greiða skuldirnar. Stjórnarandstaðan leggur til að þingkjörin nefnd rannsaki málið fyrir opnum tjöldum. Vitað er að þannig rannsókn færi mest fram í fjölmiðlum en niðurstöðu væri ekki að vænta. Þess vegna beittu framsóknarmenn sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar, að Hæstiréttur skipaði þrjá sérfróða menn til að vinna samhliða skiptaráðanda að rannsókn málsins. Enda þótt sjálfstæðismenn hefðu áður einungis viljað að skiptaráðandi fjallaði um málið féllust þeir á þessa tillögu framsóknarmanna. Þessari nefnd verður m.a. falið að rannsaka tengsl við- skipta Hafskips og Útvegsbankans og afskipti einstakra manna af þeim viðskiptum, sögusagnir um vafasama fjármagnsflutninga frá Hafskipum til annarra fyrirtækja og orðróm um óhóflega eyðslu forráðamanna Hafskipa svo eitthvað sé nefnt. Vissulega verður erfiðara að fylgjast með daglegum gangi rannsóknarinnar en spurningin er hvort ekki sé æskilegra og eðlilegra að botn fáist í málið frekar en að fjargviðrast um það daglega í fjölmiðlum. Pá er líka rétt að benda á að fram hefur komið að fleiri fyrirtæki en Hafskip eru í vandræðum. Því var lýst yfir á Alþingi að búast mætti við verulegum greiðsluerfiðleik- um og jafnvel greiðsluþroti margra annarra þekktra fyrirtækja. Vonandi kemur ekki til þess, en fari svo er ljóst að ekki verður hægt að kjósa þingkjörnar nefndir til að rannsaka hvert og eitt mál út af fyrir sig, heldur verður að treysta á dómskerfið og sérfróða menn til þeirra hluta. Búast má við að stjórnarandstaðan reyni að saka Framsóknarflokkinn um linkind og undanlátssemi við Sjálfstæðisflokkinn í Hafskipsmálinu, annað væri óeðli- legt af þeirra hálfu. Framsóknarflokkurinn er fullfær um að meta hvernig best er hægt að ná fram réttlæti og þarf ekki að ganga í smiðju stjórnarandstöðunnar til þess að leita ráða í þeim efnum. En þingmenn Framsóknarflokksins verða að gera sér grein fyrir því að Hafskipsmálið snýst um fleira en gjaldþrot. Það erpólitískt hitamál semm.a. varðarstarf- semi banka, rekstrarform fyrirtækja, og hlutverk embættismanna og því er nauðsynlegt að þeir ekki síður en þingmenn annarra flokka taki virkan þátt í umræð- unni og skýri afstöðu sína til þessara og annarra atriða sem upp koma við umfjöllun málsins. ffl 7 Fimmtudagur 12. desember 1985 8 Ll LÍ í tíma og ótíma ■ Búningsaöstaða er við hiið salernanna. Þetta er þeirri stétt, sem vinnur við hvað ströngustu hreinlætiskröf- ur, boðið upp á. UERT í LEIGU HÚSNÆDI Skipt um föt við hlið saurgerla ■ Hótel- og veitingaskólinn býr við þröngan kost. Skólinn er í leiguhúsnæði við Suðurlands- braut. Hægt er að segj a skólanum upp með sex mánaða fyrirvara. Öll aðstaða er hin versta. Kokkar og þjónar verða að skipta um föt innan um saurgerla og annan hugsanlegan óþrifnað á salernum skólans. NT birti nýlega frétt af ástand- inu í skólanum og var þar rætt við nema og kennara. Greinilegt var á viðmælendum að heyra að á- standið er vægast sagt fyrir neðan allar hellur. Skólinn er ofsetinn og áhöld, sem notuð eru við verk- lega kennslu, eru engan veginn í takt við nútíma matargerð. Sverri boðið í mat Nemar í skólanum gripu til þess ráðs, að reyna að vekja at- hygli á sínum málum með því að bjóða ráðherra menntamála ' í kvöldverð, þar sem kynna átti að- stöðuna fyrir honum. Sex réttir hurfu ofan í Sverri Hermannsson áður en skólinn og aðstaðan var skoðuð. Greinilegt er að áhugi ráðherrans fyrir úrbótum á skóla- húsnæðinu eru litlar. Hann mætti rúmum klukkutíma of seint í steikina, og var því fyrirhöfn nemanna að mestu farin í súginn. Ekki hefur heyrst frá ráðherran- um síðan og því er enn spurning hvort hann gerir það sem þarf, til þess að skólinn fái eigið húsnæði. Káliðerekki sopið.... Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Fyrirliggjandi er teikn- ing af nýju húsi fyrir Hótei- og veitingaskólann, og er gert ráð fyrir því að húsið verði staðsett í Kópavogi. Bæjarstjórn Kópa- vogs hefur þegar samþykkt teikn- inguna, og því boltinn í höndum Sverris í ráðuneytinu. Um leið og samþykki er fyrirliggjandi verður hægt að hefjast handa um bygg- ingu hússins sem er hið glæsileg- asta. Jónasgrætur Jónas Kristjánsson ritstjóri á DV hefur grátið í fleiri mánuði vegna frammistöðu matreiðslu- manna á íslenskum veitingastöð- um. Kannski þarna sé komin skýringin á hryggðarmyndinni sem Jónas hefur grátið yfir í dálk- um sínum. Saurgerlar og úr sér gengin áhöld fara ekki saman með góðri matreiðslu. Ef skapa á góða kokka og þjóna verður þjálfun þeirra öll að vera í sam- ræmi við það. Þetta er sú stétt, sem á að leggja hvað mest upp úr því að íyllsta hreinlætis sé gætt á öllúm stundum. Heilbrigðiseftir- litið hefur ekki litið í Hótel- og veitingaskólann í mörg ár, en nokkuð ábyggilegt er að húsnæð- inu yrði lokað hið fyrsta. Vilja fleiri nema Á sama tima og Sverrir Her- mannsson situr á umsókninni frá skólanum eru meistarar í mat- reiðslu að sækja um leyfi til þess að hafa fleiri nema á sínum snærum. Af þessu getur ekki orð- ið þar sem skólinn við Suður- landsbrautina er þegar orðinn yfirfullur. Á sama tíma og Sverrir situr sem fastast á sömu umsókn og Ragnhildur Helgadóttir hafði velgt lengi með sitjandanum, tal- ar sá fyrrnefndi um að setja á stofn glæsilegan sjávarútvegs- skóla. Vissulega er þörf á slíkum skóla, en spurningin er hvort eigi að hafa forgangsröð. Þegar litið er til þess að Hótel- og veitinga- skólinn hefur aldrei haft viðun- andi húsnæði, vaknar spurningin hvort ekki sé tími til kominn að líta á þessa námsgrein með raun- sæisaugum. Þetta er kannski ekki alvöru nám í augum þeirra ráð- herra sem setið hafa í mennta- málaráðuneytinu. Ætli ráðherra- veislurnar yrðu ekki sviplitlar ef við mundum hreinlega leggja stétt- ina af? Fiskogflot fyrirferðamenn Ferðamannaiðnaðurinn er inikið til óplægður akur hjá okkur Islendingum, en þó búum við við sérstakar aðstæður, þar sem við ættum að geta nýtt okkur landið og það sem það hefur að bjóða. Flestir ferðamenn eta á veitinga- stöðum, og margir hverjir eru dýrir staðir. Með góðri úrvinnslu úrvals hráefna er tryggt að fleiri ferðamenn verða ánægðir og þar með er stuðlað að frekari land- kynningu. Við græðum ekki sem skyldi á því að selja ferðamönn- um fisk og flot eða pylsur. Matvælaiðnaður ísama skóiann Teikningar að skóla þeim sem á að rísa í Kópavogi, sýna mikið hús, þar sem gert er ráð fyrir að ýmsar greinar í matvælaiðnaði hafi sitt athvarf við hlið kokka og þjóna. Þegar þessum greinum hefur verið skapað athvarf, er einnig lagður grundvöllurinn að aukinni fjölbreytni í fullunnum matvörum sem kæmu lands- mönnum til góða, og einnig mætti horfa til markaða erlendis með þær vörur í huga. Sterkur skóli af þessari gerðinni myndi efla at- vinnulíf, þegar fram í sækir. Sú efling er þó alfarið háð því að Sverrir Hermannsson taki um- sóknina um skólahúsnæðið og í það minnsta kanni hana og mögu- leika sem standa opnir til þess að ráða bót á vanda þeim sem kokk- arog þjónar, þ.e. nemar, búavið. Eggert Skúlason

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.