NT - 12.12.1985, Blaðsíða 2
„Malagafanginn“ kærir lögreglumann
Fimmtudagur 12. desember 1985 2
Aðstoðarvarðstjóri
leystur frá störfum
■ Aðstoðarvarðstjóra í lögregl-
unni í Reykjavík hefur verið vik-
ið úr starfi, á meðan að rannsókn
fer fram í máli fanga, sem ber að
aðstoðarvarðstjórinn hafi slegið
sig. Málið er í rannsókn og þarf
læknisvottorð til þess að hægt sé
að fá endanlega niðurstöðu.
Forsaga málsins er sú að lög-
reglan var kölluð að veitinga-
staðnum Uppi og niðri þann 24.
nóvembcr. I’ar var maður, sem
hafði rotast og hlotið alvarlega
áverka í átökum inni á staðnum.
Sökum þess hversu ofurölvi mað-
urinn var, var farið nteð hann í
fangaklefa.
Að sögn Guðmundar Her-
mannssonar yfirlögregluþjóns þá
sló l'anginn lögreglumanninn
fyrirvaralaust í andlitið. Hinn
síðarnefndi mun hafa misst stjórn
á skapi sínu og slegið til baka.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur málið til rannsóknar. Þórir
Oddsson vararannsóknarlög-
reglustjóri sagði í samtali við NT í
gær að til þess að Ijúka niætti
rannsókninni þyrfti að fá læknis-
vottorð, þar sent frani kcmur
hvort fanginn kjálkabrotnaði í
viðskiptum sínum við lögregluna
eða hvort hann var brotinn fyrir.
Alls eru þrjár kærur í málinu.
Fanginn, scm gengur undir nafn-
inu „Malagafanginn" hefur kært
lögregluþjóninn og einnig þann
mann scm olli líkamsmciðingum á
honum á skcmmtistaðnum. Þá
hefur lögregluþjónninn kært
„Malagafangann" fyrir líkams-
meiðingar og fyrir að veitast að
manni í opinberu starl'i.
Guðmundur Hcrmannsson
yfirlögregluþjónn sagði í samtali
við NT í gær að lögregluþjónninn
hefði viðurkennt að liafa slegið
fangann.
■ Söngvararnir ungu Björgvin Gíslason, Inga Dóra Jóhannsdóttir og
Gísli Guömundsson nieö plakat, bók, plötu og kasettu um Óla prik besta
vin barnanna seni nýkomið er er út.
Vísindafélag Norðlendinga:
Akureyrarháskólinn fái
fjárveitingu á næsta ári
■ Vísindafélag Norðlendinga
hefur sent frá sér yfirlýsingu þess
efnis að félagið telji einsýnt að þeg-
ar verði hafinn undirbúningur að
stofnun háskóla á Akureyri, með
sérstakri fjárveitingu á fjárlögum
næsta árs og ráðningu forstöðu-
manns eða rektors sem fái það
hlutverk að undirbúa stofnunina.
Tryggvi Gíslason skólameistari
menntaskólans á Akureyri sem um
nokkra hríð hefur verið mikill
áhugamaður um þetta mál sagði í
samtali við NT að núverandi
menntamálaráðherra hefði lýst því
vfir að hann ætlaði að beita sér fvrir
því að kennsla á háskólastigi hæfist
á Akureyri haustið 1986 og vera
kynni að það þurfi ekki samþykkt
Alþingis til þessa máls. Ráðherra
sé þessa dagana að skipa nefnd til
að vinna að ítarlegum tillögum um
háskóhfkennslu á Akureyri. „Þetta
gamla baráttumál virðist því nú
vera komið vel á rekspöl," sagði
Tryggvi.
Tryggvi sagði að það yrði tví-
mælalaust léttara fyrir fólk af
Norðurlandi, Vestfjörðum og
Austurlandi að stunda háskólanám
á Akureyri, bæði yrði auðveldara
að komst inn, vegalengdin yrði
minni og ýmis annar kostnaður við
ferðalög og fleira miklu minni.
Stofnun háskóla á Akureyri yrði
líka til þess að jafna rétt lands-
hluta. Hafi að auki verið ástæða til
þess árið 1911 að stofna háskóla f
Reykjavík með 53 nemendum, þá
væri sannarlega komin ástæða til
að stofna háskóla fyrir a.m.k. 500
nemendur á Akureyri með öllum
þeim breytingum sem orðið hafi á
samgöngum, tækni, menntun og
búsetu í landinu. Háskóli íslands
yrði 75 ára á næsta ári svo vel færi á
því að stofnaður yrði háskóli á Ak-
ureyri.
Hugmynd norðanmanna væri sú
að háskólinn á Akureyri þjónaði
sérstaklega landssvæðinu fyrir
norðan og atvinnuvegum lands-
manna. Stundaðar yrðu rannsókn-
ir sem tengdust atvinnulífinu, bæði
landbúnaði og sjávarútvegi.
