NT - 12.12.1985, Blaðsíða 4
Eyfirskir bændur:
Óánægðir með mjólkurkvóta
Tillögur Framleiðsluráðs ekki verjandi, segir bóndi í Eyjafirði
■ „Bændur hcr um slóöir eru
mjög óánægðir meö tillögur Fram-
leiðsluráðs varðandi skiptingu
mjólkurframleiðslu ntilli héraða,"
segir Oddur Gunnarsson bóndi á
Dagverðareyri í Eyjafirði.
„Ég tel ekki verjandi að ráðið láti
frá sér fara svona tillögur og vona
að þær nái ekki fram að ganga. Það
væri mun skynsamlegra að miða
héraðabúmarkið meira við fram-
leiðsluna eins og hún er í dag til að
stór röskun yrði ekki milli einstakra
héraða. Hvað leyfilega framleiðslu
einstakra búa snertir væri á hinn
bóginn rétt að ntiða við búmark
hvers og eins. Ef skiptingin yrði
miðuð við hvað hver einstakur
bóndi hefur framleitt á undanförn-
um árum þá yrði skoriö niður við þá
bændur, sent þcgar hafa dregið úr
framleiðslu sinni og þeir fengju
þannig á sig skerðingu tvisvar
sinnunt."
Landbúnaðarráðherra voru
sendar tillögur Framleiðsluráðs í
lok nóvember og miðast þær eins
og kunnugt er við að skipta því
framleiðslumagni, sem bænda-
samtök og stjörnvöld sömdu um
í ágúst síðastliðnum. Tillögurnar
gcra ráð fyrir því aö ákveðinn kvóti
verði rciknaöur út fyrir hvert hérað
en þau verði alls 30 í landinu. í
hverju héraði fái síðan livert bú á-
kveðinn kvóta til kindakjöts- og
mjolkurframleiðslu
Oddur bendir á að ef tillögur
Fiamleiðsluráðs verði samþykktar
muni samdráttur í mjólkurfram-
leiðslu hvergi verða jafn mikill og
hjá bændum í Eyjafirði og á svæð-
inu íkringum Húsavík. Samkvæmt
tillögunum má reikna með að sam-
drátturinn í ntjólkurframleiðslu í
Eyjafirði verði um 5% umfram
landsmeðaltal.
Á hinn bóginn bendir Oddur
Gunnarsson á að hann telji lögin
frá því í júlí í sumar til bóta fyrir
bændur en nteð þeim var kontið á
fullum greiðslum til kúabúa eigi
síðaren 10. næsta mánaðareftirað
mjólkin erlögð inn til mjólkurbúa.
Reyndarmun nokkurraróánægju
gæta nteðal kúabænda í Eyjafirði
að fá ekki greitt á þessu ári
nema framleiðslu ellefu ntánaða
þar sem greiðslur fyrir desem-
bermánuð komi ekki fyrr en 10.
janúar á næsta árí.
„Mánuðirnir eru nú tólf á okkar
almanaki og sá háttur hefur verið í
áratugi að árið hafi verið gert upp
31. desember," sagði Oddur að
lokum.
Jólamarkaður
■ Opnaður hefur verið jólamarkaður á Hverfisgötu 105.
Þar eru á boðstólum hvers kyns jólavörur, s.s. gervijólatré,
skraut, kerti og Ijósaseríur. Þá er einnig til sölu í jólabúð-
inni alls konar gjafavörur, hljómplötur og fatnaður.
Hreinósannindi
Athugasemd frá Matthíasi Á. Mathiesen
■ í Þjóðviljanum laugardaginn
7. desember svo og í leiðara
blaðsins í gær, 10. þ.m. og í grein
merktri Sdór er ég borinn þeint
sökum að hafa farið vísvitandi
með rangt mál í umræðum á Al-
þingi 18. júní sl. er ég svaraði
fyrirspurn Guðmundar Einars-
sonar, alþingismanns. Auk þess
er gefið í skyn að ég hafi lcynt
skýrslu frá Seðlabankanum til
viðskiptaráðuneytisins um mál-
efni Hafskips hf., dags. 3. júní sl.
Um leið og ég mótmæli slíkum
málflutningi þar sem fariö er nteð
hrein ósannindi, vísvitandi eða af
vanþekkingu, vil ég koma á fram-
færi því sem rétt er:
1.
