NT - 12.12.1985, Blaðsíða 5

NT - 12.12.1985, Blaðsíða 5
 fíT Fimmtudagur 12. desember 1985 5 LlL |> Fréttir Hjálparstofnun kirkjunnar styrkir flóttafólk í Pakistan og munaðarlaus börn í Eþíópíu „VID VILJUM AFTUR HEIM“ segir flóttafólk sem nú býr við mikla örbirgð í Pakistan ■ „Það er einkennandi fyrir það flóttafólk sem við hitt- um fyrir í Pakistan að það vildi snúa heim til Afghanistan aftur. „Við viljum heim,“ sagði það. „Við viljum fara aftur heim og setjast að í landinu okkar.“ Svo fórust Gunnlaugi Stefánssyni fulltrúa Hjálpar- stofnunar kirkjunnar orð þegar hann ræddi við NT um ferð sína til afghanskra flóttamannabúða í Pakistan. M eð í förinni til Pakistan voru þrír íslenskir sjónvarpsmenn, þeir Ögmundur Jónasson fréttamaður, Oddur Gústafs- son hljóðupptökumaður og Örn Sveinsson kvikmynda- tökumaður. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nú ákveðið að hefja aðstoð við flóttafólk þar eystra sem orðið hefur fórnar- lömb styrjaldarinnar í Afghanistan. Sú aðstoð verður þó ekki að veruleika nema með sameiginlegu átaki íslend- inga en ætlunin er að helga þessu verkefni m.a. hina ár- legu fjársöfnun „Brauð handa hungruðum heimi“. „Viö vissum áöur en við lögö- um af stað að ástandið meðal flóttafólksins væri slæmt en þeg- ar maður kynntist því með eigin augum þá sá ég að þetta var ekk- ert ósvipað því sem ég hafði áður séð í Eþíópíu á meðan náttúru- hamfarirnar geisuðu þar, segir Gunnlaugur. Afghanirnir sem flúið hafa undan stríðinu yfir til nágranna- landanna hafa miklar áhyggjur af því að heimurinn sé að gleyma þessu stríði og um leið og það gerist minnkar sú aðstoð sem veitt hefur verið. Hörmungun- um hefur þó ekki linnt. Hern- aðarátökin hafa magnast á þessu ári ef eitthvað er og nú er talið að heildarfjöldi þess fólks sem flúið hefur Afghanistan sé að nálgast fjórar milljónir. Flóttafólki fjölgar stöðugt eftir því sem stríðið dregst á langinn en nú eru að verða sex ár síðan sovéskur her hélt inn í Afghanistan.“ Gunnlaugur segir að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hann aflaði sér í landamærahér- uðum Pakistan og Afghanistan þá hafi stíðið tekið þvílíkan toll að nánast hver einasta fjölskylda í Afghanistan hafi misst líf. „Það var sérstaklega átakan- legt að heyra hversu stríðið hef- ur komið niður á saklausum börnum landsins. Barnadauði er þarna með því allra hæsta sem gerist í heiminum og maður heyrði tölur nefndar allt upp í það að rúmlega annað hvert barn sem fæðist láti lífið vegna beinna áhrifa styrjaldarinnar." En hvað sem allar tölur segja þá rennur okkur blóðið til skyld- unnar og það eru ekki síst börnin sem við munum reyna að styðja við bakið á því í átaki sem við erum nú að hefja. „Pað er því miður oftast svo að þegar mennirnir deila þá eru það ekki síst börnin sem líða.“ Gunnlaugur segir að það hafi komið íslendingunum á óvart hversu mikilli gestrisni flótta- fólkið mæti þegar það kemur yfir til Pakistan, þrátt fyrir þá fátækt og örbirgð sem sé að finna í land- inu. í einum landamærabænum sem hann heimsótti búa um 160 þúsund Pakistanir en flóttafólk- ið sem þangað er komið frá Afg- hanistan er orðið jafnmargt og íbúarnir sem fyrir voru. „Þegar við spurðumst fyrir um það hvort slíkur fjöldi flótta- manna væri ekki þungur baggi á byggðarlaginu þá fengust þau svör að auðvitað væri ekki jafn- mikið til skiptanna en þetta væru nágrannar sem þyrftu á aðstoð að halda og þá væri ekki hægt að skorast undan því að taka eins vel á móti þeim og unnt væri.“ Hjálparstofnun kirkjunnar hér á landi hafa að undanförnu borist mjög eindregnar beiðnir um aðstoð til handa hinu afg- hanska flóttafólki. Þessar beiðn- ir eru fyrst og fremst frá kirkj- unni í Pakistan og kirkjulegum hjálparstofnunum þar í landi. Kirkjuþingið hér heima fjallaði um málið á síðasta fundi sínum og þar var samþykkt að reyna eftir mætti að verða við þessu neyðarkalli. Kirkjan í Pakistan er mjög lítil þar sem Islam-trú er í yfirgnæfandi meirihluta í báð- um þessum löndum en slíkar staðreyndir skipta að sjálfsögðu ekki máli þegar um er að ræða fólk sem býr við mikla neyð og á í erfiðleikum. Gunnlaugur sagði að Hjálpar- stofnunin hefði lagt áherslu á að senda fólk til þeirra staða í heim- inum sem mest væru hjálpar- þurfi áður en farið væri út í að leita til almennings varðandi stuðning. „Þetta er einn liðurinn í því að tryggja það að hjálpin komist til skila og hún sé veitt þar sem hennar er mest þörf. Þetta er á- stæðan til þess að við fórum þessa ferð til Pakistan og í fylgd með okkur í þetta skiptið voru fréttamenn frá íslenska sjón- varpinu. í þessum ferðum er reynt að meta hvernig hjálpar- starfið er skipulagt og líka er reynt að velja ákveðin afmörkuð verkefni sem við íslendingar gætum valdið.“ Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar er sá sem ber hitann og þungann af skipulagi starfsins hér heima. Hann segir að söfnunin sem nú er að fara af stað verði einkum tileinkuð þeim verkefnum sem ákveðið hefur verið að takast á við í Pak- istan og Afghanistan. En auk þeirra verði haldið áfram að- stoðinni við bágstadda og hjálp- arþurfi í Eþíópíu þar sem ákveð- ið hefur verið að aðstoða um 250 börn sem lifðu af hungursneyð- ina í landinu og eiga nú hvergi höfði sínu að að halla. Söfnunin á jólaföstunni nú fer fram eins og áður undir heitinu „Brauð handa hungruðum heimi“. Lítill söfnunarbaukur verður sendur á hvert heimili í landinu og heitið á fólk að bregðast vel við í þetta skiptið eins og svo oft áður. ■ Það eru ekki síst börnin sem líða skort þegar mennirnir deila. IMyndin er af afghönskum börnum í flótta- mannabúðum á landamærum Pakistan og Afghanistan. ■ Flóttamennirnir hafa verið fljótir að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Hjálparstofnun kirkjunnar mun meðal annars hjálpa til við að koma upp skólum fyrir yngsta flóttafólkið. Ni-mynd: Árni Bjarna ■ Þeir Gunnlaugur Stefánsson og Guðmundur Einarsson með söfnunarbauka en slíkir baukar verða sendir á hvert hei- mili í landinu nú á jóiaföstunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.