NT - 12.12.1985, Blaðsíða 14
Lestunar-
áætlun
Hull:
Dísarfell
Dísarfell
Dísarfell
Jan ...
Disarfell
Rotterdam:
Dísarfell ....
Dísarfell ....
Dísarfell ....
Dísarfell ....
Antwerpen:
Dísarfell ..................18/12
Dísarfell ................... 2/1
Dísarfell .................. 15/1
Dísarfell ...................29/1
17/12
2/1
14/1
28/1
16/12
30/12
13/1
19/1
27/1
Hamborg:
Dísarfell ..............20/12
Dísarfell ...............3/1
Dísarfell ............. 17/1
Dísarfell ..............31/1
Helsinki:
Arnarfell ..............21/12
Larvik:
Jan .......
Jan .......
Jan........
Gautaborg:
Jan........
Jan .......
Jan .......
23/12
. 6/1
. 20/1
23/12
. . 7/1
. 21/1
Kaupmannahöfn:
Jan .............24/12
Jan ...............8/1
Jan ..............22/1
Svendborg:
Jan ...................26/12
Jan .....................9/1
Jan ....................23/1
Aarhus:
Jan.....................26/12
Jan......................9/1
Jan.....................23/1
Gloucester:
Jökulfell................. 15/1
Jökulfell...................19/2
New York:
Jökulfell................. 16/1
Jökulfell...................20/2
Portsmouth:
Jökulfell.................. 17/1
Jökulfell...................21/2
SKJPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Póslh 180 121 Reykjavik
Simi 28200 Telex 2101
ERTÞÚ
viðbúinn
vetrarakstri?
Fimmtudagur 12. desember 1985 14
Umsögn / Bækur
■ Þeir sem stóöu aö útgáfu bókarinnar Landið þitt ísiand. Fv. Ásgeir S. Björnsson útgáfustjóri, Helgi Magnússon,
Steindór Steindórsson, Örlvgur Hálfdánarson bókaútgefandi og Þorgeir Baldursson prcntsmiðjustjóri í Odda.
NT-mynd: Sverrir
Landið þitt ísland:
Lokaheftið og lykilbók
■ Sjötta bindi ritverksins Landiö
þitt fsland, sem jafnframt er loka-
bindi og lykilbók, er nú komið út
og í tileíni þess, efndu Bókaútgáf-
an Örn og Örlygur og Prentsmiðj-
an Oddi hf. til blaðamannafundar
og útgáfuhátíðar í húsakynnum
prentsmiðjunnar að Höfðabakka í
Reykjavík.
„Lokabindið er 416 blaðsíður og
hefst það á sérkafla um Bessastaði
eftir Einar Laxness sagnfræðing,
þar sem hann rekur sögu Bessa-
staða fram á þcnnan dag," sagði
Örlygur Hálfdánarson bókaútgef-
andi. “Bessastaðakaflinn erprýdd-
ur 100 Ijósmyndum, lituðum teikn-
ingum og uppdráttum. Hcr er um
að ræða elstu teikningar sem til eru
af mannvirkjum á Bessastöðum og
hafa margar þeirra ekki birst áður á
prenti svo vitað sé, en Bessastaða-
kaflinn varpar í heild, skýru ljósi á
sögu staðarins og þá einstaklinga
sem þar hafa gert garðinn frægan.
Á eftir kaflanum um Bessastaði
er annar sem ber heitið Leiftur frá
liðnum öldum, en þar er í tugum
Ijósmynda og litaðra teikninga
dregið fram það líf sem lifað var í
landinu til sjávar og sveita."
Örlygur sagði ennfremur að í
síðari hluta bókarinnar væri lykill
að fyrri bókunum fimm, en þar eru
alls um 4600 uppflettiorð. Nú er
því hægt að fletta upp í skránni og
sjá samstundis á hvaða blaðsíðum
og í hvaða bindum viðkomandi
nafn er að finna og jafnframt hvar
helst er að bera niður eftir sem
mestum fróðleik því þau blaðsíðu-
töl eru auðkennd sérstaklega.
Staðanafnaskráin er tvímælalaust
sú stærsta sem gerð hefur verið hér
á landi og á sína vísu tímamóta-
verk. Aðalhöfundur fimm fyrstu
bindanna eru þeir Þorsteinn Jós-
epsson og Steindór Steindórsson
en Helgi Magnússon bókavörður
annaðist ritstjórn.