Á Alþingi 18. júní svaraði ég
Guömundi Einarssyni alþm. og
vísaði þá til yfirlýsingar banka-
stjóra Útvegsbankans sem birzt
hafði á Mbl. 16. júní en þarsegir:
„Bankastjórn Útvegsbanka
íslands vill taka fram að fullyrð-
ingar, sent fram konta í blaði
yðar hinn 12. þ.m. í grein Hall-
dórs Halldórssonar ritstjóra
Helgarpóstsins unt tryggingar
bankans vegna skuldbindinga
Hafskips hf. eru úr lausu lofti
gripnar. Tryggingar bankans
eru í eignum fyrirtækisins og
hluthafa."
Ég lagði ekkert mat á yfirlýs-
ingu bankastjóranna, en sagöi:
„Hv. þm. vék að reikningum
þessa ákveðna fyrirtækis, og las
út úr þeim reikningum ákveðna
niðurstöðu sem ég skal ekki
dæma um. En þar verðum við að
gera greinarmun á útkomu fyrir-
tækisins annars vegar og svo
þeim tryggingum sem bankinn
hefur hinsvegar. Nú hafa banka-
stjórar þessa banka opinberlega
gert grcin fyrir því að bankinn
hafi tryggingu fyrir þeim lánum,
sem hann hefur veitt, í eignum
fyrirtækisins og eignum hluthaf-
anna, þannig að reikningar
fyrirtækisins þurfa ekki að sýna
og sýna ekki, skv. þessu, þær
tryggingar sem bankinn hefur
fyrir þeim skuldum sem fyrir-
tækið er í.
Varðandi fsp. sem er fram-
hald af fsp. frá því fyrr í vetur, þá
hafa, að ég best veit, þeir aðilar
sem fara með eftirlit undir þess-
unt kringumstæðum, ekki talið
ástæðu til að gera sérstaka at-
hugun á því tilviki sem hér er að
vikið."
Það er því með öllu ásatt, að
ég hafi sagt, eins og segir í
leiðara Þjóðviljans í gær, „að
full veð væru fyrir hendi hjá
Hafskip fyrir skuldum þess hjá
Útvegsbankanum.
2.
í grein merktri Sdór í Þjóðvilj-
anum 10. des. sl. er eftirfarandi
ritað urn svar mitt 18. júní sl. svo
og þaö sem viðskiptaráðherra
MBj sagði á Alþingi 14. nóvem-
bersl.:
„Matthías Bjarnason sagði í
umræðum um Hafskipsmálið
14. nóvember sl., að þann 3.
júní hefði legið fyrir að Hafskip
hf. átti ekki veð fyrir skuldum.
Orðréttt sagði Matthías Bjarna-
son:
í júnímánuði á þessu ári fékk
Seðlabankinn skv. beiðni upp-
lýsingar um stöðu Hafskips
gagnvart Útvegsbankanum sem
dagsett er 3. júní en þar kom
fram að nokkuð vantaði til þess
að tryggingar bankans nægðu
fyrir heildarskuldbindingum
Hafskips gagnvart bankanum að
meðtöldum víxlum vegna ann-
arra ábyrgða."
Þegar Matthías Á. Mathiesen
bankamálaráðherra þáverandi
sagði 18. júní á þingi, að full veð
væru fyrir skuldum Hafskips
vitnaði hann í opinbera yfirlýs-
ingu bankastjóra Útvegsbank-
ans. Spurning vaknar hvort
Matthías sagði vísvitandi ósatt,
eða fylgdist hann ekki betur
með en það að hálfuni mánuði
eftir að bankaeftirlitið sendir
honum og Seðlabankanum
skýrslu um málið, hafi hann ekki
lesið skýrsluna."
Það er rangt, að viðskiptaráðu-
neytinu hafi borist skýrsla um
stöðu Hafskips gagnvart Útvegs-
bankanum 3. júní sl., enda kem-
ur það ekki fram hjá núverandi
viðskiptaráðherra, heldur er
skáldskapur greinarhöfundar
Sdór. Viðskiptaráðuneytinu
barst fyrst skýrsla frá bankaeftir-
litinu dags. 30. júlí og hafði engin
skýrsla þar til borist frá bankaeft-
irlitinu frá því að ég tók við
embætti viðskiptaráðherra.
