NT - 12.12.1985, Blaðsíða 3

NT - 12.12.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. desember 1985 3 Hagvirki fer í Helguvík - Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar um að fyrirtækið sé á hausnum, standast ekki, segir Jóhann Bergþórsson Þingmál vegna Haf- skips- hneykslis ■ Eftirfarandi mál hafa verið lögð fram á Alþingi í kjölfar ■ Útvarpsumræður verða frá Al- þingi í kvöld. Það verður rædd til- laga til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar til að rannsaka viðskipti Hafskips hf. og Útvegs- banka íslands, svo og samningstil- boð um yfirtöku eigna Hafskips hf. (íslenska skipafélagsins hf.) Tillag- an er flutt afþeim Jóhönnu Sigurð- ardóttur, Olafi Þ. Þórðarsyni, Guðrúnu Agnarsdóttur og Guð- mundi Einarssyni. í greinargerð að tillögunni segir þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað vegna hins svokallaða Haf- skipsmáls: Tillaga til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar Al- þingis skv. 39. gr. stjórnarskrár- innar flutt af Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Ólafi í>. Þórðarsyni, Guðrúnu Agnarsdóttur og Guð- mundi Einarssyni. Tillaga til þingsályktunar um skipun rannsóknarnefndar Al- þingis skv. 39. gr. stjórnarskrár- innar flutt af Ólafi R. Gríms- syni, Steingrími Sigfússyni, óuðrúnu Helgadóttur og óeir m.a.: „Mikið fjárhagslegt tjón bankans, sem yfir vofir og fyrirsjá- anlegt er, kemur í hlut landsmanna með einum eða öðrum hætti að greiða.Hver niðurstaða þessa máls verður mun einnig hafa áhrif á starfsöryggi og hag á fjórða hundr- að starfsmanna Hafskips hf. og fjölskyldna þeirra. Afleiðingar þessa máls eru ekki einungis mikið fjárhagslegt tap ríkissjóðs heldur munu þær einnig hafa bein og ó- bein áhrif á hag fjölmargra aðila í landinu.“ Gunnarssyni í neðri deild, en þeim Skúla Alexanderssyni, Ragnari Arnalds og Helga Seljan í efri deild. Beiðni um skýrslu frá við- skiptaráðherra um stöðu Út- vegsbanka Islands í Ijósi upplýs- inga í fjölmiðlum um viðskipti bankans og fyrirtækisins Haf- skips hf. flutt af Jóni B. Hanni- balssyni, Kolbrúnu Jónsdóttur, Kristínu Halldórsdóttur, Jó- hönnu Sigurðardóttur, Guð- mundi Einarssyni, Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, Karli Stein- ari Guðnasyni, Sighvati Björg- vinssyni ogKristínu H. Tryggva- dóttur. Beiðni um skýrslu frá við- skiptaráðherra um afskipti bankaeftirlitsins af málefnum Útvegsbankans flutt af Stein- grími J. Sigfússyni, Karli Stein- ari Guðnasyni, Ólafi R. Gríms- syni, Guðrúnu Helgadóttur, Helga Seljan, Kristínu Halldórs- dóttur, Grétari Þorsteinssyni, Skúla Alexanderssyni og Stefáni Benediktssyni. Fyrirspurn til viðskiptaráð- herra um útlán og eiginfjárstöðu ríkisbankanna frá Jóhönnu Sig- urðardóttur. Frumvarp til laga um sjálf- stætt bankaeftirlit flutt af Guð- rúnu Helgadóttur, Ólafi R. Grímssyni, GeirGunnarssyni og Steingrími J. Sigfússyni. ■ Hagvirki hefur fengið úthlutað framkvæmdum við hafnargerð í Helguvík og hefjast þær í apríl. Verða allar stórvirkustu vinnuvél- ar fyrirtækisins notaðar í þær fram- kvæmdir og þarf fyrirtækið því ekki að selja þær úr landi. Þetta kom fram í samtali við Jóhann Bergþórsson, hjá Hag- virki, er NT bar þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar á Alþingi í fyrradag, um að Hagvirki væri að fara á hausinn, undir Jóhann. Jóhann sagði að nettóeignir fyrirtækisins væru um 250 milljónir og það væri langt því frá að það væri að fara á hausinn. Hinsvegar hefur lausafjárstaða þess verið slæm og orsakast það einkum af því að fyrirtækið hefur þurft að fjármagna framkvæmdir á vegum fyrirtækis, sem Ólafur Ragnar á sæti í stjórn. Þar á Jóhann við þá deilu sem Hagvirki á í við Lands- virkjun vegna framkvæmda við Helguvík, en Hagvirki telur að Landsvirkjun skuldi sér um 150 milljónir króna. Jóhann sagði að svona ummæli væru ekki traustvekjandi, einkum þar sem þingmaðurinn hefði ekki aflað sér neinna upplýsinga um málið, hvorki hjá fyrirtækinu né hjá viðskiptabanka þess. Eru 160 manns enn í vinnu hjá fyrirtækinu og ekkert útlit fyrir að þeim yrði fækkað á næstunni. Þá er Hagvirki á leið inn í Verk- takasambandið aftur, en þeir sögðu sig úr því fyrir nokkru vegna óánægju með ýmis atriði hjá sam- bandinu. Nú hafa verið gerðar breytingar á Verktakasambandinu og ætlar fyrirtækið því að taka þátt í starfsemi þess. Hafskipsmálið í útvarpsumræðu Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt II Petta er annað bindið í endurútgáíu á hinu mikla œttírœðiriti Péturs, niðjatali hjónanna Guðríðar Eyjólísdóttur og Bjama Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi em niðjar Höskulds, Brands, Eiríks, Loíts og Jóns eldra Bjamasona. Fyrsta bindið kom út 1983, en œtlunin er að bindin verði alls íimm. í þessu bindi eins og því íyrsta, em íjölmargar myndir aí þeim sem í bókinni em neíndir. PÉTUR ZOPHONiASSON VtKINGS IÆKfARÆlTII NIDJATAL GUDBlDAR EYJÓLFSDÓTTUR OG BJARNA HALLDÓRSSONAR HREPPSTJÓRA A VlKINGSLÆK. Ásgeii Jakobsson Einars saga Guðíinnssonar þetta er endurútgáta á œvisögu Einars Guðíinnssonar, sem verið heíur óíáanleg í nokkur ár, en hlaut óspart lot er hún kom fyist út 1978. Þetta er baráttusaga Einars Guðíinnssonai írá Bolungarvík og lýsir einstökum dugnaðaimanni, sem barðist við ýmsa eríiðleika og þuríti að yíirstíga margai hindianii, en gaíst aldrei upp,- var gœddur ódrepandi þiautseigju, kjarki og árœði. Einnig er í bókinni mikill íróðleikur um Bolungarvík og íslenzka sjávaiútvegssögu. SKUGGSJA - BOKABÚD OLIVERS STEINS Gódar og vandadar bœkui Árni Óla Reykjavík fyrri tíma II Tvœr aí Reykjavíkuibókum Áma Óla, Skuggsjá Reykjavíkur og Horít á Reykjavík endurútgeínar í einu bindi. Saga og sögustaðir verða ríkir af lííi og frá síðum bókanna geíui sýn til íortíðar og íiamtíðar - nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höfuðborg landsins og forvemnum ei hana byggðu. Eíni bók- anna er íróðlegt, íjölbreytt og skemmti- legt. Fjöldi mynda íiá Reykjavík fyiri tíma og aí persónum sem mótuðu og settu svip á bœinn prýða þessa vönd- uðu útgáíu Birtan að handan Saga Guðrúnar Siguröardóttur írá Torfuf elli Sverrír Pálsson skrádi Guðrún Sigurðardóttir var landsþekkt- ur miðill og hér er saga hennar sögð og lýst skoðunum hennar og líísvið- hoifum. Hún helgaði sig þjónustu við aðra til hjálpar og huggunar og not- aði til þess þá hœíileika, sem henni vom geínir í svo ríkum mœli, skyggni- gáíuna og miðilshœíileikana. Þetta er bók, sem á erindi til allra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.