Á fundinum greindi Þorgeir
Baldursson forstjóri prentsmiðj-
unnar Odda frá því að það hefðu
verið mikil tímamót í íslenskri
prentsögu þegar bókaútgáfan
ákvað að flytja prentun þessara
bóka, inn í landið en tvö fyrstu
bindin voru prentuð í Danmörku.
Ástæðan fyrir því að prentunin
fluttist hingað var sú að prent-
smiðjan hafði tekið í notkun nýjar
og afkastamiklar prent- og bók-
bandsvélar sem gátu annað jafn
viðamiklu verkefni og bækurnar
Landið þitt ísland raunverulega
eru. Þorgeir gat þess einnig að það
væru að sama skapi mikil tímamót
í íslenskri prentsögu þegar lokið
væri við frumprentun allra sex
bindanna því þetta verk ætti sér
enga hliöstæðu hérlendis.
!»Mim»IHNIII«lkttl
13 ára á flótta
■ Verðlaunasaga bandarísku skáld-
konunnar T. Degens, Lestarferðin, er
óvenju áhrifamikil og lætur engan ó-
snortinn. Sagan er í senn raunsönn og
spennandi, en jafnframt blandin
notalegri kímni. Sagan birtist hér í
snilldarþýðingu Fríðu Á. Sigurðar-
dóttur, rithöfundar.
Lestarferðin hefst í litlum bæ á yfir-
ráðasvæði Sovétmanna í Þýskalandi
árið 1946. Fólk sem orðið hafði að
flýja heimkynni sín í síðari heims-
styrjöldinni er á leið heim.
Meðal flóttafólksins er þrettán ára
gömul stúlka með falsað vegabréf.
Hún er ein á ferð en laðast mjög að
öldruðum manni og veikri konu hans.
Óvæntir atburðir í lestinni og loforð
sem stúlkan gefur gamla manninum
hafa afdrifarík áhrif á gang mála.
Þessi magnaða saga hlaut fljótlega
eftir útkomu bókarinnar í Bandaríkj-
unum virt bókaverðlaun, Boston
Globe-Horn Award og International
Reading Association Childrens
Books Award. Síðan hefur hún hlotið
viðurkenningar víða í Evrópu. Hér á
landi kemur bókin út með styrk frá
Þýðingarsjóði.
Vaka-Helgafell hefur valið Lestar-
ferðina fyrsta í bókaflokk forlagsins
„Úrvalsbækur fyrir ungt fólk.“
Lestarferðin er sett, filmuunnin og
prentuð hjá Prentstofu G. Benedikts-
sonar, en bundin hjá Bókfelli hf.
___________Minning_____
Björn Ólafsson bóndi
og organisti á Krithóli
Dauði. Hve þungt er að hugsa
um þig þeim, er lifir í sínum reit í
ró, þeim, er unir í friði við alls-
nægtir og hefur enn nógan þrótt til
að njóta lífsins.
Ó, dauði. Hversu kært er kall
þitt þeim, sem á bágt og brestur
þrótt, þeim, sem stirður er fóturog
fellur, þeim, sem örvæntir ogfinnst
fokið í skjólin. - Hræðst eigi dauð-
ann, örlög þín. Guðhefurbúiðþau
örlög öllu holdi (Síraksbók).
Þessi orð leita á hugann í minn-
ingu Björns á Krithóli, er það var
gjarna, þegar við vorum saman að
kveðju sveitunga og vina í Lýtings-
staðahreppi á árabili, hann við org-
elið og ég við fótagafl, að við íhug-
uðum það, að dauðans tilkoma er
ýmist þungbær þeim, sem á nógan
þrótt eða kall hans kært hinum,
sem á bágt og finnst fokið í skjólin.
í endurtekning útfarardaganna
var Björn Ólafsson áþreifanlega
minntur á dauðans óvissa tíma, allt
frá því er hann tók við organista-
störfum á Víðimýri á unglingsaldri
og til þess, er hann lét af 1984, eftir
þjónustu í mörgum sóknum um
áraraðir. Hann var orðlagður org-
anisti í héraði allt frá ungu árunum
vegna tónnæmi og leikni, starfs-
vilja og ósérplægni, er hann var
ávallt til þjónustunnar reiðubúinn,
hvenær og hvaðan, sem til var
kallað, á heyönnum og hávetrar-
tíð, svefnlitlum vordægrum fjár-
bóndans eða um hverfa haust-
grímu. Eftirgangsmunir og þrá-
beiðni voru fjarri skaplyndi hans,
félagshyggjumannsins, sem naut
þess ekki að vita, að hann var sá,
sem allt valt á, en hins að geta
hjálpað öðrum og stutt á sorgar- og
gleðistundum.