Á Alþingi í dag kont fram í
ræðu viðskiptaráðherra MBj að
Seðlabankinn fékk síðari hluta
júnímánaðar yfirlit frá Útvegs-
bankanum um yfirlit skulda- og
tryggingastöðu Hafskips við Út-
vegsbankann. Sú greinargerð
barst ekki viðskiptaráðuneytinu á
meðan ég gegndi störfum við-
skiptaráðherra.
Fullyrðingar Sdór þess efnis,
að ég hafi vísvitandi sagt ósatt
eða ekki fylgst betur með, eru því
uppspuni frá rótum.
Matthías Á. Mathiesen.
Fimmtudagur 12. desember 1985 4
■ Arthúr Bogason flutti setningarræðu á aðalstofnfundinum en 36 fulltrú-
ar smábátaeigenda frá öllum landshornum sátu hann.
NT-mynd: Árni Bjarna.
Smábátaeigendur:
Landssambandið
formlega stofnað
■ „Mín trú er sú að héðan hverf-
um við sameinaðir og öflugri en
áður, til baráttu fyrir rétti okkar og
til að mótmæla þeim þungu högg-
um sem stjórnvöld hafa veitt okkur
undanfarið," sagði Arthúr Boga-
son formaður undirbúningsnefnd-
ar Landssambands smábátaeig-
enda í setningarræðu sinni á aðal-
stofnfundi félagsins, fyrir helgi.
Stofnfundinn sátu 36 fulltrúar
smábátaeigenda hvaðanæva af
landinu, en alls munu íslenskir smá
bátaeigendur vera um 1500.
„Níunda greinin verður í brenni-
deplinum hér í dag,“ sagði Arthúr í
samtali við NT, en í níundu grein
frumvarps til laga um stjórn fisk-
veiða 1986-87 er m.a. fjallað um
árstíðabundið veiðibann báta und-
ir 10 brl., en ákvarðanir stjórn-
valda í þessunt málum hafa vakið
mikla reiði smábátaeigenda
undanfarið.
„Það má segja að reiði okkar yfir
þessu hróplega óréttlæti hafi ýtt
mest undir stofnun Landssam-
bandsins. Atburðirnir sem áttu sér
stað í Vestmannaeyjum í mars sl.
og eins þegar triilukarlar af Akra-
nesi voru teknir fastir við veiðar,
fylltu mælinn. Það liggur því beint
við að hefja baráttuna gegn smá-
bátabanninu á þessum fyrsta stofn-
fundi og semja harðorða ályktun
um þetta mál," sagði Arthúr að
lokunt.
Félag kvikmyndagerðarmanna:
Fé Kvikmynda-
sjóðs verði
ekki skert
■ Félag kvikntyndagerðarmanna
hefur sent frá sér mótmæli gegn
fyrirhuguðum niðurskurði á lög-
bundinni fjárveitingu til Kvik-
myndasjóðs.
í ályktun sem félagið samþykkti
nýlega á stjórnarfundi segir að
samkvæmt lögum um Kvikmynda-
sjóð skal fjárveiting til hans nema
söluskatti af aðgangseyri kvik-
myndahúsa. Fyrirhugaður niður-
skurður skerði tekjur sjóðsins um
helming. íslensk kvikmyndagerð
hafi hlotið góðar undirtektir hjá
landsmönnum og viðurkenningu
erlendis og þessi góði árangur hafi
náðst þrátt fyrir geysierfiðar fjár-
hagsaðstæður.
Kvikmyndasjóður hafi verið
mikilvægur í uppbyggingu ís-
lenskrar kvikntyndagerðar, enda
þótt framlög til hans hafi verið í
lágmarki. Félag kvikmyndagerð-
armanna mótmælir því endurtekn-
um tilraunum fjárveitingavaldsins
til að seilast í tekjur af kvikmynda-
sýningum sem lögum samkvæmt
eiga að renna óskertar í Kvik-
myndasjóð.
■ Úr söngva- og gleöimyndinni Meö allt á hreinu sem Stuðmenn og Ág-
úst Guðmundsson gerðu hér um árið. Kvikmyndagerðarmenn hafa nú
mótmælt fyrirhuguðum niðurskurði á lögbundnum fjárframlögum til kvik-
myndasjóðs.