Norðurland væri til dæmis eitt
mesta matarforðabúr landsins, 10%
af fiski landsmanna kæmu á land í
Eyjafirði sem einnig væri eitt
blómlegasta landbúnaðarhérað
íslands. Að auki væri gert ráð fyrir
kennslu í listum.
Spurður um hvort kennarar
fengjust við skólann sagði Tryggvi
að ef hægt væri að dæma af reynslu
Breta, Norðmanna, Svía og Finna,
þar sem mikil ásókn ungs mennta-
fólks hefði verið í að ráða sig að
nýjum háskólum, þá þyrftu menn
engu að kvíða, í þeim efnum. Það
hefði að auki sýnt sig að Mennta-
skólimi á Akureyri hefði ekki verið
lélegri en Menntaskólinn í Reykja-
vík og engin ástæða væri til þess að
ætla að háskóli á Akureyri yrði
neitt lélegri en Háskóli íslands „og
ég skil ekki hvers vegria háskóla-
kennsla í Reykjavík ætti að vera
best í öllum heiminum," sagði
Tryggvi að lokum.
Oli prik
besti vinur
barnanna
■ Út er komin plata um Óla prik
besta vin barnanna og eru á plöt-
unni 9 lög sem þau Björgvin Gísla-
son, Gísli Guðmundsson og Inga
Dóra Jóhannsdóttir syngja.
Þau sögðu að það hefði tekið
rúman mánuð að æfa og taka
plötuna upp og voru þau öll sam-
mála um að gaman væri að syngja
inná plötu sem þessa.
Platan er um Óla prik og langan-
ir hans en hann langar mikið til að
verða eins og önnur börn og eiga
foreldra.
Með plötunni fylgir bók um Óla
prik og einnig plakat sem sýnir að
Óla prik langar að drekka Svala.
Þá fylgja einnig textar og lögin
er líka hægt að fá á kasettu.
Undirleik og bakraddir annast
Þorsteinn Jónsson, Jóhann Heiga-
son og Magnús Sigmundsson og
sagði liann að platan hefði aðallega
veriö tölvusett.
Söngvararnir sögðust allir ánægðir
með nýju plötuna um Ola prik og
þeim fannst bókin skemmtileg og
vel teiknuð.
Hráolíuverð
lækkar erlendis
- áhrif hérlendis óljós
■ Verð á hráolíu hefur lækkað
mikið á heimsmarkaði það sem af
er vikunnar. Hráolía úr Norðursjó
lækkaði til dæmis úr rúmum 28
dollurum hver tunna fyrir helgina
niður í 24 dollara í gær.
Þessi verðlækkun kemur í kjöl-
far ákvörðunar OPEC ríkjanna
uni að reyna að bæta hlut sinn á al-
þjóðlega hráolíumarkaðnum með
því að auka framboð sitt af olíu.
Samkvæmt Reuter fréttastof-
unni, telja sérfræðingar það ekki
óhugsandi að haldi OPEC ríkin til
streitu ákvöröun sinni um aukið
framboð, geti tunnuverðið farið
allt niður í 20 dollara um mitt árið
1986. Slíkt veltur þó á viðbrögðum
olíuframleiðsluríkja utan OPEC,
en tafið er ólíklegt að þau muni
draga úr framleiðslu til að halda
verðinu uppi.
Óljóst er hvaða áhrif þessi verð-
lækkun mun hafa á íslandi. Hráol-
ía er ekki flutt hingað til lands,
heldur einungis hreinsuð eða unn-
in olía. Markaðurinn fyrir unnu
olíuna er að miklu leyti óháður
sveiflum á hráolíumarkaðnum, þó
svo að þegar til lengdar lætur komi
lækkað hráolíuverð fram í verði
unninnar olíu. Síðustu daga hefur
verðið á unnum olíuvörum engu að
síður lækkað samhliða lækkuninni
á hráolíuverðinu, en það er'þó eng-
an veginn sjálfgefið að hér sé um
orsakasamhengi að ræða.
Framboð og eftirspurn hefur
jafnvel meiri áhrif á endanlegt verð
unninnar olíu, heldur en hráefn-
iskostnaður. Verðlækkunin á unn-
um olíuvörum gæti því staðið í
beinu sambandi við tíðarfar í Evr-
ópu að undanförnu.
Fari svo að verðlækkunin á hrá-
olíu veröi varanleg. sem ekki er
ólíklegt, mun hún þegar fram í
sækir skila sér hingað til lands,
annað hvort í formi minni olíu-
verðshækkana eða jafnvel verð-
lækkunar. Hvenær þau áhrif fara
að segja til sín, ræðst hins vegar af
samspili fjölmargra þátta, inn-
lendra og erlendra, eins og til dæm-
is þeim birðum sem til eru hjá
hreinsunarstöðvum af hráolíu
keyptri á gamla verðinu. hversu
mikil eftirspurn veröur á markaðn-
um eftir unninni olíu, og hvort
gengi íslensku krónunnar verður
fellt eða ekki.