Utan kirkju voru störf hans að
tónlistarmálum mikil, er hann var
einn stofnandi Karlakórsins Heim-
is 1927, og söng með kórnum og
æfði raddir í meira en hálfan 6. ára-
tug. Á 50 ára afmælishátíð Heimis
var hann útnefndur heiðursfélagi
kórsins.
Oft og víða kom það fram, hve
kunnur Björn á Krithóli var af
tónlistargáfu sinni og fágætu ljúf-
lyndi að organista- og söngmálum,
nú síðast, er sveitungar hans í Lýt-
ingsstaða- og Seyluhreppum, vel-
unnarar í héraði og vinafjöldi víða
að, kvöddu hann á Víðimýri hinn
23. nóv. sl. Munu þar hafa verið á
fimmta hundrað manns og er svo
fjölmenn fylgd harla fátíð. - Á
Víðimýri var heimakirkja Björns
alla ævi. Hann var fæddur í Alfta-
gerði hjá Víðimýri hinn 9. ágúst
1908, ólst þar upp og átti heima,
unz hann fékk nágrannajörðina
Krithól á Neðribyggð til ábúðar
1929 og hóf þar búskap með konu
sini Helgu Friðriksdóttur frá Vala-
dal. Bjuggu þau löngum góðbúi á
Krithóli og þar til fyrir fáum árum,
er synir þeirra Kjartan og Ólafur
tóku við jörð og búi, en heimili
þeirra hjóna stóð óbreytt, rómað
fyrir gestrisni og glaðværð enn sem
áður.
í þakkar- og ávarpsorðum um
Björn á Krithóli sjötugan, rakti ég
nokkuð uppruna hans og gat nokk-
urra hinna söngvinnu, glöðu og
vinsælu ættmenna hans á báða
vegu. Skal það ekki endurtekið nú,
en þess minnst, að Ólafur í Álfta-
gerði, faðir Björns, var kunnur fyr-
ir söng sinn og ljúflyndi og Sigfús
Jónsson í Hringveri, afi hans, hið
sama. Arnfríður Halldórsdóttir,
móðir Björns, var einn hinna fjöl-
mörgu niðja síra Magnúsar Magn-
ússonar í Glaumbæ og hittist þar
gjarna fyrir söngfólk gott, glað-
sinna og gestrisið. Með þeim
frændum ófáum er hin ljúfa, glaða
lund sannkölluð Guðs gjöf frá kyn-
slóð til kynslóðar. Hins er ekki síð-
i ur að geta í minningu Björns, hve
hispurslaus hann var og hreinn í
lund og hætti. Er hér hvort tveggja
að geta, óvenju jákvæðra erfða og
þess, hve vel þær voru ræktar í list-
fengi og drengskap.
Vinum Björns var víðs fjarri að
hugsa um nánd dauðans, er hann
undi í friði aðkomandi ellinnar og
virtist enn hafa nógan þrótt til að
njóta lífsins. En eftir óheppnaða
læknisaðgerð syðra á sl. vori, var
þróttur hans brostinn og fótur svo
stirður, að virtist fokið í skjólin.
Og á fannst að dauðans kalí yrði
kært, því að eigi hræddist hann
dauðann, þau örlög, sem búin eru
öldum og óbornum frá upphafi
tímans til nóns á eilífðar degi.
Umboðinu til að þakka störf
Björns að organista- og söngmál-
um Reykja- Mælifells- og
Goðdalakirkna hefi ég glatað með
flutningi til annars lands, en þakk-
arhugurinn fyrir náið samstarf í 11
ár dofnar aldrei né minningin um
hinn mikilhæfa og óeigingjarna vin,
konu hans og heimiii.
Drottinn blessi honum allsnægt-
ir andans í friði og unaði hins eilífa
lífs.
Ágúst Sigurðsson
frá Mælifelli