NT - 12.12.1985, Blaðsíða 15

NT - 12.12.1985, Blaðsíða 15
M Rangt að Guðmund- ur hafi verið vinur Himmlers Leiðrétting vegna sjónvarpsfréttar ■ Vegna fréttar í Sjónvarpi um nýútkomna bók dr. Þórs White- head skal eftirfarandi tekiö fram: 1. Það er rangt að Guðmundur Einarsson hafi verið persónu- legur kunningi Heinrichs Hintmler eða að milli þessara manna hafi verið persónuleg tengsl. Að sögn dr. Þórs (og það er staðfest af ekkju Guð- mundar) var Guðntundi boðið opinberlega til móttöku hjá Himmler einu sinni. Var það árið 1936. TJm bréfaskipti er ekki vitað. 2. Afskipti Guðmundar af hugs- anlegri leirmuna- og jarðefna- vinnslu á íslandi á vegum Þjóð- verja voru ekki bundin því hverjir stóðu að baki henni í Þýskalandi, þ.e. nasistar. Guð- mundur taldi sig skipta við þýsk stjórnvöld. Árið 1927 byrjaði hann að vinna að þessum mál- um hérlendis á eigin vegum og síðan á vegum Skipulagsnefnd- ar atvinnumála. Hann og Jó- hannes Nordal verkfræðingur unnu áætlun um stofnun verk- smiðju sem hlaut góðar undir- tektir stjórnvalda, en af fram- kvæmdum varð ekki. Samvinna varð við danska, sænska og þýska aðila urn rannsóknirnar. Enn síðar var athugunum hald- ið áfram með aðstoð Nýbygg- ingarráðs og Framkvæmda- bankans eftir að hann kom til sögu. Það er Ijóst að þegar út- sendari hinnar nasísku stjórnar, Gerlach sendiherra á Islandi, kom því til skila að þýsk stjórn- arstofnun hefði áhuga á að sinna umræddu máli taldi Guð- mundur ekki rangt að taka því boði. Ennfremur er ljóst að þegar árið 1940 er úti um sam- skiptin þótt hvergi sé skjalfest hvers vegna svo fór. 3. Þaðerloksbrýntaðframkomi: í fyrsta lagi: Guðmundur frá Miðdal var ekki viðriðinn neins konar undirróður, njósnir eða þess háttar. Það staðfestir dr. Þór í bók sinni og væntanlega betur í komandi bók. Hið sama er ljóst af samskiptum Guðmundar og Breta og Bandaríkjamanna. í öðru lagi: Guðmundur kom aldrei ná- lægt samtökum nasista á íslandi né má finna í rituðu máli eftir hann stuðning við þá eða slíka stefnu. Hugmyndir hans um þjóðerni, líkamsrækt, listiro.il. voru vissulega þjóðlegar í göml- um stíl enda var hann einn af framámönnum Ungmennasam- bands íslands. Þess ber líka að gæta að hann nam í Múnchen í Þýskalandi allöngu fyrir 1930 og þá í anda þýskrar þjóðernis- stefnu, ef eitthvað er, en ekki þess sem síðar kristallaðist úr henni. í þriðja lagi: Það kemur fram af gögnum að Guðmundur var mikill vinur Þjóðverja; einnig eftir að stríðs- stefna þeirra var fram komin, en þá þegar fór andstaða hans vaxandi líkt og meðal nær allra annarra íslenskra Þýskalands- vina sem ekki voru tengdir ís- lenskum nasistum. Þess vegna mistókst Gerlach sendiherra ætlunarverk nasista hérlendis og þess vegna mun Guðmundur hafa talið samvinnu urn leir- muna- og jarðefnavinnslu úti- lokaða þegar á leið - og það áður en Bretar gengu hér á land. í stuttri frétt Sjónvarpsins komu fram mörg tilefni til rangtúlkana og missagna. Hennar vegna og vegna alrangrar, gamallar tímaritsgrein- ar sem dubbuð var upp í „njósna- skýrslu“ í lok viðtalsbókar við Pétur Kidson Karlson í fyrra (Iðunn) þarf langa greinargerð til þess að skýra aðild Guðmundar Einars- sonar að sögu 3. áratugarins. Mun hún væntanleg. Rétt er að taka fram að lokum að ættingjar Guð- mundar fengu að líta yfir hluta af bók dr. Þórs Whitehead. Þótt ein- hver munur sé á túlkunum hans og þeirra þá ber að fara viðurkenning- arorðum um verk dr. Þórs. F.h. ættingja Guðmundar Einarssonar Ari Trausti Guðmundsson Fimmtudagur 12. desember 1985 15. ■ Háskólarektor og samstarfsmenn hans við kynningu bókarinnar. NT-mynd Ámi Bjarna. Heimskingi I mörgum myndum íslensk samheitaorðabók lítur dagsins Ijós ■ Það mun vera tilviljun ein að um líkt leyti og menntamálaráðherra er að boða til mikillrar sóknar til eflingar íslenskrar tungu að út kemur íslensk samheitaorðabók sú fyrsta sinnar teg- undar. Bókin er gefin út og kostuð af Styrktarsjóði Þóbergs Þórðarsonarog konu hans Margrétar Jónsdóttur en sjóðurinn er í eigu Háskólans. Þau hjónin gáfu skólanum aleigu sína og mun Þórbergur hafa langt á það áherslu að útgáfa samheitaorðabókar skyldi sitja í fyrirrúmi varðandi úthlut- un úr sjóðnum. Ritstjóri bókarinnar sem nú sér dagsins Ijós er Svavar Sigmundsson og hcfur hann verið það frá upphafi en Bókabúð Máls og Menningar ann- ast dreifingu hennar og bókin kostar tæpar 3 þúsund krónur. Það vekur nokkra athygli að orðið „heimskingi" er þaö orð í íslenskri tungu sem á sér hvað flest samheitin eða að minnsta kosti 76 orð. Það ætti því ekki að verða nein vandræði með að senda þeim tóninn sem það eiga skilið sérstaklega ef menn hafa bók- ina atarna undir höndum. Fyrir utan samheitin, sem áður er minnst á, er að finna ein 44 þúsund uppflettiorð í bókinni auk þess sem andheiti eða orð andstæðrar merking- ar er að finna við hvert tiltekið orð. Það er því óneitanlega nokkur menningarviðburður að útkomu þessarar bókar um leið og hún er skerf- ur til varðveislu íslenskrar tungu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.